Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 9
Laugardagur 24. september 1988
HELGIN
9
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL
Þegar Alexander Williams stóð
fyrir réttinum og 60 atriði sönn-
uðu sekt hans, vissi hann hverjir
„vinir“ hans voru.
undir höndum einfaldlega fleygt því.
Hins vegar hlaut manneskjan að vita
að ákaft var leitað að Aletu og
bílnum, því fréttir um það birtust
daglega. Loks var ákveðið að birta
lýsingu á stúlkunni sem notaði
kortið, ásamt lýsingu á fötunum sem
hún keypti.
Þrátt fyrir það var kort Aletu
notað aftur tveimur dögum seinna til
kaupa á fatnaði í verslanamiðstöð. í
þetta sinn kannaðist afgreiðslumað-
urinn við nafn Aletu úr auglýsingum
og spurði stúlkuna sem verslaði,
hvar hún hefði fengið það.
Viðskiptavinurinn kunni augljós-
lega illa við spurninguna og tók á rás
út úr versluninni án þess að taka
vörurnar með sér. Afgreiðslumaður-
inn sagði lögreglunni að stúlkan
hefði varla verið eldri en 15 ára og
ljóshærð. Hún væri alls ekkert Iík
lýsingunni á Aletu og því síður hinni
stúlkunni. sem áður hafði keypt
tvennt af öllu.
- Ég hef séð hana hér áður, sagði
afgreiðslumaðurinn. - Ég er viss um
að einhver kannast við hana ef þið
farið á veitingastaðinn hérna, þar
sem unglingarnir halda sig löngum.
Lögreglan gerði það og hafði upp
á 14 ára stúlku, sem aðspurð viður-
kenndi að hafa reynt að nota
greiðslukortið. Hún kvað vinkonu
sína hafa látið sig hafa það og sagt
sér að nota það strax til að kaupa föt
og skartgripi, en fleygja því svo.
Stúlkan hélt því statt og stöðugt
fram að hún hefði ekki hugmynd um
hver ætti kortið. Vinkonan hefði
sagt að frænka unnusta síns ætti það.
- Hefurðu ekki séð í blöðunum
að stúlkan sem átti kortið hefur
verið týnd í meira en viku? spurði
lögreglumaður stúlkuna.
Vinkonan stungin af
Hún hristi höfuðið. - Nei, ég les
bara myndasögu- nr.
Stúlkan var ■ urðuð í gæslu-
varðhald og ái- fyrir tilraun til
nota stolins ^ islukorts. Hún
skýrði frá nafm íkonunnar sem
hún hafði fengi< rtið hjá og lýsti
henni. Lýsingin kom heim við stúlk-
una sem notaði kortið áður.
Þegar reynt var að hafa uppi á
henni, komst lögreglan að því að
hún hafði tekið föggur sínar og farið
burt, greinilega í flýti. Enginn vissi
hvert.
- Við verðum að finna hana,
sagði Strength. -Hún hlýtur að vita,
hvað var um Aletu Bunch.
Nú var hafin mikil leit að stúlkunni
og hún fannst í Timmonsville í
Suður-Karolínu, þar sem hún dvaldi
hjá vinafólki. Þegar borið var á hana
að hún hefði notað greiðslukort
Aletu Bunch ólöglega, viðurkenndi
hún það, en sagðist ekki hafa vitað
að týnda stúlkan ætti það. Unnusti
hennar hefði látið hana fá það og
sagt að frænka sín hefði átt það.
Þessi stúlka var 19 ára. Unnusti
hennar var 17 ára svertingi. Lögregl-
an hafði uppi á honum og úrskurðaði
hann í gæsluvarðhald.
Hann viðurkenndi að hafa látið
unnustu sína fá greiðslukort Aletu
Bunch og beðið hana að kaupa
tvennt eins af öllu og láta sig fá
annað parið. Hann sagði að vinur
sinn hefði látið sig hafa kortið og
ökuskírteinið.
- Vissirðu að þetta var stolið og
að eigandinn var lýstur týndur?
Þegar pilturinn hikaði við að
svara, var hann spurður blátt áfram:
- Hvar er Aleta Bunch og hvað kom
fyrir hana?
- Ég veit það ekki.
- Þúrændirhenniogmyrtirhana,
ásakaði lögreglumaður.
- Nei, ég gerði það ekki.
- Þúertíalvarlegumvandræðum,
tilkynnti rannsóknarlögreglumaður
pilti. - Ef þú veist eitthvað og hefur
ekkert gert af þér nema þetta með
kortið, er núna rétti tíminn til að
leysa frá skjóðunni.
Vinur á bláum bíl
Þá sagði pilturinn að 17 ára vinur
sinn, Alexander Edmund Williams
hefði látið sig hafa kortið. Eftir að
honum var lesinn réttur hans, kvaðst
hann hafa hitt Williams á þriðjudags-
kvöldið sem Aleta hvarf. Þá hefði
hann ekið bláum Mustang. Williams
hefði hlegið og sagst hafa drepið
stelpuna sem átti bílinn.
- Sagði hann þér að hann hefði
myrt stúlku? spurðu lögreglu-
mennirnir vantrúaðir.
- Hann sagði þetta, var svarið.
- Segðu okkur alveg orðrétt,
hvað hann sagði.
Pilturinn hafði eftir Williams, að
hann hefði verið við verslunarmið-
stöðina og séð rauðhærða stúlku
ganga að bíl sínum. Hann hefði elt
hana og þegar hún opnaði bíldyrnar,
hefði hann þrýst lítilli skammbyssu
að höfði hennar og skipað henni að
setjast í farþegasætið eða hann skyti
hana.
Þá hefði hann ekið bílnum á
afskekktan stað og nauðgað stúlk-
unni. - Ég varð að drepa hana svo
hún segði ekki lögreglunni til mín,
hafði pilturinn eftir Williams.
Að sögn piltsins kvaðst Williams
hafa skotið stúlkuna í höfuðið, en
hún hefði ekki dáið strax. Þá skaut
hann hana aftur í bringuna, en það
dugði ekki heldur, svo hann skaut
þriðja skotinu í höfuð hennar og þá
dó hún.
- Hvar gerðist þetta? vildi lög-
reglan vita.
Pilturinn sagðist ekki vita það.
Williams hefði aðeins talað um eitt-
hvert skóglendi.
- Hvað gerði hann við bílinn?
Við því hafði pilturinn ekkert
svar. Hann sagði bara að Williams
hefði látið sig hafa greiðslukortið,
beðið sig að láta unnustuna nota það
og færa sér helminginn af öllu sem
hún keypti.
Nú var gefin út handtökuskipun á
Alexander Williams og heimild feng-
in til húsleitar. Williams var þegar
handtekinn og heima hjá honum
fannst vínrauða rúskinnsveskið sem
Aleta hafði verið með, hálsmenið og
hringurinn. Williams kaus að þegja
og láta lögfræðing um að tala fyrir
sig.
Lögfræðingurinn bannaði lög-
reglumönnum að yfirheyra Williams
um stúlkuna og bílinn, en lögreglan
lét leita á öllu skóglendinu umhverfis
Augusta, en ekkert lík fannst. Þó
var ljóst að Williams gat ekki hafa
ekið langt, því vinur hans hitti hann
ekki löngu eftir að Aleta hvarf.
Bær með skrýtnu nafni
Þá var aftur rætt við vininn og
hann inntur ítarlega eftir hvort Will-
iams hefði ekkert sagt sem bent gæti
til, hvert hann hefði ekið með stúlk-
una og skotið hana. Eftir nokkrar
vangaveltur sagði piltur að hann
hefði eitthvað talað um skóg nálægt
bæ sem héti svo skrýtnu nafni að sér
væri ómögulegt að muna það.
Lögreglan sótti þá kort af svæðinu
og lesin voru upp nöfn allra bæja á
því. Þegar kom að Hepzibah, sagði
piltur: - Ég held að það sé þetta.
Hepzibah er lítill bær við Savanna-
fljót og Strength fyrirskipaði þegar
ítarlega leit í öllu skóglendi í grennd-
inni.
Á laugardegi, 11 dögum eftir að
Aleta Bunch hvarf, fannst lík hennar
í skóglendi skammt frá þjóðvegin-
um. Læknir staðfesti að hún hefði
verið skotin þrisvar. Leit var haldið
áfram að bílnum, en án árangurs.
Alexander Edmund Williams kom
fyrir rétt 25. ágúst 1985, ákærður
fyrir morð að yfirlögðu ráði,
mannrán, nauðgun, vopnað rán,
ólögleg viðskipti og bílþjófnað.
f opnunarræðu sinni sagði fulltrúi
saksóknara að hann myndi krefjast
dauðarefsingar. Þó lögreglan hefði
ekki fundið bíl Aletu, væru sannanir
nægar fyrir því að ákærði hefði myrt
hana.
Verjandinn sagði hins vegar að
pilturinn sem sagt hefði til Williams,
væri sjálfur morðinginn.
Mörg vitni voru kölluð, þeirra á
meðal Strength lögreglumaður sem
skýrði ítarlega frá öllu varðandi
rannsóknina og leitina að Aletu. Þá
bar vitni stúlkan sem notaði greiðslu-
kort Aletu og unnusti hennar, sem
benti á Williams.
Aðalsönnunargögn ákæruvaldsins
voru veskið og skartgripirnir sem
fundust heima hjá Williams. Þar
voru líka fötin sem keypt höfðu
verið fyrir greiðslukortið. Þegar þar
að kom, tók það kviðdóm aðeins
klukkustund að úrskurða Williams
sekan og mælt var með að hann fengi
dauðarefsingu. Samkvæmt lögum
má ekki fullnægja henni fyrr en
hæstiréttur hefur fjallað um málið.
VÍSNA-
ÞÁTTUR
23. þáttur
í 18. þætti birtist vísa eftir Hafnarnesfeðga, en hún var ekki rétt.
Þannig er hún rétt:
Regnið bindur lind við lind
Ijós og yndi flýja.
Vindar hrinda tind af tind
töframyndum skýja.
Um og fyrir miðja þessa öld bjó Jón Jónsson lengi í Neðri-Hunda-
dal. 1 þessum þáttum hafa birst vísur eftir föður Jóns, bróður og
bróðurson. Jón kvað eitt sinn til ungmennis er honum þótti ört til ásta:
Yndiskátt er œskuvor
eðlisbrátt til funa.
Stíga máttu styttri spor
og stilla náttúruna.
Sigurfljóð Jónsdóttir, húsfreyja á Saursstöðum í Haukadal á fyrri
hluta þessarar aldar, kvað svo til Guðrúnar Sigurjónsdóttur, Kirkju-
skógi, þegar Guðrún var barn að aldri:
Situr stundum mér við mund
meins frá bundin drunga.
Gullhlaðshrund með glaða lund
Guðrún sprundin unga.
Um síðustu aldamót var Ólöf Guðbrandsdóttir húsfreyja á Jörva í
Haukadal. Símon Dalaskáld kom eitt sinn að Jörva og kvað til
húsfreyju:
Greiðir hárið glœst l bárum niður,
við það örvast bragnablóð,
blessuð Jörvakonan góð.
í vefstaðnum Ólöfsést
ungur svanni mœtur.
Og hjá sínum bónda best
blundar hún um nœtur.
Fyrir löngu átti maður nokkur leið um Kaldbaksvík á Ströndum.
Hann var fótgangandi. Tók hann hest traustataki og hugðist komast
þannig þurr yfir ósinn. Eitthvað hefur klárinn verið þverlyndur, því
þegar í mitt vatnsfallið var komið lagðist klárinn niður. Segir ekki
meir af ferðalangi þessum en blautur hefur hann verið, þegar yfir kom.
Einhverjum hagyrðingnum þótti við hæfi að festa atburðinn í minni
og kvað þessa stöku:
Pjófaði Rauð og reið af stað
ruddinn kauðalegur.
Kannaði blauður kalt vatnsbað
kalt var á dauðans höfuðstað.
Þættir Ómars Ragnarssonar, „Hvað heldurðu?", vöktu athygli
mikla síðasta vetur. fþáttum þessum sýndu margir hagyrðingar hæfni
sína og þótti mörgum góð skentmtun.
Næstu tvær vísur eru frá þessari keppni.
Böðvar Guðlaugsson tók ósigri sinna manna svo:
Okkar fylking allavega
einum of skammt til sigurs dugði.
Gaflarar eru greinilega
gáfaðri en maður hugði.
Reynir Hjartarson, bóndi á Brávöllum, kveður fast að orði:
Vantar áttir, veður reyk
verður fátt til sóma.
Hefur smátt af heiðarleik
höfuðgáttin tóma.
Þegar Magnús Hjálmtýsson, bóndi á Miðskógi í Miðdölum, var allur,
kvað Bjarni Gíslason, bóndi á Fremri-Þorsteinsstöðum:
Frœkinn karl við fjármálin
fréttasnjall i bramli.
Er nú fallinn Magnús minn,
Miðskógsjarlinn gamli.
Að lokum vísa eftir Pál Ólafsson skáld:
Petta taut og fum og fát
ogflökt og rölt um pallittn.
Pað er grátlegt gleiddarmát
sem Guð hefur sett á kallinn.
Kristmundur Jóhannesson
Giljalandi
Haukadal
371 Búðardalur
Sími 93-41352