Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 6
6 nl HELGIN
Laugardagur 24. september 1988 Laugardagur 24. september 1988
HÉLGIN W 7
Betluram fjölgar stöð-
ugt í New York og verða
sífelH ágengari
Fátæklegir betlarar sem húka á fjölförnum götuhornum
eöa haltra meðfram glæsilegum breiðstrætum eru ekki
síður hluti af myndinni af New York en Empire State
byggingin, Wall Street og Brooklyn brúin. Það má næstum
Jjekkja ferðamenn í borginni úr á því hvað þeir þykjast ekki
sjá þá, en margir heimamenn muna að stinga smámynt
aukalega í vasann til að geta látið eitthvað af hendi rakna
til þessara vanhirtu meðborgara á leið sinni á skrifstofuna
eða í leikhúsið.
„Það stendur líka í biblíunni að
jafnvel hundarnir skuli fá þá mola
sem falla af borðum húsbænd-
anna,“ segir betlari sem hefur kom-
ið sér fyrir í einu fínni hverfa
borgarinnar og lætur þar með í
ljósi kröfu um að fá að taka þátt í
„ameríska draumnum" á sinn hátt.
New York-búar
örlátir við betlarana
Það hefur komið í ljós að 60%
New York-búa líta eins á málið -
frá hinni hliðinni. M.a.s. sýna 11%
hug sinn í verki daglega og víkja
einhverju að þessum utangarðs-
mönnum.
í sumar varð þó þetta gagn-
kvæma þögula samkomulag milli
þeirra betur settu og armingjanna
fyrir áfalli. New York Times
greindi frá því að borgarbúar væru
orðnir „reiðir yfir fjölgun betlara á
strætum borgarinnar" og blaðið
New York sagði hreinan „betlara-
her“ samankominn á vissum stað í
New York.
Staðreyndin er sú að betlurum
hefur farið stórlega fjölgandi í
New York á undanförnum mánuð-
um og þeir eru nú álitnir vera allt
að 5000 á Manhattan á mestu
umferðartímum.
Það eru ekki lengur hinir gamal-
þekktu rónar á Bowery sem sjaldan
hafa falið tryggan fylginaut sinn
flöskuna, sem koma í hugann þeg-
ar minnst er á betlara í New York.
Þeir sem nú eru mest áberandi í
„betlarahernum“ eru annars konar
manngerð. „Ungir, sljóir og án
uppeldis," segir blaðamaður New
York um þá eftir að hafa eytt
fjórum vikum í félagsskap ölmusu-
þeganna.
Fátækt, eiturlyf og áfengi hafa
að sögn hans gereytt vinnusiðferði
milljóna manna. í New York-borg
einni búa 60.000 til 80.000 heimilis-
lausra. 15.000 þeirra sem gefist
hafa upp við skólagöngu eru at-
vinnulausir, þó að tala atvinnu-
lausra í borginni sé nú sú lægsta í
18 ár.
Nú erfarið að líta
á betl sem atvinnu
Sálfræðingurinn Richard Ober-
field við New York University
Betlurum fer stórfjölgandi á Man-
hattan og höfða oftast til með-
aumkunar meðborgaranna. Nú er
hins vegar orðið algengt að betlar-
arnir sýni meiri frekju í lífsbarátt-
unni og beiti „viðskiptavini“ sína
hörku.
it
Námsgeta og athyglisgáfa skerðast
verulega efunglingarfá ekki holla fæðu
reglulega.
í mjólkinni eru B vítamín sem eru
nauðsynleg tilþess að geta myndað nýtt
erfðaefni fyrir nýjar frumur hjá ungu fólki í
Við eðliiegar aðstæðurdregur mjólk úr
tannskemmdum. Hió háa hlutfall kalks,
fosfórs og magnium er verndandi fyrir
örum vexti.
Unglingar þurfí um 1200 mgr. afkalkiádag
tilþess að viðhalda vextibeina og tanna.
Mjólk og mjólkun/örur eru langmikilvægustu
kalkgjafarnir.
í leik og starfi skiptir máli að taugakerfið sé í
lagi. í mjólk eru bætiefni sem eru nauðsynleg
fyrirtaugarnar.
Kjarkleysi, seinþroski, minni mótstaða gegn
sjúkdómum, örlyndi og þunglyndi eruþekktir
kvillar (ásamtmörgum fleiri), sem geta
orsakast af næringarskorti.
Prótein er nauðsynlegt, m.a. fyrir
vöðvauppbyggingu. Strákarþurfa mikið og
gottprótein á svo öru vaxtarskeiði. Mjólk
inniheldur hágæðaprótein, sem nýtist
sérstaklega vel.
Hvernig
ervörnin?
Það þarf trúlega ekki segja þér að góð
sókn dugar skammt ef vömin er í molum.
Sama gildir um uppbyggingu líkamans. Það er
ekki nóg að vaxa - það verður að sjá til þess að
líkaminn fái rétt efni til þess að vinna úr.
12 ára strákur sem er að hefja mesta vaxtar-
skeið líkama síns þarf nauðsynlega að fá úr
fæðunni þau efni sem líkami hans þarfnast til
þess að vaxa og þroskast.
Mjólk er ein fjölhæfasta fæða sem völ er á f rá
næringarlegu sjónarmiði. Hún er ekki aðeins
mesti kalkgjafinn í fæðu okkar; í henni erfjöldi
annarra bætiefna, sem eru nauðsynleg fyrir
eðlilegan vöxt og þroska. 3 mjólkurglös á dag
fullnægja dagsþörf unglinga af kalki.
heldur því fram að ný „tækni til að
komast af“ meðal fátæklinga hafi
skekkt allt venjulegt gildismat.
Hann segir að á betl, sem áður var
litið á sem neyðarúrræði þeirra
sem voru algerlega hjálparvana, sé
nú litið sem atvinnu.
Jafnframt því sem farið er að líta
á betl sem atvinnu hefur líka breyst
afstaða margra betlara. Þegar þeir
eru „í vinnunni" lúskra þeir iðulega
á starfsbræðrum sínum til að ná
undir sig bestu stöðunum. Og í
stað þess að bíða auðmjúkir og
þolinmóðir með plastglas í hendi
eftir því að einhver örlátur með-
bróðir eigi leið fram hjá, verða þeir
sjálfir æ ágengari við vegfarendur.
Sérfræðingar álíta að fjórðungur
betlaranna séu háðir krakki, eitur-
efni sem losar um hömlur.
„Láttu mig fá helminginn!“
Nú eru líka jafnvel frjálslynd-
ustu og gjafmildustu borgararnir
farnir að kvarta undan því að
betlarar kunni ekki lengur að haga
sér eins og þeim ber. „Láttu mig fá
helminginn,“ sagði betlari nýlega
við sálfræðing einn sem kom út úr
búð með nýkeypt brauð. Sálfræð-
ingurinn var ekki lengi að komast
að niðurstöðu um sálarástand þess-
ara nýtísku betlara. „Þeir sýna
fjandskap, þeir biðja ekki bara um
peninga. Þeir vilja neyða okkur til
að finna til sektarkenndar.“
Edward Koch, hinn umdeildi 63
ára gamli borgarstjóri New York,
vill ekki láta ástandið versna svo að
betlararnir nái yfirhöndinni með
því að beita heiðvirða borgara
sálrænum þvingunum. „Hver sá
sem finnst hann þurfa að skammast
sín ætti að fara til sálfræðings,“
segir hann. Reyndar gerði Koch
tilraun til þess í vor að koma
heimilisleysingjum með geðræn
vandamál aftur fyrir á lokuðum
stofnunum. En hæstaréttardómur
frá 1972 hindrar hann í að reka
flakkara og betlara úr borginni
fyrir fullt og allt.
Auglýsingaherferð
borgarstjórans
í vetur ætlar Koch að reka mikla
auglýsingaherferð þar sem hann
biður New York-búa að láta vera
að gefa betlurunum sjálfum eitt
eða neitt. Þeir skuli frekar láta
góðgerðarstofnanir njóta góðs af
örlæti sínu, „svo að peningarnir
renni til þeirra mest þurfandi en
fari ekki í brennivín og eiturlyf,"
eins og borgarstjórinn orðar það.
Aðstandendur herferðarinnar
segja hana byggjast á því að það
verði að miða við ákveðið félags-
legt lágmarksstig, líka meðal fá-
tæklinga.
Lögfræðingar sem bera hag
þeirra sem minnst mega sín fyrir
brjósti, eru hins vegar lítið hrifnir
af hugmyndum borgaryfirvalda.
„Opinbera kerfið stendur sig
ekki,“ segir lögfræðingur samtaka
sem berjast fyrir réttindum heimil-
islausra. „Nauðþurftir, til að halda
lífi, komast alls ekki til þeirra sem
mest þarfnast þcirra." Geysistór
hluti þeirra bágstöddustu veit ekki
einu sinni hver réttur þeirra er eða
getur ekki bjargað sér í öllu papp-
írsflóðinu sem opinberu skrifræði
fylgir.
Hættulegt líferni
Oft er það líka svo að lífið í þeim
neyðarskýlum sem til eru er hættu-
legra en tilveran undir berum
himni, og styrkir til þeirra nauð-
stöddu hafa því sem næst ekkert
hækkað á undangengnum áratug.
Oft verða fjölskyldur, sem verða
að láta sér nægja opinbera fram-
færslu, að draga fram lífið á 20-
30% minna fé en fátæktarmörk eru
miðuð við.
Einhleypingar fá í hámarkshús-
næðisstyrk frá New York-ríki 183
dollara á mánuði. En húsaleiga á
Manhattan hefur stórlega hækkað
á undanfömum árum og jafnvel í
lélegustu og alræmdustu hverfum á
Manhattan er mánaðarleigan fyrir
tveggja herbergja íbúð nú 600
dollarar. Enda hefur tala húsnæðis-
lausra stórhækkað að undanförnu
og er áætlað að þeir verði orðnir
um 400.000 eftir tvö ár.
Umsátursástand
á gótunum í vændum?
Nú eru umræður farnar að snúast
um það í New York að í vændum
sé „umsátursástand á götunum" og
hefur það hleypt af stað ímyndun-
arafli ýmissa grínfugla með skrftna
kímnigáfu. Þannig sagði blaða-
maður New York frá því að hann
hefði hitt mann sem fullyrti að
hann veitti árangursríka fræðslu í
„betlaraskóla" við Fifth Avenue.
Gegn 100 dollara gjaldi kenndi
hann þar öll nauðsynleg brögð.
Dagblöð í Bandaríkjunum og
breska útvarpið BBC tóku fréttina
upp á sína arma og blésu hana út.
Hún þótti hreint ekkert ótrúleg,
enda gæti allt gerst í New York!
Skömmu síðar gaf hins vegar
„skólastjórinn" sig fram og sagðist
bara hafa „verið að plata". Til-
gangurinn hefði verið að hræra
upp í íbúum borgarinnar.