Tíminn - 10.12.1988, Side 15

Tíminn - 10.12.1988, Side 15
Hann er ekki neitt framúrstefnulegur frekar en frændur hans í Japan, en mér finnst hann persónulega líta vel út. Tímamyndir Pjetur Gefur fátt eftir nema verðið Það heyrir ávallt til nýj- unga þegar komið er fram með nýjar bílategundir frá fjarlægum löndum og svo er og með þennan Gemini sem við höfum til umfjöllunar núna. Þetta er nýjasta framleiðsla fólksbíla frá sömu verk- smiðjum og hanna, setja saman og selja þann ágæta Isuzu Trooper, en hann ætti að vera trygg- um lesendum „Á fjórum hjólum“ að nokkru kunn- ur eftir fjallaferðina yfir Pokahryggi í sumar. Þessi nýi Isuzu Gemini er sendur á markað undir slagorðinu „Stóri smábíllinn“, hvernig sem manni ber nú að skilja það upp á móður- málið okkar kæra. Að mínu mati er þetta einn miðlungsbíllinn til viðbótar á fólksbílamarkaðinn hér á íslandi. En hvers vegna er þá Bílvangur að flytja inn nýjan fólksbíl, þegar bílasala hefur auk þess dregist saman verulega frá því í haust? Þannig er eðlilegt að spyrja og þessari spurningu hef ég líka varpað fram til Bílvangs- manna. Svörin eru skýr. Þeim hefur ekki flogið í hug að reyna að flytja Gemini inn fyrr en núna í seinni tíð þegar ljóst hefur verið að þeir geti boðið hann á lægra verði en aðra sambærilega bíla. Hann er nú með alla ódýrustu fólksbílum sem framleiddir eru í Japan og er þá mikið sagt í þeirri miklu sam- keppni sem verið hefur þar í landi um áratugaskeið. Á japanska vísu En þá vakna enn aðrar spurning- ar sem neytendum er auðvitað skylt að varpa fram (og ég geri hér af því að nú er ég að þykjast vera að skrifa fyrir neytendur, þó ég sé bara að leika mér á þessum bílum um helgar), og nú eru það spurn- ingar um gæði, þægindi og hönnun. Svörin eru einnig nokkuð skýr og nú ætla ég að svara sjálfur þar sem þetta er ekki viðtal í nærmynd af sölustjóra Bílvangs. Bíllinn stenst á allan hátt samanburð við aðra japanska bíla að gæðum og „perf- ormans" nema ef vera skyldi með einstaka undantekningum. Þessi bíll sem ég tók til aksturs var af venjulegri gerð ef segja má svo í texta. Hann er líklegur til að verða nokkuð vinsæll sökum verðsins og hann er einnig þess legur að hann á ekki eftir að valda væntanlegum og núverandi eigendum neinum trega í daglegri umgengni. Þetta er samsagt tilvalinn bíll til að eiga ef menn eru að hugsa um að komast á milli staða og komast ferða sinna á þægilegan og öruggan hátt. Fyrir fingurgóma Það sem er frábrugðið við Gem- ini af því sem sést um leið og bílstjórinn sest inn, er sú umgjörð sem öll stjórntæki eru felld að. Þar á ég við það sem kallað er í bæklinugm „fingertip control“ og gæti útlagst stjórntæki fyrir fing- urgóma, eða eitthvað á þá leið. Þetta á að sjást vel á mynd hér á Séð inn ( stjórnklefann sem greinilega er með frönskum hreim. Eina stjórntækið sem er við stýrishjólið, er stefnuljósa- rofinn. + Lipur, spar- neytinn, ódýr, japanskur, traustur. Svolítil götu- hljóð, fram- sætisfellingar- takkinn. síðunni og eyði ég ekki frekari orðum í að skýra út fyrirbærið. Það er þó ekki með öllu óþekkt og hefur m.a. borið fyrir augu þeirra sem sest hafa inn í franska iystibíla síðustu ára. Það er reyndar engu líkara en að sá japanski sé nýkom- inn úr Evrópureisu og hafi nælt sér í hreim. Eitt prik fyrir góða út- færslu á stjórntökkum! Gott að ganga um Þá er það aðkoman að bílnum. Hann er á allan hátt þægilegur þegar tekið er tillit til þess hvernig komast má inn og út úr farartæk- inu. Einnig er þess að gæta að mjög þægilegt er að ganga um afturhurð- ina á þessum þriggja dyra sem ég hafði til reynslu fyrir hönd okkar ágæta dagblaðs - Tímans. Mjög lipurt var t.d. að komast inn með lítinn farangur jafnt sem stórkalla- legan. Met ég það út frá þeim mælikvarða mínum að þegar ég á það til að gleyma að hugsa um farartækið sjálft þegar ég er að snúast þetta í bænum eins og venjulegur smáborgari, hljóta amboðin að vera í lagi. Fólksbíll í miðjuflokki er eins og hann á að vera þegar eigandi eða umráða- maður er ekki einatt að reka sig á að hann er með akkúrat þennan bíl í notkun en ekki einhvern annan. Þegar farartækið verður þannig hlutlaust í höndum þess sem notar það, hlýtur það að vera eins og það á að vera. Annað prik fyrir það! Framsætisfellingartakkinn Þá er það einn og einn galli sem ég verð að finna að eins og venjulega, enda er ég í þessu verki til að vera aldrei fullkomlega ánægður. Það er eins og fyrri daginn að ekki taka Japanar mark á því sent ég hef verið að prédika hér í þáttum mt'num signt og heil- agt varðandi takkann sem ætlað er að fella fram framsætið þannig aö hægt sé að nota aftursæti þriggja dyra bíla. Þannig er að þegar maður hefur einu sinni fellt fram framsætið til að hleypa einhverjum afturí, enda sit ég sjálfur helst aldrei í aftursætum, gerist það sama og í Toyota, Mitsubishi, Nissan og fleiri þriggja dyra fólks- bílum. Sætið fellur ekki aftur í halla sem hægt er að notast við. Sætisbakið stendur beint upp í loftið og þú verður að gjöra svo vel að eyða dýrmætum tíma í að laga þetta. Það sem er þó verst af öllu er að þú verður að nota tvær hendur til verksins (svo það er eins gott að vera ekki með neitt í höndunum) og þú verður að beygja þig niður í götu til að gera framsæt- ið aftur nothæft. Þetta var ekki svona í gömlu góðu bjöllunni svo þekkt dæmi séu tekin. Þarvarþessi takki ofarlega á bakhliðinni og þar með var hægt að stjórna fullkom- lega þeim halla sem átti að vera á sætinu, með annarri hendinni. Hvað um það. Þeir hljóta nú að fara að taka við sér þarna austurfrá því þetta er í þriðja sinn sem ég bið þá að laga þetta og það í þriðja sinn á þessu ári. Eins og ekkert væri Nú er að snúa sér að því hvernig bíllinn er í keyrslu og eru fram- leiðendur ekki teknir í bólinu með þann mikilvæga þátt í bílasmíði. Þetta hefur reyndar ekki alltaf verið sjálfsagður hlutur hjá bíla- framleiðendum, og nægir að nefna gömlu gerðina af Land-Rover í því sambandi, en hér er þétta í góðu lagi. Sá sem Tíminn reyndi var með vökvastýri eins og ekkert væri og þykja mér það gæði umfram verð. Þá var fjöðrun með þeim hætti að ekki er neitt út á hana að setja enda gormar við hvert hjól og alsjálfstæð fjöðrun að framan. Það var reyndar sama hvað ég reyndi að velta honum til í sviptingum á lokaða æfingarsvæði Tímans í efri- byggðum Árbæjar - hann gaf sig ekkert hvað varðar grip og festu. Stílhreinn Þegar allt þetta hefur verið upp talið má geta þess í lokin að mér finnst persónuíega að útlit Gemini sé gott og stílhreint. Sérútgáfurnar af honum eru meira að segja tals- vert sportlegar að sjá. Miðað við vélarafl í sléttaogfelldafjölskyldu- bílnum sem ég prófaði, er ekki ósennilegt að hann sé að grunni til efni í mun meiri bíl en þær útgáfur gefa til kynna sem þegar eru komar til landsins. Svo er það ein spurning í lokin fyrir hjónin í Breiðholtinu. Hvern- ig verður með varahlutaþjónustu? Þessu hafa innflytjendur þurft að svara. Þeir benda á að með fyrstu sendingunni af bílum hafi líka komið fyrsta sendingin af varahlut- um. Þeir benda einnig á að áður en fyrstu bílarnir voru fluttir inn hafi verkstæðismennirnir fengið eitt eintak til að rífa í parta og setja saman aftur, sjálfum sér til ánægju og væntanlegum Gemini-eigend- um til öryggis og léttis. Krístján Björnsson r. tlPi o: 'deáémb'e'r/1-988. A FJÓRUM HJÓLUM: Reynsluakstur Þriggja dyra UMBOÐ BÍLVANGUR Isuzu Gemini LT1300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.