Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 14
14 0 HELGIN IIIIIilllllll í TÍMANS RÁS , ■' Atli % Magnússon Undarleg dýr að fornu og nýju Þegar þinghúsiö var reist árið 1881 sló hjartað hraðar í Reyk- víkingum og raunar íslending- um öllum. Það kynti undir þjóð- armetnaðinum að nú hafði lög- gjafarsamkundan - þótt sumt skorti á um fullmekt hennar - eignast boðlegan samastað. Þó skyggði eitt á: Auk kórónunnar með fangamarki konungsins höfðu menn skrúfað á húsið tvo skildi: á þeim mátti líta dönsku ljónin þrjú og svo flatta þorskinn, sem þá var landsins „insignia“ í merki danska ríkis- ins, en þessu mun danski húsa- meistarinn hafa fengið að ráða eftir mikið japl og jaml og fuður. Ýmsir brugðust óðara illa við og eitt Reykjavíkurblaðanna lýsti þeirri skoðun að vort alís- lenska hús „skyldi vera prýtt í íslenskum anda, en ekki eftir úreltum, dönskum einveldis og gerræðis kreddum.“ Málinu var fast fylgt eftir og Hannes Haf- stein orti hið skopvísa hyllingar- kvæði um þorskinn. Þingheimur lét málið til sín taka og varð það úr að bæði ljónin og þorskurinn voru tekin niður að fáum mán- uðum liðnum. Skarpeygir unn- endur „dentíðarinnar" munu enn í dag koma auga á sárin í járnspírununum uppi á veggnum, sem báru uppi þessi fjögur svo undarlega samvöldu dýr skamma hríð. Eitthvað var rætt um að koma í staðinn upp fálkanum, sem ýmsir fullyrtu að kominn væri frá Birni Jórsala- fara, en ei varð af því. Þennan fálka höfðu menn þá verið að velkjast með langa hríð, enda þótti hann tilkomumeira þjóðar- tákn en hinn höfuðvana þorskur. En fegnir voru menn að sá síðarnefndi skyldi flæmdur ofan. Aftur á móti var ekkert amast við kórónu og fangamarki kóngs. Þetta voru enda þeir dagar þegar menn elskuðu kon- ung sinn ekkert síður þó þeim sylli móður í margvíslegu frelsis og réttlætistali. Raunar minnist Matthías Jochumsson hans um þessar mundir og segir að kynst- ur megi heita að hann yfirleitt skuli muna til þessa lands, „svo fjarlægt og fáskrúðugt sem það er og mun hans ástsæld haldast langt fram á ókomna daga.“ Konungurinn var auðvitað Kristján níundi, eins og skjöldur hans á Alþingishúsinu vottar gleggst, og lengi hefur otað stjórnarskrá sinni að oss af stalli á Stjórnarráðstúninu. Þetta var hreint ekki lítilsháttar kóngur, þótt bent hafi verið á að sumir aðrir kóngar hafi sýnt Fjallkon- unni meiri ástsæld. Til dæmis hefði sonur hans, Friðrik átt- undi, forþént það betur að fá af sér syttu á Stjórnarráðstúni. En það er víst ekki nýtt að vegsemd- in komi annars staðar niður en skyldi. En svo fyrnast ástir sem fundir og að öld liðinni virðist farið að slá spanskgrænu á ástsæld Krist- jáns konungs níunda í landi. Upp er risinn alþingismaður og vill að lokið verði hálfnuðu verki forvera sinna frá byggingarári Alþingishússins og kúbeini brugðið undir fangamark og kórónu hilmis. Ekki er útséð um hvert útfall þessarar síðbornu tillögu verður. Að sönnu höfðar enginn lengur til þeirra þegn- samlegu banda sem héldu aftur af mönnum 1881. Aðeins er djásnunum beðið griða með skírskotun til minja og húsfrið- unarlaga. Það er erfitt að gera upp hug sinn í afstöðu til þessa máls. Auðvitað vill þingmaður- inn að sess Kristjáns níunda skipi skjaldarmerki vort - fuglinn, drekinn, bolinn og jöt- unninn austan frá Lómagnúpi. Það styður hugmynd hans að þar með skartar Alþingishúsið undarlegum dýrum á ný, sem út af fyrir sig er um leið skref aftur til þess sem var 1881. Er þó sá ljóður á að í skjaldarmerkinu eru dýrin ekki nema þrjú, en voru fjögur á fyrri tíð. Ætla mætti að verðugan fulltrúa þorsksins vantaði. Svo er þó alls ekki: forsjónin hefur lagt oss til ígildi hans, sem vitanlega er hvalurinn. Má nú ekki fjarlægja jötuninn og setja andarnefju í hans stað - gjarna með hausnum á? Þannig munu menn endan- lega hafa losað sig við kónginn, og gengið til móts við gamalt og þjóðlegt minni í leiðinni. Laugardagur 29. október 1988 GETTU NÚ Lindakeilir hét hún strýtan fallega, sem við lögðum fyrir lesendur að þekkja síðast - og nafnið dregur hún af Hvanna- lindum, sem blika allt unmhverfis hana. Það er fornt frægðar- setur sem nú er um spurt. Myndin sýnir bæinn frá nokkru öðru sjónarhorni en menn eiga að venjast, en glöggt fólk mun ekki setja það fyrir sig. Þó skal upplýst að staðurinn er vestanlands. u ra * O «t|0í|‘O =doc|e- 0-1—1» X □ i; <fl|iu|pí □ PC. o — — Lijpj .q: tn ■ul fc- e ■X. »o B S - ru p*iEji—■ a 0 tSSBSlS0BSGðlE!Qd c* E E E3B HHH 5S9B PC ►J HHEiS HE RS3 Sí 3 ■ x zld.L,k.knkr' l-J 1 *— 5 U E xízi cr■ <x[d|2:Í1S <c n - E z: X U H É <£-[ t b- ■■TöT*— U B * "jT-ToB^q' (/)■ >«i 1 -11 n $ ví Mx ~ bxLj|« ■ u-0 oTnk 5: - K Hfu -o &■(/) í ui -1 <C KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.