Tíminn - 20.09.1988, Page 10

Tíminn - 20.09.1988, Page 10
10 Tíminri: Þriöjudagur 20. september 1988 Nýtt umboð Laugarvatni Halldór Benjamínsson, Flókalundi, sími 98-61179. Tíminn, Lynghálsi 9, Reykjavík BLIKKFORM ______Smiðjuvegi 52 - Sími 71234__ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niður með Landvélum). tvöfaldur næsta laugarda Vinningstölurnar 17. sept. 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.156.884,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 332.286,- fékk einn vinningshafi. Fjórar tölur réttar kr. 573.195,- skiptast á 63 vínningshafa, kr. 9.098,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.337.454,- skiptast á 2.608 vinningshafa, kr. 512,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Magnús Ver tekur á í keppninni á sunnudaginn. Hann er nú „sterkasti maður íslands". Tím»mynd Gunnar Sterkasti maður íslands: Magnús Ver sigraði í fjarveru Jóns Páls Jón Páll Sigmarsson, „sterkasti mótinu Kraftur ’88 sem fram fór í maður í heimi“ tók ekki þátt í Reiðhöllinni í Reykjavík á sunnu- BIL STOLID OG KVEIKT í HONUM Bronco bifreið með Ö-númeri var stolið aðfaranótt laugardags frá bíla- sölu Garðars. Fannst hún við Vatns- endahæð á laugardagsmorgun og hafði verið kveikt í henni. Þjófurinn braust inn á skrifstofu bílasölunnar sem er til húsa að Borgartúni 1 og tók þaðan lykiana að Bronco bifreiðinni, sem síðan fannst brunnin til kaldra kola á Vatnsendahæð á laugardagsmorgun. Að sögn lögreglu var lítið annað en grind bifreiðarinnar eftir. Ekki hefur nást til þess eða þeirra sem hér voru að verki, en málið er til rannsóknar hjá RLR. -ABÓ dag. Var það að læknisráði sem meistarinn var fjarri góðu gamni. Magnús Ver Magnússon fór með sigur af hólmi í keppninni, bar sigurorð af öllum íslensku keppend- unum. Bill Kazmaier varð stigahæstur í keppninni og bar nokkuð af. Áhugamaður um kraftlyftingar sem Tíminn ræddi við í gær var mjög vonsvikinn eftir að hafa keypt sig inn á Kraft ’88. „Þeir tilkynntu ekki um meiðsli Jóns Páls fyrr en keppnin var að hefjast.” Vildi áhugamaðurinn meina að hann og fjölmargir áhorf- endur hefðu verið sviknir með þessu móti, þar sem í það var iátið skína að Jón Páll myndi etja kappi við Bill Kazmaier og óefað að flestir áhorf- endur komu til að sjá þann hluta keppninnar. -ES Fulbrightstofnunin: 9 fslendingar hlutu styrk Árlega veitir Fulbrightstofnunin íslendingum styrki til masters eoa doktorsnáms við bandaríska háskóla og eru þeir veittir í október. Síðasta ár voru valdir 9 styrkþegar úr stórum hópi umsækjenda. Fulbrightstofnunin veitir hverjum námsmanni ákveðna upphæð, en síðan eru þeir aðstoðaðir við að sækja um og leita að skólum sem eru líklegir til að veita frekari styrki. 1 ár nemur framlag bandarískra háskóla til íslenskra Fulbrightstyrkþega um það bil 60.000 dollurum. Framlag Fulbrightstofnunarinnar er 27.000 dollarar. Alls um 4 milljónir ís- lenskra króna. íslenskir styrkþegar skólaárið 1988 til 89 eru: Auðna Ágústsdóttir, Birgir Hermannsson, Bjarni Birgis- son, Eydís Sveinbjarnadóttir, Hlyn- ur Óskarsson, Jón Helgi Einarsson, Jón Karl Helgason, Ragnar Sigurðs- son og Salvör K. Gissurardóttir. Umsóknarfrestur fyrir Fulbright- styrkinn fyrir þá sem hyggja á há- skólanám skóiaárið 1989 til 1990 rennur út 3. október nk. t/ veginn! Wc Brýr og ræsi krefjast sérstakrar varkárni. Draga verður úr hraða og fylgjast vel með umferð á móti. Tökum aldrei áhættu! |UMFERÐAR Iráð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.