Tíminn - 20.09.1988, Side 16

Tíminn - 20.09.1988, Side 16
16 Tíminn Þriöjudagur 20. september 1988 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Víetnamar eru tilbúnir til að ræða beint við Kínverja um framtíð Kampúts- eu og til þess að bæta sambúð Víetnama og Kínverja sem hafa verið mjög strekkt undan- farin ár. Vo Chi Cong forseti Víetnam lét orð um þetta falla eftir fund með Andrei Gromyko í Moskvu í gær. Yfirlýsing þessi kemur í kjölfar ræðu Gorbatsjovs þar sem meðal annars var vikið að nauðsyn þess að Víetnamarog Kínverj- ar taki upp beinar viðræður um þessi málefni. Kínverjar hafa stutt hina Rauðu Khmera í Kampútseu, en Víetnamar sem njóta stuðnings Sovét- manna, hröktu þá frá völdum með innrás i Kampútseu árið 1978. BOGOTA - Vegna mikilla rigninga og flóða í Kólumbíu um helgina fórust 32 menn og um 3000 eru heimilislausir. Flestir létust í Medellin, næst stærstu borg landsins, þegar fimm bifreiðar grófust undir aurskriðu. SVISS - Samkvæmt könnun svissnesku bankasamtakanna er Tokyo dýrasta borg heims um þessar mundir. Næst kem- ur Osló, þá Helsinki og síðan Genf. Ódýrasta borgin er Mex- íkóborg. VARSJÁ - Leiðtogar kaþ- ólsku kirkjunnar hafa skorað á Jaruszelski forseta landsins að hitta Lech Walesa leiðtoga Samstöðu að máli. JERÚSALEM - ísraelskur j hermaður sem hitti fjóra leið-! toga Palestínumanna að máli og reyndi að hvetja þá til frið- samlegra mótmæla í stað of- beldis á hernumdu svæðun- um, var handtekinn fyrir þetta einkaframtak sitt í friðarmál-1 um. BEIRÚT - Kristnir menn í j Líbanon hafa mótmælt sam-; komulagi sem Sýrlendingar og ! Bandaríkjamenn hafa gert um að styðja þingmann hliðhollan Sýrlendingum í forsetaemb- ætti í Líbanon. Það átti að kjósa nýjan forseta í stað Amin Gemayels í ágústmánuði síð- astliðnum, en kjörið fór út um ; þúfur því kristnir menn snið-1 gengu þingfundinn. Kristnir - menn telja að enn aukist óöld , ef maður hliðhollur Sýrlending-' um verði kjörinn forseti. ÚTLÖND lllillllll Loks sauð upp úr í Rangoon: Blóðbað eftir valda- töku hersins í Burma Það fór svo að herinn í Burma missti þolinmæðina, hann þoldi ekki óróann í landinu og tók völdin í sínar hendur á sunnudaginn. Hers- höfðinginn og varnarmálaráðherr- ann Saw Maung var í fararbroddi og hefur nú tekið við stjórn landsins „í þágu fólksins í landinu". Hann hefur lofað frjálsum kosningum innan þriggja mánaða. Þó enginn hafi misst lífið í Rang- oon höfuðborg landsins á sunnudag þrátt fyrir að hermenn hafi hleypt af skotum víða t borginni við valda- tökuna, þá tók blóðið heldur betur að renna í gærdag þegar stjórnar- andstæðingar virtu fundarbann hers- ins að vettugi og fjölmenntu út á götur Rangoonborgar til mótmæla. Hermenn gráir fyrir járnum skutu á mótmælagöngur og telja vestrænir sendimenn að að minnsta kosti 400 manns hafi fallið, þar af margir stúdentar sem hafa verið leiðandi í baráttunni gegn stjórnvöldum ásamt búddamunkum. Heimildir herma að stór hluti hinna föllnu hafi verið skotinn án aðvörunar nærri borgarspítalanum í Rangoon, hinu 2000 ára Búdda- skríni Sule pagoda og við ráðhús borgarinnar. Þá voru tveir stúdentar skotnir með köldu blóði fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í borginni. Skothríð og sprengingar ómuðu víða um borgina af og til í allan gærdag. Segja embættismenn að algjört um- sátursástand ríki í borginni. Vopn- aðir stúdentar hafi tekið sér stöðu og hyggist berjast gegn stjórnarhernum reynist þess þörf. Þá lýstu skæruliðar því yfir í útvarpsstöð sinni að þeir muni standa að baki alþýðuuppreisn í landinu gegn stjórn hersins. Tíu skæruliðasamtök hafa barist gegn stjórninni undanfarin ár. Þá herma óstaðfestar fregnir að 17 hermenn og 40 óbreyttir hafi fallið í átökum í návígi norðaustur af höfuð- borginni. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar þau Tin Oo fyrrverandi hershöfðingi og Aung San Suu Kyi dóttir sjálf- stæðisbaráttuhetjunnar Aung San hvöttu alla til að láta af ofbeldi. „Við óskum ekki eftir að sjá blóð saklausra nemenda renna,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra. Saw Maung hershöfðingi stendur mjög nærri leiðtogum sósíalista- flokksins sem verið hefur við völd í landinu frá því 1962. Er talið að Ne Win fyrrum leiðtogi landsins standi á bak við þessa valdatöku, en hann hrökklaðist úr forsetaembættinu f kjölfar kröftugra mótmæla almenn- ings í sumar. Þrátt fyrir það tilkynnti hann að lög sem kveða á um að Sósílistaflokkurinn sé eini löglegi flokkurinn í landinu. Það kom að því að herínn í Burma missti þolinmæðina og tók vöidin í iandinu. Blóðbað fylgdi ■ kjölfaríð og hafa hermenn skotið á mótmælagöngur. Prosper Avril hershöfðingi tekur völdin af Henry Mamhy með aðstoð hersins: Hallarbyltingu á Haiti fagnað Mikill fögnuður braust út í Port- au-Prince eftir að Prosper Avril hershöfðingi steypti hinum illræmda Henry Mamphy hershöfðingja af stóli á sunnudaginn í kjölfar mikillar óaldar sent ríkt hefur á Haiti að undanförnu. Þetta er önnur valda- takan á Haiti á þremur mánuðum, en Henry Mamphy steypti Leslie Manigat réttkjörnum forseta lands- ins af stóli með stuðningi hersins. Valdatakan fór að mestu friðsam- lega fram þó að hleypt hafi verið af einhverjum skotum. Fimm manns létu þó lífið þegar múgur leitaði Frank Romain borgarstjóra Port-au Prince, en hann flúði ásamt Henry Mamphy til Dóminíkanska lýðveld- isins þar sem þeir leituðu hælis sem pólitískir flóttamenn. Romain er talinn hafa staðið að baki grimmdar- verkum sem fyrrum leyniþjónustu- menn úr liði harðstjórans „Papa Doc“ ,sem ríkti á Haiti um árabil, frömdu í síðustu viku. Þeir réðust inn í þrjár kirkjur, myrtu þar 11 manns og misþyrmtu 70 kirkjugest- um. Prosper Avril var dyggilega studd- ur af Jean Claude-Paul sem skipaður hefur verið yfirmaður úrvalsdeilda hersins. Það kann að koma Avril illa, því þó stjórnvöld í Bandaríkjun- um hafi nú tekið valdatökunni frekar vel en illa, þá er Claude Paul eftir- lýstur í Bandaríkjunum sakaður um eiturlyfjasmygl. Telja sumir að Bandaríkjamenn hafi hvatt Avril til valdatöku, en Avril var í heimsókn í Bandaríkjunum nú í byrjun sept- embermánaðar. Talsmaður sendiráðs Bandaríkj- anna á Haiti sagði að bandarísk stjórnvöld væntu þess að Avril myndi bæta mannréttindamál á Ha- iti, bæta efnahag landsins, berjast gegn eiturlyfjasmygli til Bandaríkj- anna og að hann myndi koma á fót borgaralegri stjórn innan tíðar. Persaflói: Herskip banda- manna áfram í viðbragðsstöðu Vestræn ríki sem sent hafa herskip sín til Persaflóa í þeim tilgangi að veita olíuskipum sínum vernd hyggj- ast ekki kalla herskip sín til baka fyrr en endanlegt friðarsamkomulag hef- ur náðst. Þetta herma hernaðarlegar heimildir af svæðinu. Samkvæmt þessum heimildum munu Bandaríkjamenn og Bretar halda áfram úti öflugum flota á flóanum þó að Frakkar og ítalir hafi fyrir nokkru kallað herskip sín til annarra svæða. Hyggjast ríkin tvö halda flotanum í viðbragðsstöðu ef svo illa færi að vopnahlé íraka og frana renni út í sandinn, en ekkert hefur mjakast í friðarviðræðm ríkj- anna að undanförnu. „Við erum bjartsýnir á að vopna- hlé haldist, en við getum ekki tekið neina áhættu fyrr en við sjáum áþreifanlegan árangur í friðarvið- ræðunum," sagði ónefndur háttsett- ur foringi innan breska flotans. Nú eru um áttatíu herskip í viðbragð- sstöðu nærri Persaflóanum. Israelar komnir í geimklúbbinn ísraelar skutu gervihnetti á loft í gærdag og eru því komnir í geim- klúbbinn með átta öðrum ríkjum heimsins. Þessi atburður hefur ekki aðeins tæknilegt gildi heldur einnig víðtækt hernaðarlegt gildi og kemur andstæðingum ísraela í arabalönd- um illa. Gervihnötturinn sem fsraelar skutu á loft mun ekki verða lengi á lofti, því talið er að hann muni falia að nýju inn í gufuhvolfið eftir mánuð og brenna upp. Hins vegar hyggjast ísraelar skjóta öðrum hnöttum upp í kjölfarið og fikra sig þannig áfram í þessum bransa. Dagskrá ísraelska ríkisútvarpsins var rofin í gærdag og þulurinn las upp tilkynningu er hljóðaði svo: „Rétt í þessu sendu ísraelar gervi- hnött út í geiminn". ísraelsk yfirvöld hafa vísað á bug fréttum um að gervihnötturinn sé njósnahnöttur. „Þetta er ekki vopn, þetta er ekki vopnakapphlaup. Þetta er tækni,“ sagði Shimon Peres utan- ríkisráðherra fsraels á blaðamanna- fundi vegna þessa. Eins og áður segir kemur þessi atburður arabaríkjunum illa, því þó ísraelar hafi ekki enn skotið njósna- hnetti á braut um jörðu, þá hlýtur að koma að því. Þegar þar að kemur geta ísraelar fylgst með öllum hern- aðarmannvirkjum andstæðinga sinna í Miðausturlöndum. Þeir hafa reyndar haft tækifæri til þess hingað til, því Bandaríkjamenn hafa ljáð þeim ljósmyndir teknar úr geimnum, en í framtíðinni er greinilegt að fsraelar hyggjast standa á eigin fót- um í þeim málum. Filippseyingar fagna tilboði Gorbatsjovs Filippseyskir embættismenn hafa fagnað tilboði Mikhail Gor- batsjovs um að Sovétmenn hætti að nota flotahöfnina í Cam Ranh flóa í Víetnam ef Bandaríkjamenn dragi úr umsvifum sínum í flota- stöðinni í Subic flóa og Clark herflugvellinum á Filippseyjum. „Þetta eru góðar fregnir af góð- um ásetningi. Ég verð glaðari ef þær ná fram að ganga,“ sagði Manuel Yan ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins á Filippseyjum á fundi með blaðamönnum í gær. Corazon Aquino forseti Filipps- eyja sagði á laugardag að þessi samdráttur í hernaðarumsvifum væri mál stórveldanna, en þing- maður úr hennar eigin flokki sagði að Filippseyingar gætu leikið lykil- hlutverk í þessu máli. „Það erum við sem eigum að ákveða þetta,“ sagði þingmaðurinn Mamintal Tamano í gær. Stjórnarandstaðan tók í sama streng. Varaforseti landsins Salva- dor Laurel sem er í forystu fyrir samsteypu flokka er berjast gegn stjórn Aquino sagði: „Ekkert ríki með sjálfsvirðingu ætti að láta örlög herstöðva í landi sínu ráðast algjörlega af afstöðu erlendra ríkja.“ Nú standa yfir samningaviðræð- ur milli Filippseyinga og Banda- ríkjamanna um framtíð herstöðv- anna á Filippseyjum, en herstöðv- arsamningar renna úr árið 1991. Hvorki hefur gengið né rekið í þeim viðræðum og hafa Banda- ríkjamenn hótað að flytja her- stöðvarnar annað, til dæmis til Guam. Því er ljóst að tilboð Gor- batsjov er mjög klókt og vel tíma- sett.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.