Tíminn - 20.09.1988, Qupperneq 4

Tíminn - 20.09.1988, Qupperneq 4
'4 f iminn 'Mi' Þriöjudagur20. séptember 1988 Mat framámanna í atvinnuíífinu á tillögum stjórnmálamanna: Sundurlausar, linkind, gervileiðir og svik Leiötogarnir hafa allir lýst því yfir aö brýnast sé aö leysa þann bráöa efnahagsvanda sem þjóðin á viö að glíma, hvernig sem það veröur gert. Allir vilja þeir koma sínum leiðum að, nema ef vera skyldi Kvennalist- inn sem hefur lýst því yfir að hann sé ekki tilbúinn til að sópa upp skítinn eftir aðra. Leiðtogarnir sitja því flestir á fundum og reyna að koma starfhæfri stjórn saman til að koma sínum leiðum að. Tíminn leitaði til nokkurra framámanna í atvinnulífinu og bað þá um þeirra mat á atburðarásinni hingað til og vænlegustu kostunum í framhaldinu. Sitt sýndist hverjum, eins og við mátti búast. Árni Benediktsson, formaður SAFF, taldi hugmyndir Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks ganga lengst í að bæta rekstrarvanda útflutnings- og samkeppnisgreinanna og að verulega vantaði upp á það að hugmyndir Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, væru heildstæðar. Aðrir töldu heppilegasta þá leið sem Porsteinn lagði fyrir ríkisstjórnina, þá leið sem varð hennar banabiti. Það voru forsvarsmenn iðnaðarmanna og iðnrekenda sem töldu þessa leið raunhæfasta. Virtust þeir á einu máli um það að laun væru lykilstærð í efnahagsvandan- um, að þau yrði að frysta eða lækka með gengisfellingu. Par er hins vegar komið við veikan blett hjá talsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Peir hafa marg- ítrekað þá skoðun sína að laun séu ekki orsök efnahagsvandans og að engin forsenda sé fyrir kjara- skerðingum. Arni Benediktsson, formaður SAFF: Langt f rá því að vera heildstæðar „Það vantaði mikið í tillögur Por- steins. Þar eru ýmsir þræðir lausir og ekki á að taka á fjármagnsmarkaðinum til dæmis og ekki nægilega mikið á verðlagi. Þá er ekki nóg gert fyrir atvinnuvegina. I fyrsta lagi á ckki að hreinsa upp, þaö á bara að auka tekjurn- ;tr að vissu marki. Sá slóði sem liggur nú þcgar væri óbreyttur. Það vantar afskap- lega mikið upp á að þetta sc hcildstætt, eins og það átti að vera,“ sagði Árni Bcncdiktsson, formaður Félags sam- bands fiskframleiðcnda (SAFF) þegar bornar voru undir hann tillögur Þorsteins Pálssonar, sem sprcngdu ríkisstjórnina. En tillögur Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks? „Það scm mér lýst best í þcirra tillög- um er að þeir gcra ráð l'yrir því að stofna sérstakan sjóð til þcss að koma hlutunum á hreint, til þess aö hjálpa mönnum að komast í gegnum þá erfiðleika sem eru núna, að hreinsa upp að verulegu lcyti þann mismun sem hefur orðið á rckstrin- um að undanlörnu. Það er alveg nauð- synlegt til að þetta geti gcngið. Þcir ganga mikið lengra fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina, aö halda þeim gang- andi, og þcir ganga mikið lengra í þcim hlutum sem þarf til að þjóðfélagið komist í jafnvægi. Mér sýnist að hitt séu bara bráðabirgða ráðstafanir. Þeir virðast ekki vilja fallast á það að það sem hcfur misheppnasl í stjórn síðustu ára hafi misheppnast. Þctta eru frjálshyggju- flokkar og þeir vilja halda því álram." At einstökum atriðum scm yrðu þáttur í cfnahagsáðgcrðum nýrrar ríkisstjórnar, taldi Árni verðstöðvun nauðsynlega til skamms tíma til að koma á nauðsynlcgu jafnvægi, þó það gangi ekki til lang- Irama. Tillögur um slíkt er aö finna hjá Framsókn og krötum en Þorsteinn Páls- son gcröi aðeins ráð fyrir ströngu verö- lagsaðhaldi í sínum tillögum. „Þá cr rctt að rcyna hamla á móti gcngisfellingu ef þcss er frekari kostur því að gengisfelling er alltaf slæm. Sjálf- stæðisflokkurinn er að tala um að fella gcngið um 6% en fara svo ýmsar aðrar leiðir til viðbótar. Hinir flokkarnir eru að tala um að fella gcngið minna en að gera stórfelldari millifærslur í staðinn. Millifærslan er þó ekki þeirra hugmynd. Þeir voru báðir inn á niður- færslu cins og forsætisráöherra var upp- haflcga. Menn vcrða að gera sér grein fyrir því að forsætisráðherra skipaði nefnd til að gera tillögur í efnahagsmál- um og fylgdi þcirri vinnu eftir. Hann bcr fram tillögur nefndar í ríkisstjórninni og hinir flokkarnir fallast á þær tillögur. Þá er það þingflokkur Sjálfstæðisflokksins scm bregst. Annaöhvort er það forsætisráðherra sjálfur scm ætlaöi að drepa þetta og þar með ríkisstjórnina eða þá að hann réð ckki við þingllokkinn. Aö mínu mati var stjórnin úr sögunni þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins féllst ckki á niður- færsluleiðina. Þar með var farinn sá trúnaður sem fyrir var," sagði Árni. JIH Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Ósætti leiddi til slita „Það cr Ijóst að ósætti ríkti innan ríkisstjórnarinnar sem ágerðist þar til ntenn gátu ekki búið saman lengur. Varðandi efnahagsvandann vil ég segja þaö enn, sem ég hef oft áður sagt, að launin í landinu eru ekki orsök efnahags- vandans og áætlað er að þjóðartekjur í ár verði mjög svipaðar og í fyrra. Þess vegna erengin forsenda fyrir kjaraskerð- ingarlausn," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Ásmundur sagði að erfitt væri að koma auga á rökin fyrir kjaraskerðingu. Hann sagðist ekki vilja gera lítið úr vandamálinu. scm væri vandi útflutn- ingsgreinanna fyrst og fremst. Á því þyrfti að taka með afmörkuðum aðgerðum, en ekki þeim kjaraskerðing- araögerðum sem stjórnarflokkarnir hefðu lagt til. Hann sagði að bæði tillaga Þorsteins Pálssonar í efnahagsmálum, og tillaga Alþýðu- og Framsóknarflokks hefðu falið í sér kjaraskcrðingar þótt mismiklar væru en vildi á þessu stigi ekkert segja um hvort, eða til hvaða aðgerða ASÍ gripi, kæmist önnur hvor þeirra í fram- kvæmd á næstunni. -sá Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ: Beita verður hörðu verðlagseftirliti: Tillaga Þorsteins verst „Hvernig framkvæmd tillagna um efnahagsvandann, sem fram hafa komið, tekst til og liver áhrif þeirra verða á rauntekjur er rnjög mikið komin undir hvernig verðlagseftirliti verður háttað. Það er þó ljóst að tillaga Þorsteins Pálssonar hefur mesta kjaraskerðingu í för með sér," sagði Ari Skúlason hag- fræðingur ASÍ við Tímann. „f tillögu Ásmundar Stefánssonar for- seta ASÍ er gert ráð íyrir hörðu verðlags- eftirliti. Okkur virðist sem Jón Baldvin og Steingrímur séu heldur linari í þessu tilliti þó þeir virðist heldur harðart en sjálfstæðismenn. Það er alveg Ijóst að í tillögu Þorstcins og sjálfstæðismanna er gert ráð fyrir bæði launafrystingu og gengisfellingu og hún leiðir til mestrar kjaraskerðingar, eða tæpl. 6% launa- lækkunar fram í apríl að vori," sagði Ari Skúlason. Ari sagði að ekkert væri á þessu stigi hægt að segja um hver viðbrögð ASf yrðu ef tillaga Þorsteins yrði fram- kvæmd. -sá \ ietliin(Iiii krist ján Ari Skúlason J L Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda: Millifærslan er gervileið Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, var beðinn um að meta þær tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum sem Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, Iagði fyrir ríkisstjórn- ina og varð henni að falli. „Þær eru mun raunhæfari fyrir at- vinnulífið en það sem maður heyrir að Framsókn og Alþýðuflokkur séu að vinna að. Það er miklu raunsærra að viðurkenna gengislækkunina heldur en að ætla sér í 1-2 milljarða króna milli- færslu, með gjafafé. Það er gervileið því hún leysir engin vandamál. Hún er í sjálfu sér eins og lyfjagjöf, að gefa magnyl við lungnabólgu. Hún slær á hitann í augnablikinu en allur vandinn er eftir sent áður óleystur," sagði Víglund- ur. Aðrir segja að gengisfelling sé ekki síður bráðabirgðalausn sem leysi engan vanda. „Það er ósköp cinfalt að það er hægt að fara tvær leiðir til að lækka laun, þegar þau eru orðin of há. Það er hægt að lækka þau beint með niðurfærslunni eða með gengislækkun. Það eru engar aðrar leiðir til. Síðan geta menn metið kosti og galla hvorrar leiðar fyrir sig en það brcytir því ekki að millifærslan er alltaf rugl og klíkuskapur. Hún kemur örugglega ekki jafnt niður á alla." Nú felst fleira í tillögunum en bara gengisfelling. Sem heild eru þær líklegar til að skila árangri? „Tillögurnar eru sjálfum sér sam- kvæmar í heildina en þær láta óleystan einn þátt sem er líka óleystur í hugmynd- um Framsóknar og Alþýðuflokks. Það eru ríkisfjármálin fyrir 1989. Menn hafa ekki lagt í að taka á því. Ég skil í sjálfu sér röksemdirnar á bak við lækkun matarskattsins, sem aðferð til þess að draga úr gengisbreytingar- áhrifum á framfærsluvísitölu. Sem slík er það í sjálfu sér jafngild aðferð og hver önnur til að halda niðri verðbólgu. Hvað verðlagsaðhald og verðstöðvun varðar held ég að það sé enginn munur á árangri. Verðlagsaðhald er alveg jafn árangursríkt og verðstöðvun. Hins vegar er ljóst að veröstöðvun verður ekki framkvæmd með breytingu á gengi. Gengisbreyting þýðir verðbólga. Það er óhjákvæmilegt," sagði Víglundur. Er minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks raunhæfur kostur? „Það er alveg jafn raunhæfur kostur eins og hver annar. Það er annars ómögulegt að spá í spilin á þessari stundu en þjóðin má ekki við neinni stjórnarkrísu í augna- blikinu og ég ætla bara að vona að menn komi saman ríkisstjórn sem afgreiði vandann með raunsæjum leiðum en ekki gervileiðum," sagði Víglundur. JIH Kristján Thorlacius formaður BSRB: Stjórnin sveik orð og samninga „Mitt álit er að grundvallaratriði í störfum ríkisstjórna eigi að vera að standa við loforð og samninga. Þetta gerði fráfarandi ríkisstjórn ekki, hún stóð hvorki við loforð né samninga. Fyrir það fær hún harðan dóm launafólks," sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB. Hún hefði lofað að halda stöðugu gengi krónunnar og þar með stöðugu verðlagi en ekki staðið við það og þar með fóru áform hennar um að halda verðbólgunni niðri út í veður og vind. Kristján sagði ríkisstjórnina hafa misst algjörlega fótanna þegar hún bannaði kjarasamninga og felldi gengið oftar en einu sinni á starfstíma sínum. Ráðagerð- ir ríkisstjórnarinnar síðustu vikurnar um stórfellda launalækkun þegar unnt hefði verið að leysa vandamálin án kjaraskerð- ingar almennings hefðu síðan orðið hennar banabiti. Kristján vísaði ennfremur til ályktunar formannafundar BSRB frá 12 þ.m. þar sem allar aðgerðir sem hafa í för með sér kjaraskerðingar eru fordæmdar. Hann sagði að efnahagsvandinn væri ekki til- efni til allsherjar niðurfærslu. Fráleitt væri að taka 12 milljarða króna frá launafólki til að rétta af 1,3 milljarða halla útflutningsatvinnuveganna. Ekki nærri öll fyrirtæki í útflutnings- greinum ættu í erfiðleikum og þyrfti að byrja á að gera fjárhagslega úttekt á hver þau væru og grípa síðan til ráðstafana eftir því sem efni standa til. -sá Þórleifur Jónssonframkv.stj. Landssambands iðnaðarmanna: Leið Þorsteins vænlegust allra Þúrleifur Júnsson „Við sjáum kosti við tillögur Þorsteins Pálssonar enda er þar lagt til að grípa til almennra aðgerða, en millifærslur hafa alltaf verið slæmar fyrir iðnaðinn," sagði Þórleifur Jónsson framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. Þórleifur sagði að Landssambandið liti svo á að óhjákvæmilegt væri að frysta laun um einhvern tíma að einhverju marki. enda hlyti launafrysting að vega þungt í baráttunni við verðbólguna. Fleira þyrfti að gera og einnig væru vextir mikilvægur þáttur og fjármagns- kostnaður væri iðnaðinum erfiður, en hann stafaði að miklu leyti af misgengi milli erlendra og innlendra lána. Erlend lán hafi verið miklu ódýrari en inr.lend vegna þess hve gengi krónunnar hafi verið hátt skráð. -sá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.