Tíminn - 10.12.1988, Page 2

Tíminn - 10.12.1988, Page 2
•HELG1N '''L4'u g a>ðágu r-’ 01' d éséfrt'b'éM -§88 niður á höfuðið og kenndi meiðsla í hálsinum og herðunum; þó bötnuðu þau bráðum aftur. En það sama sumar fékk ég þau einkennilegu veikindi, að þegar ég lét upp bagga, eða reyndi á brjóstið, þá fékk ég óþolandi verkjaflog í höfuðið, og fannst mér sem að liði upp frá brjóstinu. Fyrst . 'iian af leið verkjaflogið úr ja I noðum og áreynsl- an hætti; en af þvi ég hélt áfram að reyna á mig, hættu þau að líða svo fljótt úr. Skúli læknir Thorarensen réði mér það til að hætta vinnu. En því ráði sá ég mér ekki fært að fylgja; og svo fór ég versnandi næstu árin. Taugar mínar tóku að veiklast. Komu nú fram fleiri einkenni; þegar ég talaði hátt, fékk ég magnleysi í tunguræturnar; þegar ég sofnaði á kvöldin, dró svo úr andardrættioum, að ég hrökk upp eins og mér lægi við köfnun. Raunar var þetta ekki á hverju kvöldi, en þó oft, og aldrei oftar en þrisvar sama kvöldið. Um þessar mundir varð sveitungi minn einn yfirfallinn af brjóstveiki. Hann fór til sr. Þorsteins sál. á Hálsi, var þar eitt sumar og kom aftur albata. Hann réði mér til að fara þangað líka, og svo fór ég norður vorið 1868. En ég komst ekki að hjá sr. Þorsteini, og fór því til sr. Magnúsar á Grenjaðarstað, sem fyrstur var „homöopath" hér á landi. Var ég þar um sumarið og brúkaði meðul hans. Batnaði mér þar svo, að aldrei síðan hefi ég kennt floganna í höfð- inu, magnleysisins í tungurótunum eða að drægi úr andardrættinum er ég sofnaði. Taugarnar styrktust og nokkuð, en eigi til hlítar á svo stuttum tíma. f*á er ég fór frá sr. Magnúsi um haustið, varaði hann mig stranglega við erfiðisvinnu, einkum útróðri, og við því að verða drukkinn. -Svo þótti mér sem sál mín þroskaðist við för mína norður og dvöl mína þar; einkum lærði ég ýmislegt er að menntun laut, af sonum sr. Magnúsar, Birni og Sig- fúsi, sem báðir voru mjög vel að sér. Allt sýndist á fflugi Þá er ég var kominn heim aftur, dróst til hins sama fyrir mér með vinnuna, og ég reri út næstu tvær vetrarvertíðarnar. Lasnaðist nú heilsa mín óðum aftur og fékk taugaveiklunin yfirhönd. Kom hún einkum fram í höfuðsvima og magn- leysi í öllum vöðvum. Þá er ég stóð kyrr eða gekk, átti ég bágt með að halda jafnvægi; allt sýndist á flugi fyrir augum mínum, og á vissri fjarlægð sýndist allt tvennt; ég þoldi ekki að horfa nema beint fram, allrasíst að lúta; ef ég t.a.m. las í bók, þurfti ég að halda henni jafn- hátt andlitinu; en til þess urðu hand- leggirnir nú of þróttlitlir; aflvöðvar þeirra rýrnuðu smátt og smátt. Eftir þessu varð ég með allt. Fór þetta svo í vöxt, að á vertíðinni 1870 gafst ég upp um sumarmálin og var fluttur inn í Reykjavík. Má nærri geta, að sjómennska mín var orðin lítilfjörleg áður. En formaður minn, Sæmundur Jónsson bóndi á Járngerðarstöðum, reyndist mér þá góður vinur og allir skipsmenn yfir höfuð. Loks fluttu þeir mig ókeypis til Reykjavíkur. Þar tóku vinir mínir vel á móti mér, og var ég þar um vorið undir læknis- hendi dr. Jóns Hjaltalíns og dr. J. Jónassens. Lögðu þeir hina mestu alúð á að lækna mig og gáfu mér allan kostnaðinn. En þeir voru í óvissu um, af hverju þessi einkenni- legi sjúkdómur stafaði, - svo sagði dr. Hjaltalín mér sjálfur, - enda vildi mér ekki batna, og fór ég heim um sumarið. Þrátt fyrir sífelldar tilraunir varð ég æ lakari. Ég hætti að geta klætt mig eða afklætt hjálpar- laust, gat lítið lesið en ekkert skrifað, því ég þoldi ekki að horfa niður á við. Loks komst ég upp á að halda skriffærunum á lausu lofti. Gekk það erfitt fyrst, því ég varð að hafa þau jafnhátt augunum,; en með lagi vandist ég því smámsaman. - Og enn verð ég að skrifa á lausu lofti; þó ég þurfi nú ekki að halda skriffærunum jafnhátt og áður, þá þoli ég ekki enn að skrifa á borði. Þó ég ætti bágt með að lesa, hætti ég því ekki alveg, með því líka að hugsunaraflið var óskert. Fékk ég Skúli Pálsson á Laxalóni lýsir viðburðaríkri ævi sinni, segir frá ætt sinni og samferðamönnum, frumkvæði sínu í fiskeldi og áratugabaráttu fyrir að fá að rækta regn- bogasilung. „Framkoma valdastofnana í minn garð er eitt mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinnar“ segir Skúli. Mörgum þykir bókin vera kjaftshögg á kerfið. ÆSKAN mér ýmsar fræðibækur léðar, hvar sem þess var kostur. Magnús Andr- ésson, sem nú er prestur á Gils- bakka, var þá farinn að lesa „homöo- pathíu“; hann vargóður vinurminn; hann léði mér lækningabók á dönsku, og í henni fann ég sjúk- dómslýsingu, sem virtist eiga við minn sjúkdóm, og bataskilyrði, sem stóð í mínu valdi; gætti ég þess síðan. Eftir það versnaði mér ekki. Jafnframt reyndi ég enn ýms ráð og meðul. Séra Arnljótur hafði áður ráðlagt mér að láta þvo mig úr köldu vatni á hverjum morgni. Það hafði ég ekki framkvæmt. En nú byrjaði ég á því, og hélt því síðan um mörg ár. Þótti mér sem það styrkti mig. Vera má og að meðul hafi gert sitt til. En aldrei fann ég bráðan bata af neinu. Og það var fyrst eftir 3 ár, að ég var fullviss um, að ég væri kominn á eindreginn bataveg. Og síðan hefir batinn haldið áfram, hægt, en stöðugt, til þessa. Ég er að vísu veikur af mér enn: þoli enga veru- lega áreynslu, eigi að lesa nema með hvíldum og eigi að skrifa nema ég haldi skriffærunum nokkuð hátt á lofti; og yfir höfuð fer heilsa mín mjög „eftir veðri“. En batinn, sem ég hefi fengið, er þó svo mikill, að því hefði ég ekki trúað ef það hefði verið sagt fyrir, þá er ég var veikast- ur. Þetta frjálsa og þægilega Irf Þá er veikindi mín voru að byrja og lengi síðan, áleit ég þau hina mestu ógæfu; en svo hefir guðleg forsjón hagað til, að þau urðu upp- haf minna betri daga: Undireins og mér var dálítið farið að batna, tóku menn að nota mig til barnakennslu, sem þá var vaknaður áhugi á. Sá sem fyrstur notaði mig til þess, var Sigurð- ur hreppstjóri Magnússon á Kóps- vatni. Hefi ég það fyrir satt, að síra Jóhann sál. Briem í Hruna, sóknar- prestur hans, hafi bent honum á mig til þess;-en síra Jóhann sál. var mér kunnugur og hafði ég oft fengið bækur hjá honum. Síðan hefi ég haft atvinnu af barnakennslu á vetrum. Fyrst var það um nokkur ár, að ég kenndi á ýmsum stöðum, þar til er Einar kaupmaður Jónsson á Eyrar- bakka tók mig til að kenna syni sínum; var ég síðan honum áhang- andi í marga vetur, og reyndist hann mér hinn besti drengur. Frá honum réðist ég til Sigurðar sýslumanns Ólafssonar í Kaldaðarnesi, en þaðan til Jóns óðalsbónda Sveinbjarnar- sonar á Bíldsfelli. Hafa bæði þeir, og yfir höfuð allir sem ég hefi verið hjá, sýnt mér hina mestu nærgætni og góðvild. Á sumrum hefi ég ferðast meðal vina minna; hefir mér reynst það hin besta hressing. Bæði hefir reið á þægilegum hesti ávallt haft styrkj- andi áhrif á mig, og eigi síður góðvild sú og aðstoð, sem ég hefi hvarvetna átt að mæta. Þannig höfðu menn mig með sér á Þingvallafund 1873, og á þjóðhátíðina þar 1874, og höfðu báðar þær ferðir góð áhrif á mig. Fleira mætti telja. Nokkur undanfarin sumur hefi ég ferðast um héruð til fomleifarannsókna í þjónustu fornleifafélagsins. Um efri hluta Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu (vestri) 1893; um vesturhluta Húnavatnssýslu 1894; um Flóamanna-, Hrunamanna- og Biskupstungnaafrétti, svo og um Laugarvatnsdal og víðar 1895; um Mýra-, Snæfellsness- og Dalasýslur 1896. Frá árangri þeirra rannsókna hefi ég jafnóðum skýrt í Árbók fornleifafélagsins. Þetta frjálsa og þægilega líf bæði sumar og vetur hefir eigi einasta styrkt heilsu mfna og gert mér ævina skemmtilega: það hefir ennfremur gefið mér tækifæri til að fylgja betur eðli míns innra lífs en áður var kostur á, nefnilega að stunda bókfræði og menntun yfir höfuð. Skammt hefi ég að vísu komist í samanburði við vel mennt- aða menn, og er það eðlilegt, þar eð ég byrjaði svo seint og hefi enn orðið að „spila á eigin spýtur“ að mestu. En vanþakklátur væri ég þó við guð og menn, ef ég segði að ég væri engu menntaðri nú heldur en áður en ég veiktist. Auk dönsku og sænsku hefi ég lesið bækur á þýsku og léttri ensku; ég hefi gert mér ljósar ýmsar fræðigreinar, svo sem heimspeki, eðlisfræði, efnafræði, heilbrigðis- fræði og „homöopathiska" læknis- fræði. Enginn skyldi þó ætla, að ég jafni mér við skólagengna menn í neinu þessu. Við ljóðagerð hafði ég fengist löngu áður en ég veiktist; en fyrst eftir það fékk ég réttan skilning á íslenskri bragfræði. Sem skáldi jafna ég mér ekki við „stórskáld" eða „þjóðskáld“ vor; ég veit að ég er í því sem öðru „minnstur postul- anna“. Og það sem ég hefi áfram komist, í hverju sem er, þakka ég engan veginn ástundun minni einni saman: Margir hafa veitt mér mikið lið í menntunarefnum bæði með leiðbeiningum og bendingum í ýms- um greinum og með því að lána mér eða gefa góðar bækur. Meðal þeirra vil ég nefna: dr. Jón Þorkelsson rektor, dr. Björn M. Ólsen rektor, síra Eggert sál. Briem, síra Eirík Briem, síra Magnús Andrésson og þá frændur hans Helgasyni, Einar alþingismann Ásmundsson í Nesi, sem skrifaðist á við mig í mörg ár, en komst fyrst í kynni við mig fyrir tilstilli Ásmundar bónda Benedikts- sonar í Haga, frænda hans. Enn má telja Sigurð bóksala Kristjánsson, Guðmund bóksala Guðmundsson á Eyrarbakka og Friðrik bróður hans. Marga fleiri mætti telja; en fremst allra sóknarprest minn, síra Valdi- mar Briem, sem ég á meira að þakka en nokkrum manni öðrum, frá því er forelda mína leið. Ég var lítið eitt kominn á bataveg þá er ég missti föður minn. Hann varð bráðkvaddur sunnudaginn 2. nóv. 1873, á heimleið frá kirkju og altarisgöngu. Var hann þá 70 ára gamall og orðinn mjög heilsutæpur. Hann hafði verið hinn mesti atorku- maður, en haft litlum kröftum á að skipa öðrum en eigin höndum. Voru því kraftar hans orðnir veiklaðir af lúa. Fáum dögum áður en hann dó, hafði hann fengið snöggt verkjarflog fyrir brjóstið, eins og þar ætlaði eitthvað að springa, en leið frá aftur að því sinni. Grunaði hann þá, að svo kynni að fara sem fór, en talaði þó fátt um það. -Móðirmínbjóeftir hann næsta árið eftir lát hans, en brá svo búi. Fékk þá Jón bróðir minn jörðina Minna-Núp til ábúðar, og var móðir mín síðan hjá honum meðan hún lifði. Hún dó 29. mars 1879 og skorti þá 40 daga í 92 ára aldur. - Ég hefi og ávallt átt lögheim- ili á Minna-Núpi, þó ég hafi oft dvalið mestan hluta ársins á öðrum stöðum. Eigi sviptur ástarhæfiieikum Þó ég væri þegar í æsku mest hneigður til bókar, var ég þó alls ekki frábitinn búsýslu. Þvert á móti hugsaði ég oft um þess konar efni. Það var hvort tveggja, að ég hafði aldrei neina von um að komast í „hærri" stöðu, enda langaði mig mest til að verða bóndi, það er að segja: góður bóndi! Þá stöðu áleit ég frjálslegasta og manni eiginlegasta. Á næstu árunum áður en ég veiktist, var ég á ýmsan hátt farinn að búa mig undir bóndastöðuna og hafði allfjörugan framtíðarhug í þá átt. Þá ætlaði ég mér að verða jarðabóta- maður, eins og faðir minn eða fremur, og áleit mig nokkuð hagsýnan í þeim efnum. Líka vissi ég, að „það er ekki gott að maðurinn sé einsam- all“: ég hafði þegar valið mér „meðhjálp"; en eigi vissu það aðrir menn. En svo veiktist ég, og þá sleppti ég allri framtíðarhugsun, ég bjóst eigi við að verða langlífur, og allrasíst að verða sjálfbjarga. Því vildi ég eigi að stúlkan mín skyldi binda sig við ógæfu mína. Kom okkur saman um að hyggja alveg hvort af öðru, og láta aldrei nokkurn mann vita neitt um það, er okkur hafði milli farið. Og þó ég kæmist á bataveg aftur, þá fékk ég aldrei neina von um búskap eða hjúskap. Þó höfðu veikindi mín eigi svipt mig ástarhæfileikum. Veturinn 1878 kenndi ég börnum í Vatnsdal í Fljótshlíð. Þar var þá vinnukona er Guðrún hét, Gísladóttir, ættuð und- an Eyjafjöllum; hún þjónaði mér, og féll vel á með okkur. Um vorið fór hún að Núpi í Fljótshlíð til Högna hreppstjóra Olafssonar. Þar fæddi hún sveinbarn veturinn eftir og kenndi mér en ég gekk við. Hann heitir Dagur. Var hann fyrst nokkur ár á Núpi með móður sinni, og reyndist Högni hreppstjóri okkur hið besta. En er Dagur var á 6. ári ,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.