Tíminn - 22.11.1988, Síða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
AÐAL-
FUNDUR
DÓMARA
J Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur á aöalfundi LÍÚ:
Astand hvalastofna
„Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við
tilhugsunina eina saman, því ef svona viðhorf er það sem
koma skal, getum við farið að undirbúa flutninginn af
skerinu okkar til notalegri staða þar sem við þurfum minna
að éta og hvorki föt né húsnæöi.“
Þetta voru orð Hjálmars Vil-
hjálmssonar fiskifræðings á aðal-
fundi LÍÚ er hann greindi frá
fjölda hvala hér við land og ræddi
þau tilfinningalegu viðhorf sem
stjórna upphlaupum hvalafriðun-
armanna út um heiminn.
Hjálmar sagði:
„Niðurstöður hvalatalninga sem
gerðar hafa verið hjá Hafrann-
sóknastofnun og sem ræddar hafa
verið og samþykktar á alþjóðavett-
vangi gefa ótvírætt til kynna að
fullyrðingar um bágt ástand þeirra
tegunda sem mest hafa verið veidd-
ar hér við land á undanförnum
árum eiga ekki við rök að styðjast.
Hitt er svo annað mál hvort
nokkurn tíma fæst friður til að nýta
þessa auðlind, hvað þá að stunda á
henni rannsóknir til hlítar.
Ég minnist þess þegar ég var við
nám í Skotlandi þurfti sérstakt
umboð frá hennar hátign drottn-
ingunni til þess að aflífa rotturnar
sem okkur var ætlað að kryfja.
Og ekki batnar ástandið hjá
Bretum sem maður hefur þó álitið
hina mestu rólegheitamenn upp til
hópa. í vor var hér Breti og gerði
tilraunir varðandi kuldaþol loðnu-
hrogna.
Hann sagði mér að sennilega
fengi hann ekki birtar niðurstöð-
urnar heima vegna þess að bannað
væri að hafa í frammi þær misþyrm-
ingar sem tilraunin krafðist.
Ég vil aðeins nefna nokkrar
tölur um fjölda af ýmsum hvalateg-
undum sem töldust vera á íslands-
Grænlands-Jan-Mayensvæðinu
sumarið 1982 en þær voru eftirfar-
andi:
6500 langreyðar, 19500 hrefnur
þar af 10-15 þúsund við ísland,
2000 hnúfubakar, 1000 steypireyð-
ar, minnst 1200 sandreyðar, nokk-
ur þúsund búrhvalstarfar, 4-5000
háhyrningar ef Færeyjasvæðið er
talið með, 15-20000 andarnefjur
og 5000 grindhvalir auk fjölda-
margra höfrunga afýmsum tegund-
um.“
t>á ræddi Hjálmar um ástand og
veiðihorfur á fiskistofnunum hér
við land og um þorskveiðarnar á
þessu og næstu árum og sagði hann
meðal annars:
„Þorskárgangarnir frá 1983-1984
eru báðir sterkir og 1985 árgangur-
inn virðist í meðallagi. í aflanum á
næsta ári mun því 4-6 ára fiskur
verða yfirgnæfandi - 85% að þyngd
en nærri 95% að tölu til.
Þar sem ekkert bendir til batn-
andi umhverfissaðstæðna er gert
ráð fyrir því að á næstunni lækki
meðalþyngd enn og verði 5%
minni en árið 1988.“
Hjálmar sagði að nýting þorsks
hefði undanfarin ár verið þannig
að veidd hefðu verið 35-40% veiði-
stofns og sóknin lagst þyngst á
yngstu árgangana.
Svo hörð sókn sagði Hjálmar að
leiddi óhjákvæmilega til þess að
þorskstofninn færi ört minnkandi á
næstu árum og af þeim sökum
mætti þorskaflinn ekki fara yfir 300
þúsund tonn árin 1989 og 1990 ef
halda ætti núverandi stærð stofns-
ins í horfinu. -sá
Aðalfundur Dómarafélags
íslands, dómaraþing, var haldið 3.
og 4. nóvember s.l., í Borgartúni 6.
Um áttatíu dómarar sóttu þingið, og
fluttu ávörp þeir Halldór Ásgríms-
son, dómsmálaráðherra og Sveinn
Haukur Valdimarsson, hrl., varafor-
maður Lögmannafélags íslands.
Þingstörfum stjórnaði Rúnar
Guðjónsson sýslumaður, flutt var
skýrsla stjórnar og gerð grein fyrir
reikningum félagsins.
{ skýrslu stjórnar kom fram, að
helstu viðfangsefni hennar á starfsár-
inu voru fundahöld og umsögn um
aðskilnað dóms- og framkvæmda-
valds, og heimsókn 15 dómara til
Mannréttindadómstólsins í Strass-
borg og Evrópuráðsins, og til dóms-
tóla í Karlsruhe og Stuttgart í Vest-
ur-Þýskalandi.
Tvö aðalumræðuefni voru tekin
fyrir á þinginu, sjálfstæði og staða
dómara í nútíð og framtíð, og lög-
kjör dómara. Nokkrir dómarar
höfðu framsögu og skiptu fundar-
menn sér í tvo hópa eftir umræð-
uefnum. Síðan var öllu þinginu gerð
grein fyrir niðurstöðum umræðna og
voru umræður líflegar og miklar. Þá
var kosið í stjórn félagsins fyrir
næsta starfsár.
3.800.000
KM AD BAKI
Þó að Volvo F16 flutningabíllinn
hafi ekki verið á markaði nema í
rúmt ár, hefur nokkrum tilrauna-
trukkum verið ekið samtals um
3.800.000 km og samsvarar það
vegalengdinni í kringum jörðina
fjórum sinnunt. Milton Spring er
einn af þessum tilraunaökumönnum
og er leyndarmál hans að hann fékk
trukkinn sinn afhentan fimm mánuð-
um áður cn FI6 var formlcga settur
á markað. F16 bíllinn hans Miltons
er notaður í trábolaflutningum í
norðurhluta Svíþjóðar. Voruglöggir
íbúar Fárila þorpsins þó búnir að
gera sér grein fyrir að þarna var ekki
venjulegur Volvo-flutningabíll á
ferðinni þar sem Milton gat ekki
leynt þeim mikla krafti og afköstum
sem bíllinn hafði yfir að ráða. Allt
yfirbragð hans var öðru vísi en menn
höfðu séð áður og töldu öldungar
þorpsins aö þeir hefðu þó séð flcstar
gerðir flutningabfla frá Volvo, allt
frá fyrsta eintaki þeirra sem var 28
ha. og kom fram fyrir 61 ári. Þessi
nýja gcrð er með öflugustu trukkum
heims, eða 465 bhp.
Milton fékk svo að rjúfa eið sinn
fyrir ári síðan þegar FI6 var settur á
almennan markað. Umsögn Itans
unt bílinn voru þau aö akstur flutn-
ingabíla væri nú orðið mun þægi-
legra líf með tilkomu F16, en hann
hcfur ekið trukkum í tuttugu ár.
Milton var valinn til þessa leyndar-
dómsfulla reynsluaksturs vegna þess
að flutningabílum hans er ekið um
7-800 þúsund km á ári við mjög
misjafnar aðstæður.
Athugasemd frá Framleiðnisjóði
í dagblaðinu Tímanum þann 16.
nóvember er birt frétt um kaup og
leigu Framleiðnisjóðs landbúnaðar-
ins á fullvirðisrétti og jafnframt
greint frá afrakstri sértilboða Fram-
kvæmdanefndar búvörusamninga,
sem voru annars vegar svæðabundin
og hins vegar til eldri bænda. Ekki
verður hér gerð athugasemd um
fréttina sjálfa, enda komast þær
upplýsingar sem eftir var leitað
nokkurn veginn óbrenglaðar til
sk'ila, en það verður því miður ekki
alltaf sagt um fjölmiðlafréttir. Aftur
á móti er uppslátturinn í kringum
fréttina í einhvers konar æsifréttastíl
og er bæði villandi og ósmekklegur.
í fyrsta lagi eru það á bilinu 60-70
einstaklingar sem láta allan sinn
fullvirðisrétt til sauðfjárframleiðslu,
og í öðru lagi eru þeir flestir með
frekar lítinn rétt (meðaltal allra
umsókna er 75 ærg. eins og fram
kemur í fréttinni sjálfri) og í þriðja
lagi alls ekki sjálfgefið að þeir séu að
hætta allir búskap. Flestir þeirra
öldruðu sem láta allan sinn rétt eru
jafnframt að hætta sauðfjárhaldi,
aðrir eru áfram búandi með mjólk-
urframleiðslu eða eru að snúa sér að
öðrum búgreinum en þeim hefð-
bundnu. Hitt sjá auðvitað allir sem
vilja, að 100 bændur með 75 ærgilda
fullvirðisrétt að meðaltali, geta tæp-
ast talist fullvinnandi við búskap og
hljóta að afla megin hluta tekna
sinna af öðrum viðfangsefnum.
En úr því að hér er á annað borð
verið að koma á framfæri athuga-
semdum er ekki úr vegi að skýra í
stuttu máli þær ástæður sem liggja
að uppkaupum á framleiðslurétti til
kindakjöts- og mjólkurframleiðslu,
þar sem umræðan snýst oftar um
uppkaupin sjálf, en ekki ástæðurnar.
í gildandi búvörusamningi er Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins gert að
bera ábyrgð á þriggja milljón lítra
framleiðslurétti til mjólkurfram-
leiðslu og átta hundruð tonna rétti
til kindakjötsframleiðslu. í raun
þýddi þetta, að bændum var úthlutað
u.þ.b. 3% meiri rétti til mjólkur-
framleiðslu og 7% meiri rétti til
kindakjötsframleiðslu heldur en ella
hefði orðið, en Framleiðnisjóði falið
að aðlaga framleiðsluna markaðsað-
stæðum, sem því nemur, með því að
kaupa eða leigja fullvirðisrétt og þá
jafnframt að stuðla að búháttabreyt-
r,.
^nisióðs til aldr-
SertilóQgJH^— Hrh^n<ld d Júi
ÍíötTmTsvseöum
100b*ndur
bregða bui
lilboð «1 aldraðr ™ sauötiárbænda J kkiséu öll
hlnsvcgar tllboo hataverl&góft.Þbsvo vlrði8t
svæöum. Vi&brögöin efnum Fljótt ®'«• sem
kurl komin tll g J^Kka um hundLa óJI,rparturinn
ingum úr hefðbundnu búgreinunum
yfir í önnur viðfangsefni eftir því
sem áhugi og tækifæri gefa tilefni til,
en þar reynir auðvitað mest á ein-
staklingana sjálfa. Um þetta snýst
hið svokallaða almenna tilboð Fram-
leiðnisjóðs um kaup og leigu full-
virðisréttar.
Þá er næst að nefna sértilboðin
svokölluðu, sem hafa verið frétta-
og blaðamönnum svo hugleikin.
Framkvæmdanefnd búvörusamn-
inga hefur beitt sér fyrir þeim, en
Framleiðnisjóði landbúnaðarins ver-
ið faiin framkvæmd þeirra samhliða
almennu tilboðunum. Ástæðan fyrir
sértilboðunum er sú, að innanlands-
neysla á kindakjöti hefur dregist
meira saman heldur en áætlað var í
forsendum búvörusamnings og því
stefnir í meiri birgðasöfnun en við
verður ráðið, ef ekki er að gert. Því
er talið skynsamlegt að verja hluta
af útflutningsbótafé til að koma í veg
fyrir framleiðslu, sem ella þyrfti að
flytja út með meiri tilkostnaði eða
geyma í birgðum.
Jón G. Guöbjörnsson.