Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 5
Laugardagur 24. september 1988
HELGIN
5
myndun sem sérgrein, ásamt
neðansjávarljósmyndun, en
konan mín valdi portraitljós-
myndun. Já, hún hafði líka lengi
verið áhugamaður um ljósmynd-
un, alveg frá því hún var í
barnaskóla, og það var löngum
þannig, eftir að við byrjuðum
búskap, að þótt ekki væri til
fyrir mjólkinni, þá var þó alltaf
til fyrir filmum! Henni gekk
mjög vel þarna, varð hrein
stjarna í portraitljósmyndun og
á myndir þar uppi um alla veggi.
Neðansjávar-
Ijósmyndun
Skólinn er hinn eini sem kenn-
ir neðansjávarljósmyndun sem
sérstakt fag, að því er ég best
veit, og hana lagði ég stund á
meðfram iðnaðar og tækni-
ljósmynduninni, sem segja má
að hafi verið mín aðalgrein. Á
Við Santa Barbara er friðland fyrir
sæljón. Þau hafa mikla eftir-
hermuhæfileika og kunna vel fé-
lagsskap mannsins í kring um
sig.
uð við að þjóna verkefnum sem
menn kynnu að fá frá auglýs-
ingastofu, frá tryggingafélagi, og
svo framvegis. Mönnum var
einnig kennt að skrifa handrit,
til dæmis handa tímariti, og
vinna myndir eftir því. Svo var
árangurinn gagnrýndur og menn
sendir niður á hafsbotn aftur og
sagt að gera betur eða nota aðra
aðferð.
Skipið var 32ja feta langur
bátur sem hét því rómantíska
nafni „Just Love“ og var sérút-
búinn í þetta. Athafnasvæðið
var undan eyjaklasa við Los
Angeles. Þetta er þyrping fimm
eða sex eyja og sú þekktasta er
líklega Catalina, en sú skemmti-
legasta er Santa Barbara. Hún
er lengst úti og því minnst um-
I ferð við hana. Þar er lífríkið
' mjög fjölskrúðugt, meðan lítið
annað er að sjá á botninum við
Catalina en Pepsi og Budweiser-
dósir.
A sjávarbotninum við Santa
Barbara var fegurðin ótrúleg,
en hins er að gæta að því dýpra
sem menn fara, því fleiri litir
tapast og fyrst gult og rautt. Því
verða menn að taka ljósið með
sér niður, flash og annan búnað.
Þá kemur í ljós hve ótrúleg
litadýrð er í djúpinu og maður
fer að hugsa um hvernig fiskarn-
ir muni sjá þetta allt. Þótt við
sjáum þetta aðeins sem dimman
bláma, sjá fiskarnir eflaust lit-
ina. Þannig er kolkrabbinn með
„augu“ sem eru aðeins hvítir
blettir með svartri rák. En þetta
er bara litablekking. Augun eru
annars staðar. Hin „augun“ eiga
aðeins að fá fiskana til að haida
að hanns sé að horfa eitthvað
annað!
Skemmtilegastir fannst mér
selirnir þarna, en þeir eru
margir. Við eyjarnar er nokkurs
konar þjóðgarður og þar er
friðað svæði fyrir sæljón. Flest
sæljón í dýrasöfnum munu til
dæmis vera komin frá þessu
svæði. Það er ákaflega gaman að
kafa í kringum þau. Það er
mikill leikur í þeim og þau
herma eftir manni - gera allt
eins og þú gerir. Séu þau með
kópa geta þau hins vegar verið
grimm.
Nei, ég held ekki að þetta
þurfi að vera hættulegt starf.
Mesta hættan er eigin heimska.
Menn verða að gæta að sér og
þetta tvennt lagði ég stund í tvö
og hálft ár, og tók að auki
videomyndun í hálft ár, sem
auðvitað er að ryðja sér æ meira
til rúms, svo ég held ég þurfi
ekki að sjá eftir þeirri ákvörðun.
Það voru ekki margir sem
sneru sér að neðansjávarljós-
mynduninni og kannske var
þessi deild litin nokkru horn-
auga í skólanum, því hún var af
sumum kölluð „leikfang skóla-
stjórans,“ sem er mikill áhuga-
maður um ljósmyndun neðan-
sjávar. Skólastjórinn heitir
Earnst H. Brooks og er eigandi
skólans, því þetta er einkastofn-
un, en það var faðir hans sem
skólann stofnaði. Það var heldur
ekki boðið upp á þetta nám
reglubundið, heldur aðeins þeg-
ar aðstæður voru heppilegar og
það voru tuttugu manns, sem
hófu námið um leið og ég. Af
þeim útskrifuðumst við þó ekki
nema tíu.
Kennararnir voru mjög færir
og fyrstan vil ég nefna Earnst
Brooks, sem er mjög snjall á
þessu sviði. Við urðum góðir
vinir í gegnum þetta, enda hafði
hann mikinn áhuga á íslandi og
Skrautlegur sæftfiil. Þótt litadýrð
á botninum við ísland sé ekki
söm og við suður - Kyrrahaf,
segir Tryggvi nóg af fallegu
myndefni í lífríkinu á botninum
hér.
norðurslóðum og er einn fárra
sem myndað hefur neðansjávar
við norðurpólinn. Við vorum
þeir einu í hópnum sem drukk-
um kaffi eins og góðum mönnum
ber og það varð til þess að við
áttum oft gott spjall yfir kaffi-
bolla uppi í brú á kennsluskip-
inu. Annars var aðalkennari við
þessa deild maður að nafni Louis
Prezelin , en hann hefur um
fjölda ára bil verið aðstoðar-
maður Jack Coustau, sem eins
og menn vita er faðir froskköf-
unarinnar. Hann er enn í fullu
fjöri, þótt gamall sé og mun nú
hafa nýlokið stórverkefni á
Amazonsvæðinu. Það var ekki
síst ástæða þess að deildin starf-
aði ekki alveg reglulega, að
Prezelin gat ekki sinnt kennslu
nema á milli ferðanna hjá
Coustau.
Að læra köfun
Eg hafði aldrei nærri köfun
komið fyrr en þarna. Upphaf-
lega var köfun kennd við skól-
ann á byrjunarstigi í neðansjáv-
arljósmyndun, en er ég byrjaði
var því hætt, því sjálf ljósmynd-
unarkennslan var það viðamikil.
Ég varð því að byrja á að afla
mér kunnáttu í köfun í fríi milli
bekkja, sem var ein vika. Að
vísu tekur slíkt námskeið þrjár
fjórar vikur, en mér tókst með
því að afla mér góðra stuðn-
ingsmanna, að fá að klára þetta
á þessari viku. Það var gríðar-
lega strangt, en tókst þó - ég var
í mörgum bekkjum í senn.
Þannig var mér troðið í gegn um
þetta. Mest áhersla var lögð á
öryggisatriðin, enda fær enginn
að kafa í Bandaríkjunum, nema
hann hafi námsvottorð. Menn fá
ekki einu sinni fyllt á loftkútinn,
né keypt neitt það sem til þarf.
En við kennsluna í ljósmynd-
un neðansjávar fór námið að
minnstu leyti fram í skólastof-
um. Mest var kennt úti á sjó og
lögð áhersla á að verkefnin væru
sem raunhæfust. Þau voru mið-
Ótrúleg fegurð
það var regla þarna að menn
köfuðu alltaf tveir og tveir fylgd-
ust hvor með öðrum. Helsta
hættan er hugsunarleysi og við
því er hættast hjá þeim sem eru
reynsluminnstir og síðar hjá
þeim sem eru orðnir mjög vanir.
Þeir geta orðið eins og flugmað-
ur sem gleymir að setja niður
hjólin eftir tuttugu ár í starfi, því
þetta verður svo mikil „rútína.“
Stærri hákarla varð maður ekki
var við. Þó reyndum við einu
sinni að leita að þeim og sigldum
um allan sjó í þeim tilgangi,
fleygðum út ýmsu „góðgæti“ til
þess að lokka þá að, en það kom
fyrir ekki.
Ný tækni að þróast
Nú eru um þrír mánuðir síðan
við komum heim. Ég hef kafað
hér nokkuð og hér virðast vera
erfiðari aðstæður til myndatöku
- það er meira um þörunga í
sjónum og ekki má gleyma því
að hann er náttúrlega miklu
kaldari! Hér synda menn ekki
hálfberir í sjó. Samt vantar ekki
að það bjóðast hér mjög mörg
skemmtileg verkefni í lífríkinu á
botninum, bæði fiskar og gróð-
urfar. Mér hefur líka dottið í
hug að kafa í einhverri af lax-
veiðiánum. Vonandi lendir
maður þá ekki á króknum hjá
einhverjum! Ég kafaði líka við
Flatey í sumar. Því miður bar
þar þegar á gosdósum og öðru
rusli, eins og ég gat um að sæist
úti og það er óheillaþróun, því
þarna má búast við að þetta liggi
um aldur og ævi.
En iðnaðarogtækniljósmynd-
un var mín aðalgrein og við slíkt
hef ég einkum unnið eftir að ég
útskrifaðist 1983. Það er dálítið
erfitt að útskýra vel í hverju það
er fólgið, en á ensku kallast
þetta „Hi - Tech Special
Effects.“ Þetta felst eiginlega í
að koma hlutum á filmu sem
fólk er ekki vant að sjá, t.d. er
hér mynd af peru á því andartaki
sem hún brotnar og þar fram
eftir götunum. Kannske er ein
mynd gerð úr fimm einstökum
myndskotum eða fleiri. í þessu
er líka að þróast upp tækni sem
kallast „slide shows“ en þá eru
skyggnur notaðar saman til að
ná fram sérstökum áhrifum með
öðrum myndum, textamyndum
og slíku. Þetta er sett saman í
prógram og notaðar allt upp í
hundrað og tuttugu sýningarvél-
ar í senn og þessu er öllu stýrt
með tölvutækni. Þegar sýnt er
fer því allt á fleygiferð með
tónlist og öðru og er mikið
notað erlendis á ýmsum ráð-
stefnum, á sölukynningum og
þvíumlíku. Að þannig verkefn-
um vann ég m.a. fyrir Kodak,
IBM, Rockwell og borgaryfir-
völdin í Los Angeles. Líka
nokkrar stærri flugvélaverk-
smiðjur og meira að segja ýmsa
drápsvélaframleiðendur. Þessi
fyrirtæki eyða miklum fúlgum í
svona en horfa ekki í það, þar
sem þeir telja sig fá það margfalt
til baka.
Við höfum nú sett á stofn
ljósmyndaþjónustu „Studíó 76“
að Suðurlandsbraut 22 og af-
mörkum auðvitað okkar athafn-
asvið - Anna starfar að portrait-
ljósmyndun en ég að minni
grein, auglýsinga og iðnaðarljós-
myndun. Þannig getum við boð-
ið þjónustu á mjög breiðum
grunni. Mest virði teljum við þó
þá reynslu sem við bæði höfum
fengið, því Bandaríkjamenn eru
kröfuharðir og maður hefur van-
ist að vinna sín verk með það í
huga. Við vonumst og einnig til
að geta kynnt hér ýmsa nýja
möguleika sem verið hafa að
þróast síðustu árin og ættu að
geta komið okkar iðnaði og ekki
síður auglýsingagerð til góða.