Tíminn - 11.01.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 11. janúar 1989 Könnun Félagsvísindastofnunar HÍ, fyrir Húsnæðisstofnun ríkisins varðandi húsnæðismál á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu: Tíundi hver Reykvíkingur 20-70 ára býr í kjallara Um tíundi hluti tvítugra til sjötugra Stór-Reykvíkinga býr í kjallaraíbúöum - yfirleitt leiguíbúdum. Um 13% íbúa höfuðborgarsvæðisins bjuggu í leiguíbúðum á almennum markaði fyrir að meðaltali um 21.800 krónur á mánuði (flestir á bilinu frá 13-30 þús.) s.l. sumar. Þess utan búa 9% borgarbúa í öðru leiguhúsnæði (hjá ættingjum, vinum, félagasamtökum eða í eigu opinberra aðila) fyrir 13.700 kr. mánaðarleigu að meðaltali (á bilinu 4-23 þús. kr.). Samtals búa því um 22% fólks á svæðinu í leiguíbúðum og um þriðjungur þessara leiguíbúða er kjallaraíbúðir. Aðeins fimmti hver eigandi kjallaraíbúðar býrí þeim sjálfur. Verulegur munur er uð þessu leyti á búskaparháttum utan höfuðborg- arsvæðisins. Aðeins2% landsbyggð- armanna búa í kjallaraíbúðum og þar af er um helmingurinn sem á þá íbúð sjálfur. Hlutfall þeirra sem leigja á almennum markaði eraðeins um 4% og mánaðarleiga þeirra er um fjórðungi lægri en í höfuðborg- inni. Hlutfall þeirra sem búa í öðru leiguhúsnæði cr að vísu litlu lægra en í borginni, eða um 7%, cn mjög oft er þá um leiguíbúðir sveitarfélaga að ræða. Húsaleiga þessa hóps er um helmingi lægri en í höfuðborginni, cða um 7.600 kr. að meðaltali miðað við s.l. sumar. Þessi mismunur á högum lcigj- enda eftir landshlutum er meðal þess sent fram kom í víðtækri könn- un sem Félagsvísindastofnun HÍ gcrði fyrir Húsnæðisstofnun ríkisins, með megináherslu á húsnæðismál landsbyggðarinnar. Lægri húsaleiga (og íbúðaverð) á landsbyggðinni mun þó oft sýndur gróði en ekki gefinn. Þegar kynding- arkostnaður íbúðanna var athugað- ur kom mikill munur í Ijós, eins og sjá má á meðfylgjandi tölum um mánaðarlegan kyndingarkostnað að meðaltali á 120 fermetra íbúð. Höfuðborgarsvæði .... 3.130 kr. Aðrar hitavcitur ...... 4.130 kr. Rafmagnshitun.......... 7.370 kr. Samkvæmt könnuninni búa um 78% borgarbúa og um 89% lands- byggðarmanna, 20-70 ára, í eigin húsnæði. Þar með eru talin þau 10-11% landsmanna yfirtvítugu scm enn búa í foreldrahúsum. Athyglivert er að fjórðungur þeirra landsbyggðarmanna, og 7. hver borgarbúi, sem leigja íbúð eða búa enn í foreldrahúsunt eiga hins vegar sjálfir íbúðir - sem þcir flestir hverjir annaðhvort lcigja öðrum eða hafa ekki fulllokið byggingu á. Af landsbyggðarmönnum á aldr- inum 20-70 ára eru því 84% þegar orðnir íbúðareigendur, en sama hlutfall er 72% á höfuðborgarsvæð- inu. Má þetta hlutfall íbúðareigenda líklega tcljast sæmilega hátt þegar haft er í huga að 15% þess aldurs- hóps sem könnunin nær til eru ungmcnni á aldrinum 20-24 ára, lang flest enn ógift og mörg enn í skóla. Giska má á að lengri skólaganga ungra borgarbúa geti átt þátt í lægra hlutfalli íbúðareigenda þar. Þá kom ]' Ijós að þó nokkrir eiga fleiri cn eina íbúð. Þannig reyndust nær 3% þeirra sem búa í eigin tbúð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt eiga íbúð úti á landi og um 5% landsbyggðarfólks eiga aukaíbúð á höfuðborgarsvæðinu. í könnuninni kom hins vegarekki fram hve margir eiga fleiri en eina íbúð á þeim stað sem þeir eru búsettir, t.d. Reykvík- ingará höfuðborgarsvæðinu. -HEI Hátt í helmingur fólks á höfuðborgarsvæðinu býr í blokkar-, kjallara- eða risíbúðum en aðeins rúmur þriðjungur í einbýlis- eða raðhúsum. Út á landi búa 73% í einbýli eða raðhúsum, en aðeins 12% í blokkum, kjöllurum eða risíbúðum. Arnarungi, en talið er að 21 ungi hafi komist á legg í sumar. Haförnum virðist fjölga jafnt og þétt á íslandi, en hætta steðjar nú að fleiri tegundum: 4 teg. í hættu Svo virðist sem íslenski haförninn sé í sókn og fuglafræðing- ar telja að ríflega tuttugu ungar hafi komist á legg úr varpinu frá í fyrra og mikið hefur sést af ungfugli. Á sama tíma og örnum fjölgar eiga aðrir fuglar undir högg að sækja. Fuglafræðingar og Fugla- verndunarfélag íslands hafa áhyggj- ur af nokkrum fuglategundum, sem nú teljast í útrýmingarhættu. Þær tegundir sem nú er óttast um eru: keldusvín, þórshani, snæugla og haftyrðill. Að miklu lcyti er átroön- ingi forvitinna kennt um en fleira kemur þó til eins og framræsla mýrlendisf Fuglaverndunarfélag íslands var stofnað upp úr 1960 til verndar erninum. Þá hafði hann þegar veriö friðaður í ein 50 ár en hafði samt sent áður ekkert fjölgað. Síðan þá hefur honum fjölgað jafnt og þétt þó ekki séu allir jafn hrifnir af þeirri þróun. Allar náttúruverndaraðgerðir seg- ir Fuglaverndunarfélagið vera kostn- aðarsamar og fagnar áhuga stjórn- valda á að auka fjárveitingu til umhverfisverndar. Ennþá eiga ernir víða í heiminum í vök að verjast. Má sem dæmi nefna hvíthöfða ameríska örninn - skalla- örninn - sent er í útrýmingarhættu. Nú er arnarstofninum hér á landi svo komið að síðastliðið sumar komu fimmtán arnarpör upp 21 ungunt. Önnur 24 pör héldu sig við óðöl en urpu ekki eða varpið misfórst. 29 ernir sáust á árinu ungir eða stakir fullorðnir og hræ eins fannst. Hér á Islandi eigum við því láni að fagna að bændur hafa mjög góðan skilning á náttúruvernd og er þeim mikið að þakka hversu vel verndun stofnsins hefur gengið. Af öðrum fuglum í útrýmingar- hættu má nefna keldusvín sem óvíst er orðið um hvort verpi hérlendis. Ævar Petersen sagði náttúrufræði- stofnun þægð í upplýsingum þess efnis hvort einhverjir teldu sig hafa orðið fuglsins varir. En minkur og framræsla mýrlendis hafa líklega átt stærstan þátt í útrýmingu hans. Þórshaninn ereinnig í útrýmingar- hættu hér á landi. Einna stærstan þátt í því taldi Ævar truflun á varpstöðvum eiga. „Þórshaninn er víða finnanlegur svo sem á Grænlandi, í Síberíu og víðar. En Island var eini staðurinn þar sem hægt var að skoða hann án teljandi fyrirhafnar. Milli Stokkseyr- ar og Eyrarbakka var varpstöð um tuttugu para. Þetta var nokkuð sem allir leiðsögumenn erlendra ferða- manna vissu um. Því varð þessi varpstöð fyrir miklum átroðningi og lagðist að lokunt af,“ sagði Ævar. Haftyrðill og snæugla eru einnig að hverfa úr íslensku lífríki en orsakir þess eru að öllum líkindum loftslagsbreytingar frekar en eitt- hvað annað. Þetta eru fuglar sem kunna best við sig í kulda og síhækk- andi hitastig hérlendis á ekki við þá. Bæði forsvarsmaður Fuglavernd- unarfélagsins og Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun vildu leggja sérstaka áherslu á það sem þeir töldu frumskilyrði verndunarinnar. En það væri að ágangi ferðamanna væri haldið frá varpstöðvum og heimkynnum fuglanna. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.