Tíminn - 20.09.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. september 1988 Tíminn 7 „Hér er allt gjörólíkt því sem er heima, bæði fólkið og náttúran", segir Charlotte Hansen. Hún er frá Tönder í Danmörku og lauk stúdentsprófí í vor og ætlar í háskólanám þegar ráðningartíma hennar hér lýkur. Hún passar fjóra krakka vestur á Seltjarnarnesi og lætur afar vel af dvöl sinni á íslandi. Tímamynd: Árni. Charlotte Hansen frá Tönder á Jótlandi: Mig langaði að heiman „Mér fannst mikilvægt að sjá eitthvað annað áður en ég held áfram námi,“ sagði Charlotte Han- sen sem er au-pair og gætir fjögurra barna úti á Seltjarnarnesi. Charlotte er 18 ára og lauk stúd- entsprófi í vor. Hún er frá Tönder á Jótlandi og verður hér í ellefu mán- uði. Hún sagði að dvöl sína og vinnu hér á landi fengi hún metna til eininga þegar hún byrjar framhalds- nám, þótt barnagæslan tengist ekki beinlínis því námi sem hún ætlar að stunda. „Mér fannst að tsland hlyti að vera merkilegt og ólíkt því sem ég er vön heima og ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Náttúran er stórkost- leg og hana ætla ég að skoða betur meðan ég verð hér. Vinir mínir heirna voru hálf undr- andi á mér þegar ég sagði þeim að ég ætlaði til íslands og sumir þeirra töluðu um að snjóhús væru ekki þægilegir bústaðir, en ég get sagt þeim að hér er gott að vera. Ég hef verið hér í tæpa tvo mánuði og það hefur verið yndislegur tími og mér finnst bæði landið og fólkið gerólíkt því sem ég er vön heima, en þó ekki á þann hátt að ég hafi fengið neitt sjokk, langt í frá,“ sagði Char- lotte. Charlotte sagðist vinna átta tíma á dag og hún ætti frí öll kvöld og helgar og hefði ágætan tíma til að skoða sig um. Launin væru sann- gjörn og dygðu henni. Hún sagðist ekki geta lagt neitt til hliðar, enda væri það ekki meiningin. -sá Anna Guðmundsdóttir hefur ráðið au-pair stúlku: Afskaplega dugleg og góð við drenginn „Það er rúmur mánuður síðan Tine kom til mín og öll samskipti okkar við hana hafa gengið frábær- lega vel til þessa“, sagði Anna Guðmundsdóttir starfsmaður í Út- vegsbankanum. „Ég réði au-pair stúlku vegna þess að ég vildi ekki vera að þvæla drengnum mínum út um bæinn, heldur hafa hann heima. Ég var ekki að sækjast eftir vinnukonu heldur barnapíu, en engu að síður er stúlk- an sérlega dugleg og heldur húsinu hreinu og það sem mest er um vert. Hún er afskaplega góð við drenginn minn.“ Hún sagðist borga stúlkunni 12 þúsund kr. á mánuði en hún hefði vitanlega húsnæðið og fæðið frítt og henni væri séð fyrir strætófargjöld- um og öll námskeið, sem hún vildi sækja yrðu greidd fyrir hana. - sá Stjórnarmenn í ísfílm á fundi með fulltrúum Marconi. Á myndinni eru f.v. Birgir Georgsson og Peter J. Loweth frá Marconi, Indriði G. Þorsteinsson, Kristján Jóhannsson og Jón Aðalsteinn Jónasson stjórnarmenn í ísfílm. Tímamynd Arni Bjarna TÆKNIRÆDD Á FUNDIÍSHLM Stjórnarmenn í ísfilm áttu á föstu- dag fund með útflutningsfulltrúa fyrirtækisins Marconi, sem framleið- ir tækjabúnað í myndver og sjón- varpssenda. Fyrirhugað er að nýja sjónvarpsstöðin sem Isfilm hefur sótt um leyfi fyrir, verði mjög tækni- lega fullkomin og tölvutæknin ríkur þáttur í starfseminni. Að sögn Kristjáns Jóhannssonar eins stjórnarmanna í ísfilm kynnti fulltrúi Marconi fyrir þeim þær tæknibreytingar sem búast mætti við í nánustu framtíð, bæði hvað varðar móttökubúnað í heimahúsum, sendibúnað hjá sjónvarpsstöðvum, búnað í myndver, og þá kosti sem þar væru fyrir hendi. í máli fulltrúa Marconi kom fram að von væri á mun mciri myndgæð- um í sjónvarpstækjum, en eru í dag. Það eru 1100 lína tæki, myndin mun skarpari og líkist einna helst litmynd í bók. Til þess að nýta gæði þessara sjónvarpa og þjóna þeim sem í þeim fjárfesta, þarf sérstakan myndvers og sendibúnað og kynnti fulltrúi Marconi þann búnað einnig fyrir stjórnarmönnum ísfilm. Kristján sagði að fyrirhugað væri að hafa sjónvarpsstöðina mjög sjálf- virka og ekki væri gcrt ráð fyrir mögrum starfsmönnum, heldur væri ætlunin að tölvutæknin yrði ríkur þáttur í starfseminni og vélmenni sjái um ákveðna þætti hcnnar.. ABÓ Hreyfingar í atvinnulífi á Þorlákshöfn: Tvö ný fyrirtæki taka til starfa Tvö ný fyrirtæki taka von bráðar til starfa á Þorlákshöfn sem samtals munu skapa vinnu fyrir um 30 manns, eftir því sem Tíminn kemst næst. Annað fyrirtækið er matvöru- verslun og nefnist Hafnarkaup, en hitt fyrirtækið er fiskvinnslufyrirtæki og nefnist Hafnarberg hf. Ekki er enn Ijóst hvað verður um starfsemi Meitilsins, en fyrirtækið sagði upp öllu sínu starfsfólki í sumar, til þess að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Fyrirtækið er enn í fullum rekstri, miðað við árstíma, og verður það a.m.k. til mánaðarmóta. Verslunin Hafnarkaup verður ný- lenduvöruverslun að sögn Heimis Davíðssonar eins af eigendunum í samtali við Tímann. Grunnflötur verslunarhúsnæðisins er 350 fer- metrar. Á neðri hæðinni verður matvara, en á efri hæðinni sem er 150 fermetrar verður fatnaður. Heimir sagði að búast mætti við 8 til 10 starfsmönnum í heildagsstarfi hjá versluninni, sem tekur til starfa á næstu vikum. Aðspurður sagði Heimir að þeir hefðu aldrei farið út í þennan rekstur ef þeir hefðu ekki talið að rekstrargrundvöllur væri fyrir hendi, enda væri aðeins ein verslun í Þorlákshöfn sem væri um 1400 manna byggðarlag. Guðfinnur Karlsson einn af eig- endum Hafnarbergs hf. vildi ekki tjá sig um fyrirtækið að öðru leyti en því að líklega hæfi það starfrækslu um mánaðamótin næstu. Eftir því sem Tíminn kemst næst verður um sér- hæfða vinnslu að ræða, með mjög fullkominni framleiðslulínu. Þá munu milli 20 og 30 manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fram- kvæmdir við byggingu húsnæðis fyrirtækisins hófust fyrir um ári síðan. Páll Jónsson forstjóri Meitilsins í Þorlákshöfn sagði í samtali við Tím- ann að uppsagnirnar væru miðaðar við 1. nóvember nk. bæði hjá þeim sem voru með mánaðar uppsagnar- frest og þriggja mánaða. „Hvort þær koma til framkvæmda eða ekki, fer eftir því hvað kemur út úr aðgerðum til að lagfæra rekstrargrundvöll sjáv- arútvegsins," sagði Páll. Hann sagði að hægt hefði á rekstri fyrirtækisins þegar sumarvinnufólkið hefði hætt og nú væri fyrirtækið í eðlilegum rekstri miðað við árstíma, með á annað hundrað starfsmenn. Meitillinn á tvo báta og tvo togara og hefur annar bátanna verið seldur, auk þess sem verið er að athuga með að selja hinn bátinn. Páll sagði að þeir væru báðir orðnir gamlir, auk þess sem þeir væru litlir. „Það er spurnir.g hvort skipt verður upp í stærri bát. Þetta er spurning sem bíður síns tíma.“ Páll sagði að það hefði gætt nokk- urs misskilnings, þegar verið væri að segja að Meitillinn væri að gefast upp, eða á hausinn. „Málið er að við sögðum upp til að fara ekki á hausinn. Við ætlum ekki að keyra okkur alveg ofaní svaðið og láta þá sem trúðu okkur fyrir viðskiptum og verðmætum tapa. Við hættum frekar rekstri og seljum eignir og borgum þannig okkar skuldir," sagði Páll. Hann sagðist vonast til þess að ekki kæmi til. slíks og landsfeðurnir finndu skynsamlega lausn á rekstrar- vandanum. -ABÓ Skáldsagnasamkeppni Æskunnar framlengd f tilefni af 90 ára afmæli Æskunn- ar í október sl. efndi Stórstúka íslands til skáldsagnasamkeppni. Áskilin voru réttindi til að taka hvaða handriti sem var eða hafna öllum. Sjö handrit bárust og fullnægði ekkert þeirra gæðakröfum útgef- enda, því var ákveðið að fram- lengja frestinn til maíloka 1989. Verðlaun eru 200 þúsund krónur að viðbættum venjulegum ritlaun- um. Þeir sem áhuga hafa, eiga að senda handrit merk dulnefni, til Stórstúku Islands, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Dómnefndin áskilur sér rétt til að taka hvaða handriti sem er, eða hafna öllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.