Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 4

Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 4
4 HELGIN Laugardagur 10. desember 1988 Valgeir Guðjónsson sendir frá sér plötuna „Góðir íslendingar": Valgeir í S-inu sínu * * t * l I i t I I i | | | | | | I I í l I * I I I í I I Ég sagði frá því í Tímanum fyrir um hálfum mánuði að þeir sem heyrt hefðu segðu að Valgeir Guðjónsson væri í essinu sínu á plötunni Göðir íslendingar. f>á var þessi plata ekki komin út en nú er hún það. Hann er í S-inu sínu það er engin lygi. Á þessari plötu er að finna nokkuð ntörg lög sem mér finnst verulega góð. Sem dæmi má nefna, Ekki segja góða nótt, Kramið hjarta, Einn á báti og Frændi. Hið síðast- nefnda er í blús-stíl og er að mínu mati besta lag plötunnar. Mér finnst Valgeiri falla vel að syngja í angur- værum stíl eins og hann gerir í þessu lagi. Ég hef áður minnst á það, í þessum hugleiðingum mínum um popptónlist, að mér finnist listin ekki kláruð nema Ijóðin, textarnir, séu frambærileg á sama hátt og lögin. Valgeir er einn þeirra tónlist- armanna sem er það gefið að geta fært hugleiðingar sínar í Ijóðrænt form svo úr verða textar sem eru yfirleitt ágætlega ortir og innihalda eitt og annað. Sem dæmi nefni ég textann við Frænda: Enginn er einn eða alls ekki neinn láttu engan bilbug á þér finna frændi þó að þú sért eins og þú ert eins og þú ert .....og annarsstaðar..... Pú legið getur langar dimmar nætur og lengi baríð höfðinu við stein 100.000 hugsanir sem engu flugi ná svo fæðist loksins ein. Allur hljóðfæraleikur plötunnar heyrist mér vera eins og best verður á kosið enda valinn maður í hverju rúmi. Nægir þar að nefna Björgvin Gíslason Gítarleikara með stóru Géi og trymbilinn Ásgeir Óskarsson. t>ar er á ferðinni frábær listamaður og ekki annað hægt en dást að því hversu undraverður árangur hlýst af húða-barsmíð Ásgeirs, ekki síst með tilliti til þess að hann hljómar eins á tónleikum. Það er svolítið erfitt að lýsa þessari plötu, enda hef ég lítið vit á músík- stefnum og spái venjulega ekki í það hvort mönnum fer fram eða aftur. Hinsvegar segja eyru mín mér að í heild sé platan góð og ég ætla nú sem endranær að trúa mínum eigin eyr- um. Valgeir Guðjónsson er einn þeirra manna sem virðast vera skemmti- kraftar og tónlistarmenn af Guðs náð. Nægir þar að vitna til tónleika hans í íslensku óperunni þann 4. þessa mánaðar, þar sem hann spilaði og gerði að gamni sínu fyrir hartnær fullu húsi. Gamanið var reyndar svo mikið á köflum að húsið nánast orgaði af hlátri, þ.e.a.s. gestir þess. Valgeir sýndi það á þessum tónleik- um að hann er enn ferskur tónlistar- maður, jafnt einn með gítarinn sem og með hljómsveit sinni Auknum þrýstingi. Fáein lokaorð væru kannski einna helst þessi: Ég tel að með plötunni Góðir íslendingar sýni Valgeir það að hann á enn sem fyrr erindi til margra. Vafalaust finna margir af hans gömlu aðdáendum eitthvað við sitt hæfi, auk þess sem ég hef trú á að hann bæti nýjum í safnið. Er það ekki prýðilegur árangur? -Árni Magnússon. Tungliö tungliö taktu mig, ný barnaplata fyrir jólin: Sögur og lög fyrir börnin Tunglið tunglið taktu mig er heiti á nýrri barnaplötu sem nýlega kom út. Á plötunni er að finna fjölmörg lög sem flestir krakkar kunna og geta því sungið með. Má þar m.a. nefna: Tunglið tunglið taktu mig, Guttavísur, nokkrar stökur t.d. Fljúga hvítu fiðrildin, Sigga litla systir mín og Afi minn fór á honum Rauð. Einnig Stína og brúðan, Fimmeyringurinn og Langamma. Söngvarar á plötunni eru þau Egill Olafsson og Helga Möller og þarf víst ekki að fjölyrða um ágæti þeirra. I>að sem vekur athygli mína er að platan er hæfilega hrá, ef hægt er að nota það orð. Ekki hefur of mikil áhersla verið lögð á flóknar útsetn- ingar og hljóðfæraskipan heldur er laglínan látin halda sér eins og krakkarnir þekkja hana. Þau geta því sem best tekið hástöfum undir með þeim Helgu og Agli. Auk laganna á plötunni er að finna nokkrar sögur sem lesnar eru af Agnesi Johansen en hún vann allt efni á plötuna auk Stefáns S. Stefáns- sonar. Agnési tekst ágætlega upp í lestri sínum og er ekki annað að heyra en hann skili sér vel til hlust- enda. Að lokum get ég sagt að Tunglið tunglið taktu mig sé skemmtileg plata sem flestir yngri krakkar ættu að geta haft gaman af. -Árni Magnússon. Hugleiðingar um popptónl ist Cliff Richard og Bryan Ferry hvor með sína safnplötu: Báðar eru þær ágætar Cliff tiichard ■ - Cliff Richard, PRIVATE COLLECTION. Cliff Richard er einn þeirra tón- listarmanna sem tekist hefur með ágætum að halda vinsældum sínum í gegnum árin. Með vissu millibili hafa komið frá honum lög sem hafa átt upp á pallborðið hjá hlustendum. Þessi plata sem nú kemur frá honum inniheldur vinsælustu lögin hans á árunum 1979-1988. Auk gömlu laganna er að finna nýtt lag, reyndar jólalag. Það heitir Mistletoe and wine og hefur allt til að bera til að verða vinsælt sem slíkt. Meðal þeirra laga sem er að finna á þessari tvöföldu plötu má nefna; Daddy’s home, Some people, True love ways, Dreamin, We don’t talk anymore, My pretty one, og She's so beautiful. Bryan Ferry, THE ULTIMATE COLLECTION Á sama hátt og Cliff Richard, hefur Bryan Ferry tekist að viðhalda vinsældum sínum í gegnum tíðina. Síðast átti hann lag á vinsældalistum fyrr á þessu ári, lagið Kiss and tell. Áuk þess hefur hann sent frá sér safnplötu áður rétt eins og Richard. Á þeirri nýjustu er að finna lög sem hann flutti ásamt hjómsveitinni Roxy Music. Þarna eru t.d. lögin; Dance away, Jealous guy, Don’t stop the dance, Slave to love og Avalon. Auk þess er þarna eitt lag sem ætti að vera okkur Islendingum að góðu kunnugt. Þar á ég við lagið He’ll have to go, sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson söng á sínum tíma undir heitinu Ég fer í nótt. Þetta lag mun ekki áður hafa komið út með Bryan Ferry. Ég sakna nokkurra bestu laga Ferrys á þessari plötu en við því er lítið að gera, hún er góð engu að síður. Að endingu um báðar plöturnar: Ég furða mig reyndar á því hve margar safnplötur hver tónlistar- maður getur sent frá sér. Kannski það væri rétt að senda Halldór á þá méð kvótann! Það má segja að með þessum plötum fái aðdáendur kappanna enn eitt tækifærið til að eignast mörg vinsælustu lög þeirra á einni plötu. Sem safnplötur standa þær báðar fyllilega fyrir sínu. -Árni Magnússon. Kenny G. með breiðskífuna „Silhouette": Fyrir þau rómantísku { fyrravor gerði náungi sem kallar sig Kenny G. það gott með laginu Songbird. Þetta var hljómþýtt lag úr rólegu „deildinni" og vakti athygli fyrir einstaklega lipran saxó- fónleik. Songbird náði geysilegum vinsældum, jafnt hér á Fróni sem og úti í hinum stóra heimi. Nú er Kenny G. aftur kominn á kreik, að þessu sinni með plötu sína Silhouette. Titillag hennar hefur þegar heyrst einstöku sinnum á útvarpsstöðvun- urri. Þar er á ferðinni lag sem mér finnst reyndar svipa mjög mikið til Songbird. . Þessi plata er verulega áheyrileg og sem undirleikur við kertaljós, mjólkurglas og piparkökur er hún tilvalin. Platan inniheldur að mestu leyti róleg lög en þó rennur blóðið í saxófónleikaranum einstöku sinnum m.ö.o. á henni er einnig að finna lög sem eru í hraðari kantinum. Því er hinsvegar ekki að neita að mér finnst leikur Kenny G. njóta sín best í lögum á borð við Silhouette. -Árni Magnússon.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.