Tíminn - 22.11.1988, Side 13
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
Tíminn 13
FRETTAYFIRLIT
ISLAMABAD -Ghulam Is-
haq Khan, forseti Pakistans,
hefur frestað um nokkra daga
að útnefna forsætisráðherra
þar til Ijóst er hvort Benazir
Bhutto eða Nawaz Sharif geti
myndað meirihlutastjórn.
VIN - Olíumálaráðherrar
OPEC ríkja hófu að funda og
er talið að fundurinn verði sá
erfiðasti í sögu samtakanna,
sem þó kalla ekki allt ömmu
sína í þeim efnum. Ástæða
þessa er að mistekist hefur að
ná samkomulagi við irana og
íraka um takmörkun olíufram-
leiðslu.
BAGDAD - Hussein forseti
íraks hefur fyrirskipað réttar-
höld yfir elsta syni sínum sem
sakaður er um að hafa drepið
einn af aðstoðarmönnum for-
setans. Sagði Hussein að son-
ur sinn hefði þrisvar reynt að
svipta sig lífi frá því aðstoð-
armaðurinn var drepinn 18.
nóvember og sagði hann að
réttarhöldin yrðu réttlát og í
anda Allah.
JERUSALEM - Nýkjörið
þing ísraels hefur verið sett og
var Ijóst að Shamir myndi ekki
geta myndað þjóðstjórn með
Verkamannaflokknum.
BUENOS AIRES - Arg
entínskur líkdómari taldi
möguleika á að dauðdagi
Christinu Onassis, dóttur og
erfingja hins mikla skipajöfurs
með sama nafni, hefði ekki
borið að með eðlilegum hætti.
Var aefið í skyn að um sjálfs-
morð hefði verið að ræða.
Krufning sýndi hins vegar að
lungnabólga hafði verið hjarta
Christinu ofviða og hún því
látist aðeins 37 ára að aldri.
Christina var talin ríkasta kona
heims og átti hún þriggja ára
gamla dóttur.
TOKYO - Læknar Hirohito
keisara Japans voru svartsýnir
og virðast allar líkur á að þeir
muni verða atvinnulausir bráð-
lega þar sem mjög dregur af
syni sólarinnar. Þrír mánuðir
eru liðnir frá því barátta hófst
fyrir lífi keisarans oa hefur
heilsa hans aldrei verio verri.
OTTAWA - Framsóknar-
sinnaðir íhaldsmenn sem eru
við stjórnvölinn í Kanada halda
forskoti sínu í skoðana-
könnunum, en mikill tilfinninga-
hiti hefur einkennt harða kosn-
ingabaráttu fyrir þingkosning-
arnar og hefur fríverslunar-
samningur Kanada og Banda-
ríkjanna verið helsta deilumál-
ið.
ÚTLÖND
Vesturlönd styðji
stefnu Gorbatsjofs
Margaret Thatcher segir
að tími kaldastríðsins sé lið-
inn og að Vesturlönd eigi að
styðja Gorbatsjof leiðtoga
Sovétríkjanna með ráðum og
dáð svo hann megi koma
umbótahugmyndum sínum í
framkvæmd. Tekur hún því í
sama streng og Helmut
Scmidt fyrrum kanslari Vest-
ur-Þýskalands, en hann sagði
í ræðu á föstudag að hann
teldi ekki nema helmings lík-
ur á að Gorbatsjof takist
ætlunarverk sitt. Því þyrftu
Vesturlönd að styðja hann af
alefli.
Leggur Thatcher áherslu á að
Vesturlönd slaki ekki hið minnsta í
varnarmálum og að hernaðarstyrkur
þeirra skuli vera mikill, enda ekki
von á góðu ef Gorbatsjof nær ekki
sínu fram.
Þessi yfirlýsing Thatchers kemur á
sama tíma og yfirhershöfðingi At-
lantshafsbandalagsins segist óttast
mjög stefnu Gorbatsjofs þar sem
hún gæti orðið Vesturlöndum hættu-
leg. Telur hann aukið frelsi almenn-
ings í Sovétríkjunum alveg eins geta
orðið til þess að Sovétmenn taki á ný
upp harðari stefnu gegn Vesturlönd-
um. Varar hann leiðtoga á Vestur-
löndum við því að falla fyrir stefnu
Gorbatsjovs og slaka á í varnarmál-
um. Þess í stað sé nauðsynlegt að
Vesturlönd endurnýji kjarnorku-
varnir sínar í takt við nýj ustu tækni.
„Vandamál okkar í dag er til-
hneiging til að trúa því að fjandsam-
leg afstaða Sovétríkjanna sé ekki
enn til staðar og því er raunverulegur
hernaðarmáttur Sovétríkjanna van-
metinn", sagði John Gaivin yfirhers-
höfðingi NATO á fundi stuðnings-
manna NATO í Portúgal í gær.
Skoðanir Margaretar Thatcher
um að kaldastríðinu sé iokið koma
fram í viðtali sem birtist í ný^asta
tölublaði Newsweek. Þar segir hún
einnig sannað að vestrænt mat á
frelsi sé virkara en það marxíska.
„Við höfðum tvær kenningar, Við
höfum tvenns konar niðurstöður.
Marxisminn er búinn að vera. Þið
getið ekki hafnað undirstöðuatrið-
um mannlegrar náttúru og vænst
árangurs." segir Thatcher í viðtal-
inu.
Thatcher er sjálfri sér samkvæm
hvað vígbúnað snertir. „Fyrst verð-
um við að halda vörnum okkar
tryggum. Ef herra Gorbatsjof tekst
ekki ætlunarverk sitt og við látum
varnir okkar sitja á hakanum þar
sem við byggðum stefnu okkar á
vonum frekar en nauðsynlegum
vörnum fyrir frelsið, þá gæti það
tekið áraraðir að tryggja öryggi okk-
ar á ný.“
Margaret Thatcher vill að Vesturlönd styðji Gorbatsjof í umbótastefnu sinni,
annars gætu veður snöggt skipast í lofti og hernaðarmætti Sovétmanna beint
af endurnýjuðum krafti gegn Vesturlöndum. Yfirhershöfðingi NATO óttast
einnig hcrnaðarmátt Sovétmanna og vill endurnýjaðar kjarnavopnavarnir.
Blaðamaður
fellur í
Afganistan
Bandarískur blaðamaður
lést í bardögum í Afganistan
fyrir stuttu ef marka má frétt-
ir sovésku fréttastofunnar
Tass á sunnudag. Karin Om-
bekker hafði komið frá Pak-
istan og var í fylgd afganskra
skæruliða þegar hún var
drepin í Sayid Karam héraði.
Að sögn fréttastofunnar tóku
skæruliðar lík hennar með
sér til Pakistan og mun það
að líkindum verða sent til
Bandaríkjanna.
„Ekki er vitað hverjar kringum-
stæður við dauða hennar voru“ sagði
í frétt Tass. í fréttinni sagði að
„erlendur hernaðarráðgjafi" skæru-
liða hafi einni fallið við Gardez,
höfuðstað Paktiahéraðs. Sagði að
ekki væri vitað hvert þjóðerni ráð-
gjafans var.
Tass fréttastofan sagði að harðir
bardagar hefðu að undanförnu stað-
ið milli stjórnarhers Afganistan og
skæruliða úr Paktia, Nangahar og
Kandahar. Á milii 300 og 400 skæru-
liðar hafi fallið, en ekki var skýrt frá
mannfaiii í liði stjórnarhersins.
Banvæn blásýra
ógnaði Bergen
Norsk yfirvöld eru nú að rannsaka hvernig í ósköpum
stendur á því að 1500 lítrar af baneitraðri blásýru var
geymd hættulega nærri tunnum fylltum ætandi sýru í
vöruhúsi í Bergen. Möguleiki var á stórslysi þar sem fjöldi
manns hefði farist ef ætandi sýran hefði sameinast
blásýrunni eða að blásýran hefði komist út í andrúmsloftið
í bruna.
„Við erum að veita fyrir okkur
hvort við krefjumst lögreglurann-
sóknar og opinberrar ákæru á
hendur þeim er ábyrgir eru fyrir
þessu“ sagði talsmaður mengunar-
nefndar ríkisins í Noregi.
Blásýran var flutt á milli staða í
Bergen í opnum vörubifreiðum ef
marka má frétt Bergens Tidende
[rar sem málinu var fyrst hreyft.
„Þaö var svo mikið magn blásýru
að það nægði til að drepa alla
bæjarbúa ef það hefði komið upp
eldur eða nærliggjandi sýran hefði
blandast blásýrunni" sagði í frétt
Berlingske Tidende. Alls búa 250
þúsund manns í Bergen.
Ungverskum sendiráðs-
manni vísað frá Rúmeníu
IJngverjar og Rúmenar
eru heldur betur upp á kant
þessa dagana, en á laugar-
dag ráku Rúmenar ung-
verska sendiráðsmanninn
Karoly Gyoerfi úr landi fyr-
ir að hafa dreift andrúm-
ensku dreifiriti. Karoly
Grosz forsætisráðherra
Ungverjalands sagði að
brottvísunin væri óásættan-
leg og óskiljanleg.
Brottvikningin ber vitni um sí-
versnandi samskipti kommúnista-
ríkjanna tveggja, en Rúmenar hafa
verið mjög pirraðir yfir aðfinnslum
Ungverja sem tclja að rúmensk
stjórnvöld ofsæki ungverska
minnihlutann í Rúmeníu.
„Aðgerðirnar gegn sendiráðs-
manni Ungverjalands eru óviðun-
andi fyrir okkur og við teljum að
þær séu reyndar óskiijanlegar"
sagði Karoly Grosz í viðtali við
ungvcrska ríkisútvarpið.
„Ég ^eit ekki hverjum hefur
dottið í hug að saka ungverskan
sendiráðsmann um að breiða út
dreifirit sem á að vera rætandi og
móðgandi fyrir leiðtoga þessa
lands".