Tíminn - 20.09.1988, Side 5

Tíminn - 20.09.1988, Side 5
Þriöjudagur 20. september.1988 Ti.mi.nn 5 Steingrímur Hermannsson í viöræöum sínum viö Alþýðubandaiag í samvinnu viö Alþýðuflokk: Númer eitt að hindra stöðvun atvinnulífs Ýmislegt virðist benda til þess að Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, sé að ná samkomulagsgrunni í viðræðum sín- um og Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, formanns Alþýðuflokksins, við forvígismenn Alþýðubandalagsins. Hafa sameiginlegar tillögur krata og Framsóknar verið lagðar fram til grundvallar í viðræðum þessum sem formlega hófust á hádegi í gær. Alþýðubandalagið, með formann- inn Ólaf Ragnar Grímsson og for- mann þingflokksins, Steingrím J. Sigfússon, hefur nú þegar lagt fram gagntillögur í fimm liðum. Þar er lagt til að samningsréttur launafólks verði ekki skertur og launakjör þannig varin og matarskatturinn svonefndi verði tekinn til endur- skoðunar. Undir þetta hefur Stein- grímur Hermannsson tekið og sagt í viðtali við Tímann að vel komi til greina að endurskoða í sameiningu hvernig lækka megi matarverð og einnig komi það vel til greina að ræða um endurreisn samningsréttar launafólks. í viðræðunum hafa bæði alþýðuflokksmenn og framsóknar- menn lýst sig reiðubúna til að endur- skoða söluskatt á matvæli í tengslum við niðurgreiðslur. „Við vildum mjög gjarnan geta lækkað matvæli,“ sagði Steingrímur Hermannsson, „en það er spurning um hvar verður þá aflað tekna.“ A-flokkar með Framsókn Hugsanleg ríkisstjórn A-flokk- anna og Framsóknar, með stuðningi tveggja þingmanna að auki, virðist Formaður Alþýðubandalags, Ólafur Ragnar Grímsson. vera sá kostur sem mögulegt er að ná eins og sakir standa. Það yrði ekki sterk stjórn, en hvað segir formaður Framsóknar, sem hefur stjórnarmyndunarumboðið frá for- seta íslands, um slíkar bollalegging- ar? „Vitanlega yrði hún ekki sterk, en ég legg höfuðáherslu á að það verði gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna núna og ég vil gera allt til þess,“ sagði Steingrímur, „Númer eitt er að koma í veg fyrir stöðvun atvinnu- lífsins og svo vil ég gjarnan fullnægja þessu sem forseti hefur falið mér, að skoða myndun langtímastjórnar. Verði það ekki hægt er líklega best að hafa kosningar fljótlega." Kröfur Alþýðubandalags eru nán- ar tiltekið að samningsréttur launaf- Formaður Alþýðuflokks, Jón Baldv- in Hannibalsson. ólks verði frjáls og kjörin varin m.a. með endurskoðun á söluskattsálagn- ingu á matvæli, auk breiðari endur- skoðunar á skattkerfinu og rætt verði um víðtækar kerfisbreytingar í atvinnuvegum og peningakerfi þjóð- arinnar. Hafa þeir einnig sett fram nýjan stefnugrundvöll í byggðamál- um, umhverfismálum og jafnréttis- málum. Einnig leggur þingflokkur Al- þýðubandalags til að rætt verði við Kvennalista um aðild hans að vænt- anlegri myndun sterkrar meirihluta- stjórnar. Það virðist nú úr sögunni eftir að kvennasamtökin lýstu því yfir að slíkt samstarf komi ekki til greina, heldur verði tafarlaust efnt til alþingiskosninga. Formaður Framsóknarflokks, Steingrímur Hermannsson. Borgarar og móðurflokkurinn Ekki varð af formlegum fundi mcð fulltrúum Borgaraflokks í gær, en þcir sátu fram eftir kvöldi á sérstökum fundi með þingflokki sjálfstæðismanna. Að sögn Inga Björns Albertssonar, formanns þingflokks Borgaraflokks, cr ckkert stórt mál sem skilur að þessa tvo flokka varðandi aðgerðir í cfnahags- málum. Átti Ingi Björn hins vcgar von á að Steingrímur kallaði þá fljótlega til fundar vegna stjórnar- myndunar. Helsti ásteytingarsteinn Borgara gagnvart „tvíburunum", eins og þeir kalla formcnn Alþýðu- flokks og Framsóknar, er að sögn Inga Björns, matarskatturinn svo- kallaði. Sagðist hann vera tilbúinn til viðræðna við Steingrím Hcr- mannsson og að Borgarar væru opnir fyrir öllu. Borgarar í tvær áttir? Samkvæmt heimildunt Tímanseru ekki allir þingmenn Borgara tilbúnir að treysta sjálfstæðismönnum í hugs- anlegu samstarfi í ríkisstjórn, þar sem einn þeirra benti á að hann kannaðist ekki við að sjálfstæðis- menn hafi hreyft einu orði þegar söluskattur var m.a. lagður á mat- væli í byrjun þessa árs. Afnám matarskattsins hefur þó verið lielsta stjórnarmyndunarloforð sjálfstæðis- manna síðan á föstudag er það sást í efnahagstillögum Þorsteins Páls- sonar. Þáð er því ekki víst að það verði aðrir cn yngri þingmenn Borg- ara sem lcggja af alvöru upp úr samstarfi eða hugsanlegum samruna við sjálfstæðismenn. Konur ekki í stjórn Kvennalistakonur hafa ákveðið að ckki verði gengið til viðræðna um myndun meirihlutastjórnar að þessu sinni. Þær vilja ekkert annað en þjóðstjórn allra þingflokka, sem komast eigi að því hvort við raun- vcrulcgan efnahagsvanda cr að glíma í íslcnsku fjármálalífi. Einn af fulltrúum Kvcnnalistans, sem ræddi við Tt'mann í gær, sagði að komið hafði fram á fundum þeirra að þær vildu fá nákvæmar upplýsingar um hvcrnig staöa undirstöðuatvinnu- veganna væri í raun. Að því loknu vildu þær fá í hendur bókhald þeirra fyrirtækja scm vildu láta bjarga sér, en af því mætti ákveða hvaða fyrir- tækjum væri viö bjargandi og hvaðtt fyrirtæki mættu verðagjaldþrota. KB Tillögur krata og Framsóknar „Ágreiningur milli stjórnarflokk- anna hefur valdið óþolandi óvissu og úrræðaleysi og stefnt atvinnuvegun- um í hættu Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hafa komið sér saman um aðgerðir, sem eiga að taka mið af þeirri verðstöðvun og frestun launa og búvöruverðs, sem gilt hefur frá því í byrjun september," segir í samkomulagi Álþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem tókst með forystumönnum flokkanna eftir að Þorsteinn Pálsson sleit stjórnarsam- starfinu. Markmið væntanlegra aðgerða er að minnka verðbólgu og lækka vexti og bæta þannig afkomu útflutnings- greinanna, einkum frystingarinnar, og treysta atvinnuöryggið. Þá eiga aðgerðirnar að treysta fjárhags- grundvöll heimilanna með því að draga úr fjármagnskostnaði þeirra. Verðstöðvun til 10. apríl 1989 Flokkarnir eru sammála um að grípa verður til aðgerða strax og verði að gefa út bráðabirgðalög um lögbundna þætti aðgerðanna og beita verði ákvæðum gildandi laga um vexti og verðlagsmál til hins ítrasta til að markmiðum aðgerð- anna verði náð. Aðgerðirnar skulu felast í eftirfar- andi; Núgildandi verðstöðvun sem gild- ir til 28. febrúar 1989 verði fram- lengd til 10. apríl 1989. Heimilt vet;ði eftir 28. febrúar að hækka verð 'vöru og þjónustu sem nemur hækk- un á erlendu innkaupsverði eða verðhækkunum á innlendum græn- metis- og fiskmörkuðum. Búvöruverðshækkunum verði mætt með auknum niðurgreiðslum. Gjaldskrár fyrirtækja á vegum ríkis og sveitarfélaga, sérfræðinga og fyrir útselda vinnu og þjónustu skulu óbreyttar til 10. apríl 1989 en heimilt er þó að taka tillit til hækk- ana á erlendu innkaupsverði að- fanga. Óheimilt verður að hækka húsa- leigu frá 1. septembersl. til 10. apríl 1989. Launafrysting Lagt er til í tillögunum að laun skuli haldast óbreytt til 10 apríl 1989 til að forðast verðbólgu og aukinn rekstrarvanda. Þá skal launaliður í verðlagsgrundvelli búvöru haldast óbreyttur til sama tíma, svo og fiskverð, sem ákveðið var í júní. Heimila skal Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins að taka innlent eða erlent lán með ríkisábyrgð allt að 500 milljónir kr. sem nota á til að greiða verðbætur á freðfisk og hörpudisk framleiddan frá 1. júní 1988 til 10. apríl 1989. Að öðru jöfnu skal hafa strangt aðhald að erlendum lántökum og skal þessa gætt við gerð lánsfjáráætl- unar. Lækkað orkuverð og sérstakur sjóður fyrir útflutningsgreinarnar Endurskoða þarf afurðalánakerfi sjávarútvegs, iðnaðarog Iandbúnað- ar svo útflutningur stöðvist ekki vegna fjárskorts og verði hlutfall afurðalána af söluandvirði aldrei lægra en var meðan Seðlabankinn sá um að útvega lánsféð. Lækka skal raforkuverð til hrað- frystiðnaðarins um fjórðung frá því sem nú er. Endurgreiða skal uppsafnaðan söluskatt til fiskeldis og loðdýrarækt- ar á svipaðan hátt og gert er til annarra útflutningsgreina. Stofna skal sérstakan viðreisnar- sjóð fyrir útflutningsgreinarnar og skal fjár til hans aflað á þann hátt að framlag Ríkissjóðs til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs skal renna til hans næstu 2 árin. Þetta framlag eru 300 milljónir, en að auki skal ríkissjóður leggja til þessa viðreisnarsjóðs 200 milljónir og skal þeirra aflað með sérstakri tekjuöflun. Vaxtalækkun með valdboði Þá skal væntanleg ríkisstjórn fela Seðlabankanum að ræða áfram við lánastofnanir um að lækka vexti, en leiði þær viðræður ekki til samkomu- lags skal Seðlabankinn að tilhlutan ríkisstjórnar ákveða vexti innláns- stofnana. Nafnvextir voru lækkaðir um 10- 12% um sfðustu mánaðamót og skulu lækka áfram um 5-10% í næsta mánuði á grundvelli verðstöðvunar- innar og enn meir síðar þegar við tekur stöðugt verðlag á næsta ári. Þá skal ríkisstjórn beita sér fyrir 3% lækkun meðalraunvaxta á spari- skírteinum og skuldabréfum ríkis- sjóðs og skal Seðlabankinn hlutast til um svipaðar breytingar á almenn- um lánamarkaði. Ný lánskjaravísitala Breyta skal grundvelli lánskjara- vísitölunnar þannig að vísitala launa skal hafa helmings vægi móti fram- færsluvísitölu og vísitölu byggingar- kostnaðar. sem hafi fjórðungsvægi hvor. Jafnframt skal hcimilt aö velja gengisvísitölu sem lánskjaravísitölu. Með þcssu á að draga úr misgengi launa og lánskjara en jafnframt að verja sparifé vcrðlagsbreytingum. Þá mun ríkisstjórn afnema víxl- hækkanir verðlags og lánskjara þeg- ar jafnvægi í efnahagsmálum er náð. Setja skal lög um starfsemi fjár- magnsmarkaðarins utan bankakerf- isins og bankar og önnur fjármála- fyrirtæki skulu upplýsingaskyld gagnvart skattyfirvöldum. Fjölskyldur í alvarlegum greiðslu- erfiðleikum eiga von á liðsinni og einnig húsbyggjendur, en til þessara hluta verður aflað 150 milljóna kr. Jafnframt skal tekjutrygging elli- og örorkulífeyrisþega hækka um 3% frá 1. október. Strangt aðhald I ríkisf jármálum Efnahagsaðgerðunum verður að fylgja strangt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga því annars er hætt við að fljótt sæki í sama farið áður en við er litið, verðbólga færist í aukana og vextir hækki. Þá verður að afgreiða fjárlög næsta árs með 1% tekjuafgangi til að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og samkeppni um lánsfé, afnema verð- ur ríkisábyrgðir á lántökum banka og fjárfestingalánasjóða erlcndis. Þá segir í samkomulagi Alþýðu- og Framsóknarflokks að ef ekkert verði að gert verði halli Ríkissjóðs 3.500 milljónir kr. Við það bætist að útgjaldaþörf vegna efnahagsaðgerða þessara sé um 800 milljónir. Hins vegar minnkar tekjuþörf Ríkissjóðs um 1.000 milljónir við þaö að frcsta því að taka upp virðisaukaskattinn fyrr en 1. janúar 1990. Þá skal draga úr ríkisútgjöldum frá því sem orðiö hefði að óbreyttu um 1.500 milljónir kr. og tekna aflað að fjárhæð 2.500 milljónir. Hér er að lokum lauslegt mat á tillögum flokkanna um aðgerðir í efnahagsmálum: Vísitala framfærslukostnaðar: Sept. 1988-jan. 1989 4% Hraði í árslok 1988 12% Hraði í okt.-des. 1988 13% Kaupmáttur dagvinnulauna miðað við 1986 -100: 1. ársfj. 1988 118 2. ársfj. 1988 119 3. árslj. 1988 116,5 4. ársfj. 1988 113 1. ársfj. 1989 110,5 Meðaltal 1988 116,5 Afkoma sjávarútvegs: Botnfiskveið- ar og vinnsla Fyrir aðg.-6% Eftir aðg. 0% Fyriraðg. eftiraðg. Veiðar -3% -3% Frysting -8% 0,5% Söltun 2% 5,5% Rækjuvinnsla -3% 0,5% Mjölvinnsla 6% 8,5% Aðgerðir í sjávarútvegi: 25% lækkun raforkuverðs til vinnsl- unnar Raunvextir lækki unt 3% Vaxtamunur afurðalána lækki um 0,7% Verðjöfnunarsjóði verði gert kleift að greiða verðbætur á freðfisk og hörpudisk að fjárhæð 400-450 millj- ónir kr. fyrir tímabilið 1. okt til 10. apríl 1989. Hraðað verði greiðslu verðbóta til rækjuvinnslunnar. -sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.