Tíminn - 27.08.1988, Side 8

Tíminn - 27.08.1988, Side 8
8 Tíminn Laugardagur27. ágúst 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson BirgirGuömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Nýtt tímabil í sögu samgangna Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, ritar fróðlega grein í Tímann í fyrradag um jarðgangagerð á íslandi. í greininni er stutt yfirlit yfir sögu jarðgangagerðar hér á landi og athyglisverður samanburður við slíkar framkvæmdir í nágrannalöndum, m.a. í Færeyjum. Samkvæmt þessum upplýsingum bæjarstjórans eru jarðgöng á íslenskum þjóðvegum samtals aðeins 1450 metrar, en í Færeyjum 23 kílómetrar og bætast við þá tölu 1-2 kílómetrar á ári. Þessi samanburður sýnir að íslendingar eru býsna skammt á veg komnir í jarðganga- gerð, þótt landshættir og náttúrlegar aðstæður geri jarðgöng á þjóðvegum engu síður eðlilegar framkvæmd- ir á íslandi en Færeyjum. Undirlendi er að vísu lítið í Færeyjum og þar er mikið um brattlendi, skriður og björg og um háar fjallaleiðir að fara. Slíkt á ekki síður við um Austfirði og Vestfirði og fleiri staði á íslandi, auk þess sem snjóþyngsli eru miklu meiri hér á landi en í Færeyjum. Fyrstu jarðgöng á íslandi voru gerð árið 1948 í gegnum Arnardalshamar milli ísafjarðar og Súðavíkur, aðeins 30 metrar á lengd. Næstu jarðgöng voru gerð 19 árum síðar, Strákagöngin til Siglufjarðar, sem eru 780 metrar, og loks Oddsskarðsgöngin milli Eskifjarðar og Norðfjarðar árið 1977, 640 metra löng. Öll voru þessi jarðgöng talin gagnlegar framkvæmdir, þegar í þau var ráðist og víst að Strákagöngin rufu samgöngueinangrun Siglufjarðar á áhrifaríkan hátt. Enginn vafi er á því að íslenskir tæknimenn og jarðfræðingar búa yfir kunnáttu og færni til þess að undirbúa og framkvæma jarðgangagerð í ríkara mæli en verið hefur, enda hafa þeir unnið sams konar verk í sambandi við virkjunarframkvæmdir við Búrfell og Blöndu og lagt sitt af mörkum við slík verk í Færeyjum. Pað er því síst að undra, þótt forystumenn í fjarðabyggðum og fjallahéruðum landsins hafi látið jarðgangagerð til sín taka og alþingismenn margra kjördæma hafi beitt sér í þessum málum, ekki síst á síðasta áratug og átt gott samstarf við Vegagerð ríkisins í þessu efni. Þessi mál hafa verið til meðferðar hjá samgönguyfirvöldum og Alþingi hefur markað stefnu í jarðgangagerð, sem ekki er ástæða til að vanmeta. Það er að vísu rétt sem fram kemur í máli bæjarstjór- ans á Seyðisfirði að saga jarðgangagerðar á íslandi er ekki stórbrotin eða viðburðarík, ef miðað er við athafnir granna okkar í Færeyjum og haft er í huga að þessi jarðgangasaga okkar spannar 40 ár, ef horft er til fyrstu aðgerða í þeim efnum. Hins vegar hefur nú verið hafist handa um stórvirki á þessu sviði sem eru jarðgöngin gegnum Ólafsfjarðarmúla. Varla þarf að draga í efa að Múlagöngin eru sögulegur áfangi í jarðgangagerð. Með þeim er að hefjast nýtt tímabil í samgöngusögunni, sem hér verður ekki spáð um hversu langt verður, enda með öllu ófyrirséð, því að verkefnin eru þegar mörg fram undan og möguleikarnir margvíslegir. Stefnan er eigi að síður mörkuð. Framkvæmd hennar verður að byggjast á skynsamlegum áætlunum, sem samgönguyfirvöld og fjárveitingavald hafa í hendi sér. ótt margt sé á huldu um það hver verða eftirmæli ársins 1988 séð frá sjónarhóli íslenskra stjórnmála, - enda fjarri því að árið sé liðið- þá hafa á hinn bóginn verið að gerast ýmsir sögulegir atburðir í alþjóða- stjórnmálum. Ástandið í heim- inum er nú friðvænlegra en verið hefur um langt skeið. Tímamótamenn á 20. öld Að vísu á þróun alþjóða- stjórnmála á árinu rætur að rekja til atburðarásar, sem hófst fyrir 2-3 árum og leitt hefur til batnandi sambúðar risaveld- anna, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Nú er það m.a. viður- kennt að fundur Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið 1986 hafi verið afar mikilvægur fyrir þá þróun mála, sem orðið hefur á þessu ári. Fyrst eftir fundinn var reynt að gera lítið úr árangri Reykjavíkurfundarins, en við nánari skoðun er ljóst að fundurinn var sögulegur við- burður og merkur áfangi í hinum einstæðu samskiptum Reagans og Gorbatsjovs, þar sem báðir þessir forystumenn lögðu sig alla fram til þess að viðræður risaveldanna leiddu til raunveru- legs árangurs. Samkomulag það, sem orðið er á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um fækkun kjarnorkuvopna, er með réttu kennt við nöfn forystumann- anna. Þeir höfðu hvor um sig þrek og einbeitni til þess að gera eins konar byltingu í samskipta- aðferðum stórveldanna svo að árangurinn lætur ekki á sér standa. Nú ferðast herforingjar og aðrir sérfræðingar í kjarna- vopnum í friði milli kjarnorku- stöðva hvors risaveldis um sig og fylgjast með vopnabirgðum og útrýmingu kjarnavopna að svo miklu leyti sem það verk er hafið. Reagan og Gorbatsjov Síst af öllu er ástæða til að gera hlut Bandaríkjamanna lít- inn í þessu sambandi eða mynd- arlega forystu Reagans forseta hvað þetta varðar. í augum frjálslyndra manna um allan heim hefur Bandaríkjaforseti vaxið mjög af þessum afskiptum sínum af alþjóðamálum. Hins vegar verður mönnum e.t.v. starsýnna á framlag Gorbat- sjovs, forystumanns Sovétríkj- anna, í þessu efni. Framganga hans í afvopnunarmálum og öðr- um alþjóðamálum vekur m.a. athygli fyrir það, að hún stingur í stúf við flest sem menn hafa átt að venjast af sovéskum fyrir- mönnum. Og þó fremur hitt að framkoma Gorbatsjovs á al- þjóðavettvangi er í samræmi við athafnir hans og yfirlýsingar varðandi innanríkismálefni í Sovétríkjunum. Fyrir forgöngu Gorbatsjovs hafa pólitískar umræður í Sovétríkjunum verið leystar úr læðingi, a.m.k. hefur verið slak- að verulega á ritskoðun. Margs konar pólitísk ósannindi frá fyrri tíð sovétsögunnar hafa verið afhjúpuð. Slík afhjúpun póli- tískra lyga hefur að vísu verið gerð áður, einkum að því er varðar ógnarstjórn Stalíns, en nú er fyrri uppljóstrunum fylgt eftir og nýjum bætt við. Að segja sannleikann Þar munar auðvitað mest um það að Gorbatsjov og hans menn hika ekki við að segja sannleikann um þjóðfélags- ástandið í Sovétríkjunum, mannréttindaástandið og lífs- kjaraástandið, eftir 70 ára ráð- stjórnarferil. Þeir segja hverjum sem hafa vill heima og heiman, að persónufrelsi og önnur mann- réttindi séu heft og að lífskjör sovétfólks séu bág, t.d. hvað varðar algengustu neysluvörur og húsnæði. Stjórnkerfi Sovét- ríkjanna er staðnað og lýðræðið stirðbusaleg vélasamstæða, sem ekki er aðeins stjórnað ofan frá, heldur hefur það engin tengsl við alþýðu landsins og er úr öllu sambandi við þjóðlegar þarfir og vonir einstakra þjóða og lýðvelda innan Sovétsamfélags- ins. Það þarf þrek til þess af for- ystumanni risaveldis, sem saman stendur af 15 lýðveldum og hefur innan sinna vébanda e.t.v. 150 þjóðir og þjóðabrot og e.t.v. jafnmörg tungumál og mállýsk- ur, að viðurkenna að þjóðfélags- ástandið sé í ólestri og að því verði að breyta. Líklegast er að Gorbatsjov hafi öðlast trúnað á alþjóðavettvangi vegna þess að menn veita athygli hreinskilni hans um innanlandsmál Sovét- ríkjanna og trúa því að einlægni hans nái einnig til umbóta í alþjóðamálum. Reagan Banda- ríkjaforseti hefur á sinn hátt greitt götuna fyrir þennan nýja skilning Vesturlandabúa á þró- uninni í Sovétríkjunum með því að eiga jafn opinská og afger- andi samskipti við Gorbatsjov sem raun ber vitni. Framganga Reagans er þeim mun áhrifa- meiri, að þegar hann settist í forsetastól fyrir nærri 8 árum hafði hann orð á sér fyrir annað en elskusemi í garð Sovétríkj- anna og þeirra sem þar ráða. í viðhorfum sínum til „Rússa" var hann talinn haukur og harð- línumaður. Sameinuðu þjóðirnar Hér í upphafi var minnst á að ýmsir heimssögulegir atburðir hefðu verið að gerast á þessu ári. Þótt óvarlegt sé að tengja þá með öllu þeirri þíðu sem orðið hefur í samskiptum risaveld- anna, þá er trúlegt að batnandi sambúð þeirra eigi þar veruleg- an hlut að máli. En þótt svo sé, er ástæða til að minnast þess að mikilvægi Sameinuðu þjóðanna hefur komið skýrt f ljós varðandi ýmsa þá atburði, sem nú þykja merkir á alþjóðavettvangi. Því er ekki að leyna að á síðari árum hafa ýmsir þóst sjá merki um máttleysi Sameinuðu þjóðanna, að Allsherjarþingið sé mál- skrafssamkoma, Öryggisráðið úrræðalaust og stofnanir sam- takanna ekki annað en kostnað- arsamt miðstjórnarbákn. Þessi skoðun er útbreidd í Bandaríkjunum og stendur í sambandi við þá þróun innan Sameinuðu þjóðanna, sem leitt hefur til einangrunar Banda- ríkjamanna í samtökunum og vantrúar þeirra á gildi Samein- uðu þjóðanna. Hvað sem þessu líður þá er ljóst að Sameinuðu þjóðirnar hafa á áhrifamikinn hátt komið við sögu merkisat- burða ársins 1988 og sýnt að þær geta gegnt mikilvægu hlutverki í friðarmálum, ef rétt er á haldið. Er líklegt að afskipti Sameinuðu þjóðanna af vopnahlésmálum í ýmsum heimshlutum eigi eftir að auka trú manna á störfum þeirra. Ef það reynist rétt að tiltrúin til Sameinuðu þjóðanna fari vaxandi, þá ætti það að leiða til þess að Bandaríkin endur- skoði afstöðu sína um fjárfram- lög til samtakanna. Bandaríkin hafa sýnt tregðu í því að Ieggja fram það fé sem af þeim hefur verið vænst og flestir munu telja að þau séu skuldbundin til að láta af hendi. Fjárhagsvandi og friðargæsla Þótt meðalganga Sameinuðu þjóðanna hafi orðið árangursrík í þeirri viðleitni að koma á vopnahléi í Afganistan og í styrj- öld íraka og Irana og víðar, þá er enn eftir að koma á varanleg-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.