Tíminn - 20.09.1988, Síða 11

Tíminn - 20.09.1988, Síða 11
ÍÞRÓTTIR TÍMANS Ólympíuleikarnir í Seoul: Arangur í sundinu vonbrigði Frá Pétri Sigurðssyni frcttamanni Tímans í Seoul: Árangur íslensku sundmannanna hér í Seoul á laugardag hlýtur að vekja nokkur vonbrigði, því að búist hafði verið við því að fslandsmetin fengju að fljúga. Það var aðeins Magnús Ólafsson sem hélt haus og var skammt frá sínum besta tíma. Sérstaklega olli árangur Bryndísar Ólafsdóttur von- brigðum, þar sem búist var við því að hún mundi bæta sig. Annars var það taugaspenna ís- lensku keppendanna sem vakti mikla athygli, því þeir þjófstörtuðu alls þrisvar, Arnþór einu sinni og Magnús tvívegis. „Ómetanleg reynsla" Fró Pjetri Sigurdssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „Ég er mjög sáttur við árangur minn, hann er mjög nálægt mínu besta. Auðvitað hafði ég vonast eftir að bæta tíma minn, en það tókst því miður ekki að þessu sinni þrátt fyrir góðar aðstæður,“ sagði Magnús sæti, en ég hefði auðvitað mátt verða ofar, en fyrir mig er þetta fyrst og fremst ómetanleg reynsla,“ sagði Ólafsson eftir að hann hafði keppt í 200 m skriðsundinu á laugardag. Magnús sagðist vera í mjög góðu formi um þessar mundir en það væri tvímælalaust erfitt að þurfa að vera í toppformi fjórum sinnum á ári. “Þetta eyðileggur alla langtímaþjálf- un“, sagði Magnús. PS/BL Arnþór Ragnarsson eftir að hann hafði keppt ■ 100 m bringusundi hér í Seoul. Arnþór var nokkuð taugaspennt- ur óg þjófstartaði illa, en um það sagði hann að það hefði bara verið betra oglosað um spennuna. Arnþór sagði að þrátt fyrir að hann hefði ekki náð nógu góðum tíma í sund- inu, þá ætti það ekki að hafa nein áhrif í 200 m bringusundinu, þar sem hann lofaði bætingu. Arnþór sagði að pressa út af Ólympíulágmörkum og það að sund- mennirnir þyrftu að „toppa“ 3-4 sinnum á ári, eyðilegði allar lang- tímaáætlanir og ætti ekki að vera hægt. „En það sem skilur okkur frá þessum bestu körlum er aðstaðan heima, sem virkar sem þröskuldur,“ sagði Arnþór. PS/BL „Ég er mjög ánægður með mitt „Mjög sáttur við árangur minn“ Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: íslenska sundfólkið er ánægt með aðstöðuna hér í Seoul, en kvartaði undan lítilli stemmningu í sundhöll- inni, þrátt fyrir mikinn fjölda áhorf- enda. Mikla athygli og kátínu vöktu tveir íslenskir áhorfendur sem voru umvafðir íslenska fánanum og kvöttu okkar menn dyggilega. Magnús, sem keppti í 200 m skriðsundi varð 2. í sínum riðli á 1,53,05 mín. en sá tími dugði ekki til þess að komast í úrslit. Magnús lenti í 28. sæti. Arnþór Ragnarsson keppti í 100 m bringusundi og varð 4. í sínum riðli á 1,07,93 mín. sem skilaði honum í 51. sæti. . Bryndís varð 7. í sínum riðli í 100 m skriðsundi, fékk tímann 59,56 sek og varð í 40. sæti. PS/BL „Ánægður með árangur Magnúsar" Fró Pjetri Sigurö.ssyni fréttumunni Tímans í Seoul: „Auðvitað er ég ekki ánægður með þennan árangur, ég hafði vonast eftir bætingu og jafnvel við því að íslandsmet yrðu slegin,“ sagði Guðmundur Harðarson landsliðsþjálfari í sundi í samtali við fréttamann Tímans í Seoul. „Sérstaklega með tilliti til þess að undirbúningur hefur aldrei ver- ið jafn mikill, en ég er alls ekki óánægður heldur, auðvitað hefur maður gert sínar væntingar og ég er tiltölulega ánægður með árangur Magnúsar Olafssonar, þar sem hann var mjög skammt frá sínu besta.“ „Auðvitað voru vonbrigði með Bryndísi og Arnþór einhver, en það er ekkert við því að gcra. Guðmundur sagði að rosalcgar framfarir hefðu átt sér stað í sund- inu í heiminum og átti von á því að mörg heimsmet yrðu slegin, þó sérstaklega í skriðsundinu. Guð- mundur var óánægður með stemmninguna í sundhöllinni, þrátt fyrir húsfylli. PS/BL FLJÚGÐU MEÐ OG FINNDU MUNINN Við höfum breikkað milli sætanna í öllum flugvélum okkar innanlands. Þú færð aukið rými - fyrir þig. FLUGLEIDIR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.