Tíminn - 22.11.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.11.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 22. nóvember 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: IndriðiG. Þorsteinssonábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Endurreisnarstarf í stjórnmálaályktun flokksþings Framsóknarflokks- ins er lögð sérstök áhersla á að íslendingar verði að gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða þjóðarbú- skaparins er um þessar mundir. Þar segir að þörf sé hugarfarsbreytingar hjá þjóðinni og ráðamönnum hennar. Fyrirtæki og einstaklingar verði að sýna sparsemi, ábyrgð og ráðdeild og stjórnvöldum beri að ganga á undan með góðu eftirdæmi. í ályktuninni segir að fram undan sé endurreisnar- starf í efnahagsmálum þjóðarinnar. í því sambandi ber að hafa í huga fimm höfuðatriði, sem mestu skipta fyrir slíka endurreisn: 1. Að bæta afkomu atvinnuveganna, treysta atvinnu- öryggið og koma í veg fyrir keðjuverkandi samdrátt í hagkerfinu. 2. Að auka jafnvægi í þjóðarbúskapnum. 3. Að halda verðbólgu niðri. 4. Að koma á heilbrigðum peningamarkaði og endur- skipuleggja banka- og sjóðakerfið. 5. Að treysta jafnvægi í byggð landsins. Til þess að endurreisn efnahagslífsins megi takast þarf samstillt átak, segir í stjórnmálaályktuninni. Þannig verður vandinn leystur og sköpuð björt framtíð á íslandi með traustum atvinnuvegum og almennri velmegun. Þrátt fyrir dökkar horfur í efnahagsmálum, lýsir þessi stjórnmálaályktun bjartsýni um að takast megi að vinna sig út úr vandanum. Sú bjartsýni byggist fyrst og fremst á því að þrátt fyrir núverandi stöðu efnahagsmála, þá er jafnvíst að íslendingar eru dugleg og framsækin þjóð, sem á margra kosta völ, hvað varðar bjargræðisvegi og farsælt menningarlíf í land- inu. Uppgjör vid Sjálfstæðisflokkinn Með stjórnmálaályktun sinni gera framsóknarmenn upp sakir við markaðshyggjuliðið og peningafrjáls- hyggjuna í Sjálfstæðisflokknum. Um það efni segir m.a.: „Myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar er sögulegur viðburður. Það samstarf sem tókst milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn á að geta orðið upphaf að öflugri samstöðu félagshyggjuaflanna í þjóðfélaginu. Mynd- un núverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags með stuðningi Sam- taka um jafnrétti og félagshyggju er skref í þá átt að koma á víðtækri samvinnu félagshyggjuflokkanna um stjórn landsins. Framsóknarflokkurinn er stærstur þeirra flokka, sem hér eiga hlut að máli. Þátttaka hans er nauðsynleg, ef stefna á til trausts og langvarandi stj órnarsamstarfs félagshyggj uaflanna. “ Með stjórnmálaályktun sinni dregur Framsóknar- flokkurinn ekki úr alvöru efnahagsástandsins, en leggur áherslu á bjartsýni um lausn vandans og væntir þess að lagður verði grundvöllur undir varanlegt st j órnarsamstarf félagshyggj uflokkanna. 111! GARRI Dreifbýlisverslun V Það er töluvert mikið til í hug- myndinni sem fram kom núna um helgina, um það að hið opinbera ætti að styrkja vcrslun hér í dreif- býli með beinum eða óbeinum hætti. Þó má meir en vera að núna hefjist upp einhver hávaðinn út af því að framsóknarmenn skuli leyfa sér að hreyfa þessu. Vitaskuld er hér um að ræða málefni sem er í beinni andstöðu við frjáls- hyggjuna. Eftir kenningum hennar eiga þau fyrirtæki einfaldlega að deyja drottni sínum sem ekki standa sig í samkeppninni. En hér sem oft endranær kemur það í Ijós, þegar málið er skoðað, að hér á landi eru aðstæður með þeim hætti að kenningar frjáls- hyggjunnar standast ekki óbreytt- ar. Slagsíðan í búsetu landsmanna er slík að til hennar verður að taka tillit. Nema þá að menn vilji fara að gera stórátak í því að dreifa byggðinni um landið með skipu- legri eflingu atvinnulífs á lands- byggðinni. En hætt er við að slíkt falli ekki heldur að kenningum frjálshyggjunnar, sem staðfcstir þá enn og aftur hvað hún hentar illa við íslenskar aðstæður. Stundarfyrirbæri? Umrædd slagsíða er þannig að rúmur helmingur þjóðarinnar býr á suðvesturhorninu, og þar er að finna meginpartinn af allri þjón- ustu sem veitt er í landinu. lnnan við helmingur landsmanna býr svo vítt og breitt um aðra landshluta, og þar er það fyrst og fremst frumframleiðslan sem byggt er á. Núna síðustu árin hefur þróunin öll orðið á þá leið að verslunin er í VITTOG BREIT sívaxandi mæli farin að færast suður. Með stórbatnandi samgöng- um er landið meir og meir að verða að einu og sama markaðssvæðinu. Þetta þýðir að verslanir utan Reykjavíkur eru sífellt meir og meir farnar að fínna fyrir harðri samkeppni að sunnan. Þó má meir en vcra að hér sé aðeins um stundarfyrirbæri að ræða. Nýir og góðir og malbikaðir vegir á milli landshluta eru nýjung, og sömuleiðis markaðirnir og allar nýju og stóru búöirnar syðra. Af þeim sökum er hugsanlegt að fólk sæki nú sem stendur meira en eila væri suður til að versla, en þegar frá líði fari það aftur að meta meira þægindin að því að þurfa ekki að keyra nokkur hundruð kílómetra eftir daglegum neysluvörum. En þá breytingu eru menn þó ekki famir að sjá enn þá, hvað sem síðar verður. Meðan hún kemur ekki fram þá er ekki annað að gera en að bregöast við aðstæöunum, og þær eru þannig núna að nánast öll verslun í dreifbýlinu á við erfiðleika að etja vegna samkeppni að sunnan. Nokkuð mismunandi þó, þvi að þeir eru einna erfíðastir hjá litlu búðunum í fámennum byggðarlögum, en stærri búðir í fjölmennari byggðum standa sig ívið betur. Stuðlað að jafnvægi Þegar þannig stendur á er því meir en til skoðunar hvort ríkið eigi ekki að grípa inn í og reyna að stuðla þarna að auknu jafnvægi. Það er vitað að allar aðstæður til verslunar eru mun betri í höfuð- borginni en í drciibýlinu. Þar er fjölmenniö, og þar er hagnaðar- vonin. Þess vegna vill fjármagnið leita þangað, svo og duglegasta vcrslunarfólkið. Þetta er óæskileg þróun, vegna þess að það er ekkert gamanmál fyrir þjóðarbúið ef byggð í dreifbýli verður gerð enn torveldari en hún er í dag með minnkandi verslun. Slíkt er óæskilegt vegna þess að það myndi stuðla enn að því að undirstaöa alls atvinnulífsins hjá okkur myndi veikjast enn af þeim sökum. Engir, nema kannski svart- blindustu frjálshyggjugaurar, geta fallist á það að það sé hagsmuna- mál fyrir okkur að safna enn meiru fyrir af byggðinni saman syðra. Þvert á móti þurfum við öflugt og sterkt atvinnulíf úti um allt land. Og því marki náum við ekki nema með því móti að þjónusta sé þar upp til hópa í lagi og sem sambærilegust við það sem gerist syðra. Þar með talin verslunar- þjónustan. Það væri óneitanlega nokkuð andhælislegt, eftir allt það sem gert hefur verið á liðnum árum til að byggja hér upp gott vegakerfí og traustar flugsamgöngur, ef þetta allt yrði svo einungis notað til þess að flytja þjónustuna burt úr byggð- unum. Á móti slíku þarf eiginlega að reyna að sporna. Og líka er að því að gæta að þessar sömu sam- göngubætur notar sá meirihluti þjóðarinnar, sem býr syðra, mikið um stóran hluta ársins þegar nánast allir eru á meiri eða minni faralds- fæti. Á það má svo sem líka líta að helminginn af árinu er það hags- munamál þéttbýiisbúa syðra að vcrslunarþjónusta sé góð úti um allt land. Garri. Fólkorrustur helgarinnar Stundum eru einhverjir gaml- ingjar, stjórnmálamenn eða út- lendingar að gefa yfirlýsingar um hve íslensk æska sé myndarleg, frjálsleg, vel menntuð, falleg, kurteis, vel klædd, beri góðan þokka, dugleg og að ekki sé ástæða til að kvíða framtíðinni vegna allra þeirra yfirburðaeiginleika sem æskublóminn er búinn. Hið eina sem skyggir á er að þegar krakk- arnir verða fullorðnir þurfi þeir kannski að borga eitthvað af öllu því lausu og föstu sem þeim fellur í skaut. Sem sagt íslenska þjóðar- auðnum. En það er mikil tíska að liggja núverandi vinnukynslóð á hálsi fyrir að steypa framtíðinni í skuldir í stað jjess að afhenda afkomendunum allt klabbið gratís. Enginn óttast að hámenntuð ofur- menni framtíðar kunni ef til vill ekki með að fara. Dugnaður un.glinganna kemur fram með ýmsum hætti, oft ánægjulegum en einnig á þann veg að síst er til fyrirmyndar. En eng- inn er fullkominn og það er sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi ekki, og ætti enginn að krefjast þess af henni. Löggan flýr Æskulýðurinn er framtakssamur nú til dags, sækir poppsamkomur í þúsundavís og heyr fólkorrustur við lögreglu þegar svo ber við að horfa. Tíminn skýrði frá fjölmennum bardögum í Keflavík um næstliðna helgi. Þar gekk unglingafjöld ber- serksgang um götur og torg, braut upp verslanir og dreifði góssi á báðar hendur. Það var ekki fyrr en allt tiltækt lögreglulið var komið í slaginn, að það tókst að binda enda á herförina. Svona uppákomur kváðu ekki óalgengar syðra óg leggja ungmenni nágrannabyggð- arlaga heimamönnum lið við upp- þotin. Um helgina voru haldin skóla- böll í tveim nærliggjandi skólum í Reykjavík. Að hljóðfæraleik og létt stignum sporum loknum tók 100 unglinga flokkur úr öðrum skólanum sig til og sótti hina heim. Þar laust fylkingum saman og Iumbruðu strákar hvorir á öðrum þar til lögreglan kom á vettvang að beiðni kennara, sem réðu ekki neitt við neitt. Þar með var fenginn sameigin- legur óvinur og 200 ótíndir strákar snéru saman bökum og einbeittu sér að hinum nýja andstæðingi. Lagði lögreglan á flótta og koma síðar margefld til baka og náði að bæla niður óspektirnar áður en búið var að brjóta hverja einustu rúðu í þeim skólanum sem betur lá við grjótkasti í það skiptið. Þarna var ekki um nýmæli að ræða, því svipaðir kappleikir hafa verið háðir áður milli sömu skóla og lögreglunnar. Fastir liðir eins og venjuiega Annað slagið eru rúður brotnar í skólum og sitthvað bramlað innanstokks og stundum er kveikt í að næturþeli. Einatt eru það nemendur í viðkomandi skólum sem þarna eru að verki. Þegar vel viðrar um helgar geng- ur unglingafjöld um miðbæ Reykjavíkur, sumir aka, og er þá rúðum í verslunargluggum hætt, sumir fá glóðarauga og aðrir kuta í belginn. Fréttir af óspektum ung- menna eru orðnar fastur liður í hádegisfréttum á sunnudögum. Að vísu er þeim stundum sleppt þegar skýra þarf frá að karli eða konu hafi nú verið ráðinn bani með þessu eða hinu amboðinu þá um nóttina, eða þá aðfaranótt föstu- dags. Þá á fullorðið fólk oftast hlut að máli. En fréttir af morðum og mann- drápum eru orðnar svo tíðar, að þær vekja almennt ekki athygli nema part úr degi þegar þær berast. Unglingar ærslast í boltaleikjum á rándýrum grasvöllum eða enn dýrari parkettgólfum og svo er þeim séð fyrir diskótekum og poppurum á færiböndum og væri ætlandi að krakkarnir fengju nokkra útrás fyrir ærslaþörf sína. En svo er greinilega ekki. Skemmdarfýsn og fólkorrustur við lögreglulið er líka hluti af þeim lífsstíl, sem sóttur er hrár og ómengaður í vandræðahverfi stór- borga. Uppalendur og skólamenn standa ráðþrota eins og venjulega en fjölmiðlastjórar munu halda áfram að halda rennusteinamenn- ingu að unglingunum vegna þess að þeir halda að hún ein höfði sérstaklega til þeirra. Eða hvað er svo sem að því að kveikja í skólum og hrekja lögregl- una á flótta? Sýnir það ekki kjark og framtakssemi þeirra sem landið eiga að erfa? OÓ ) grunnskólanema í Seljahverfl: fyrst milli Börðust snerust saman gegn lögreglul aSSSSsSSf! Uppþot unglinga gegnjögreg^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.