Tíminn - 20.09.1988, Side 18

Tíminn - 20.09.1988, Side 18
18 Tíminn Þriðjudagur 20. september 1988 Kóreanskar stúlkur dansa „Puk Chum“, gamlan trommudans sem upphaflega fór aðeins fram í musterum Búddhatrúarmanna. Ólympíuleikarnir í Suður-Kóreu: Heimamenn hlakka til að sýna gestum endurfædda þjóð Ólympíuleikarnir eru nú hafnir í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu og er þar mikið um dýrðir eins og vera ber. Undirbúningur leikanna hefur ekki gengið hávaðalaust fyrir sig. Lengi vel voru Norður-Kóreumenn með hávæAr kröfur uppi um að hluti leikanna færi fram í ríki þeirra. Og þegar útséð varð um að svo yrði tóku herskáir suður-kóre- anskir námsmenn málstaðinn upp á sína arma og undan- farnar vikur og mánuði hafa stöðugt borist fréttir af óeirðum og látum þar sem ást hafa við stúdentar og óeirðalögregla. En vonandi verður allt fallið í ljúfa löð þegar leikarnir fara fram, því að víst er um það að engir líta með eins mikilli tilhlökkun til Ól- ympíuleikanna í Suður-Kóreu og Suður-Kóreumenn sjálfir. Og sjaldan áður hefur þjóð bundið eins mikiar vonir við íþróttavið- burð og Kóreumenn nú við Ól- ympíuleikana. Suður-Kóreumenn ætla að sýna gestum endurfædda þjóð Ólympíuleikarnir sem nú fara fram í Seoul eru þeir 24. í röðinni. 13.000 íþróttamenn frá 161 landi taka þátt í leikunum og búist er við 250.000 gestum til borgarinnar. 15.000 blaðamenn eru líka mættir til leiks. Kim Yong Nae, borgarstjórinn í Seoul, er þess fuli viss að „Ól- ympíuleikarnir tilkynna hátt og skýrt að við erum endurfæddir“. Suður-Kóreumenn ætla að nota Ólympíuleikana til að sýna heimin- um hvers þeir eru megnugir á efnahagssviðinu og sýna öðrum þjóðum menningu sína, en hún er blanda af áhrifum úr mörgum áttum. í Suður-Kóreu búa ellefu millj- ónir Búddhatrúarmanna, 7,5 millj- ónir mótmælenda og fimm milljón- ir eru áhangendur Konfúsíusar. Búddhatrúarmenn sýna gestum trommudansa, sem þeir nefna „Puk Chum“. Þessir dansar voru áður aðeins viðhafðir í musterun- um en kóreanskir furstar fluttu þá inn í hallir sínar. Bændur, skrýddir trégrímum, stjórna þjóðdönsum. Tónlistina leika menn með svartar hettur á höfði. Tvískipt land Kórea liggur milli 35. og 43. norðlægra breiddarbauga. Land- inu er skipt í tvennt og landamærin eru aðeins í 48 kílómetra fjarlægð frá Seoul. í kommúnistaríkinu Norður- Kóreu búa 20 milljónir manna undir órokkanlegri stjórn öldungs- ins Kim II Sung. Höfuðborg ríkis- ins er Pyongyang. í Suður-Kóreu, sem er fimmt- ungi minni en Norður-Kórea, búa 42,5 milljónir manna. Æðsti maður ríkisins er Roh Tae-Woo, sem í desember sl. var kosinn forseti. Hann er 55 ára gamall. Almenningi beggja ríkja er bannað að hafa samgang sín á milli. Rithöfundurinn Lee O. Young ritar: „Saga lands vors er saga auðmýkingar og smánar. Öldum saman höfum við verið þjóð í sárum.“ Kínversk og japönsk áhrif Saga Kóreu hefur mótast mikið af báðum nágrannaríkjunum Kína og Japan. Af Kínverjum lærðu Kóreu- menn ritmálið. Þeir fengu líka stjórnkerfið og lögin þaðan og þróuðu síðan eigin menningu út frá þessum áhrifum. Kóreanskir vísindamenn fundu upp regnmæl- inn og vatnsmælinn. Öldum saman voru Japanir erki- fjendur Kóreumanna. Kóreumenn lögðu hatur á þessa landvinninga- menn sem eyðilögðu menningu innfæddra. Af þessari ástæðu er í hugum Kóreumanna staður í ná- grenni borgarinnar Chinju heilag- ur. Sagan segir að þegar Japanir gerðu innrás 1592 hafi kóreanska stúlkan Non Gae verið neydd til að skemmta japönskum hcrshöfð- ingja. Hún fór með honum á klettabrún, faðmaði hann að sér og stökk með hann í fanginu fram af brúninni, beint í dauðann. Erlendir herir á 20. öld Árið 1910 innlimuðu Japanir Kóreuskaga. 35 árum síðar héldu bandarískir hermenn innreið sína í Suður-Kóreu en sovéskir í Norður- Kóreu. Á árunum 1950-1953 geisaði Kóreustríðið. t>ví lauk með því að landamæri Suður- og Norður- Kóreu voru mörkuð við 38. breidd- arbaug. Svæðin báðum megin við þau mörk voru í rúst. í kommúniska norðurhlutanum var sett á fót „alþýðulýðveldi", en í suðurhlutanum náði Park Chung Hee hershöfðingi undir sig völdun- um með byltingu. Hann fyrirskip- aði iðnvæðingu landsins án tillits til þess hvað kynni að glatast þar^ ,með. Suður-Kóreumenn hlýddu. Spáð að Kórea verði heimsveldi Margir íbúar landsins trúa á „Chonggam Rok“, safn spádóma. Þar er því spáð að á næsta árþús- undi verði landið heimsveldi. Nú er Suður-Kórea í tíunda sæti yfir mestu iðnaðarþjóðir heims og þjóðarframleiðslan er yfir 100 milljarða Bandaríkjadollara. í Suður-Kóreu eru smíðuð 30% allra skipa í heimi. Landið er næstmesta skipasmíðaland heims, næst á eftir Japan. Verið er að koma fótunum undir bílaframleiðslu í landinu. I byrjun þessa áratugar voru framleidd 123.000 vélknúin farartæki, á þessu ári er framleiðslan þegar komin upp í 1,3 milljón stykki. Hagvöxtur var 12% á ári undan- farin tvö ár. Vinnuvika Kóreu- manna er 54 stundir á viku.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.