Tíminn - 20.09.1988, Page 14

Tíminn - 20.09.1988, Page 14
14 Tíminn» Þriðjudagur 20. september 1988 11 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Markaregn við Stjömugróf Víkingar unnu öruggan sigur á Völsungum frá Húsavík, 5-2, erliðin mættust í 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn var fjörugur og opinn, eins og mörkin 7 gefa til kynna. Víkingar voru mun ákveðnari í sóknaraðgerðum sínum og hafa nú sigrað í tveimur leikjum í röð í deildinni. Liðið hefur sýnt það í síðustu tveimur leikjum að það er mun betra en staða jaess í deildinni ber vitni um. Atli Einarsson gerði fyrsta mark Víkinga í leiknum. Hlynur Stefáns- son braust upp hægri kantinn og gaf fyrir markið, þar sem Atli skallaði knöttinn ínetið, 1-0. Víkingar höfðu ráðið lögum og lofum á vellinum fyrir markið, en eftir það jafnaðist Keflvíkingar gátu fyrir leiki helg- arinnar hugsanlega fallið í 2. deild en með sigri eða jafntefli gegn Þór var sætið tryggt. Þetta gekk eftir ug jafntcfli varð niðurstaðan í held- ur tilþrifasnauðum leik sl. laugar- dag. Reyndar voru Keflvíkingar óheppnir að sigra ekki því Kristján Kristjánsson jafnaði fyrir Þór að- eins einni mínútu fyrir leikslok. Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs, gjörbreytti liði sínu í þessum leik. Hann hvíldi þá Siguróla Kristjáns- son, Jónas Róbertsson og Guð- mund Val Sigurðsson, auk þess sem Halldór Áskelsson var meidd- ur. í stað þeirra léku ungir og efnilegir piltar sem stóðust flestir. prófið með sóma. Það var strax á 3. mínútu sem Birgir Karlsson sendi gullfallega sendingu inn fyrir vörn Keflvíkinga á Hlyn Birgisson sem skoraði ör- ugglega frá vítateigshorni. Keflvík- ingar svöruðu fyrir sig þremur mínútum síðar þcgar Grétar Ein- arsson skoraði eftir hornspyrnu. Bjuggust menn við markaregni en leikurinn þróaðist á annan veg. Lítið var um góð færi og leikurinn leikurinn nokkuð. Það voru samt V íkingar sem bættu öðru marki við fyrir leikhlé. Lárus Guðmundsson braust í gegnum vörn Völsunga og gaf knöttinn á Björn Bjartmarz sem skoraði af öryggi, 2-0. Strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks gerðu Víkingar sitt þriðja mark. Atli Helgason, varnarmaður- inn sterki, sem áður lék með Þrótti, skoraði þá, eftir að Þorfinnur Hjalta- son markvörður Völsunga hafði var- ið aukaspyrnu eins Víkings, 3-0. Theodór Jóhannsson, íþrótta- maðurinn fjölhæfi, mínnkaði mun- inn fyrir Völsunga á 53. mín. Skarp- héðinn ívarsson tók hornspyrnu frá vinstri og Theodór skallaði knöttinn í markið, 3-1. þófkenndur. Óla Þór Magnússyni tókst þó að skora gullfallegt mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. 1-1 í hálfleik og himnafeðgarnir skrúfuðu heldur betur frá rigning- arkrananum. Kristján Kristjánsson var nálægt því að skora strax í upphafi síðari hálfleiks en Keflvíkingar tóku síð- an af skarið og spiluðu mun betur saman úti á vellinum. Á 53. mínútu braut Páll Gíslason klaufalega á Óla Þór Magnússyni innan teigs og Sigurður Björgvinsson skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Ekki minnkaði barátta Suður- nesjamanna við markið og áttu Óli Þór og Grétar Einarsson báðir hættuleg færi. En eins og áður sagði jafnaði Kristján Kristjánsson einni mínútu fyrir leikslok. Jafn- tefli var því niðurstaðan í leik þar sem Keflvíkingar voru heldur nær sigri. Óli Þór spilaði mjög vel með Keflvíkingum og Ragnar Margeirs- son var skæður í framlínunni. Hjá Þór var nýliðinn Árni Þór Árnason mjög góður framan af lciknum en missti flugið í seinni hálfleik. Kristján var og ógnandi. Dómari var Sæmundur Víglundsson og var þetta ekki hans dagur. Nú var mörkunum farið að rigna fyrir alvöru. Víkingar gerðu sitt 4. mark á 57. mín. er Atli Einarsson lék inní vítateig Völsunga og gaf á Lárus Guðmundsson, sem hafði nægan tíma til að athafna sig og skoraði af stuttu færi, 4-1. Völsungar bættu síðan marki við strax í næstu sókn, eða á 62. mín. Skúli,“ Frambani“, Hallgrímsson var þar að verki eftir hornspyrnu, 4-2, og 3 mörk á 9 mín. kafla. Nokkuð dofnaði yfir leiknum eftir markasúpuna, en Víkingar náðu að bæta 5. markinu við á 85. mín. Sveinbjörn Jóhannesson skaut föstu skoti að marki norðanmanna, en varnarmaður komst á milli. Knöttur- inn barst fyrir fætur Björns Bjartmarz, sem afgreiddi hann í bláhornið, 5-2. Öruggur sigur Víkings á blautum vellinum við Stjörnugróf. Með þess- um sigri eiga Víkingar góða mögu- leika að færast ofar í deildinni, sérstaklega ef liðið heldur áfram að leika eins og það hefur gert í tveimur síðustu leikjum. Völsungareru falln- ir í 2. deild og síðustu leikir deildar- innar eru nánast formsatriði fyrir þá. Þeim gefst þá gullið tækifæri til að leyfa ungum og efnilegum leikmönn- um að spreyta sig í deildinni og öðlast reynslu, því liðið gæti hæglega átt eftir að leika í 1. deildinni aftur innan fárra ára. BL STAÐAN I 1. DEILD Fram ... 17 15 1 1 35-6 46 Valur .... 17 12 2 3 33-15 38 ÍA ... 17 9 5 3 30-21 32 KA . . . 17 8 3 6 31-28 27 KR ... 17 7 3 7 25-23 24 Þór . . . 17 5 6 6 23-27 21 Víkingur ... 17 5 3 9 19-28 18 tBK . . . 17 3 6 8 19-31 15 Leiftur ... 17 1 5 11 10-25 8 Völsungur .. . . . . . 17 2 2 13 12-35 8 STAÐANí 2. DEILD FH ................. 17 13 2 2 46-20 41 Fylkir.............. 17 9 6 2 39-27 33 Vídir............... 17 8 2 7 34-28 26 ÍR.................. 17 8 2 7 31-34 26 Tindastóll.......... 17 7 2 8 26-29 23 Selfoss............. 17 6 4 7 25-26 22 ÍBV................. 17 6 2 9 29-31 20 UBK ................ 17 5 5 7 25-32 20 KS.................. 17 4 4 9 35-45 16 Þróttur............. 17 2 5 10 24-38 11 Knattspyrna: Keflvíkingar hólpnir Frá Jóhannesi Bjarnusyni, fréttaritara Tímans á Akurcyri: Knattspyrna Leiftur féll fyrir meisturunum Frá Erni Þórarinssyni, frcttaritara Tínians: Fram sigraði Leiftur 3-0 þegar liðin mættust í 1. deild fyrir norðan á laugardaginn. Þetta var stærsti ósigur Leifturs á keppnistímabilinu en þrátt fyrir það náði liðið oft ágætum samleiksköflum sem brotnuðu á öruggri vörn íslands- meistaranna. Það sem skildi liðin að í þessum leik var það að Framar- ar nýttu sín marktækifæri en í knattspyrnunni eru það mörkin sem gilda. t fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum, heimamenn fengu tvíveg- is ágæt marktækifæri í byrjun leiks- ins sem fóru í súginn. Guðmundur Steinsson nýtti hins vegar cina umtalsverða færi Fram í hálfleikn- um. Markið kom á 31. mínútu. Framarur voru sprækari í síðari hálfleik. Þeir bættu fljótlega við öðru marki sem kom nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram- arar unnu knöttinn út við hliðarlínu og scndu langa sendingu inn í vítateig Lcifturs þar sem Arnljótur Davíðsson reyndi skot. Knötturinn stefndi langt framhjá en skyndilega kom Pétur Ormslev og sendi bolt- ann með þrumuskoti í markið. Síðasta mark Fram skoraði Arn- Ijótur úr vítaspyrnu sem dæmd var á einn varnarmanna Leifturs, sem var að kljást við sóknarmann Fram fyrir opnu marki, eftir að Þorvald- ur markvörður hafði reynt vafa- samt úthlaup. Á lokamínútunum fengu síðan Ómar Torfason og Arnljótur tækifæri til að bæta við mörkum, einnig Halldór Guð- mundsson hjá Leiftri, en þrátt fyrir ágæt færi urðu mörkin ekki fleiri. Skömmu áður en leikur þessi hófst varð endanlega Ijóst að dvöl Leifturs í 1. deild væri á enda með jafntefli Þórs og ÍBK og því var kannski vart við að búast að liðið léki af sama krafti og oft áður i sumar. Þrátt fyrir að liðið næði ekki fótfestu í deildinni hljóta þeir að hafa öðlast mikla reynslu á þessu keppnistímabili. í leikjum liðsins hefur oft virst eins og vantaði herslumuninn. Nær allir tapleikir töpuðust t.d. með einu marki en í nokkrum leikjum varð liðið að sætta sig við jafntcfli þar scm örlítil heppni hefði fært liðinu sigur. Fyrsta mark leiksins staðreynd. Knötturinn fýkur í markið eftir hornspyrnu Sæbjörns Knattspyrna: Valsmenn á gæs Hávaðarok einkenndi leik Vals og KR á Hlíðarendavelli á sunnudaginn, í 1. deildinni í knattspyrnu. Svo mikið var rokið að undir lok leiksins neyddist gæs, sem var á sveimi yfir Vatnsmýrinni, til þess að nauðlenda á miðjum Valsvellin- um. IJppákoma þessi var mikil skemmt- un jafnt fyrir leikmenn og áhorfcndur, en starfsmönnum vallarins tókst að grípa gæsina og koma henni út af, með góðri aðstoð dómara og línuvarðar. KR-ingar léku undan rokinu í fyrri hálfleik og gerðu þeir eina mark hálf- leiksins. Sæbjörn Guðmundsson skoraði markið með dyggri aðstoð Kára, beint úr hornspyrnu. Valsmenn fengu góð tækifæri til þess að jafna undir lok hálfleiksins, en þeim Magna Péturssyni og Sævari Jónssyni tókst ekki að nýta þau. Það tók Valsmenn aðeins 3 mínútur að jafna metin í síðari hálfleiknum, þegar þeir voru komnir með vindinn í bakið. Knötturinn barst inní vítateig til Sigurjóns Kristjánssonar sem skoraði af öryggi sitt 13. mark í sumar. Á 60. mín. urðu KR-ingum á slæm mistök. Atli Eðvaldsson komst inní sendingu frá Jósteini Einarssyni á Stefán Arnarson markvörð og það þýddi mark. Atli náði að pota tánni í knöttinn sem rúllaði í markið, 2-1 fyrir Val. Fimm mín. síðar fékk Magni gullið tækifæri til þess að skora, en skaut rétt yfir markið. Willum Þórsson gaf fyrir mark Vals á 75. mín. Knötturinn barst til Björns Rafnssonar sem lét Guðmund Baldursson varja skot sitt. Valsmenn hreinsuðu langt fram á völlinn þar sem Atli tók við knettinum, lagði hann fyrir sig og skoraði sitt annað mark í leiknum, 3-1 fyrir Val. KR-ingar minnkuðu muninn á 79. mín. Björn Rafnsson komst einn upp vinstri kantinn, lék á Guðmund markvörð, sem kom á móti honum og skaut að marki. Knötturinn lenti í slánni og hrökk þaðan fyrir fætur Willums Þórssonar sem skor- aði af öryggi, 3-2. Minnstu munaði að KR-ingum tækist að jafna metin á lok- amínútum leiksins, en skot Rúnars Kristinssonar fór rétt framhjá marki Dómari og línuvörður reyna að grípa gæs af spenningi. Knattspyrna: Jafntefli í blau Frá Kristni Reimarssyni frcttamanni Tímans: Skagamenn tóku á móti norðanmönn- um í liði KA sl. laugardag og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli. Fyrri hálf- leikur var mjög fjörugur og voru öll mörkin skoruð á fyrstu 24 mínútunum. Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrsta mark KA-manna á 11. mínútu en mínútu síðar voru KA-menn heppnir að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu, þegar boltinn hrökk í hönd varnarmanns liðsins innan vítateigs. Skagamenn voru fljótir að jafna. Á 15. mínútu átti Sigursteinn Gíslason hálf-misheppnað skot að marki KA sem vörninni tókst að hreinsa frá, en ekki vildi betur til en svo að boltinn barst til Aðalsteins Víglundssonar, sem stóð einn fyrir innan vörnina og átti ekki í erfiðleikum með að skora. Það tók ekki nema fimm mínútur fyrir Skagamenn að komast yfir. Aftur var Sigursteinn á ferðinni þegar hann lék á tvo varnarmenn og komst upp að enda- mörkum. Þaðan gaf hann góða sendingu fyrir markið á Aðalstein sem skoraði annað mark sitt með skalla. KA-menn voru ekki afbaki dottnirog jöfnuðu á 24. mínútu eftir mistök

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.