Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.08.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. ágúst 1988 HELGIN 11 Á fjórum fótum - Þegar þú skoðar nýjan eða notaðan bíl: Skákaðu bílasalanum og skítugum brellum Nú fer stöðugt að harðna á dalnum fyrir þá sem selja vilja bíla sína og mikið framboð af notuðum og nýjum bílum ætti að herða enn kröfur kaupenda. Það er allt í lagi að vera vandlátur því kaupandinn getur fengið nær hvaða bíl sem hann óskar sér. Bílaþátturinn „Á fjórum hjólum“ hefur því ákveðið að skríða á fjórum fótum undir þann mikla vanda sem því er jafnan fylgjandi að velja sér nýjan eða notaðan bíl. Auk þess að styðjast við litla erlenda grein um þetta efni, reyni 'ég að benda á séríslenskar aðstæður í bílaheiminum. Grunnurinn að atriðum þessum er unninn úr bókinni „How to Beat the Car Dealer at His Own Game“ eftir Lanny nokkurn Brum. Áður fyrr í hestakaupum Hér áður fyrr gerðu menn hesta- kaup undir réttarvegg og fóru þá að mestu eða öllu leyti eftir fyrstu tilfinningu sem hesturinn gaf þeim. Samband hests og manns var jú það sem skipti síðan öllu máli ef af kaupunum varð. Það var ekki alltaf hægt að skipta hestum í góða hesta eða slæmar bikkjur. Mikið fór jafnan eftir því hvernig manni og klár lynti. Þannig er þetta enn í hestakaupum að stórum hluta. Hestakaupendur af gamla skólan- um fara enn eftir þessari tilfinningu sem hesturinn gefur þeim. Margir af þeim sem ég þekki til hafa þó alltaf í heiðri einhverjar reglur fyrir sig sjálfan. Einn fer að mestu eftir augnaráðinu semhannmætir, annar fer eftir hallanum á bógi hestsins og eyrnastöðunni, sá þriðji eftir skapgerðinni og svona mætti lengi telja. Þannig hefur það lengi tíðkast að viðhafa einhverjar reglur við hestakaup og þannig hafa málin einnig þróast við bílakaup. Ef ég ætlaði mér að kaupa gamlan Bronco þá myndi ég hringja í Einar vin minn og fá hann til að skoða hann, vegna þess að hann hefur einfaldlega átt mjög marga Broncojeppa og alla fallega. Hann veit líka hvar ryðið byrjar í þeim bílum og hvar allir veiku punktarn- ir eru í gömlumBroncóum. Sömu- leiðis myndi ég tala við hann Denna hér við hliðina á mér (SÓL) ef ég yrði skyndilega gripinn ör- væntingu og ætlaði mér að kaupa eldgamla Fólkswagen bjöllu. Hann veit hvað hefur bilað oftast í grænu bjöllunni hans. Hver með sinn veikleika Þetta er ég að segja vegna þess að allar bílategundir hafa sína eigin veikleika. Þannig er ekki hægt að setja fram einhlítar reglur eða leiðbeiningar um það hvernig hægt er að forðast mistök í bíla- kaupum. Það er erfitt að koma alveg í veg fyrir að notaði bíllinn sem þú varst að kaupa fyrir lítinn pening brotni saman á næstu gatna- mótum frá bílasölunni. Það er hins vegar hægt að setja fram nokkuð algildar reglur um það hvort nýr bíll úr kassanum á að vera skoðaður. Hættan á skyndilegum bilunum er þar hverf- andi, þar sem þeir eru jafnan í ábyrgð á einn eða annan hátt. Einfaldar reglur úr hestakaupum gilda samt ekki þar sem hér er ekki um að ræða skepnu með sál, heldur tæknilegan skapnað mannanna. Kaupið ekki óséð Hér hef ég því ákveðið að létta almennum kaupendum hluta af lífsins amstri og gerast svo djarfur að setja upp beinagrind að leið- beiningum. Fyrst koma leiðbein- ingar sem geta átt við notaða bíla jafnt sem nýja, en síðan koma nokkrir punktar sem eiga við not- aða bíla sérstaklega. 1. f fyrsta lagi er nauðsynlegt að fá að reynsluaka þeim bíi sem þú ætlar að kaupa, en kaupa hann ekki í gegnum síma eða óséð eins og það er kallað af frægum hesta- kaupmönnum. 2. f þessum reynsluakstri er rétt að krefjast þess að fá að setja bílinn sjálfur í gang. Láttu ekki sölumanninn hita hann upp fyrir þig. Þanniggeturðufengiðtækifæri til að reyna hann kaldan. Sé blönd- ungi eða eldsneytiskerfi áfátt kem- ur það best í Ijós með þessu móti. 3. Vertu viss um að sætin séu þægileg fyrir þig og að stýri og annar stjórnbúnaður sé allt innan góðrar seilingar. 4. Rétt er að skoða öll tæki og mæla mælaborðsins vel. Athugaðu hvort einhver glampi myndast á mælunum í dagsbirtu eða við bíl- ljós bíla sem þú mætir og hvort þú sjáir vel á öll tæki. 5. Gáðu vel að útsýni og blindum hornum í bílnum. Allir bílar eiga sín blindu horn en þau eru misjafn- lega slæm. Verstu hornin eru jafn- an að aftan. Besta leiðin til að átta sig á þessu er að bakka hægt út af bílastæði og sjá hvort þau eru til trafala. 20 mín. reynsluakstur 6. Prófaðu bílinn f minnst tutt- ugu mínútur og reyndu að aka við svipaðar aðstæður og þú ekur alla jafna. T.d. er gott að aka í þéttri borgarumferð og hratt á þjóðvegi, ef þú ætlar að nota bílinn á þann hátt. Einnig er nauðsynlegt að finna malarvegkafla ef þú vilt geta notað hann til sveita. 7. Reyndu bílinn við breytilegar aðstæður. Reyndu að hitta á vegar- kafla með kröppum beygjum og holóttan líka. Þannig sérðu hvort bíllinn á við einhver fjöðrunar- vandamál að glíma. 8. Gakktu úr skugga um að bíllinn hafi yfir nægilegu vélarafli að ráða til að geta aukið hraðann af nægilegu öryggi á þjóðbrautum okkar. Vélarafl er nauðsynlegt þegar komið er inn á akbrautir þar sem hraðinn er meiri en á hliðar- brautinni. Þá þarf að vera hægt að auka hraðann snögglega til að valda ekki óþarfa umferðarhættu. Þetta á sérstaklega við þar sem hliðarbrautir renna inn á miklar aðalbrautir í hálfgerðum aðrein- um. 9. Skoðaðu líka umboðið fyrir bílnum. Kannaðu hvort hægt er að fá varahluti og þá á hvaða verði. í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga hvemig hægt verður að selja bílinn aftur. Fellur hann hratt í verði eða er hann einn af þessum stöðugu ömggu bílum í endursölu? Þetta er jafnan með stærstu fjárút- látum hverrar fjölskyldu eða ein- staklings. 10. Hverju eyðir hann og hvernig eru tölurnar yfir eðlilegan rekstur? Núorðið er farið að gefa upp tölur frá framleiðanda um bensíneyðslu við misjafnar kringumstæður. T.d. er gefin upp eyðsla við akstur á 90 km jöfnum ferðahraða og ejnnig eyðsla við blandaðan innanbæjar- akstur (urban cycle, ef upplýsingar eru ekki á íslensku). Gamlar brellur og nýjar Ef þú ert að skoða notaðan bíl með það fyrir augum að kaupa hann, getur verið gott að hafa þetta í huga líka: 1. Áður en þú gangsetur bílinn er gott að opna vélarlokið (húddið) og opna lokið á vatnskassanum. Mundu að vélin verður að vera alveg köld. Strjúktu fingri ofan í vatnskassastútinn og gáðu hvort þú verður var við ryð. Ryðgaðan vatnskassa getur þurft að endur- nýja fyrr en varir. 2. Meðan þú ert enn undir húddinu er rétt að gaumgæfa ýmis samskeyti og bolta vélarinnar, því þar gætu leynst vísbendingar um olíuleka. Aktu svo bílnum úr þeim stað sem hann stóð á og hugaðu að því hvort þar sé að finna ferska olíubletti eftir leka. 3. Athugaðu undirvagninn. Ef hann hefur verið ryðvarinn nýlega eða settur í olíuúðun rétt fyrir sölu, getur það bent til þess að verið sé að fela olíuleka. Kauptu aldrei bíl sem hefur verið ryðvarinn með þessu móti viku fyrir sölu. 4. Prófaðu nú bensíngjöfina og bremsupedala. Vertu vel á verði ef pedalagúmmíin eru slitin upp og járnið sést í gegn. Það gefur þér vísbendingu um að bíllinn sé e.t.v. eldri en kílómetramælirinn segir. Ef gúmmíin eru hins vegar glanna- lega ný, getur það verið vegna þess að skipt hefur verið um þau til að fela háan aldur farartækisins. Gamalt trikk. Vinur í raun 5. Þegar þú reynsluekur bíl, reyndu þá að fá vin þinn eða vinu til að aka á eftir þér, ef hægt er. Hann getur séð hvort bíllinn leitar til annarrar hliðar eða hagar sér eins og honum sé ekið lítillega út á hlið. (Svona eins og hundarnir hlaupa). Slíkur galli bendir ein- dregið til skemmda á grind eða til tognunar í fjöðrunarbúnaði. 6. Vinur þinn getur einnig gætt að því hvernig reykurinn er á litinn sem kemur frá útblástursrörinu. Korni litaður reykur eða pústrar frá rörinu þegar gefið er inn, bendir það til þess að vélin brenni olíu í óeðlilegum mæli. 7. Gamalt bragð prangaranna til að koma út úrbræddum bíl var gjarnan að sáldra litlu magni af fínrifnum tréhefilspæni niður í vél- arolíuna. Þetta kæfði úrbræðslu- hljóðið og þétti vélina nægilega fram yfir svikin og er erfitt að sjá við því. Þú skalt því fara með bílinn á vélarstillingarverkstæði og láta þjöppumæla vélina. 8. Þegar þú reynsluekur bílnum á hraðbrautum með mörgum ak- reinum, skaltu skipta um akreinar á eins miklum hraða og leyfilegt er og þú ræður við. Ef farartækið leitast við að taka völdin og þú að missa stjórn- á því, getur eitthvað verið að höggdeyfunum. Eins getur slit í öðrum hlutum fjöðrunarbún- aðarins verið farið að gera vart við sig með þessu móti. 9. Skiptu oft um gíra ef bíllinn er beinskiptur til að sjá hvort þeir eru slitnir. Eins skaltu skipta bíln- um niður í læstu gírana ef um er að ræða sjálfskiptan, því þá finnurðu hvort skiptingin snuðar. 10. Á stóru opnu svæði getur verið gott að gefa vel f og bremsa hastarlega. Þannig prófarðu bremsurnar. Bíllinn á ekki að renna til hliðar, heldur beint áfram. Ástigið á bremsurnar á ekki að vera lint eða gúmmíkennt. Svo áttu að geta hemlað án þess að beita til þess öllum kröftum. Gangi ykkur svo allt í haginn og látið nú reyna á þolinmæði bílasal- ans eða annarra seljenda nýrra bíla eða notaðra. Það eru margir um markaðinn og nóg framboð af farartækjum. Það ætti að styrkja stöðu kaupenda ef hagfræðilögmál geta einhvern tíma virkað eins og þeim er lýst í bókum. Kröfumar sem kaupendum ber að hafa í huga er að vera vandlátir og láta reyna á skynsemi og þolinmæði við far- skjótavalið í framtíðinni. Kristján Bjömsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.