Tíminn - 20.09.1988, Síða 2

Tíminn - 20.09.1988, Síða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 20. september 1988 Þorsteinn Pálsson baðst lausnar en Steingrímur leitar að meirihlutastjórn: Óvænt þáttaskil hafa orðid í íslenskri stjórnmálasögu um þessa helgi. Sögulegt bandalag hefur tekist milli Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks. Ýmis- legt bendir til aö Sjálfstæðis- flokkur og Borgaraflokkur muni ná saman á ný, hægrimönnum á höfuðborgarsvæðinu til hugar- hægðar. Þriðju þáttaskilin snerta samstarf A-flokkanna svokölluðu, en í yfirstandi hrær- ingum hefur lífi verið blásið í gamla hugmynd um náið sam- starf og jafnvcl, þegar til lengri tíma er litið, sameiningu Al- þýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Svo viröist sem Alþýðu- bandalagið sé komiö í oddaað- stöðu milli frjálshyggjubanda- lags annarsvegar og fclags- hyggjubandalags hins vegar, ef takast á að mynda meirihluta- stjórn á islandi án kosninga. Þetta gerðist Þorstcinn Pálsson, forsætisráð- hcrra gekk á fund forseta, Vigdísar Finnbogadóttur kl 18:00 á laugardag og afhcnti henni lausnarbciðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Eftir að hafa kallað l'yrir sig á sunnudag fulltrúa allra þingflokkanna og kannað þeirra viðhorf ákvaö Vigdís um hádegisbilið í gær að fcla Steingrími Hermannssyni formanni Framsókn- arflokksins að gera tilraun til mynd- unar nýrrar meirihlutastjórnar. Eftirað lokatillaga Porsteins Páls- sonar var lögð fram sl. föstudag hafa hlutirnir gerst hratt á stjórnarheimil- inu cn atburðarrásin var í stuttu máli þcssi. Eftir viðbrögð þeirra Stein- gríms Hcrmannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar við tillögu Porsteins á föstudagskvöld lýsti Þor- stcinn því yfir að formenn sam- starfsflokkanna hcfðu slátrað ríkis- stjórnarsamsarfinu í bcinni útscnd- ingu á Stöð 2 og undirstrikaöi að tillaga lians hafi vcfiðmálamiðlunar- tillaga scm miðaöi að því að sætta sjónarmiö framsóknar og krata samhliða því að ákvcðnum grund- vallarsjónarmiðum Sjálfstæðisflokks væri mætt. Sagði Porstcinn að vissu- lcga væri matarskatturinn viðkvæmt mál cn allt tal um „hnífstungu í bak Alþýðuflokksins" væri marklaust og hann og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ckki kallað þaö hnífstungu þó hinir flokkarnir gcrðu tillögu um tekju- skattshækkun scm væri viðkvæmt mál fyrir sjálfstæðismenn. Pingflokksfundir Framsóknar og krata höfnuðu tillögum Þorsteins og gerðu þeirJón BaldvinogSteingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra grein fyrir þcssu á laugardag. Form- lcga var ákvörðunin um að slíta stjórnarsamstarfinu tilkynnt eftir ríkisstjórnarfund á laugardag, en á þeim fundi fóru fram lokaumræður um málamiðlunartillögur forsætis- ráðherra. Sérstaka athygli vakti að Þorsteinn Pálsson kallaði formenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks ásinn fund skömntu eftir ríkisstjórn- arfundinn og bað þá um að ganga úr ríkisstjórninni. Því neituðu þcir báð- ir aö bragði. Þorstcinn segir að með þessu tilboði sfnu hafi hann viljað kalla saman þing og láta Alþingi fjalla um tillögur sínar, en bæði Steingrímur og Jón Baldvin sögðu ekkert einfaldara en að kalla saman Alþingi þó þeir sætu áfram í ríkis- stjórninni. Hins vegar hefði Þor- steinn einn haft þingrofsréttinn ef hinir hefðu farið úr stjórninni og honum selt sjálfdæmi um framhald- ið. Slíkt valdaafsal voru hinir ekki tilbúnir að samþykkja einkum eftir að Ijóst lá fyrir að þcirgætu ekki sætt sig við cfnahagslausnir Þorstcins. Tillögur Þorsteins stjórnarmyndunartillögur? Málamiölunartillaga Þorsteins Pálssonar hefur fengið menn til að vclta fyrir sér hvað býr hér að baki. Fjármálaráðherra spurði aö þessu á föstudag og sagði: „Hvað gengur þeim mönnum til sem leggja fram slíkar tillögur?" Aðspuröur um hvort hann teldi þetta kosningatil- lögur svaraði hann: „Getur þetta verið eitthvað annað? Ég veit það ekki." Svarið við þessu fæst eflaust ekki á næstunni ef einhverntíma, svo öruggt sé. Hins vegar má, m.a. í Ijósi þess sem síðan hefur gerst, leiða getum að því hvað bjó þarna að baki. Vitað var að mcðal helstu ráðgjafa Þorsteins nú síöustu dagana eru þungavigtarmenn innan llokks- ins í Reykjavík. Þar í flokki eru öfl sem gjarnan vilja ná fram sáttum við borgaraflokksmenn í tilraun til þess að samcina aftur Sjálfstæðisflokk- inn. Vitað er líka að aðalkrafa Borgaraflokksins og sú sem sett var efst á blað í nýlegum efnahagsmála- samþykktum var afnám matarskatts- ins. Svipuð krafa hefur verið ofar- lega á blaði hjá hinum stjórnarand- stöðuflokkunum. Hefur þeirri túlk- un nú vaxið fiskur um hrygg að Þorsteinn hafi beinlínis verið að leika fyrsta leikinn í rnyndun nýrrar stjórnar þegar hann hélt til streitu tillögunni um lækkun matarskatts- ins. Þorsteinn geröi sér grein fyrir því að hann var kominn í sjálfheldu hvað varðar lausn efnahagsvandans og þrýstingurinn frá áhrifamönnum innan flokksins var orðinn mikill, ekki hvað síst þar sem útlit var fyrir að millifærsla til sjávarútvegs myndi skerða fjárhagslegt ríkidæmi Reykjavíkur, sem oft er nefnd „höf- uð vígi íhaldsins". Leiðin út úr ógöngunum lá því í gegnum matar- skattinn, að stilla Alþýðuflokknum upp við vegg, samhliða því að útfæra tillögurnar þannig að þær yrðu óað- gengilegar framsóknarmönnum. Margt bendir til að hljómgrunnurinn hafi verið kannaður hjá einhverjum borgaraflokksmönnum áður en Þor- steinn og félagar fóru út í þessa leikfléttu, og er þess skemmst að minnast að Ingi Björn Albertsson sagði fyrir skömmu að hann hafi átt í viðræðum við stjórnarþingmenn um ríkisstjórnarvalkosti. Það kemur heim og saman við að það eru fyrst og fremst „yngri mennirnir" í Borg- araflokknum sem áhuga hafa á sam- starfi (sameiningu) við Sjálfstæðis- llokk og hafa verið í fararbroddi á þeim vígstöðvum. Það var liins vegar ekki fyrr en eftir að ljóst var að stjórnin var fallin að málið fór fyrir alvöru af stað og þá að frumkvæði Matthíasar Bjarna- sonar sem lagði til viðræður við Albert. Þorsteinn ræddi síðan við Albert í Valhöll á sunnudag en áður hafði Friðrik Sóphusson plægt jarð- veginn fyrirþeim fundi meðsamræð- um viö Albert. Þannig virðast þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem þokað hafði veriö til hliðar af hörð- ustu frjálshyggjupostulunum, menn ÞINGSTYRKUR FLOKKANNA FRAMSÓKN 13 KRATAR 10 STEFAN 1 24 SJÁLFSTFL. 18 BORGARAFL. 7 25 ALÞÝÐUBAND. 8 KVENNALISTI 6 T4 eins og Matthías Bjarnason, vera komnir inn í myndina aftur á elleftu stundu. Þeir hins vegar ráða ekki ferðinni þó stuðst sé við reynslu þeirra og pólitísk klókindi. Eftir viðræður forystumanna Borgara- flokks og Sjálfstæðisflokks er ljóst að þeir geta starfað saman þó það bandalag verði ekki bindandi enn sem komið er. Þá er rétt að undir- strika að einstaka þingmenn í Borg- araflokki éiga erfitt með að sætta sig við náin tengsl við Sjálfstæðisflokk- inn, og lilýtur sérstaklega að vakna upp spurning um verkalýðsfrömuð- inn Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur í því sambandi. Blokk frjálslyndis og félagshyggju {kjölfar miðlunartillögu Þorsteins Pálssonar stóðu framsóknarmenn og kratar uppi með mótaðar tillögur sem féllu í verulegum atriðum saman. í ljósi efnahagsvandamála ákváðu þessir flokkar að samræma þessar tillögur sínar og leggja þær sameiginlega fram í þeim stjórnar- myndunarviðræðum sem færu í hönd. Fyrir þessum tillögum ergerð grein á öðrum stað í blaðinu. Þetta samkomulag er ekki síður sögulegt en samkomulag Sjálfstæðis- og Borgaraflokks. Við stjórnar- myndunarviðræðurnar sumarið 1987 þóttu þessir flokkar lengi vel nánast útiloka hvor annan, en sögulegar rætur flokkanna tengjast þó verulega t.d. í Jónasi frá Hriflu sem átti stóran þátt í stofnun þeirra beggja. í kosningunum 1956 unnu þeir sam- an en síðan hefur samstarf þeirra vcrið nokkuð brösótt, ekki hvað síst eftir að Jón Baldvin varð formaður. Hugmyndafræði flokkanna liggur þó nálægt miðjunni og þvælist ckki fyrir þeim í ákvarðanatöku varðandi verslunar- og vaxtafrelsi og í skatta- málum. Lifrarbandalagið Um kvöldmatarleytið á sunnudag var síðan markað upphafið á því sem gæti valdið miklum straum- hvörfum í íslenskri stjórnmálasögu. Þá snæddi formaður Alþýðubanda- lagsins kálfalifur í kvöldverði heima hjá Jóni Baldvin formanni Alþýðu- flokksins og ræddu formennirnir möguleika á frekara samstarfi og hugsanlegri framtíðarsameiningu þessara flokka í einn stóran sósíal- demókratískan flokk, og hefur slíkt bandalag hlotið nafnið “lifrarbanda- lag" til heiðurs kvöldverðinum góða. Þessi fundur formannanna hefur þó táknrænt gildi fyrst og frcmst. Hug- myndin er gömul en hefur þó fengið líf á ný nú, eftir að möguleikinn á vinstrasamstarfi er enn á ný kominn upp á borðið. Eftir því sem Tíminn kemst næst eru það ekki hvað síst ungir efnahagsmálasérfræðingar innan þessara flokka sem rætt hafa möguleikann á nánara samstarfi, og sjá þeir fyrir sér að upp muni rísa „skandinavískur sósíaldemókrata- flokkur" sem gæti hugsanlega leitað eftir samstarfi við Framsóknarflokk í ríkisstjórn. Eldri liðsmenn þessara flokka, sem markaðir eru af deilum fyrri ára og áratuga, allt frá klofningi Alþýðuflokksins og stofnun Komm- únistaflokksins 1930, eru hins vegar á varðbergi gagnvart svona tali. Lifrarbandalagshugleiðingar skipta því ekki miklu máli varðandi þær tilraunir til ríkisstjórnarmyndunar sem Steingrímur Hermannsson stendur nú fyrir, að öðru leyti en því að Alþýðubandalagið telur æski- legra, almennt séð, að vera í frjáls- lyndis og félagshyggjublokkinni en frjálshyggjubandalagi borgara- flokks-og sjálfstæðismanna. Ríkisstjórnar- möguleikar Þeir möguleikar sem eru fyrir hendi á myndun meirihlutastjórnar eru ekki margir. Ef tekið er mið af blokkunum tveim lítur þingstyrkur flokkanna svona út, en 33 þingmenn þarf til myndunar starfhæfrar meiri- hlutastjórnar. þ.e. meirihluta í báð- um deildum og 32 þingmenn til myndunar stjórnar sem getur komið í gegn fjárlögum og varist vantrausti. Eins og sjá má hefur félagshyggju- blokk Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks 23 þingmenn og 24 þingmenn ef Stefán Valgeirsson er tekinn með. Frjálshyggjubandalag myndi hins vegar hafa 25 þingmcnn ef allir eru taldir með. Ef þessar blokkir útiloka hvor aðra eins og raunin virðist vera þegar þessar línur eru skrifaðar, þá eru fáir möguleikar á myndun starf- hæfrar meirihlutastjórnar. Mögu- lcikar félagshyggjublokkarinnar eru að ná samkomulagi við Alþýð- ubandalag og Kvennalista og fá þannig afgerandi meirihluta. Hins vegar eru litlar líkur á því þar sem Kvennalistinn hefur lýst litlum vilja á stjórnarþátttöku án undangeng- inna kosninga. Félagshyggjublokkin gæti þá með bæði Stefán V. og Alþýðubandalag innanborðs mynd- að meirihlutastjórn með 32 þing- mönnum. Slík stjórn gæti komið fjárlögum í gegn og varist vantrausti en hefði ekki meirihluta í neðri deild þannig að unnt væri að fella frum- vörp hennar þar á jöfnum atkvæð- um. Vel er þó hugsanlegt að slíkri stjórn bærist óvæntur liðsmaður sem væri tilbúinn að veita henni hlutleysi eða jafnvel stuðning í ákveðnum málum. Slíkur liðsauki gæti þá kom- ið annaðhvort frá einhverjum þing- manni Kvennalista eða hugsanlega óánægðum þingmanni úr frjáls- hyggjubandalaginu. Slík stjórn myndi þó tæplega sitja lengi og stefna að því að knýja fram upp- stokkun á Alþingi með kosningum vel áður en kjörtímabilinu lyki. Fari svo að þessi möguleiki gangi ekki upp eru valkostir frjálshyggju- bandalagsins fyrst og fremst þeir að fá til liðs við sig Alþýðubandalagið sem myndi gefa þeim starfhæfan meirihluta á Alþingi, ef enginn þing- maður hlypist undan merkjum við slíkan bræðing. Erfittgæti hins vegar reynst fyrir alþýðubandalagsmenn að réttlæta að ganga í lið með sjálfstæðismönnum og borgara- flokksmönnum nokkrum dögum eft- ir að hafa lýst yfir gjaldþroti frjáls- hyggjunnar! Hugmyndafræðilegur ágreiningur þessara flokka er jafn- framt slíkur að næsta hjákátlegt væri fyrir íslenska sósíalista að grípa hálmstrá matarskattar til að réttlæta ríkisstjórnarinngöngu. Ekki hvað síst þegar ekki stendur til að lækkun þess skatts leiði til lækkunar á grund- vallarmatvöru. Ástæða er því til að ætla að ef frjálshyggjubandalagið fengi alþýðubandalagsmenn til samstarfs, sem er ólíklegt, yrði veru- leg hætta á að meirihutinn að baki slíkri stjórn yrði mjög valtur. Ef ekki tekst að koma á meiri- hlutastjórn eru enn fyrir hendi möguleikar á minnihlutastjórn og ef allt um þrýtur utanþingsstjórn. -BG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.