Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.10.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. október 1988 HELGIN 13 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL burða og hefði þess vegna þurft að berja svona oft. - Gæti hann verið kona? veltu lögreglumenn fyrir sér. - Læknirinn yppti öxlum. - Það er möguleiki. Hins vegar beita konur sjaldan hamri. Þær kjósa hreinlegri athöfn, til dæmis byssu eða eitur. Það er sóðalegt að myrða með hamri. Enn þótti mikilvægasta atriði rannsóknarinnar símtalið sem Mari- lyn hafði átt um hálfsex á föstudag- inn og að hún hefði sagt vinkonu sinni að hún ætlaði að hitta konu á eftir, sem hefði hringt til hennar. Þessi dularfulla kona virtist ekki tilheyra skjólstæðingshóp Marilyn. Hvert var þá samband þeirra? Gat verið að Marilyn hefði átt stefnumót við morðingja sinn? Ákveðin í að komast til botns í þessu, ræddi lögreglan aftur við vinkonuna og bað hana endilega að reyna að muna hvort Marilyn hefði sagt eitthvað meira um konuna sem hún ætlaði að fara að hitta. - Mig minnir að Marilyn hafi sagt að hún ætti stefnumót í Haltwhistle, svaraði konan eftir nokkur heila- brot. - Getur verið að þar sé krá sem heitir „Bláa kerran?“ Svo reyndist vera og lögreglu- menn óku þegar þangað og ræddu við eigandann. Hann sagði að Bar- nard-hjónin hefðu iðulega verið Mér datt einfaldlega í hug að henni hefði sinnast við vin sinn og hann látið hana ganga heim. Þetta var aðeins fyrsta vitnið af þrem sem sáu konu í loðkápu og hælaháum skóm á veginum. Seinna sama dag kom tvítugur maður sem var með vinkonu sinni í flutningabíl á föstudagskvöldið og sá konuna á gangi. Þá hringdi kennari og kvaðst hafa ekið framhjá konunni á leiðinn i til Brampton. - Það snjóaði mikið, en hún vildi greiniiega ekki bílfar, svo ég stöðvaði ekki bílinn, sagði hann. Enginn gat lýst konunni vandlega, en lögreglan var sannfærð um að þarna var komin dularfulla konan, sem hringdi til Marilyn og bað hana að hitta sig. Það að hún var fótgang- andi úti á vegi, benti til að hún hefði ekið líki Marilyn að kastalanum og gengið til baka til Brampton, í stað þess að þiggja bílfar af einhverjum sem gæti hæglega borið kennsl á hana seinna. Elskhugi í kirkjukór Nú gat lögreglan fátt annað gert en beðið þess að eitthvað kæmi í ljós hjá þeim mönnum sem géngu milli húsa og ræddu við fólk á svæðinu umhverfis Bláu kerruna. Þá var það á miðvikudagskvöld að einn þeirra hringdi á stöðina og var töluvert niðri fyrir. - Ég er á bónda- bæ sem heitir Grænidalur, sagði hann. - Hér er maður með mikilvæg- ar upplýsingar. Ég vil fá menn hingað strax. Þegar yfirmenn lögreglunnar komu á staðinn, endurtók vitnið það sem áður var sagt og var mikið niðri fyrir. - í gær var ég að bera rusl héðan út í laut sem ég fleygi oft í. Þar sá ég nokkra klumpa af frosnum snjó, sem virtust hafa verið stungnir til með skóflu. Þeir voru löðrandi í blóði. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda, enda var þetta alls ekki frá mér komið. Blóðið var allt of mikið til að vera úr særðri skepnu. Ég spurði vinnumann minn, hvort hann gæti skýrt þetta. Hann sagði að á sunnudaginn hefði Patricia Turcotte, frænka mfn hérna á næsta býli, verið að moka snjó af stéttinni hjá sér. Hann sá einhverja flekki í snjónum. Auðvit- að vissi ég um morðið á frú Barnard og mundi þá að konan mín sagði á föstudagskvöld að fyrir utan húsið hjá Patriciu stæðu tveir bílar. Annan átti hún sjálf en hinn sást ógreini- lega. Þegar ég fór út um tíuleytið, var annar bíllinn farinn. Ég vissi að það var skylda mín að tilkynna lögreglunni þetta, sagði bóndinn. - Samt vildi ég ekki koma frænku minni í vandræði ef hún væri saklaus eins og ég gerði ráð fyrir. Ég var enn að berjast við samviskuna, þegar lögreglan kom hingað. Nú voru tekin sýni af blóðblettaða snjónum til greiningar. Bóndinn var spurður frekar um frænku sína og upplýsti að hún væri 34 ára og ógift. Sjálfur ætti hann húsið sem hún byggi í. - Hún er aðlaðandi kona og við höfum alltaf verið bestu vinir, sagði hann. - Hún er söngkona og Með þessum hamri var Marilyn banað. Lögreglunni þótti morð- inginn berja óþarflega oft. gestir sínir og hann þekktu þau vel. - Marilyn hefur ekki komið hingað nýlega, sagði hann. Hún var ekki hér á föstudagskvöld, hvorki ein né með annarri konu. Það er ég viss um, sagði hann. Óþekkt kona í loðkápu Þetta voru lögreglunni vonbrigði. Vissulega gat Marilyn hafa ætlað að hitta konuna úti fyrir kránni, en þær síðan ekið eitthvert annað, sín á hvorum bílnum. Nú tóku lögreglumenn að ganga í hús í þorpinu, í þeirri veiku von að rekast á eitthvað sem varpaði ljósi á síðustu ferðir Marilyn Barnard og dularfullu konunnar. Á mánudagsmorgun, þann 9. febrúar, var get opinbert að lögregl- an grunaði konu um morðið. Fjöl- miðlar báðu alla sem orðið hefðu varir konu, fótgangandi eða á bíl í grennd við Naworth-kastala á föstu- dagskvöld, að gefa sig fram við lögregluna. Skömmu fyrir hádegi á mánudag- inn kom 19 ára piltur á stöðina. Hann kvaðst hafa verið að aka vinkonu sinni heim á mótorhjóli um klukkan hálf ellefu umrætt kvöld. - Það var mikil snjókoma þá, sagði hann. - Þegar við komum að kastalaslóðinni fórum við framhjá konu sem gekk hratt eftir veginum. Hún var í loðkápu og með kragann brettan upp svo ég sá ekki framan í hana en mér fannst hún fremur ung. starfar að nokkru leyti sem slík. Auk þess er hún í kirkjukómum. Framhjáhald á hinn bóginn Nú beindist athygli lögreglunnar að þeirri staðreynd, að eiginmaður hinnar myrtu söng í sama kirkjukór. Bóndinn vissi ekki til þess að frænka sín þekkti Marilyn Barnard. Daginn eftir varð ljóst að blóðið í snjónum var úr sama blóðflokki og blóð hinnar myrtu. Þetta sannaði svo sem ekkert en nú þótti gild ástæða til að ætla að Patricia Tur- cotte vissi eitthvað um morðið á Marilyn. Nú fóru lögreglumenn á skjalasafn staðarins og báðu um dagskrár kirkjukórsins undanfarið. Þær voru fyrir hendi og í einni nýlegri gat að líta mynd af Patriciu Turcotte og það sem merkilegra var: Við hlið hennar stóð Bamard og myndin var tekin er þau sungu tvísöng saman. Hingað til hafði ekkert bent til að Barnard væri viðriðinn morðið á konu sinni og lögreglumenn áttu bágt með að trúa að svo gæti verið. Samt sem áður var ákveðið að hitta hann heima um kvöldið. Hann varð steinhissa er hann var spurður um kynni sín af Patriciu Turcotte. - Já, ég þekki hana mjög vel, svaraði hann. - Við höfum oft sungið tvísöng saman með kómum. - Var samband ykkar eitthvað nánara? vildi lögreglan vita. Barnard varð tortrygginn á svip og pírði augun. - Hvers vegna spyrj- Astarsamband um síma Barnard hikaði en kinkaði síðan kolli. - Já, við urðum góðir vinir eftir æfingar fyrir fjómm árum og það þróaðist út í nánara samband. Barnard greindi síðan frá samskipt- um sínum við söngkonuna, sem var svo miklu yngri en hann. Hann viðurkenndi að þau hefðu farið að með mikilli leynd, því hvorugt vildi falla í áliti í litla samfélaginu. Þau höfðu aldrei látið sjá sig saman á almannafæri og hist á ýmsum stöðum vikulega eða svo um langan tíma án þess að kona hans vissi. Þá höfðu þau farið nokkmm sinnum saman í stutt leyfi og Barnard sagt könu sinni að það væru viðskiptaferðir. - Við vomm bæði innilega ást- fangin, en ræddum aldrei um mögu- leika á hjónabandi, hélt Barnard áfram. - Pat vissi að ég unni börnun- um mínum og skilnaður yrði mér mjög erfiður. Sumarið 1986 tilkynnti Patricia Barnard að hún væri ófrísk. - Ég bauðst til að hjálpa henni, sagði Barnard, - en hún sagðist hafa gert ráðstafanir til að eignast barnið. Seinna sagðist hún svo hafa misst fóstrið. Ótrúi eiginmaðurinn hélt síðan áfram að hitta hjákonuna fram á haust 1986. Þá komst kona hans á snoðir um allt saman. Barnard sagði að Marilyn hefði orðið svo mikið um, að hann hefði lofað að hitta Patriciu ekki aftur og reyna að gleyma henni. Hann sagði Patriciu frá því og hún var sammála um að það væri hið eina rétta. llllll Patricia Turcotte var ekki kraftalega vaxin og konur fremja sjaldan morð með bareflum. ið þið að því? - Við teljum ástæðu til að ætla að ungfrú Turcotte sé viðriðin morðið á konu þinni. Barnard virtist gjörsamlega for- viða. - Ykkur getur ekki verið alvara. Vissulega er líklegt að Patri- cia hafi verið afbrýðisöm gagnvart konu minni en hún gæti aldrei framið morð með köldu blóði. Lögreglumennirnir létu engan bil- bug á sér finna. - Eftir síðustu orðum þínum að dæma, finnst okkur ekki ólíklegt að þú hafir átt ástaræv- intýri með Patriciu Turcotte. Er það rétt? - Við hittumst ekki upp frá því, hélt Barnard áfram. - En ég hringdi til hennar nær daglega. Daginn sem Marilyn var myrt, hringdi Patricia til hans á skrifstof- una í hádeginu. - Hún var ekkert óvenjuleg að heyra og minntist ekki á Marilyn. Þegar svo Marilyn kom ekki heim um kvöldið, hringdi ég til Pat og sagði henni það. Hún varð hissa en sagði mér að hafa ekki áhyggjur, hún hlyti að koma. Ég hringdi aftur til hennar síðdegis og hún sagði sem svo: - Ég vona að konan þín fari að koma, ég er að vera jafn áhyeEjufull og þú. Þetta er allt sem ég get sagt ykkur, lauk Bamard máli sínu. Ég get ekki trúað að Patricia eigi neinn þátt í dauða Marilyn. Hún er góð mann- eskja og blíðlynd. Ég get heldur ekki ímyndað mér að hún sé nógu sterk til að bana manneskju með hamri. Hamar og loðkápa Samþykkt var að fá heimild til að gera húsleit hjá Patriciu og farið var þangað morguninn eftir. Patricia var ekki yfirheyrð þá en hún fyldist með hverri hreyfingu lögreglumannanna, bæði inni í húsinu og á stéttinni fyrir utan, þar sem fundust greinilegar leifar blóðs. Lögreglumenn tóku með sér hamar, kúbein, öxi og járnstöng, sem fannst í skúr að húsabaki. Við rannsókn fundust ekki blóðleifar á neinu af þessu. Þá var bóndinn spurður aftur og hann gat bent á annan nágranna sem oft gerði við bílinn fyrir Patriciu og hlyti þar af leiðandi að vita hvaða verkfæri hún ætti. Nágranninn staðfesti þegar í stað að Patricia ætti stóran hamar og hann kvaðst hafa notað hann sjálfur við vinnubekkinn í skúmum í vik- unni áður og ekki muna betur en að hafa skilið hann eftir á sínum stað. Lögreglan var þó handviss um að enginn slíkur hamar hefði verið í skúrnum við húsleitina. Nú var ákveðið að leita enn rækilegar og þá fannst 2ja kílóa hamar í ruslahrúgu. Hins vegar vom engar blóðleifar á honum enda hefði hann verið þveg- inn vandlega. Nú var gefin út handtökuskipun á Patriciu Turcotte. Þann 17. febrúar óku þrír lögreglubílar upp að litla húsinu og færðu húsráðanda á stöð- ina. Patricia sýndi ekki minnstu geðbrigði og var strax yfirheyrð. { fyrstu svaraði hún öllum spurningum geðshræringarlaust. Hún viður- kenndi samband sitt við eiginmann hinnar myrtu en neitaði að hafa nokkurn tíma hitt Marilyn Barnard. Hún var sallaróleg þegar hún stað- hæfði að hafa alls ekki hringt til hennar klukkan hálfsex á föstudeg- inum eða hitt hana seinna um kvöld- ið og að vita alls ekkert um morðið. Þegar á leið kvaðst Patricia hafa verið heima hjá sér mest allt föstu- dagskvöldið, aðeins skroppið einu sinni út á bílnum. Hún játaði að eiga loðkápu en harðneitaði að vera kon- an sem gekk á hælaháum skóm í snjókomu eftir veginum frá kastal- anum. Ætlaði að hefna sín Vitnin þrjú sem séð höfðu konuna á gangi, vom nú kölluð á lögreglu- stöðina til sakbendingar. Patricia Turcotte stillti sér upp ásamt þremur öðrum konum, svipuðum að stærð og útliti. Kennarinn treysti sér ekki til að benda á neina ákveðna en hin vitnin tvö bentu bæði á Patriciu sem kon- una á veginum. Skömmu síðar hóf- ust yfirheyrslur á ný og smátt og smátt linaðist Patricia og loks kom þar að hún viðurkenndi að hafa myrt Marilyn Barnard. Formleg réttarhöld yfir Patriciu hófust 12. október 1987. - Þetta var skelfilegt, sagði ákærða í réttarsaln- um. - Ég veit að ég gerði það, en sem betur fer man ég ekki mikið af því. Þetta líktist martröð. Ég hringdi í frú Barnard og vildi hefna mín á manni hennar. Ég ók á undan frá kránni og þegar við stigum út úr bílunum heima hjá mér, byrjaði hún að æpa á mig og formæla mér. Ég réðst á hana og við duttum báðar í hálkunni. Hún vankaðist eitthvað og gat ekki staðið upp strax, en á meðan sótti ég hamarinn. Ég barði hana oft með honum. Á eftir vafði ég líkið í teppi og stakk því inn í bílinn hennar. Réttarhöldin tóku fjóra daga og niðurstaðan var ljós fyrirfram. Pa- tricia Turcotte var sek fundin um að myrða eiginkonu elskhuga síns. Aðeins ein refsing kom til greina: Lífstíðarfangelsi. Einu sjáanlegu viðbrögð Patriciu Turcotte við dómnum voru þau að hún beit á vörina þegar hún var leidd niður stiganp í fangaklefann á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.