Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 9
 vlnnorfu í£»«4s Þarf að kenna fólki almennt hvernig lík- aminn vinnur 8 Tíminn Laugardagur 10. desember 1988 Laugardagur 10. desember 1988 Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi virðast hafa veruleg áhrif á vinnufærni íslendinga: Konur finna meira fyrir óþægindunum en karlmenn Meginmarkmiðið að fá vitneskju Spurningalistinn var unninn af starfshópi á vegum Norrænu emb- ættismannanefndarinnar um vinnuverndarmálefni (1,2) (við- auki 1). Listinn var þýddur á íslensku og jafnframt bætt við spurningum um einkenni frá höfði, fingrum og húð. Ekki er vitað til þess að listinn hafi áður verið notaður við athuganir, sem byggja á úrtaki þjóðar. Meginmarkmiðið var að fá vitn- getum að því að langur vinnudagur auki tíðni slíkra einkenna. Því er rétt að hafa í huga að vinnudagur- inn er langur hér á landi miðað við annars staðar, þar á meðai í Svíþjóð. Fleiri atriði geta haft áhrif. Sem dæmi má nefna slæmar vinnuaðstæður, streitu og kalda veðráttu. Það eru verðug rann- sóknarefni að prófa þessar og aðrar tilgátur. Þarf samstillt forvarnarátak Síðustu árin hafa umræður um forvarnir aukist, bæði innan heil- Vilhjálmur Rafnsson, læknir hjá Vinnueftirliti ríkis- ins segir, að fólk leiti iðulega fyrst til heimilislæknisins þegar einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi koma í Ijós, s.s. vöðvabólga og verkir. Þegar Vilhjálmur var spurður hvort ekki mætti koma í veg fyrir slæma vöðvabólgu og önnur ein- kenni sagði hann það vera, en meinið lægi í því, að fólk tryði frekar á lækna en forvarnir. Miklu meiri áherslu þyrfti að leggja á forvarnir, en hingað til hefði verið gert. Langur vinnudagur hér á landi, ásamt streitu, hefur mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Þá eru vinnu- aðstæður oft mjög slæmar, jafnvel óviðunandi. síðasta árið. Jafnframt sögðust 24,5% karlanna og 36,4% kvenn- anna hafa haft óþægindi frá neðri hluta baks einhvern tíma síðustu sjö sólarhringana. Þessi óþægindi höfðu hindrað 12,6% karlanna og 17,6% kvennanna í að stunda sín daglegu störf. 1 samanburði við niðurstöður sem fengust með sömu spurninga- listum í Svíþjóð eru einkenni frá hálsi, herðum og neðri hluta baks algengari hér á landi en þar. Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi virðast hafa veruleg áhrif á vinnu- færni fslendinga. Margir segja þau hafa komið í veg fyrir að þeir gætu stundað sín daglegu störf einhvern tíma síðasta árið. Ættu að gefa glögga mynd Við rannsóknina var slembiúr- tak íslensku þjóðarinnar notað, - fólk á aldrinum 16-65 ára. Úrtakið var valið þannig, að fundnir voru allir einstaklingar í þjóðskránni sem fæddir eru 7. og 12. júlí á árabilinu 1921 til 1970. Heildar- þátttaka var 73,5%, sem skiptist í 301 karl og 326 konur, eða alls 627 manns. Niðurstöðurnar sem hér liggja fyrir eru fengnar úr slembiúr- taki, sem fyrr segir og ættu því að gefa glögga mynd af algengi ein- kennanna meðal þjóðarinnar. Konur versna í mjöðmum og fingrum með aldrinum Flestir karlar höfðu einkenni frá neðri hluta baks, herðum eða öxl- um og hálsi eða hnakka. Það sem einna helst kom í veg fyrir að karlarnir gætu stundað störf sín daglega, voru einkenni frá neðri hluta baksins. Konurnar höfðu flestar einkenni frá herðum eða öxlum, eða neðri hluta baks, hálsi eða hnakka og frá höfðinu. Helst voru það óþægindi frá neðri hluta baks og höfði sem komu í veg fyrir ástundun daglegra starfa. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á einkennum eftir aldri, nema að einkenni frá mjöðmum og fingrum aukast hjá konum með aldrinum. eskju um algengi (prevalence) ein- kenna frá hreyfi- og stoðkerfi með- al íslendinga. Upplýsingarnar verður hægt að nota síðar til samanburðar við niðurstöður, sem fást þegar spurningalistinn verður lagður fyrir ýmsa starfshópa. Hverjar eru ástæðurnar? Niðurstöður rannsóknarinnar skýra ekki ástæður þess að ein- kennin eru svo algeng meðal ís- lendinga. Þær gefa einungis vfs- bendingu um umfang vandans. Á þessu stigi er aðeins hægt að velta vöngum yfir orsökunum, sem sjálf- sagt eru margþættar. Leiða má Slá íslendingar heimsmet í vöðvagigt og fjarvistum frá vinnu þess vegna? Kom á óvart hve ástandið er slæmt hér „Við viljum koma því á framfæri við heilbrigðisyfirvöld, að fræðsla og þekking eru undirstaða þess, að bæta megi ástandið.“ Varðandi aðstæður á vinnustöð- um, sagði hann: „Víða á vinnu- stöðum er ástæða til að benda á nauðsyn þess, að taka hlé fyrir æfingar o.þ.h., en það kemur ekki í staðinn fyrir vel hannaðan vinnu- stað. Þá þarf að kenna fólki almennt, hvernig líkaminn vinnur; ekki bara starfsfólki, heldur stjórn- endum fyrirtækjanna líka,“ sagði Vilhjálmur Rafnsson, læknir. elk Vilhjálmur Rafnsson, læknir hjá Vinnueftirliti ríkisins. Tímamynd: Pjetur HAppftÞRENNA HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLA fSLANDS Rannsókn hefur farið fram á vegum Vinnueftirlits ríkisins, þar sem einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi íslendinga voru tekin fyrir. Af niðurstöðum sést, að óþægindi þessi eru mjög algeng meðal íslendinga, og sérstaklega íslenskra kvenna. Einkenni frá neðri hluta baks, hálsi eða hnakka og herðum eða öxlum, eru algengust. Niðurstöður liggja fyrir um óþægindi frá ýmsum svæðum líkamans, þ.e.a.s. höfði, hálsi, herðum, olnbogum, úlnlið- um, fingrum, efri og neðri hluta baks, og mjöðmum og ökklum. Spurt var um óþægindi síðast- liðna 12 mánuði og síðustu 7 sólar- hringana. Einnig var spurt hvort RANGT óþægindin síðustu tólf mánuði hafi einhvern tíma komið í veg fyrir að viðkomandi gæti unnið daglegstörf Hefur veruleg áhrif á vinnufærni Sögðust 56,3% karla og 64,8% kvenna hafa haft óþægindi frá neðri hluta baks einhvern tíma Ólöf Anna Steingrímsdóttir er sjúkraþjálfari og starfar á sjúkrahúsinu á Húsavík. Jafnframt því er hún með eigin stofu, og er mikið leitað til hennar af fólki sem þjáist af vöðvagigt o.þ.h. Tíminn 9 Aðalatriðið er að losna við stressið Hilke Hubert, sjúkranuddari, rekur sjúkranuddstofu og sagði að mikið væri að gera. Flestir sem koma tii hennar eru mjög illa haldnir af vöðvabólgu. Sjúkrasamlagið tekur ekki þátt í kostnaðinum, þegar um er að ræða einkastofur, og kostar hver tími hjá Hilke 750 kr., komi sjúklingur- inn með tilvísun frá lækni. Innifalið í því verði, eru heitir bakstrar, og partanudd; þ.e. herðar, handlegg- ir, bak o.þ.h. fá nudd. Hægt er að fá leirbað og nudd eftir hitameð- ferðina, og kostar það 900 kr. Hvað þarf fólk að koma oft í meðferð? „Það er mjög misjafnt, allt frá 10 og upp í 30 skipti, það fer eftir ástandi hvers og eins.“ Þarf fólk oft að koma aftur seinna ? „Sumir koma einu sinni á ári í meðferð, og þá í ca. 10-20 tíma, en aðrir koma kannski á tveggja ára frcsti. “ Hilke sagði að mikið væri að gera á stofunni og yfirleitt væri fullbókað. Bið eftir tíma gæti tekið 2 vikur. Fær fólk fullan bata eftir eina meðferð? f' ' • Hilke Hubert, sjúkranuddari. Timamynd: Pjetur „Ef um vöðvabólgu er að ræða, getur fólk haldið meðferðinni við, með því að stunda sund, æfingar og slökun. En aðalatriðið er að fólk reyni að losa sig við stressið, hreyfa sig meira og vinna í réttum stellingum." elk Ólöf Anna Steingrímsdóttir, sjúkraþjálfari. heitt bað o.þ.h. Þá legg ég mikla áherslu á það í mínu starfi, að gefa ýmis ráð. Stundum þarf fólk líka að breyta lífsháttum sínum.“ Hefur verið gerður samanburður á íslendingum og öðrum þjóðum, í þessu sambandi? „Já, og rannsókn okkar er hluti af því. í Svfþjóð, þar sem slík rannsókn var gerð, var ákveðið fyrirfram hvaða starfsstéttir yrðu athugaðar. Hins vegar var fólk úr öllum stéttum rannsakað hér. Niðurstöður eru m.a. þær, að við komum mun verr út en Svíar. Ástandið er verulega slæmt, og það kom okkur á óvart hve slæmt það er. Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi virðast vera algengari en við áttum von á.“ Tilgangurinn með rannsókninni var meðal annars sá, að sögn Ólafar, að fá fólk til að hugleiða þessi mál, og þá alla, bæði starfs- fólk og vinnuveitendur. „Það er orðið töluvert algengt að vinnuveitendur fái sjúkraþjálf- ara á staðinn. Staðurinn erskoðað- ur og jafnvel gefin ráð um það sem betur má fara. Þá er vinnustaða- leikfimi sums staðar byrjuð. Starfsþjálfun er lfka mjög mikil- væg. Ef óvön manneskja er að byrja í starfi þarf hún að fá góða tilsögn og leiðbeiningar. Sé það ekki fyrir hendi, veldur það spennu og streitu. Það þarf að þjálfa fólk vel, áður en það hefur störf. Starfs- andinn hefur líka mikið að segja, hvernig fólki líður í vinnunni og þess háttar.“ Að sögn Ólafar er mikil eftir- spurn eftir sjúkraþjálfurum, og verksvið þeirra er alltaf að víkka. Aðspurð um hvort nokkur hætta væri á atvinnuleysi í greininni, svaraði Ólöf því til, að ekkert útlit væri fyrir það. „En við viljum helst fyrirbyggja sjúkdóminn, frekar en fá fólk í meðferð." Mikil þörf er á samstilltu for- varnarátaki í þessum málum, og er Vinnueftirlitið nú m.a. að gefa út bækling og veggspjöld, sem ætlun- in er að dreifa á vinnustaði víðs vegar um landið. í bæklingnum er að finna ýmsan fróðleik um bætta líkamsbeitingu o.fl., ogeru bundn- ar vonir við að fræðslan megi koma að góðum notum, þar sem íslend- ingar eru svona illa á sig komnir til heilsunnar. elk Ung kona í meðhöndlun. Tímamynd: Pjetur brigðisstétta og meðal almennings. Árangur forvarnaraðgerða sést ekki alltaf strax á breyttri líðan fólks eða lægri sjúkdómstíðni. Þó má ætla að heppilegra sé að koma í veg fyrir mikil óþægindi, en að hjálpa þeim sem þegar hafa þolað sársauka og orðið fyrir vinnutapi. Ef þekkingu á líffræði og lífeðlis- fræði mannslíkamans ásamt verk- fræði- og tækniþekkingu er beitt til þess að ná góðri samhæfingu manns og starfa, verður síðar hægt að sjá jákvæðan árangur í auknum afköstum og betri líðan fólks. Til að draga úr miklurii einkennum frá hreyfi- og stoðkerfi er þörf á sam- stilltu forvarnarátaki. Þau sem unnu að rannsókninni á vegum Atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlitsins eru þau Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Þórunn Sveinsdóttir og Magnús H. Ólafsson. elk Ólöf segir, að þjónustan sé áset- in og stundum langir biðlistar. Sé fólk mjög illa haldið af verkjum og öðrum óþægindum, komist það fyrr í meðferð, - biðin sé þá um 1-2 dagar. Fólk sem fer í meðferð til sjúkra- þjálfara, þarf fyrst að útvega vott- orð frá heimilislækni. Þá tekur Tryggingastofnun ríkisins þátt í kostnaðinum, og sum verkalýðsfé- lög greiða hluta gjaldsins fyrir félaga sína. Ólöf var spurð hvort mikið væri um það, að fólk þyrfti að koma oftar en einu sinni í meðferð og sagði hún það töluvert algengt, en einnig leitaði fólk annað, það kæmi ekki alltaf á sama stað aftur. Þá sagði hún að sjúkraþjálfarar gæfu fólki ýmis góð ráð, en það væri misjafnlega mikið eftir þeim farið. „Það er nauðsynlegt fyrir fólk að vita hvað eykur líkur á vöðvagigt, og ég get nefnt dæmi um hættu; rangar vinnustellingar, slæm vinnuaðstaða, lélegir líkamsburð- ir, streita, kuldi, einhæfni og of langur vinnutími. Fólk þarf að þekkja muninn á spennu og slökun, og eins hvaða þættir orsaka spennu. Eitt af einkennum streitu er vöðvaspenna. Þá hefur andlegt ástand oft einnig áhrif,“ sagði Ólöf. Hvað er hægt að gera til að breyta þessu? „Hægt er til dæmis að læra slökun og líkamsrækt er mjög góð. Teygjuæfingar eru mjög mikilvæg- ar, þá er gott að ganga, fara í sund, Forskot á hátíðarhöldin meðan þá bíður eftir jálunum Nýja jólaþrennan kemur þér strax í hátíðarskap. Hún er skemmtileg í SKÚJNN.kjörin með JÓLAKQRTINU og aerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.