Tíminn - 10.12.1988, Side 14
14 -V HELGIN_________________________________________
lllllillllll ITÍMANSRÁS ............................... ...................... ...................... .............. ....... :;!|!i|||'íl|
Sigrún S.
Hafstein
IAF NOLDRI
Laugardagur 10. desember 1988
GETTU NU
Það er ekki áhættulaust að gefa
nöldrurum „frítt spil“ í fjölmiðli
eins og ég hef í þetta sinn. í mér
(eins og flestum íslendingum)
blundar nefnilega þörf til þess að
láta ljós mitt skína og segja hinum,
þessum og öllum til syndanna. En
þar sem ég er að eðlisfari frekar
værukær og ekkert óeðlilega lang-
rækin þá hef ég aldrei stungið
niður penna eða tekið upp símtólið
til að tjá mig á þeim vettvangi sem
fjölmiðlar af vafasömum rausnar-
skap leggja almenningi til, svo
hann geti tjáð sig um málin.
Með s.k. „frjálsu" útvarpsstöðv-
um vænkaðist hagur nöldraranna
(og hinna) þar sem „símatímar"
urðu lykilorð í því að halda uppi
líflegri útvarpsdagskrá. Dag-
skrárgerðarmenn virðast þó oft og
tíðum nota þennan vettvang til að
fylla upp í dagskrána og til að
breiða yfir eigin hugmyndafátækt
og hvíla þar með sjálfa sig og aðra
frá skífuþeytingunni. Fólk er þess-
vegna hvatt til þess að hafa skoðun
á öllu sem til fellur.
Hjá tilteknum útvarpsmanni var
það meira að segja svo, að honum
þótti bara betra ef fólk hafði engar
greinanlegar skoðanir á hlutum
sem geta talist skipta máli, heldur
átti það að tjá sig um persónuleg
mál eins og t.d. ástalífið og hjóna-
bandið. Því kræsilegri sögur því
betra, og þá skipti engu máli þó
greinilegt væri að margir viðmæl-
endanna væru búnir að „skvetta"
aðeins í sig. Einnig kom það fyrir
að fóik sem augljóslega hafði topp-
stykkið ekki alveg í lagi fékk að
láta ljós sitt skína, og er erfitt að
koma auga á að þessum einstakl-
ingum hafi verið gerður greiði með
þessu örlæti og djúpa skilningi
útvarpsmannsins, sem hafði þann
eina tilgang að þjóna þeim hvötum
sem yfirleitt eru ekki hátt skrifaðar
hjá mannskepnunni og láta þar
með eigin „stjörnu" skína skærar.
En það eru ekki bara dagskrár-
gerðarmennirnir sem mættu hressa
upp á gráu sellurnar. Dágóðum
hluta af því fólki sem nennir að
hafa fyrir því að hringja í „síma-
tímana" (hvað finnst þér og allt
það), væri mestur greiði gerður
með því að það væri alltaf á tali hjá
fleirum en Hemma Gunn. Enda er
það nú svo að furðanlega stór
hópur „símafólksins" hefur ekkert
annað til málanna að leggja en að
segja hvað það hafi verið rosalega
erfitt að ná sambandi, í mesta lagi
kemur innlegg í umræðuna varð-
andi það hvar fást ódýrustu ham-
borgararnir í bænum eða að alltof
margir keyri lúshægt á vinstri ak-
rein (og eru þá karlarnir með
bílasímana alveg sérkapítuli). Ef
ljósvíkingurinn er heppinn fær
hann í lokin mikið hrós fyrir
þáttinn.
Nú ætti lesendum að vera Ijóst
að ég hef fengið mína útrás og
friður verður áfram í símatímunum
fyrir mér, enda ekki á það bætandi
hvað margir þeirra eru heimskuleg-
ir og þreytandi.
Að lokum get ég þó nefnt dæmi
um skondinn „símatíma" sem
hlustandi er á. Hann er á Rás 2 á
þriðjudagsmorgnum en þá er til
þjónustu reiðubúinn fulltrúi frá
leiðbeiningastöð húsmæðra. Síðast
fengu hlustendur að heyra það
a.m.k. 10 sinnum hvernig á að ná
kertavaxi úr jóladúkunum og
bræða súkkulaði, enda er ég farin
að efast um sannleika þess að
aldrei sé góð vísa of oft kveðin.
Konan sem sat fyrir svörum sýndi
þó alveg aðdáanlega þolinmæði
gagnvart tregðunni í viðmælendun-
um. Ég ætla ekki að ljóstra
leyndarmálum leiðbeiningastöðv-
arinnar upp hér, en bendi á að
vandamálið verður örugglega aftur
til umræðu n.k. þriðjudag ef ég
þekki útvarpshlustendur rétt.
í1..'
Fæstir munu hafa þurft
hjálp við að þekkja fossinn
fagra á myndinni hér í skot-
inu fyrir viku. Hann var
Hjálp í Þjórsárdal.
Enn er það fagurt fossa-
landslag sem við biðjum
lesendur að þekkja. Hvað
heitir áin og dalur sá hinn
fagri sem hún fellur í. í
dalnum bjó fremdarbóndi
mikill á fyrstu öldum ís-
landsbyggðar.