Tíminn - 20.09.1988, Page 9

Tíminn - 20.09.1988, Page 9
Þriðjudagur 20. september 1988 Tíminn 9 LANDSBYGGÐIN I FRETTUM flllllllllll llllllllllllll Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum: Hallað á landsbyggðina Erindi á fjórðungsþingi Norðlendinga Góðir þingfulltrúar og gestir. Ég hef verið beðinn að hefja hér mál af hendi heimamanna um landsbyggðina í fréttum og fjalla um reynslu mína sem fréttaritari og blaðamaður. Það munu nú vera nær tuttugu ár síðan ég byrjaði sem fréttaritari útvarps hér í héraði og var það í nokkur ár, þá gerðist ég blaðamaður í fullu starfi í fáein ár og af og til hef ég verið fréttaritari blaða. Til skamms tíma var ég síðan blaðamaður í hlutastarfi við héraðsfréttablaðið Feyki. Samhliða þessu hef ég gert nokkra útvarpsþætti, sérstaklega var það fyrr á árum og einnig hef ég gert sjónvarpsþátt. Gæti ég því komið víða við og sagt frá mörgu. Hallað á landsbyggðina Fyrst af öllu vil ég segja að ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að verulega sé hallað á landsbyggðina í fréttum og í allri umfjöllun í fjölmiðlum. Petta er bæði sök þeirra sem fjölmiðlunum ráða og þar vinna, en einnig sök okkar, sem landsbyggðina byggjum. Á þessu er mikilvægt að ráða bót. Allir fjölmiðlar í Reykjavík Ástæða er til þess að vekja hér rækilega athygli á því að megin- hluti allra fjölmiðla á íslandi eru í Reykjavík og þar búa flestir sem við fjölmiðlunina vinna. Mest af því efni sem fjölmiðlarnir flytja er því sett fram með sjónarmið höfuð- borgarbúans að leiðarljósi og fréttamatið er þess sem þar býr. Nú segja máske einhverjir að veruleg aukning hafi orðið á efni af landsbyggðinni í blöðum og út- varpi að undanförnu. Það er að vísu rétt, en ég held þó og fullyrði að sé litið á þá gífurlegu aukningu, sem orðið hefur á því magni frétta og annars efnis sem fjölmiðlar hella yfir okkur þá er hlutur lands- byggðar enn mjög rýr og hefur hlutfallslega ekkert batnað. Fjölmiðlar hafa áhrif Þessar staðreyndir eru mjög hættulegar fyrir landsbyggðina því fjölmiðlar hafa veruleg áhrif á skoðanamyndun fólks og neikvæð umfjöllun og lítil umfjöllun verður til þess að rýra hlut landsbyggðar- innar. Þannig hefur þetta verið og þannig verður það meðan ekki verður veruleg breyting til batnað- ar á þessu sviði. Við þurfum ekki annað en líta á landbúnaðarmálin í þessu sambandi. Neikvæð og skilningslítil umfjöllun sumra fjöl- miðla um landbúnaðarmál hefur skaðað hlut bænda verulega og skert hag landsbyggðarinnar. Beggja sök Ég sagði áðan að þessi litla og oft á tíðum neikvæða umfjöllun um málefni landsbyggðarinnar væri bæði sök þeirra sem ráða fjölmiðl- unum og einnig okkar sem lands- byggðina byggjum. Þetta skal ég rökstyðja nánar. Skynja ekki efnið Ekki mun ég halda því fram að þeir sem ráða fjölmiðlunum vilji ekki fjalla um málefni landsbyggð- arinnar. Ástæðan er miklu fremur sú að þeir skynja ekki hve víða er gott fjölmiðíaefni að fá út um landið. Önnur ástæða er sú að þeir sem vinna á þessum fjölmiðlum lifa á suðvesturhominu eins og ég sagði áðan pg skynja því ekki vandamálin og lífið sem lifað er á landsbyggðinni. Það er aðeins einn og einn af þessum fjölmiðlamönn- um, sem ná hinum sanna tón.. Umfjöllun flestra verður ekki trú- verðug því þeir ná því ekki að setja sig inn á sjónarmið landsbyggðar- fólksins. Uppfyllingarefni Það má vel vera, já og gerir ekki til þó að það fari eitthvað fyrir brjóstið á framsögumönnunum að sunnan það sem ég ætla að segja næst: Á fjölmiðlunum feikna blett finn ég nú og nefni að oft þeir nota okkar frétt sem uppfyllingarefni. Ég held því fullum fetum fram að málefni landsbyggðarinnar hafi oftar en ekki verið notuð sem nokkurs konar uppfyllingarefni hjá fjölmiðlum fyrir sunnan. Ég skal rökstyðja þetta með skýrum dæmum. Ég var fréttaritari útvarps um nokkurra ára skeið hér í héraði. f öll þau ár var það undantekning að í mig væri hringt að sunnan. En þegar það kom fyrir var það ekki til þess að auka áhuga fréttaritara og láta hann vita af því að fréttir væru vel þegnar. Nei það var aðallega hringt þegar fréttatími nálgaðist og fréttamenn á vakt höfðu of fáar fréttir til þess að fylla fyrirfram ákveðna lengd af frétta- tíma. Aðallega var þetta á sunnu- dagseftirmiðdögum og oft var haft samband skömmu fyrir stórhátíðir af þeim fréttamanni, sem átti að vera á vakt. Það var sem sagt hringt þegar uppfyllingarefni vant- aði. Skrautlegur f rétta ritara I ist i Síðar fór ég að vinna á dagblaði og sat þá á skrifstofu þess í Reykja- vík. Snemma fór ég þar að tala um hvort ekki væri ástæða til að efla skrif um landsbyggðina og þótti þá sjálfsagt að ég sæi um þau mál. Fékk ég í hendur langan lista yfir fréttaritara og fór að hringja kerfis- bundið í þá. Satt að segja var þetta skrautlegur listi og komu margir af fjöllum þegar ég hringdi í þá sem fréttaritara viðkomandi blaðs. Það hafði varla nokkurn tíma áður verið hringt í þá og margir þeirra voru löngu búnir að gleyma því að þeir hefðu einhvern tíma lofað að vera fréttaritarar. Ég sagði að þetta hefði verið skrautlegur listi og örugglega var langt síðan hann var yfirfarinn og endurnýjaður. Það sá ég best á því að erfitt var að ná í ótrúlega marga sem á honum voru, því tækni landssímans er nú ekki orðin slík að unnt sé að ná í þá sem til annarra heima eru fluttir. Lítið gert til þess • að virkja fréttaritara Þessi reynsla mín af útvarpi og dagblaði segir mér þetta: Öðru hvoru er gert átak í því að fá nýja fréttaritara, en síðan er lítið sinnt um að efla þá og hvetja í starfi. Þeirra fréttir eru notaðar þegar annað efni er ekki að fá, nema þá í þeim undartekningartilfellum að þeirra fréttir hljóti náð fyrir augum ráðamannanna fyrir sunnan og fái gott pláss og mikið vægi. Lítið er gért til þess að virkja þessa frétta- ritara og efla þá til dáða, enda í augum margra fjölmiðlamanna fyr- ir sunnan eru þær fréttir sem frá þeim koma fyrst og fremst uppfyll- ingarefni. Ég staðhæfi hér og nú að þetta á við um flesta eða alla fjölmiðlana fyrir sunnan. Það geri ég vegna þess að ég hef rætt þessi mál við marga fréttaritara hjá hinum ýmsu fjölmiðlum. í aðalatriðum ber þeim saman um þetta. Harðfylgi þurfti til að koma fréttamönnum norður Enn eitt dæmi eldra vil ég nefna. Ég átti hlut að því fyrir allmörgum árum að margir aðilar í Húnaþingi tóku sig saman og buðu fréttamönn- um frá fjölmiðlunum í Reykjavík í kynnisferð norður. Þeir áttu að koma með flugvél til Blönduóss um Húnavöku, fara í skoðunar- ferðir um Blönduós og Skaga- strönd og kynnast því hvað um er að vera á Húnavöku. Ferðin var fjölmiðlunum algeriega að kostn- aðarlausu. Þegar fyrst var haft samband við fjölmiðlana tóku allir vel í að senda menn í þessa ferð og leit í fyrstu út fyrir að allir yrðu með. En til vonar og vara fékk ég góðan kunningja minn, Vilhelm Kristinsson þáverandi fréttamann á Útvarpinu til þess að fylgja því máli eftir þannig að engan vantaði í þess ferð. Og það kom sér vissulega betur, því ef hans hefði ekki notið við hefðu ýmsir helst úr lestinni þegar á átti að herða, Héðan er ekkert að frétta En þó ég hafi deilt hér á ráða- menn fjölmiðlanna fyrir sunnan er sökin ekki öll hjá þeim. Þar get ég borið um og enn vitnað til eigin reynslu og þá fyrst og fremst reynslu minnar þann tíma, sem ég var blaðamaður og sat í Reykjavík. Oft hringdi ég þá í fjölda manns út unt allt land og spurði frétta. Ég fór langt út fyrir fréttaritaralistann skrautlega. M.a. leitaði ég mikið fanga hjá sveitarstjórnarmönnum og forsvarsmönnum fyrirtækja og samtaka. En óskaplega var það oft sem maður fékk þetta svar: Héðan er ekkert að frétta, hér gerist ekki neitt. I besta falli sögðu menn eitthvað um veðrið en lítið meir. Til þess að fá bitastæðar fréttir varð að ganga hart eftir og spyrja í þaula. Oft fundust þá einhverjir fréttapunktar. Það er því ekki skrítið þó fjölmiðlamenn verði þreyttir á að vera að hringja dag eftir dag og fá sjaldan önnur svör en þessi í upphafi, hér er ekkert að frétta, hér gerist ekki neitt. Vildi leggjast í flakk Þegar ég hafði starfað í tvö ár á dagblaði í Reykjavík var ég orðinn langþreyttur á þessum svörum: Héðan er ekkert að frétta, hér gerist aldrei neitt. Ég var líka orðinn þreyttur á að sitja við skrifborð í Reykjavík og vera að fjalla um málefni landsbyggðarinn- ar að meginhluta til. Því sagði ég við mína yfirmenn að ég vildi leggjast í flakk um landið og skrifa FJORÐUNGSÞING NORÐLENDINGA Á nýafstöðnu fjórðungsþingi Norðlendinga, sem haldið var að Húnavöllum 3. september, var m.a. rætt um fréttaflutning á og frá landsbyggðinni í fjölmiðlum. Tíminn hefur fengið tvö framsöguerindi til birtingar, sem þar voru flutt, eftir þá Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum, og Jóhannes Sigurjónsson ritstjóra Víkurblaðsins á Húsavík. Birtist erindi Magnúsar hér, en erindi Jóhannesar einhvern næstu daga. Einnig var á þinginu rætt um lífið á landsbyggðinni, og meðal framsögumanna um það efni voru Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri, Marteinn Friðriksson, framkvæmda- stjóri á Sauðárkróki, og Kristinn G. Jóhannsson, Akureyri. Erindi þeirra verða einnig birt hér í blaðinu. fannst óþarfi að vera að láta starfsmann vera á annan dag norð- ur í landi og betra að nýta hann þar syðra. T.d. munaði ekki nema hársbreidd að sjónvarpið heltist úr lestinni og sendi engan mann norður, en með harðfylgi Vilhelms komst enginn upp með það að hunsa þessa ferð. Misslæmir Þó ég hafi hér gagnrýnt fjölmiðl- ana fyrir sunnan allmikið vil ég þó taka fram að þeir eru vissulega misslæmir. Sumir þeirra hafa meira að segja bætt sig allnokkuð á síðari árum og er útvarpið þar framarlega í flokki. En betur má gera á þeim bæ, enda staðreynd að fréttir af landsbyggðinni fá oftast minna vægi en Reykjavíkurfréttirnar. Svo hef ég tekið eftir að Dagblaðið hefur birt óvanalega mikið af frétt- um af landsbyggðinni að undan- förnu. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á hvort það er vegna svokallaðrar gúrkutíðar í fréttum sem oft er um þetta leyti árs, eða hvort það sé einhver vakning hjá ritstjóranum áður en haldið er hingað á fund norðlenskra sveitar- stjórnarmanna til þess að fjalla um landsbyggðina í fréttum. um það sem fyrir augu og eyru bæri. í upphafi héldu menn að þetta yrði allt of dýrt, ferða og uppihaldskostnaðurinn svo mikill og eins hitt að ég hefði ekki nóg um að skrifa. Með nokkrum eftir- grennslunum og hjálp góðra manna hafði ég mitt fram en reynsl- an varð þessi: Ég skilaði miklu meira efni en ég hefði getað á annan hátt. Ég skilað allt öðruvísi efni, efni sem aðrir fjölmiðlar voru ekki með. Hefði þessu starfi verið haldið áfram hefði það skapað þessu blaði viðvarandi sérstöðu. Ég tók mikið af myndum og ég varð þess greinilega var að þetta vakti eftirtekt bæði landsbyggðar- fólks og annarra líka. T.d. heyrði ég það frá stúdentum í Kaup- mannahöfn að þeim hefði þótt margt af þessu efni forvitnilegt, lásu þama oft um hluti sem þeir höfðu aldrei heyrt um áður, fengu nýja innsýn í hlutina. Kostnaður- inn við þessi ferðalög mín varð ótrúlega lítill, enda ferðaðist ég mikið á puttanum og gisti hjá kunningjum. Á þann hátt komst ég líka að mörgum athyglisverðum hlutum til þess að skrifa um. Gall- inn við þann ferðamáta var hins vegar sá að oft var maður staddur á fjarlægu landshomi, þegar fréttir voru að gerast einhvers staðar annars staðar á landsbyggðinni. Ef ég hefði á þessum tíma verið búinn að eignast þá flugvél sem ég á í dag hefði ég trúlega nýtt hana í þessar fréttaferðir og fengið þá meira af beinum fréttum til þess að birta. Það efni sem ég náði í var meir í formi frásagna af því sem verið hafði að gerast um alllangan tíma og einnig dregin fram viðhorf og lífsskoðanir fólksins sem á lands- byggöinni bjó. Góðir þingfulltrúar Ég hef hér reynt að draga fram nokkur atriði og sagt nokkuð frá reynslu minni sem fréttaritari og blaðamaður. Ég hef reynt að benda á mikilvægi þess að breyta viðhorf- um þeirra sem fjölmiðlunum ráða þannig að þeir fari að líta á efni frá landsbyggðinni sem jafn gott efni og hvað annað. En til þess það sé það verður að kosta nokkru til. Einstaka fjölmiðill hefur sýnt nokkurn lit í þessum málum á síðustu árum með því að hafa starfsmenn úti á landi. Á þetta sérstaklega við um ríkisútvarpið. En betur má ef duga skal. Því hefur t.d. enginn fetað í fótspor sjónvarpsins og fengið í sína þjón- ustu faraldsfréttamann eins og Ómar Ragnarsson, sem á svip- stundu kemst næstum því hvert á land sem er. Stöð tvö virðist nú vera búin að átta sig á þessu og keypt Ómar. En hafið þið áttað ykkur á bví að stór hluti af vinsæld- um Ómars sem sjónvarpsmanns byggist á því að hann kemur með efni sem enginn annar fjölmiðill býður upp á og þá fyrst og fremst efni víða að af landsbyggðinni. En mér er spurn, hver verður nú hlutur landsbyggðarfrétta í ríkis- sjónvarpi þegar Ómars nýtur ekki lengur við á þeim bæ. Hitt atriðið sem ég vil hér leggja ríka áherslu á er það að við lands- byggðarmenn verðum að fara að taka okur tak og nýta fjölmiðlana. Fara að benda þeim á fréttir og auka og efla samvinnu við þá. Það er öllum aðilum til hagsbóta. En góðir sveitarstjómarmenn! við ræðum hér í dag um lands- byggðina í fréttum og verðum sjálfsagt sammála um að úrbóta sé þörf. Þó læðist að mér sá grunur að ef einhver fjölmiðlamaður hringi í einhvern ykkar á mánudaginn hafi ' lítið gerst: Sumu verður sjaldan breytt svar þitt verður þetta ennþá gerist ekki neitt aldrei neitt að frétta. (Flutt á fjórðungsþingi á Húnavöll- um 3.9.1988)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.