Tíminn - 24.09.1988, Síða 10
10
HELGIN
Laugardagur 24. september 1988
í TÍMANS RÁS
íslensk umferðarmenning
blóðug borgarastyrjöld
Stefán
Ásgrímsson
Dani nokkur sem starfað hefur '
að fluemálum víða um heim, bæði
hér á Islandi og í arabalöndunum
þar sem hann hefur dvalið lang-
dvölum sagði við undirritaðan fyrir
skömmu að hann treysti íslenskum
félögum sínum best til að aka bíl í
þessum löndum.
Að nafninu til giltu svipaðar
umferðarreglur og lög þar eins og
á Vesturlöndum. Hins vegar færu
vegfarendur eftir þeim eins og
þeim þætti sjálfum henta hverju
sinni. Þeir gæfu stefnuljós svona
eftir behag, sinntu stöðvunar-
skyldu stundun, stundum ekki,
ækju stundum langt undir há-
markshraða, stundum langt yfir,
þar sem tvöföld akrein er lúsuðust
menn gjarnan á þeirri vinstri,
stönsuðu að því er virðist upp úr
þurru á götum sambærilegum
Miklubrautinni á háannatíma, - í
stuttu máli; hvenær sem væri mætti
búast við stórhættulegum uppá-
komum eða í besta falli óþægileg-
um og hlytist slys af, er það alltaf
útlendingnum að kenna.
Maðurinn sagðist forðast í
lengstu lög að aka við þessar að-
stæður og koma því yfir á fslend-
ingana því þeir væru vanir umferð
af þessu tagi heiman að.
Nú hef ég aldrei komið til araba-
landa og veit ekki hvort umferðin
er þar almennt samkvæmt lýsingu
ríki blóðug borgarastyrjöld og tala
fallinna og særðra ásamt eignatjóni
er með ólíkindum.
Lang flestir hinna föllnu og
særðu eru á „herskyldualdri" eða
15-20 ára og hefur verið sagt að
þessi aldurshópur eigi aðild að
helmingi allra umferðarslysa sem
eiga sér stað á landinu.
Ef bornar eru saman slysatölur
þriggja Norðurlanda, eða íslands,
Danmerkur og Svíþjóðar, kemur í
ljós að miðað við 100 þúsund íbúa
slösuðust 1316 15-17 ára unglingar
í umferðarslysum á íslandi árið
1985 en í Danmörku 616 og í
Svíþjóð 520.
Þetta sama ár slösuðust á Islandi
269 6-9 ára börn. í Danmörku hins
vegar 160 og 104 í Svíþjóð. Þessar
tölur sýna hvers lags villimennska
tíðkast á umferðarsviðinu hjá okk-
ur og ber okkur ófagurt vitni.
Tölurnar hér að ofan eru, eins
og áður segir frá 1985 en síðan þá
hefur bílum fjölgað mjög og um-
ferðin þyngst að sama skapi og
slysum fjölgað. Það sem af er árinu
hefur ekki liðið sá mánuður að
ekki hafi fólk látið lífið eða ör-
kumlast, bæði börn og fullorðnir.
Ætlum við að sætta okkur við
ósköpin eins og náttúruöflin, eða
ætlum við að gera eitthvað í rnálun-
um? Þetta er undir mér og þér
komið. -sá
Danans. Það er hún því miður hér
og þegar íslenskar slysatölur eru
bornar saman við sambærilegar
tölur frá öðrum löndum Evrópu,
sést að hún er stórum hættulegri
hérlendis og það þrátt fyrir að
umferðarhraði sé hér almennt mun
lægri en annars staðar í Evrópu.
Afleiðingar umferðarslysa á ís-
landi eru sambærilegar við að hér
GETTU NÚ
Fjallið fyrir viku var
Stapafell á Snæfellsnesi
og vonandi hafa þeir,
sem í vafa voru, leitað
uppi einhvern Snæfelling
sér til halds og trausts,
eins og við ráðlögðum.
En hér getur að líta
mynd af vatni einu á heið-
um uppi og spyrjum um
nafn jiess - sem ekki
bendir til að þeir er nafnið
gáfu hafi verið hrifnir af
því!
BBI5 BH
HSUE
SÍ3.s3
Mm
mm
peais
KROSSGÁTA