Tíminn - 22.11.1988, Síða 5

Tíminn - 22.11.1988, Síða 5
Þriðjudagur 22. nóvember 1988 ’Tíminn 5 Stjórnmálaályktun flokksþings Alþýðuflokksins: Ný stjórnmálahreyfing á grundvelli stefnunnar „Stefna Alþýðuflokksins byggir annars vegar á aukinni áherslu á markaðsbúskap og minni afskiptum ríkisins af atvinnumálum en hins vegar á almennum aðgerðum til að stuðla að stöðugleika í efnahagsmál- um.“ Þessi tilvitnun er úr víðtækri stjórnmálaályktun sem var sam- þykkt á 44. flokksþingi Alþýðu- flokksins, þar sem stefna flokksins í veigamiklum málum var mörkuð. I ályktuninni kemur einnig fram sú skoðun að jafnaðarstefna Al- þýðuflokksins geti orðið grundvöllur að þeirri stjórnmálahreyfingu sem nauðsynlegt sé að mynda nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki innri burði til þess að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. - Nú sé betra tækifæri en áður að sameina krafta allra jafnaðarmanna. Af einstökum áherslum í stefnu flokksins má nefna að í fyrrnefndri ályktun kemur fram að flokkurinn leggur mikla áherslu á að samnings- rétturinn sé grundvallarréttur launa- fólks, og í framhaldi af því er bent á nauðsyn þess að samningsrétturinn verði endurreistur. Ályktunin felur einnig í sér vilja flokksmanna til að hrinda í fram- kvæmd þeim tillögum um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem byggist á því að fleiri verkefni á sviði opinberrar þjónustu séu falin sveitarfélögum jafnframt því sem sveitarfélögunum sé gert fjárhags- lega kleift að takast á herðar aukin umsvif. Á flokksþinginu var einnig sam- þykkt ályktun þess efnis að taka beri verktakastarfsemi fyrir varnarliðið til gagngerrar endurskoðunar. f stjórnmálaályktuninni sjálfri er ekki að finna afstöðu til varnarliðsins eða verktakastarfseminnar en Samband ungra jafnaðarmanna lagði fram til- lögu þess efnis að varnarsamningur- inn verði endurskoðaður með það fyrir augum að herinn hverfi af landi brott í áföngum. í tillögu SUJ var m.a. ákvæði þess efnis að hugmynd- inni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd verði fylgt eftir. Tillögu SUJ var vísað frá með tilvísun í ályktanir starfshóps um utanríkis- mál. ssh Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Tímamynd: 5-^UFLOKKS!NS s m tífcP o 44. H6>YÐufKIoS5| m ' ■ : * 1 o 4(t' 33 Cl&g Blöndun og átöppun lcy-vodka að hefjast í Mjólkursamlagi Borgarness: Framleidslugetan tvær milljónir lítra Fyrsti farmurinn, 20 þúsund lítr- ar af spíra, flöskur og ýmis hráefni til framleiðslu á Icy-vodka, er kom- inn til landsins og er vonast til að blöndun og átöppun geti hafist í Mjólkursamlagi Borgarness í byrj- un desember. Indriði Albertsson, mjólkurbús- stjóri í Borgamesi, sagði í samtali við Tímann að búið væri að koma upp blöndunarstöð og pökkunar- vél í kjallara mjólkurbúsins, en þar er jafnframt rekin pizzu-gerð. Mjólkursamlagið á blöndunarstöð- ina, en Sproti hf. ásamt bandaríska fyrirtækinu Brown Forman eiga pökkunarvélina, og er mjólkur- samlagið verktaki hjá Sprota hf. Þegar reksturinn verður kominn í fullan gang má búast við að 10 til 12 manns hafi atvinnu af blöndun- inni, en framleiðslugetan er2 millj- ónir lítra á ári, sem samsvarar 2.666.666 þriggja pela flöskum. Allar umbúðir eru komnar til landsins og er spírinn, sem er í 20 þúsund lítra tanki, ótollafgreiddur en beðið er eftir leyfisveitingum frá fjármálaráðuneytinu. Sam- kvæmt heimildum Tímans var ætl- unin að fá að flytja spírann inn án þess að ÁTVR hefði þar milli- göngu um, en sem kunnugt er hefur ÁTVR einkaleyfi á innflutn- ingi spíra. Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, Sigurgeir Jónsson, sagði að sótt hefði verið um leyfi til framleiðslu á Icy-vodka í Borgar- nesi og væri umsóknin til afgreiðslu hjá ráðuneytinu. Hann sagði að þeim hefði áður verið veitt fram- leiðsluleyfi til bráðabirgða, en nú væri framtíðarleyfi til umfjöllunar. Aðspurður sagðist Sigurgeir reikna með að spírinn yrði að fara í gegn um ÁTVR, „það er það sem lögin segja“. Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins sagði í samtali við Tímann að engin pöntun á spíra hefði borist inn á borð til þeirra. Hann taldi þó líklegt að þessi innflutningur færi í gegn um þá. Aðspurður sagðist Höskuldur ekki eiga von á því að framleiðsla Icy-vodka kæmi til með að hafa áhrif á framleiðslu ÁTVR. „Þó veit maður aldrei, það er nú svo að menn auka ekki drykkju í hvert skipti sem eitthvað bætist við heldur hefur það áhrif á það sem er fyrir. Hvort þau áhrif komi fram á Bandaríkjamarkaði veit ég ekki, get ekki sagt um það að svo stöddu," sagði Höskuldur. ÁTVR fytur Eldurís vodka m.a. til Banda- ríkjanna og fleiri landa. í lok vikunnar fara tveir gámar til Bandaríkjanna og einnig nokkurt magn til Noregs og Þýskalands. -ABÓ SYNINGU A „STORUM 0G SMÁUM" FRESTAÐ Frumsýningu Þjóðleikhússins á leikritinu „Stór og smár“ sem átti að verða sl. laugardag hefur verið frest- að um fjóra daga. Ástæða frestunarinnar er sú, að sögn Gísla Alfreðssonar þjóð- leikhússtjóra, að gera þarf lagfæring- ar á verkinu en Gísli vildi ekki upplýsa hvers eðlis lagfæringarnar væru. Hinsvegar sagði Gísli að þetta væri alls ekki óalgengt og samráð væri haft við leikstjóra um allar breytingar. „Málið er bara það að leikritið fékk of lítinn tíma í tækni- vinnu og sviðsetningu, þannig að það þurfti að fresta frumsýningu.“ Frumsýning leikritsins verður því n.k. miðvikudag kl. 20:00. ssh Áhöfn Áskels ÞH bjargað þegar eld- ur kom upp í bátnum á Selvogsbanka: Báturinn mjög mikid skemmdur Eldur kom upp í Áskeli ÞH 48,70 tonna eikarbáti frá Grenivík um hálffimmleytið í fyrrinótt, þar sem báturinn var að veiðum á Selvogs- banka. Áhöfninni, fjórum mönnum, var bjargað um borð í Reyni GK, sem flutti þá til Þorlákshafnar. Einn skipverjanna meiddist á hendi þegar þeir yfirgáfu brennandi bátinn. Stokksey ÁR, sem kom fýrst að bátnum tók hann í tog og dró hann til hafnar í Eyjum. Ágúst Bergsson skipstjóri á Lóðs- inum, dráttar- og hafnsögubát þeirra Eyjamanna, sagði í samtali við Tím- ann að þeir hefðu verið ræstir um klukkan fimm í gærmorgun og þá þegar farið af stað ásamt sex slökkvi- liðsmönnum til móts við Stokksey, sem var með Áskel í togi á leið til Eyja. Tvær öflugar dælur voru hafð- ar með í förinni, önnur til að slökkva með eldinn, en hin til að dæla sjó úr bátnum og var Lóðsinn kominn til skipanna á nfunda tímanum. Ágúst sagði að þegar þeir hefðu komið að hefði töluverður eldur logað í bátnum. „Við lögðumst að honum og byrjuðum að sprauta. Það bar fljótt árangur og því héldum við slökkvistarfi áfram. Síðan töldum við okkur vera búna að slökkva eldinn og fórum yfir í Lóðsinn aftur. Skömmu seinna gaus eldurinn upp aftur og við renndum okkur upp að síðunni aftur, en Stokksey dró hann á hægri ferð undan austan golunni og við vorum að brasa í honum held ég til að verða tólf. Það gaus upp eldur í þriðja skiptið, þá í þilinu fram við vélarhúsið," sagði Ágúst. Hann sagði að mesta brasið hefði verið að fást við eldinn sem var á bak við olíutankana og voru þeir á tímabili hræddir um að tankarnir myndu jafnvel springa. Þá þurftu þeir að rjúfa gat á dekkið til að komast betur að eldinum. Lóðsinn og Stokksey með Áskel í togi komu til Vestmannaeyja um klukkan þrjú í gærdag. Áskell er mjög mikið skemmdur. Óvíst er um eldsupptök. -ABÓ Hleypt af byssuí heimahúsi Lögreglunni á Selfossi var að morgni laugardags tilkynnt um að skot hefði hlaupið úr byssu í íbúðarhúsi í Hveragerði. Ekki urðu slys á mönnum en einhverj- ar skemmdir urðu á eldhúsborði. Þrír ungir menn höfðu setið að drykkju í húsinu og hafði húsráð- andi fyrr um nóttina sýnt gestum sínum haglabyssu, sem hann hafði nýlega fest kaup á. Tveir piltanna fóru eitthvað að rífast og tók sá þriðji þá byssuna og mun hafa mundað hana. Eigandinn greip þá um byssuna og beindi henni til hliðar og í sömu mund hljóp skot úr byssunni. Ekki urðu meiðsli á mönnunum en skemmd- ir urðu á eldhúsborði. Sá sem skaut af byssunni var handtekinn og færður í fangag- eymslur, þar sem ekki var hægt að yfirheyra hann sökum ölvun- ar. -ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.