Tíminn - 22.11.1988, Page 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
Frá Menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Að Fjölbrautaskóla Vesturlands eru lausar til
umsóknar kennarastöður á vorönn í eftirtöldum
greinum:
Stærðfræði, rafeindavirkjun, 1/2 staða í heilbrigð-
isfræði og afleysingastaða í eðlis- og stærðfræði.
Þá vantar bókavörð í fullt starf á vorönn.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 105 Reykjavík, fyrir 15. desember n.k.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Kópavogsbúar
Stofnfundur Félags eldri borgara í Kópavogi, 60
ára og eldri, verður haldinn laugardaginn 26. nóv.
n.k. kl. 14 í Félagsheimili Kópavogs á 2. hæð. -
Fundarboðendur leggja fram tillögu að stofnun
hagsmunafélags aldraðra í Kópavogi og drög að
samþykktum fyrir félagið.
Kópavogsbúar, 60 ára og eldri, fjölmennið á
fundinn.
Undirbúningsnefndin.
TÖLVUNOTENDUR
Víð í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu.
PRENTSMIÐJAN —^
ddddu
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
r
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími
Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Kópavogur Linda Jónsdóttir Holtagerði 28 45228
Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195
Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883
Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771
Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261
Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Ólafsvík LindaÓlafsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269
Grundarfjörður Anna Aöalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447
Ísafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673
Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503
Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122
Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131
Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132
Hvammstangi FriðbjörnNíelsson Fífusundi 12 95-1485
Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581
Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut 27 95-4772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311
Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555
Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940
Svaibarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308
Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350
Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467
Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka 16 97-71626
Reyðarfjörður MarínóSigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167
Eskifjörður ÞóreyÓladóttir Svínaskálahlíð19 97-61367
Fáskrúðsfjörður ÓlafurN. Eiríksson Hlíðargötu8 97-51239
Stöðvarfjörður Svava G. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839
Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317
Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389
Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813
Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198
Stokkseyri Friðrik Einarsson (ragerðið 98-31211
Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöliur JónínaogÁrný Jóna Króktún 17 98-78335
Vik ViðirGylfason Austurveg 27 98-71216
Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
26. sambandsstjórnarfundur UMFÍ:
Þrjár nýjar greinar
á næsta landsmóti
Keppt verður í þrem nýjum keppnisgreinum á næsta
landsmóti, sem fara á fram í Mosfellsbæ árið 1990. Þetta var
samþykkt á 26. sambandsstjórnarfundi UMFÍ sem haldinn
var að Logalandi í Borgarfirði 12. nóvember sl. Aðalmálefni
fundarins var landsmótið í Mosfellsbæ árið 1990, reglugerð
mótsins og annað því tengt.
Á fundinum var ákveðið að lengja
mótið um einn dag og stendur það
því yfir í fjóra daga. t>að hefst 12.
júlí og stendur til 15. júlí. Samþykkt
var að keppt yrði í þrem nýjum
keppnisgreinum á landsmótinu,
knattspyrnu kvenna, bridds og fim-
leikum kvenna. Þar að auki bætast
200 m hlaup karla og kvenna og 300
m hlaup kvenna við í frjálsíþrótta-
keppninni. t*á var jafnframt ákveðið
að í sumdkeppni landsmótsins skuli
vera undanrásir og úrslitasund hjá 8
bestu í hverri grein, nema í 400 og
800 metra sundi.
Þá var á fundinum samþykkt ný
og róttæk breyting á stigagjöf fyrir
heildarstig landsmótsins. Vægi
frjálsíþrótta og sunds í heildarstiga-
gjöf minnkar frá því sem áður hefur
verið. Nú þarf meiri breidd hjá þeim
sambandsaðila sem vinnur stiga-
keppni landsmótsins. Sá sambands-
aðili sem hlýtur flest stig út úr öllum
greinum verður heiðraður með
sæmdarheitinu Landsmótsmeistari
UMFÍ.
Þátttaka sambandsaðila á fundin-
um var mjög góð, en 49 fulltrúar
voru mættir frá flest öllum aðildar-
samböndum innan UMFÍ. - ABÓ
Kolbrún Haraldsdóttir og eiginmaður hennar Magnús Þorvaldsson.
Fyrsti Samkorthafinn
Klukkan rúmlega 9, föstudagsmorguninn 18. nóvember verslaði fyrsti SAMKORT-hafínn í Miklagarði.
Það var Kolbrún Haraldsdóttir, sex barna móðir í Kópavogi, sem það gerði.
Margeir Daníelsson, stjórnarformaður SAMKORTS hf. afhenti Kolbrúnu kortið og fallegan blómvönd
að viðstöddum manni hennar, Magnúsi Þorvaldssyni prentara og fjórum börnum þeirra. Þrjú þeirra eru
aðeins rúmlega mánaðar gömul, því Kolbrún ól nýlega þríbura, eins og þá var sagt frá í fréttum.
Kolbrún og fjölskylda hennar gengu síðan um Miklagarð og versluöu fyrir helgina og greiddu fyrir vörurnar
með hinu nýja greiðslukorti. Mikligarður gaf henni myndarlega úttektarheimild í tilefni þess að hún varð
fyrst til þess að versla fyrir SAMKORT, svo það kemur ekki að sök þótt hún gleymi kortinu einhvern tímann
heima, þegar hún fer ■ Miklagarð til þess að versla!
RÁDSTEFNA
UM ÖLVUN-
ARAKSTUR
Stjórn og trúnaöarmenn
Starfsmannafélags Kópavogs:
Mótmæla af-
námi samn-
ingsréttar
Á fundi stjórnar og trúnaðar-
manna Starfsmannafélags Kópavogs
sem var haldinn 10. nóvember s.l.,
var samþykkt ályktun þar sem mót-
mælt er harðlega því svívirðilega
mannréttindabroti íslenskra stjórn-
valda að svipta launafólk samnings-
rétti sínum og skerða með því launa-
kjör m.a. opinberra starfsmanna.
í ályktuninni lýsa fundarmenn
einnig furðu sinni og hneykslun á því
að slíkt gerræði sem í þokkabót sé í
svo mikilli andstöðu við lýðræði og
almenna mannasiði, skuli gerast á
íslandi á árinu 1988. Þar sem launa-
fólk í landinu hafi sýnt stjórnvöldum
ótrúlega þolinmæði og fært fórnir til
að stuðla að hjöðnun verðbólgu og
stöðugleika í íslensku efnahagslífi
og það sé því einskær dónaskapur að
kennaþvíumhvernigkomiðer. ssh
Bindindisfélag ökumanna býður
til ráðstefnu um ölvunarakstur,
laugardaginn 26. nóvember kl. 14-
17, og verður hún haldin í Templ-
arahöllinni við Eiríksgötu.
Það er öllum ljóst, sem að um-
ferðarmálum vinna að akstur og
áfengi megi aldrei fara sanian. Því
hlýtur það að valda áhyggjum,
hversu algengur ölvunarakstur er
hér á landi. Búast má við aukningu
frekar en fækkun á næstunni. Því
efnir BFÖ til þessarar síðdegisráð-
stefnu, þar sem vonast er til að
náist samstaða unt hvað sé nauð-
synlegt að gera til að spyrna við
þessum óæskilega þætti, segir m.a.
í frétt frá BFÖ.
Dagskráin verður sem hér segir:
Kl.14. Ráðstefnan sett.
1. Hversu algengur er ölvuna-
rakstur á íslandi? Sigurður
Helgason frá Umferðarráði.
2. Hvernig er ástandið í Reykjavík
? Viðbrögðlögreglunnar. Ómar
Smári Ármannsson.
3. Hvað ertil ráða? Brynjar Valdi-
marsson, forseti BFÖ.
Kl. 15. Kaffi. Þá verða pall-
borðsumræður og ráðstefnuslit
kl. 17.
Allir sem láta sig umferðarm-
ál og bætta umferðarmenningu
varða og vilja að eitthvað raun-
hæft sé gert til að minnka ölv-
unarakstur okkar landsmanna
eru velkomnir á ráðstefnuna.