Tíminn - 20.09.1988, Síða 6

Tíminn - 20.09.1988, Síða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 20. september 1988 Stórfelldur innflutningur au-pair stúlkna frá Danmörku og Svíþjóð til íslands í seinni tíð: Dagvistun í hönk hér en atvinnuleysi þar „Það er ótrúlega mikill straumur ungs fólks frá Norður- löndunum hingað til lands. Ég var að skrá núna í dag 30 manns, aðallega stúlkur. Flest þetta unga fólk kemur frá Svíþjóð,“ sagði Ásmundur Sigurjónsson hjá Hagstofunni í aldrei þarf að rífa þau upp á morgnana til að koma þeim í gæslu áður en haldið er til vinnu. En hvers vegna flykkjast ungar stúlkur tii íslands til að passa börn? Jú, aðgangur að framhaldsskól- um og háskólum hefur verið mjög takmarkaður upp á síðkastið vegna niðurskurðar. Hins vegar er ung- lingum ráðlagt að fá sér vinnu t.d. eftir stúdentspróf og vinnan síðan metin til eininga þegar nám er hafið að nýju. Gallinn er bara sá að litla sem enga vinnu er að hafa í Danmörku. Á íslandi er hins vegar næg vinna og mikil eftirspurn eftir stúlkum til að gæta barna. Stúlkurnar eru síðan hér í eitt ár og auk þess að sjálf barnagæslan er metin til eininga, þá er sjálf dvölin í erlendu landi að auki metin til eininga þannig að eftir árið standa stúlkurnar mun betur að vígi þegar þær sækja í framhalds- og háskól- ana. -sá „Mér finnst fólkiö hér ósköp lítið öðruvísi cn fólkið heima,“ segir Brigitte Jörgensen frá Odense. „Hún er alveg yndisleg, bæði dugleg, samviskusöm og elskuleg manneskja. Hún bjargaði lífí barns- ins míns um daginn þegar það varð fyrir slysi. Hún brást við á hárréttan og yfírvegaðan hátt,“ segir húsmóðir Brigitte um hana. Tímamynd: Árni Brigitta Jörgensen frá Odense í Danmörku: Svaraði auglýsingu gær. Ásmundur sagði að Hagstofan skráði fólk, sem flyst tímabundið til landsins, ekki eftir því hvaða vinnu það stundar, þannig aö ekki væri hægt að sjá hvort stúlkurnar væru einkum au-pair stúlkur. Au-pair stúlkum hefur fjölgað verulega hér á landi síðustu mán- uði og koma þær einkum frá Norðurlöndunum, aðallega Dan- mörku og Svíþjóð. Tíminn kannaði lauslega ástæð- ur þessa og virðist sem þær séu einkum slæm staða opinberrar barnagæslu. Allur þorri barnafólks á ekki kost á dagvistun fyrir börn sín og þá er næsti kostur svonefndar dag- mæður, en það er dýrt, einkum þegar börnin eru mörg. Ekki svo að skilja að dagmömmur fái mikið fyrir að passa börnin, heldurer það mikið fyrir t.d. hjón með tvö börn að greiöa oft vel yfir 20 þúsund á nránuði fyrir gæsluna af td. 40 þúsund kr. sem eftir eru að frá- dregnum skatti. Einn viðmælandi Tt'mans sem á tvö börn sagði: „Ég er ríkisstarfsmaður og laun- in eru um 40 þúsund þegar skattur- inn hefur tekið sitt. Við hjónin vinnum bæði úti og við verðum að láta passa fyrir okkur börnin tvö en eigum aðeins kost á dagmömmu. Það kostar rúnrlega 20 þúsund á mánuði. Konan mt'n hefur miklu hærri laun en ég svo að við reiknuðum hvernig það kæmi út ef ég yrði heimavinnandi og skattaafsláttur- inn nýttist á framtali konunnar minnar. í Ijós kom að þrátt fyrir að helmingur nettólauna minna færi í pössun barnanna þá var það samt um 1000 kr. ódýrara gagnvart skattaafslættinum að hafa þau hjá dagmömmu. Við ákváðum því að ráða au-pair stúlku frá Danmörku. Henni borg- um við 15 þús. á mánuði, greiðum fyrir hana farið fram og til baka. Hún verður í eitt ár hjá okkur og ég get ekki séð annað en að þetta gangi nokkurn veginn jafnt upp fjárhagslega við dagmömmudæmið og börnin eru heima hjá sér og Brigitte Jörgensen er frá Odense. Hún segist hafa séð auglýsingu í Jyllandsposten þar sem var auglýst eftir au-pair stúlku til að gæta fatlaðs drengs. „Ég svaraði auglýsingunni þar sem ég vildi gjarnan vinna með fatlað barn þar sem ég ætla í framhaldsnám á heilsugæslusviði, sennilega læknis- fræði eða sjúkraþjálfun, en hér fæ ég smá innsýn í áhugasvið mitt, en safna auk þess punktum sem koma mér til góða þegar ég byrja í námi. Ég á reyndar ættingja hér á íslandi því amma er íslensk. Suma ættingja mína hef ég hitt í Danmörku, en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað til lands“. Brigitte segist hafa ráðið sig til eins árs og sé búin að vera hér í einn og hálfan mánuð. Við spurðum hana hvort henni þætti lífið öðru vísi hér en heima í Danmörku og sagði hún að sér fyndist ósköp lítill munur á fólki sem hún hefði hitt hér og þeim sem hún þekkti í Danmörku og hún kynni ágætlega við sig. Hún sagðist hafa 11 þús. kr. í laun á mánuði, en hafa herbergi og fæði að auki og geta fengið heimilisbílinn ef hún þyrfti á að halda og allt samkomulag við heimilisfólk væri með ágætum, enda væru það hið besta fólk. Vinnutíminn hjá henni er þannig að hún þjálfar drenginn í bítið á morgnana og fylgir honum síðan í skólann. Þetta tekur um einn og hálfan tíma. Síðan er frí til hádegis, en þá kemur hann úr skólanum og hún er með hann til kl 5. Síðan hefur hún frí um helgar. - sá Jóhanna Harðardóttir hjá Vettvangi:Au-pair stúlka er nýr fjölskyldumeðlimur, ekki vinnukona: Samkomulag er yfirleitt gott „Það eru mjög margar au-pair stúlkur hér á landi núna, en hve margar þær eru er erfitt að segja til um“, sagði Jóhanna Harðardóttir hjá vinnumiðlunarskrifstofunni Vettvangi. Ekki nærri allar þessar stúlkur hafa verið ráðnar fyrir tilstilli ráðn- ingarskrifstofa, heldur hefur fólk líka gert það sjálft. Jóhanna sagði að vitaskuld væri þetta dýr lausn á barnagæsluvanda fólks, en þó tæplega dýrari en ef koma þyrfti tveim eða fleiri börnum fyrir hjá dagmæðrum. Auk þess, ef vel tækist til, þá væru börnin þó örugg heimavið og ekki þyrfti að rífa þau upp og fara með þau milli bæjarhluta þó þau væru veik. Jóhanna sagði að skrifstofa hennar, Vettvangur, annaðist ráðningar au-pair stúlkna gegn ákveðinni þóknun. Stúlkurnar sem sæktu um væru teknar í viðtal er- lendis og meðmæli þeirra könnuð rækilega og reynt að ganga frá öllu sem tryggilegast þannig að allir vissu sem best að hverju þeir gengju. Fólkið sem ræður stúlkuna veit nokkurn veginn hvers konar mann- eskju það fær og stúlkan hvers konar fólki hún er að vistast hjá. Jóhanna sagði að Vettvangur hefði annast ráðningar au-pair stúlkna sl. 2 ár og hingað til hefði reynslan verið mjög góð. Hún sagði að þegar þessi starfsemi byrjaði hefði hún orðið vör við að Island hefði ekki verið sérlega hátt á óska- listum stúlknanna og orð farið af mikilli vinnuþrælkun. Hún sagði að Þess hefðu verið dæmi að fólk hefði þrælað stúlkum út -látið þær færa sér kaffi í rúmið kl. 7 að morgni, gæta bús og barna allan daginn og vera tilbúnar með heitan mat að kveldi og ganga frá eftir hann. Þannig hefði vinnutími stúlkunnar verið allt að 16 tímar á sólarhring, alla daga. Slíkt væri vitanlega alveg fráleitt og því brýndi Vettvangur fyrir fólki að það væri í raun að fá nýjan fjölskyldumeðlim inn á heimilið. Því yrði að koma fram við stúlkuna á þann veg. Kjörin væru yfirleitt á þann veg að gerður er ráðningarsamningur við stúlkuna, venjulega til eins árs. „Kjörforeldrarnir" greiða fargjald stúlkunnar heiman og heim og síðan mánaðarlaun, gjarnan 12-15 þúsund kr. Au-pair stúlkur hafa oftast lokið a.m.k. grunnskólaprófi, stundum stúdentsprófi og eru að bíða eftir skólaplássi til að hefja nám í uppeld- isgreinum, t.d. til kennaraprófs, til að verða fóstrur, eða að komast í heilsugæsluna og verða læknar, hjúkrunarfræðingareðasjúkraliðar. Jóhanna sagði að ef vandamál í samskiptum stúlknanna við hús- ráðendur kæmu upp þá hefði Vett- vangur bent þeim á að hafa samband við sendiráð landa sinna og vissulega hefðu komið upp slík mál. En er hagkvæmara að ráða au-pair stúlku en koma barninu til dag- mömmu? „Það kostar ósköp álíka mikið að hafa tvö börn hjá dagmömmu í eitt ár, eins og að ráða au-pair stúlku í eitt ár, en í síðara tilfellinu eru börnin heima hjá sér sem hlýtur að teljast mikill kostur," sagði Jóhanna. „En auðvitað fylgir því líka ábyrgð að taka 17-20 ára stúlku inn á heimili sitt og fólk verður auðvitað að vega og meta kosti og galla þess sagði Jóhanna að lokum. - sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.