Tíminn - 10.12.1988, Síða 13

Tíminn - 10.12.1988, Síða 13
Laugardagur 10. desember 1988 HELGIN m 13 SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL þessu núna. - Ég er orðinn frægur, bætti hann við og glotti. Gat ekki þagað Pilturinn kvaðst hafa haldið fram að því að Boyd hefði aðeins verið að búa til sögu, einu sinni sem oftar. - Hann var um tíma með dóttur frú Blackmon, bætti hann við - og móðurinni líkaði það ekki. Ég hélt að hann segði þetta bara til að gleðjast yfir óförum þeirra. Ég er ekki vanur að kjafta frá um vini mína, en William Boyd er ekki sá sem hann var áður. Sagan sem Boyd sagði piltinum var á þá leið að hann hefði verið á ferð í hvítum Chevy 76, ásamt vini sínum, Robert Denton Milstead, á miðvikudeginum. í ljós kom að hvíti bíllinn hafði staðið fyrir utan hús Blackmon-hjónanna síðdegis á mið- vikudeginum og lögreglumaður skrifað niður númer hans. Lögreglan komst að því að Boyd og dóttir Evelyn höfðu verið saman í hálft annað ár, móður hennar til mikillar gremju. Síðan slitnaði loks upp úr sambandinu mánuði áður en Blackmon-hjónin hurfu. Við fyrstu sýn virtist ólíklegt að Boyd og Milstead hefðu getað fram- ið þennan mjög svo umrædda glæp. Þeir voru síður en svo glæpamanns- legir útlits og höfðu lítið á samvisk- unni samkvæmt lögregluskýrslum. Útlitið segir þó ekki allt eins og lögreglan komst að raun um. Milste- ad var handtekinn á fimmtudag framan við heimili sitt. Hann var færður á stöðina þar sem hann missti gjörsamlega stjórn á sér. Meðan hann var að segja frá, handtók lögreglan Boyd úti fyrir heimili for- eldra hans og farið var með hann rakleitt á stöðina líka. Á föstudagsmorgun tilkynnti lög- reglan að tveir grunaðir hefðu verið handteknir vegna Blackmon-málsins og leit færi nú fram að hjónunum, en ekki væri gert ráð fyrir að þau fyndust á lífi. Áin Coosa var slædd í grennd við Oatchee, um 20 km norðan við Anniston og þar fannst svarti bíllinn. Farangursgeymsian var opnuð með kúbeini og þar fannst lík Freds Blackmons. Hann var á skyrtunni, lá í hnipri og hafði verið skotinn í hnakkann og kviðinn. Troðið í olíutunnu Líkið var flutt til krufningar en haldið áfram að leita að Evelyn. Að sögn Boyds og Milsteads höfðu þeir stungið líki hennar í stóra olíutunnu, þyngt hana með grjóti og fleygt í ána við tiltekna stíflu, en. mundu ekki nákvæmlega hvar. Haldið var áfram að slæða ána, en ekki fannst tunnan, aðeins nokkrir kæliskápar og trjá- bolir. Daginn eftir var farið á staðinn með málmleitartæki og háþróaðan útbúnað. Hlutirsem voru nógu stórir til að vera olíutunna voru síðán kannaðir af köfurum. Það voru samt ekki þessi tæki sem fundu tunnuna loks heldur kafari sem stakk sér til að bleyta búning sinn og lenti beint á henni. Hún var 400 metrum neðan við staðinn þar sem bíllinn fannst. Tunnan var höluð upp og sett á bílpall en síðan ekið með hana óopnaða á rannsóknarstofuna. Þar var leitað að fingraförum á henni með leysitækni en síðan var lokið tekið af. Evelyn Blackmon var tvöföld í tunnunni, bundin á höndum og fót- um og skotin í höfuðið og bringuna. Hryggur hennar hafði verið brotinn til að hún kæmist í tunnuna. Nú beindist athygli almennings og ofsareiði að hinum grunuðu. Lög- reglan var ekki í vandræðum með að fá játningar því þeir voru báðir ólmir í að segja sína útgáfu af atburðarás- inni. Boyd lýsti sig sekan um mannrán og rán, en kenndi Milstead um morðin. Hann hefði orðið galinn. Hins vegar sagðist Milstead hafa fallist á ráðabrugg Boyds um brott- nám og rán en Boyd hefði einn átt hugmyndina að morðunum. Báðir voru sammála um að upp- haflega hefði aðeins vérið ætlunin að verða sér úti um peninga hjá Blac- kmon-hjónunum. Þeir sögðu enn- fremur báðir að Boyd hefði heyrt að erfiðleikar væru í hjónabandinu. Fjárkúgun varð að morði William Boyd þekkti Evelyn Blac- kmon síðan hann var með déttur hennar og sagðist hafa lista með nöfnum manna sem Evelyn átti að hitta reglulega. Áætlun Boyds var sú að sýna henni listann og láta hana borga vel fyrir að þeir þegðu yfir honum. Síðan ætluðu þeir að selja eiginmanninum listann sem hann gæti þá notað til að verða sér úti um skilnað. Þetta virtist auðvelt en jafn- vel góðar áætlanir geta farið úr skorðum. Carroll lögregluforingi fór með framburðina til saksóknara sem skoðaði þá og kvað síðan upp úr með að Milstead væri líklegri til að segja sannleikann. Það var byggt á sálfræðiáliti sem sýndi að Milstead hefði lítið hugmyndaflug og væri ófær um að setja saman flókna áætlun. Ljóst þótti að Boyd bæri þungan hug til Evelyn Blackmon fyrir að reyna stöðugt að spilla sambandi hans og dóttur hennar. Þann 20. mars 1987 játaði Milstead á sig morðin og var dæmdur í fjórum sinnum ævilangt fangelsi. Hann hefði getað fengið dauðadóm en slapp vegna þess að hann samþykkti að vitna gegn Boyd. Milstead steig í vitnastúku fyrir troðfullum sal áheyrenda sem fengu að heyra enn óhugnanlegri sögu en þá hafði órað fyrir. Hann byrjaði á að segja að áætlun- in hefði hljóðað upp á einfalda fjárkúgun en allt hefði farið úr böndunum, eins og hann orðaði það. Hann fór með Boyd til heimilis Blackmon þann 26. mars til að „hræra svolítið í“ Evelyn. Milstead sagði að þá strax hefði Boyd æst sig um of, þegar hann dró allt í einu upp byssu og ógnaði hjónunum. - Hann sagði mér að gera það Iíka, sagði Milstead. - Ég þorði ekki annað en hlýða. Blackmon sagðist ekki hafa 75 þúsund dollara handbæra, allt fjár- magn væri bundið í bréfum. Loks sættust byssumennirnir á 5000 doll- - Ég varð eftir hjá Evelyn meðan Boyd fór með Blackmon að sækja peningana, sagði Milstead. - Síðan ætluðum við að fara með hjónin eitthvert, binda þau og skipta fengn- um á milli okkar. Milstead sagðist hafa stungið upp á afskekktum stað við Moosa-ána, þar sem litlar líkur væru á manna- ferðum. Þeir bundu hjónin og settu þau í svarta bílinn en óku síðan með þau að staðnum. - Við fórum með Evelyn inn milli trjánna en karlinn var bundinn í bílnum og komst ekkert. Boyd skipaði þá Evelyn að setjast niður, batt hana betur og keflaði. Síðan barði hann liana fyrirvaralaust mcð trjábút svo hún féll aftur fyrir sig á jörðina. - Hann barði hana aftur, hélt Milstead áfram. - Hún tók að æpa. Boyd þoldi ekki hljóðin í henni svo hann dró upp byssuna og skaut hana. Kúlan kom í hálsinn en hún hélt áfram að brjótast um. - Boyd sleppti byssunni, sagði hana ónýta og tók mína. - Svo skaut liann hana í hjartað. Viljasterk konan lést þó ekki strax. Þó blóðið gusaðist úr hálsi hennar og bringu, brölti hún um í böndunum. - Þá tók Boyd byssuna aftur og skaut hana í höfuðið, sagði Milstead. - Þá hætti hún loksins og hreyfði sig ekki framar. Þeir huldu líkið síðan með greinum og sneru aftur að bílnum. Fred Blackmon sat enn bundinn í aftursætinu. - Hann spurði hvort Evelyn væri enn reið við hann. Boyd sagði að hún væri hætt því, hann skyldi ekki hafa áhyggjur af því. Þá sagði Milstead að Boyd hefði ákveðið að fremja seinna morðið neðar með ánni hinum megin. Þegar þangað var komið, skipaði Boyd gamla manninum út úr bílnum og sló hann í höfuðið svo hann féll, en missti ekki meðvitund. - Blackomon stóð upp, sagði Mil- stead. - Hann sagðist skyldu borga okkur 50 þúsund dollara fyrir að Robin Milstead fékk lífstíðarfang- elsi fyrir samsekt. sleppa sér, en Boyd hafnaði boðinu, sagði það koma of seint. Svo skaut hann gamla manninn. Milstead kennt um allt Milstead sagði að Blackmon hefði oltið niður brekku en Boyd farið á eftir honum og skotið hann aftur. Síðan stakk Boyd upp á þeir settu líkið í skottið á bílnum. Því næst óku þeir til Oatchee og skildu svarta bílinn eftir á bílastæði við verslunarmiðstöð en komu aftur og óku honum að ánni þar sem þeir létu hann renna fram af hæð og horfðu á hann hverfa t vatnið. - Þá vildi Boyd að við færum og sæktum lík Evelyn, hélt Milstead áfram. - Ég sagðist ekki fara inn í skóginn í myrkri, síst þegar ég vissi af líki þar. Við fórum ekki fyrr en daginn eftir og höfðurn þá með okkur tóma olíutunnu. Þegar til átti að taka var líkið of stíft til að koma því í tunnuna. - Boyd fór aftur að bílnum til að sækja öxi, sagði Milstead. - Hún beit ekki neitt, svo hann hoppaði á baki líksins þar til hryggurinn brotn- aði. Síðan tróðu þeir h'kinu tvöföldu í tunnuna, settu grjót meðfram og veltu henni t' ána. Milstead sagði að seinast hefðu þeir ekið að brú á ánni og fleygt vopnunum þar t' ána. Levinson, verjandi Boyds viður- kenndi að skjólstæðingur sinn hefði verið viðstaddur þegar Fred Blac- kmon var myrtur en staðhæfði að Milstead hefði hins vegar stjórnað aðgerðum og framið morðin. - Boyd lét koma sér í alvarleg vandræði, sagði hann. - Hann gerði hins vegar ráð fyrir að fólkinu yrði ekki gert mein, það ætti bara að hafa út úr því peninga. Milstead réði öllu, hélt Levinson áfram. - Boyd gerði sér ljóst að hann var í vandræðum. Hann sagði að Milstead hefði beðið um stóru byss- una til að skjóta Eveleyn og að Boyd hefði verið eftir í bílnum, þegar Milstead fór inn í skóginn með Evelyn. Dauðadómur - Þessi tvö morð voru framin með köldu blóði og það var Robert Denton Milstead einn sem það gerði, sagði Levinson. - Látum ekki orða William Boyd við þann verknað. í mars 1987 komst kviðdómur hins vegar að þeirri niðurstöðu að Boyd væri sekur um tvö morð að yfirlögðu ráði. Kviðdóniur mælti með lífstíð- arfangelsi en dómarinn bætti um betur og dæmdi Boyd til dauða í rafmagnsstólnum. Lögunt samkvæmt áfrýjast dóm- urinn sjálfkrafa og meðan niður- stöðu er beðið, hefst Boyd við á dauðagangi í ríkisfangelsinu. STORKOSTLEGT TIIBOÐ! riftf Engin úíborgun en jafnar mm ■! qreióslur í allt aó 24 mánuði. nm m Fyrsta greiósla mánuói eftir aó kaup eru geró. Eldhúsinnréttingar - KVIK úrvalsinnrétting- I ar frá Danmörku. : Aóstoóum við uppsetningu eí óskaó er. Heimilisraftæki í úrvali. (Bauknetht eldunar- og kælitæki, FRIGOR- frystikistur, eldhústæki frá KITCHEN AID, HUGIN, ELRAM o.fl. Italskar - flísar frá TERRA NOVA SSICED ceramiche Málning: Málning og málningarvörur frá SJÖFN. parketió er löngu landsfrægt fyrir veró og gæói. Allt í baóherbergió - damÍXaböndunartæk /// GUSTAVSBERG hreinlætistæki o.fl. _ X / / ‘TZ.aafUd y'zeíóiá a. tuzóta aat. BYGGINGAVORUVERSLUN Kiki4inn, SAMBANDSINS Alltafhéltt KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 á könnunni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.