Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 4
4 j|f HELGIN
Laugardagur 24. september 1988
Ævintýrahellar og klungurfinnast hvarvetna á botninum.
í félagsskap með sæ-
Ijónum við Santa Barbara
Spjallað vlð Tryggva Þormóðsson, Ijósmynd-
ara, sem lagt hefur stund á nám í neðansjávar-
Ijósmyndun í Bandaríkjunum
Fyrir skömmu komu Tryggvi Þormóðsson, ljósmyndari og
kona hans, Anna Sigurðardóttir heim frá námi í Bandaríkjun-
um, þar sem þau hafa sérhæft sig í Ijósmyndun, Tryggvi í
iðnaðar og tækni ijósmyndun, en Anna i portraitljósmyndun.
Auk iðnaðar og tækniljósmyndunarinnar nam Tryggvi sér-
staklega Ijósmyndun neðansjávar og er eini íslendingurinn
sem þetta hefur lært sérstaklega. Þar gefst mönnum færi á að
kanna dularfuilan og ævintýralegan heim og á dögunum
báðum við hann að segja okkur frá hvernig þessi kennsla færi
fram, auk þess sem mikill áhugi er á ljósmyndanámi meðal
ungs fólks nú um stundir og ástæða til að ætla að margir vilji
lesa frásögn Tryggva af því hvernig kennslu á þessu sviði er
háttað. Tryggvi var Ijósmyndari við Tímann áður en hann hélt
til náms, sem reyndist honum góður undirbúningur, en við
biðjum hann fyrst að segja frá hvenær þessi áhugi vaknaði
hjá honum.
„Ég hef haft áhuga á ljós-
myndun frá því ég var krakki,"
segir Tryggvi. „En það var samt
ekki fyrr en ég var farinn að
vinna sem ljósmyndari við Tím-
ann að ég ákvað að gera mér
meira úr þessu og leggja þetta
fyrir mig. Það var um ýmsa
skóla að ræða á þessu sviði, en
fyrir valinu varð „Brooks Insti-
tute of Photographic Art and
Science,“ sem er í Santa Bar-
bara, rétt norðan við Los Ange-
les.
Um skólann er það að segja
að hann er einn hæst skrifaði
skóli í atvinnuljósmyndun sem
um er að ræða og þá læt ég þess
getið að ýmsir aðrir skólar leggj a
meiri áherslu á hefðbundna list-
lj ósmyndun, sem er talsvert ann-
ar hlutur. Hjá Brooks eru því
hagnýtar greinar í fyrirrúmi, og
að því hugðist ég líka snúa mér.
í skólanum eru 720 nemendur til
jafnaðar og á tveggja mánaða
fresti er einn bekkur útskrifað-
ur. Ég valdi mér iðnaðarljós-