Tíminn - 20.09.1988, Side 8

Tíminn - 20.09.1988, Side 8
8 Tíminn Þriðjudagur 20. september 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverö kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Stjórnarkreppa Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar er hætt störfum vegna ósamkomulags um aðgerðir í efnahagsmálum. Þessi rfkisstjórn tók við völdum í júlí 1987, en lauk ferli sínum með því að forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og aðra ráðherra síðdegis á laugar- daginn. Þess er að minnast að ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar var mynduð eftir óvenju langar stjórnarmyndunar- tilraunir að loknum alþingiskosningum í apríl á síðasta ári. Úrslit kosninganna auðvelduðu ekki stjórnarmyndun, því að mikil harka var í kosninga baráttunni, framboðslistar voru fleiri en lengi hafa verið hér á landi í alþingiskosningum, þ.á m. buðu fram tveir nýir stjórnmálaflokkar, Borgaraflokkur og Þjóðarflokkur auk Samtaka um kvennalista, sem höfðu þegar náð fótfestu í stjórnmálum og styrktu stöðu sína. Úrslit síðustu kosninga voru því söguleg og e.t.v. vísbending um að gamla fjórflokkakerfið væri tekið að riðlast. Eigi að síður var ljóst að „gömlu“ flokkarnir voru enn kjarni þingræðisskipulagsins og þeirra var ábyrgðin að ráða fram úr stjórnarmyndun. Alþýðu bandalagið var illa statt eftir kosningar og fýsti ekki að taka þátt í ríkisstjórn á þeim tíma. Að því hlaut því að koma að saman drægi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknartlokki og Alþýðu- flokki. Eftir mikið þóf mynduðu þessir flokkar ríkisstjórn undir forsæti Porsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins. Að formi til var þetta sterk meirihlutastjórn, hafði á bak við sig tvo þriðju hluta þingsins. Hins vegar kom fljótlega í Ijós innan ríkisstjórnarinnar margs konar skoðanamunur um mikilvæg þjóðmál. Fyrst og fremst var tekist á um hin ýmsu afbrigði þeirrar markaðs- og peningafrjáls- hyggju, sem nú er mikilsráðandi í þjóðfélaginu og virðist hafa úrslitaáhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Átökin um peningafrjálshyggjuna var hin raunverulega ástæða þess að þriggja flokka stjórn Þorsteins Pálssonar átti sér ekki lífs auðið. Forsætisráðherra þeirrar stjórnar galt sinni eigin ríkisstjórn banahöggið, þegar hann hafnaði niður- færsluleiðinni fyrr í þessum mánuði, enda fólust í henni tillögur, sem fóru öndvert á ýmsar hugmyndir frjálshyggjumanna. Eins og sakir standa ríkir stjórnarkreppa í landinu. Að sjálfsögðu verður leitað viðunandi lausnar á henni, en miðað við samsetningu þingsins og þá tímaþröng, sem er í því sambandi, er stjórnmála- mönnum nú vandi á höndum. Steingrími Hermanns- syni, formanni Framsóknarflokksins, hefur verið falið að reyna myndun meirihlutastjórnar. Hefur hann þegar hafist handa um það verkefni. Eins og öllum má vera ljóst bíður næstu ríkis- stjórnar mikið starf við að leysa bráðan vanda atvinnulífsins og tryggja atvinhuöryggi í landinu. Stöðvun vofir yfir mörgum fyri/tækjum í undirstöðu- greinum atvinnuveganna. Víðskiptahalli er mikill, og afkoma ríkissjóðs kalla/ á sérstakar aðgerðir í ríkisfjármálum. Þeirri ver^stöðvun, sem nú er beitt, lýkur innan stutts tíma. Áh framhaldsaðgerða í þeim efnum blasir við verðbólgualda, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. / -------------------a----------------------- / lllllllllllil! GARRI Bein og bananar Garri er áhugamaöur um viðhald og vernd móðurmálsins, og af þeim sökum brá honum þegar hann las Alþýðublaðið á laugardaginn. Þar var á baksíðu löng grein um 38. þing Sambands ungra jafnaðar- manna sem halda átti um helgina. Ekki var það þó þinghaldið sem hljóp þarna í skapið á Garra heldur fyrirsögn greinarinnar. Hún var „Velferðarkerfið krufið til mergjar“. Eftir því sem Garri veit gerst um líkamssamsetningu spendýra þá hafa þau merg sinn í beinunum. Bein cru það hörð að vcnjulegir hnífar duga ekki til þess að skera þau í sundur. Til þess þarf sagir. Og hafi menn þær ekki þá brjóta menn beinin. Aftur krylja menn kjötið og nota til þess hnífa, og kryfja þá alveg inn að beini cf þörf krefur. Ansi er Garri hræddur um að hér hafi kratar gert sig seka um það gáleysi að rugla saman tveimur orðtökum. Með öðrum orðum að þeir hefðu hér annað hvort átt að tala um að krylja velferðarkerfið inn að beini cða þá að brjóta það til mergjar. Svona getur það ást- kæra og ylhýra reynst mönnum skeinuhætt ef þeir gæta sín ekki. „Bönunum“ Og fyrst á annað borð er komið út í þessa sálma þá sakar víst ekki að halda dálítið áfram á sömu nótum. Að vísu eiga Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið ekki nema miðlungi mikiö upp á pall- borðið hjá Tímamönnum þessa dagana. En í Morgunblaðinu á laugardag las Garri þó vikulegan pistil Gísla Jónssonar mennta- skólakennara á Akureyri um ís- lcnskt mál. Eins og kunnugir vita eru þessir þættir með því bitastæð- asta sem birtist í Morgunblaðinu og til dæmis ólíkt áhugaverðari en stjórnmálaskrif biaðsins, svona yfirleitt. I þætti sínum nú á laugardag ræðir Gísli meðal annars um orðið banani og gerír um það ýmsar gagnlegar athugasemdir. Tilefnið er að hann hefur haft jógúrtdós undir höndum, og á henni stóð að jógúrtin væri með hönunum. Þetta hefur faríð í skapið á honum, líkt og mergurinn í Alþýðublaðinu í Garra. Ástæðan er sú að hann telur að þama sé verið að blanda saman orðunum bani og banani. Orðið bani er gamalt í íslensku, og merking þess er annars vegar dauðinn og hins vegar sá sem dauðanum veldur, banamaður. I fleirtölu með grcini beygist það banarnir, um banana, frá bönun- um, til bananna. Orðið banani er hins vegar tiltölulega ungt ■ ís- lensku og beyging þess því ckki jafn hefðbundin og hins. Gísli vill beygja það greinislaust í fleirtölu þannig: Bananar, um banana, frá hanönum, til banana. U-hfjóðvarpið Hér fær Garri raunar ekki betur séð en að sé á ferðinni það sem hann lærði um í skóla og hét þá u-hljóðvarp. Það er þegar hljóðið u í enda orðs hafði þau áhríf í fornmáli á a í stofninum að það breyttist í ö. Þetta cr skcmmtilcg hljóðbreyting sem m.a. er ástæðan fyrir því að fleirtalan af gata er götur en ekki „gatur“. Líka er þessi gamla hljóðbreyting ástæðan fyrír því að hjá okkur heitir köttur- inn köttur en ekki „kattur“, mcð sama hljóði í stofni og cr til dæmis í dönsku og ensku. Það skemmtilega við u-hljóð- varpið er svo það að ekki er annað að sjá en að þessi þúsund ára gamla hljóðbreyting lifi enn góðu lífi mitt á meðal okkar nú á seinni hluta tuttugustu aldar. Það sjá menn til dæmis ef þcir hlusta á mál þeirra manna sem eiga bfla af gerðunum Lada og Mazda. Án undantekn- inga tala þeir um Löduna sína eða Mözduna. Það hvarflar ekki að þeim að tala um „Laduna“ eða „Mazduna“ cnda myndu áheyr- endur þá strax reka upp stór augu. Ástæðan er sú að í aukaföllunum er hér komið u í cndann á orðinu og þá breyta menn a í ö, hlýða sem sagt u-hljóðvarpinu möglunar- laust. Það sem Gísli Jónsson er hér að deila á er með öðrum orðum að menn séu með of mikla undanláts- semi við u-hljóðvarpið, eða að þeir láti sér ekki nægja að segja að jógúrtin sé með banönum heidur gangi lengra og segi að hún sé með bönunum. En ekki er Garrí þó sannfærður af þeim rökum mcnntaskólakennarans að hætta sé á að notkun þessarar orðmyndar leiði til þess að menn misskilji orðalagið og fari að halda að þessi jógúrt sé banvæn. Þvert á móti hefur Garrí, sem áhugamaöur um íslenskt mál, það gaman af þessu nútimalega spríkli u-hljóðvarpsins að hann er af þeim sökum á því að setja því ekki skorður. Þess vegna hefur hann tilhneigingu til að standa með þeim jógúrtframleiðendum sem vilja áfram tala um að jógúrtin sín sé með bönunum. Garri. rrOG BREITT m : GJALDÞROT Nú er tíð hinna miklu gjaldþrota og er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir hvort þau eru meiri í orði en á borði. Fjölmiðlar tíunda gjarnan að gjaldþrotabeiðnir séu orðnar svo og svo mikið fleiri í ár en á sama tíma á síðasta ári og mikið fréttafár hefur verið vegna gjald- þrota örfárra verslana og hefur einhverjum þeirra verið lokað en aðrar skipt um eigendur, svo sem eins og sú sem áður dró digrasta skuldahalann. Gjaldþrot einstaklinga og íbúða- missir heyrir til almennum fréttum þar sem hvorki eru tilgreindar upphæðir né fjöldi þrotamanna, en stundum getið um fjölda auglýs- inga um nauðungaruppboð í Lög- birtingablaðinu. Þær segja þó næsta fátt um hve mörg uppboðin eru í raun og veru. Mikil tíðindi eru sögð af væntan- legum gjaldþrotum atvinnuvega, aðallega fiskvinnslunnar ef ekki verða gerðar þessar ráðstafanirnar eða hinar til bjargar fyrirtækjunum og atvinnu þeirra sem hjá þeim vinna. Hins vegar fer litlum sögum af fjárhagsvandræðum sjálfrar út- gerðarinnar um þessar mundir. Það eru helst eigendur smábáta sem kveinka sér. Utgerð og fiskvinnslu er nokkuð þröngt stakkur skorinn hvað varð- ar tekjuöflun með gengisskrán- ingu, en aflabrögð og markaðsverð hefur þó úrslitaáhrif á hvoru megin núllpunktsins þessar greinar lenda í efnahagsdæminu. Er nú uppi mikið öldurót í þjóðlífinu þar sem menn og flokkar eru ekki á einu máli um hvernig skipa skuli málum til að forða stærri gjaldþrotum en svo að efna- hagslífið megni að standa undir, en ef útflutningsatvinnuvegirnir bresta er hætt við að brauðfætur annarra greina athafnalífsins reyn- ist helst til deigir til að standa undir þeim lífsskilyrðum sem nú þykja sjálfsögð. Þetta er sá vandi sem hinir bestu menn leitast nú við að finna lausn á. Sparifé og skuldarar Sú einfalda skýring á þeirri gjald- þrotabylgju sem nú sýnist vera að ríða yfir er að rentan sé helst til há, sem þýðir þá ekkert annað en það að þeir sem lána, bankar og sjóðir, taka of mikið til sín og er sú fjárpynd öll útskýrð með því að „sparifjáreigendur" verði að fá sitt. Manni skilst að þessi dularfulli þjóðfélagshópur sé roskið fólk, sem er þeirrar náttúru að hafa haft afgang af launum sínum undan- farna áratugi til að leggja inn á banka eða kaupa verðbréf svo um munar. Samkvæmt skilgreiningu banka- manna og annarra sem alltaf eru að vernda „spariféð" er það gamalt launafólk sem stendur að baki öllum umsvifum bankanna og ann- arra fjármálstofnana og leggur þeim til afl þeirra hluta sem gera skal. Allir þessir óskaplega öflugu sparifjáreigendur verða náttúrlega að fá eitthvað fyrir sinn snúð og því verða fjármálastofnanirnar að borga þeim háa rentu og verða því að taka enn hærri vexti af þeim sem fá allt spariféð endurlánað. Þegar svo vextir og verðbætur eru orðnar svo háar að allir fara á hausinn sem þurfa að taka lán, er ekki nema von að gjaldþrotum fjölgi. Ekki bætir úr skák að svo- kallað eigið fé sýnist hvergi til svo að fyrirtækin eru eingöngu rekin fyrir lánsfé. Vitlaust kalkúlerað Öll þessi takmarkalausa um- hyggja fyrir sparifjáreigendum með tilheyrandi vaxtatöku er á góðri leið með að hvolfa þjóðar- skútunni, en óhamið lánsfjárhung- ur fyrirtækja og einstaklinga á auðvitað sinn þátt í því hve mikið aflánuðumpeningumeríumferð. ^ Bygginga- og framkvæmdaæðið hefur verið með slíkum ólíkindum, að þeir sem fremstir fara í því tryllingskapphlaupi hafa fæstir hugmynd um til hvers á að nýta þau mannvirki sem miklum fjár- munum er varið til. Eyðsla og flottræfilsháttur einstaklinga og margra forráðamanna fyrirtækja er með þeim hætti að það stríðir í raun á móti öllum efnahagslögmál- um að þau fari ekki á hausinn. Vitlausar kalkúlasjónir og ofmat á fjölda mögulegra viðskiptavina leika margan athafnamanninn grátt og taumlaus samkeppni mun ekki reynast atvinnulífinu sú lyfti- stöng, sem af hefur verið látið. Vonandi mun alvarlegum gjald- þrotum verða forðað áður en yfir lýkur og þjóðin geta lifað í sátt í auðugu landi, en eins og nú horfir virðist ekkert geta komið í veg fyrir að minnsta kosti eitt mikið fallítt, en það er gjaldþrot frjáls- hyggjunnar á Fróni. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.