Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 1
m Holl ráð um Óvenjuleg iHP sumarleyfið stúlkufórn HELGIN • Bls. 4-5 • Bls. 8-9 Þetta er lyginni Á tyllidögum er oft talað um ísland sem sögueyju og íslendinga þar með sem hina miklu söguþjóð. Hér er auðvitað vísað til íslendingasagnanna sem borið hafa hróður landsins víða um heim. Það má ef til vill segja að með þessum meitluðu sögum hafi tónninn verið gefinn því að svo lengi sem allra elstu menn muna (og muna þeir þó tímana tvenna) hefur fátt verið göfugra en að segja sögur og innbyrða og melta sögur sem næsti maður segir. Sögusagnir gefa lífinu gildi og eru góð afþreying í hversdagsamstrinu. Sumar frásagnir af Njáli á Bergþórshvoli og öðrum köppum í Njálu eru sannar. Landnáma staðfcstir það. Njáluhöfundur hefur síðan fetað slóð skáldskapar tii þess að lífga upp á frásögnina Sumpart eru sögurnar byggð- ar á hreinum staðreyndum og því sannar en oftar er þó að þær eru færðar í stílinn og verða þá ýktar og þjóðsagnakenndar. Síðan eru það blessaðar lygasög- urnar sem hreinlega eru upp- spuni frá rótum. Slík frásagnalist er síður en svo öllum gefin. Frásagnir og munnmæli Ef litið er til fræðanna er þar talað um að frásögn sé það söguform sem gengur munnlega frá einum ættlið til annars. Undirdeild frásagna er svo munnmæli sem gengur munn- lega manna á milli í nokkurn tíma. Oft eru frásagnir skráðar á bók og varðveitast þá sem heimildir. Eðli málsins sam- kvæmt er mjög undir hælinn lagt hversu sannar þær eru. Kannski má líka segja að það sé auka- atriði. Það er alkunna að frásögurnar verða ýktar ef t.d. sá sem sagt er frá hefur gert eitthvað á hlut sögumanns. Þá reynir sögumað- ur vitanlega að sverta myndina af þeim er frá er greint. Þetta er vel þekkt fyrirbæri, það þarf ekki að leita lengra en í dagblöð- in til að sjá hvemig skýrt er frá atburðum á mismunandi hátt, allt eftir því hvort frásögnin á að vera viðkomandi í vil eða andstæð. ' Bráðskemmtilegar ýkjur koma fram í frásögninni af þeim þjóðfræga manni Axlar-Birni. í Annálum íslands er haft eftir Bjarna á Skarðsá að Axlar- Björn hafi játað á sig 9 morð. í munnmælum urðu morðin hins- vegar allt að því tvöfalt fleiri. Með þessu móti varð frásögnin vitaskuld meira krassandi og fólk lagði frekar við hlustir. I dagblöðum nútímans myndi þetta flokkast undir svokallaða æsifréttamennsku. Ef staldrað er örlítið meir við Axlar-Björn, þá fara Þjóðsögur Jóns Árnasonar um hann þeim orðum að hann hafi verið svo slæmur maður að á sjálfan páskadagsmorgun, þegar hann var tekinn fastur, hafi hann ekki lengur séð sól skína í heiði. Sá maður sem sagði svo frá hlýtur að hafa haft burðugt ímyndunarafl, svo ekki sé meira sagt! Álagablettir og reimleikar Það hefur verið vísindalega sannað að íslendingar er sú þjóð í Vestur-Evrópu, og þótt víðar væri leitað, sem er opin fyrir sögnum af dulrænum fyrirbær- um. Þessa var getið hér í helg- arblaði Tímans fyrir skömmu hvað varðaði álfa og huldufólk. En auk þessa gleypa margir íslendingar í sig sagnir af álaga- blettum og draugum. Álagablettina er að finna um , allt land. Þar má ekki hreyfa við neinu, hvorki grösum eða stein- um. Ef sú regla er ekki í heiðri höfð er trú manna að eitthvað óvænt og miður gott komi fyrir það fólk sem stendur að umrót- inu. Af þúsundum sagna um .álagabletti hér á landi skal hér rifjuð upp ein um álagablett á jörðinni Knarranesi á Mýrum. I margar aldir hafa venó munnmæli um það að á þessum bletti mætti ekki hreyfa við neinu. Sagan segir að þó hafi það tvisvar skeð að bletturinn hafi verið sleginn án vitundar húsbænda. í bæði þessi skipti launuðu máttarvöldin umróts- mönnum með ýmsum óhöppum á Knarramesi, bæði á mönnum i og búfénaði. Reimleikar eru endalaus uppspretta frásagna. Menn eiga að hafa séð drauga við öll mögu- leg sem ómöguleg tækifæri, sofið við hlið drauga, barist við drauga og spjallað við drauga. Draugasögur virðast alltaf jafn vinsælar, sem kann að skýr- ast af því að menn telja sig enn sjá þessar verur á sveimi, í tíma og ótíma. Auðvitað er ekkert nema gott eitt um það að segja en óneitanlega virðist sem skáldagáfan sé oft þanin til hins ítrasta í þessum frásögum. Staðreyndir og hugmyndaflug Fyrsta flokks sögumenn segja ekki sögur einungis til að fræða alþýðuna um heimsins leyndar- dóma. Sögurnar eru ekki síður til þess fallnar að hafa ofan af fyrir fólki, skemmta því. Skemmtilegustu sögurnar hafa Meira að segja Iderkarnir grípa einstaka sinnum til skðldagáfunnar til þess að krydda frásagnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.