Tíminn - 11.01.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.01.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 11. janúar 1989 Húsnæðisneyð í velmeg- uninni í Vestur-Þýskalandi Við erum stödd í Miinchen, í Ringeisstrasse 11. Tugir dyra liggja að löngum dimmum gangi og eru allar númeraðar. Það er verið að endurnýja íbúð nr. 26. Lítil forstofa, örlítið baðherbergi, eins metra djúpar svalir, svefn- og setustofa, allt í allt tæplega 30 fermetrar. Samkvæmt samningi er íbúðin leigð búin húsgögnum, þ.e. einu rúmi, tveim stólum, fjórum myndum á vegg, sjón- varpstæki, borði við eldhúsvaskinn, þrem göfflum, tveim hnífum, kaffivél. Leigan er900 vestur-þýsk mörk á mánuði. Síðasti leigjandinn á nr. 26 var Paolo Bergantino. Þegar hann var búinn að borga húsaleiguna átti hann eftir 500 mörk. Meira en 60% af laununum hans, eltir að skattar voru frádregnir, fóru í liúsa- leiguna. Sjúkrabílstjórinn Bcrg- antino sá sitt óvænna og yfirgaf húsnæðið. Allt að því þriöji hver lágtekju- maður (þá er miðað við 1500 ntarka mánaðarlaun) verður að láta af hendi meira en helming nettólauna sinna fyrir húsnæði að því er borgaryfirvöld í Munchen fullyrða. Þau segja svo langt gengið að láglaunafólk þurfi ckki lengur að ómaka sig við að leita að leiguíbúð, það gcti bara gengið beint inn á félagsmálastofnun og þegið sitt framfæri þaðan, það sé ckki nokkur leið aö framfleyta sér á lágurn launum og þurfa að greiða húsaleigu. Ástandið í Munchen er að vísu í versta lagi. En tillmeigingin er í sömu átt víöast hvar í stórborgum Vestur-Þýskalands, í Stuttgart og Köln, í Frankfurt og Hamborg - þar sem þröngt er búið, og ekki aðeins þar, breiðisl út húsnæðis- neyð. Húsaleigan hækkar hraðar en tekjurnar og þaö gjald sem greiða þarf fyrir þak yfir höfuðið rekur marga á ystu nöf í lífsviöur- væri. Neyðin bitnar verst á láglaunafólki Þessi neyð hittir einkum fyrir Uegstu stéttir velmegunarþjóðfé- lagsins. Sá sem getur reitt af hendi 12-15 mörk eða - eins og tilfellið er í Múnchen - allt að 20 mörk á fermetrann, þegar 1500 mörk fyrir þriggja herbergja íbúð dregur ekk- ert úr lífsgæðum viðkomandi, finn- ureftirskamma leit íbúð við hæfi. Það er hins vegar ódýru híbýlin sem hörgull er á, s.s. í gömlurn óvandaðri byggingum á 7-8 mörk fermetrinn. Það eru eigendur þess- ara íbúða sem geta valið leigjendur og hafnað að vild. Auðvitað eru margir sent gera sér ekki Ijóst að íbúðarhúsnæði kostar sitt. Enn er sú skoðun s útbreidd að almennileg íbúð cigi > ekki að kosta meira en 600 mörk. annars gæti maður jú ekki leyft sér \ að reka almennilegan bíl! En hvað varðar þá mörgu sem f leita sér að ódýru húsnæði snýst málið ekki unt fína bílinn. 60% allra fjölskyldna með sérlega lágar . tekjur, þriðjungur nýgiftra hjóna (undir þrítugu) og helmingur ein- stæðra foreldra verja nú þegar meira en fjórðungi nettótekna til t húsnæðis og þá er ekki reiknaö | með rafmagni og hita. Fjórðungur launanna í þessum tekjuhópum þýðir það að húsaleig- an er 300-400 mörk. En málið er það að í stórborgunum eru engar \ íbúðir finnanlegar á þessu verði, ; verðið er tvöfalt hærra. Bilið milli framboðs og eftirspurnar fer sí- breikkandi Sífellt breikkar bilið milli fram- boðs og eftirspurnar á íbúðum. í samkeppninni um íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. heltast fljót- lega úr lestinni skólanemar, barn- ntargar fjölskyldur, lífeyrisþegar, atvinnulausir, útlendingar o.s.frv. Þeir sem þykja vænlegri borgunar- menn hrekja þetta fólk úr notaleg- um eldri byggingum í miðbænum í háhýsin í úthverfunum, í leigu- hjallana sem byggðir voru eftir 1950 eða jafnvel í hóp hinna heim- ilislausu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur nú komið í Ijós að í Vestur- Þýskalandi cru íbúðir einni milljón færri en álitið hafði vcrið. Stjórnmálamenn eru þess vegna farnir að gera kröfu um að nieira veröi byggt af íbúðarhúsnæði. Ög til þess þarf fé. „Sex milljarðar marka hvert ár á næstu árum;“ segir yfirborgarstjóri Hannover. Og hann veit urh hvað hann er að tala. Biðraðirnar við íbúðaúthlut- un borgaryfirvalda verða stöðugt lengri. Það eru mörg þúsund manns í hverri slórborg sem eru illa launaðir og eiga þess vegna rétt á félagslegri íbúð, að því er kenn- ingin segir. Hins vegar fá þeirenga úrlausn þar sem húsnæði á við- ráöanlegu verði er hreinlega ekki til. í Frankfurt eru skráð 10.000 „neyðartilfelli", í Stuttgart og Mannheim 3.000 til 4.000. í fyrir- myndarríkinu Baden-Wurttem- berg metur yfirborgarstjóri Stuttgart, Manfred Rommel, ástandið svo að „brýn" þörf sé á a.m.k. 15.000 nýjum félagslegum íbúðum. Þar eru hins vegar reistar 200 nýjar félagslegar íbúðir á ári. Eftirspurnin hækkar líka verðið á ódýrasta húsnæðinu. Samtök leigjenda í Stuttgart segja meðöllu ófinnanlegt luisnæði undir 10 mörkum á fermetra. Og jafnvel þeir sem treysti sér til að borga slíkt verð verði að bíða lengi eftir húsnæði. Þannig eru að meðaltali 100 umsækjendur um hvcrja íbúð sem losnar. Velmegun aldrei meiri í landinu - og aldrei meiri húsnæðisskortur Varla gcta andstæðurnar orðið meiri. Eftirsex vaxtarár í efnahags- málum eru fleiri kraftmiklir bílar á götunum en nokkru sinni fyrr og vcstur-þýskir ferðalangar flykkjast í ódýr ferðalög til Suðurhafa og til Bangkok. Kaplar fyrir milljarða marka eru lagöir um allt land þar sem 25 sjónvarpsstöðvar gera al- menningi lífið bærilcgra. Efna- hagssérfræðingarsegja að á nýbyrj- uðu ári verði neysla fólks í miklum blóma. Og á sama tíma geta hundr- uð þúsunda með engu móti fundið viðunandi íverustað. Þannig gerist það í veimegunar- ríkinu að við útgáfustaði blaða myndast hálfgert stríðsástand þeg- ar þau koma út með íbúðaauglýs- ingum. Neyðaráköll eru hengd á tré í almenningsgörðum, á veggi kaffihúsa: „Leita að íbúð. 1000 mörk greidd fyrir upplýsingar." Þegar fréttist af fallegri íbúð á skikkanlegu verði upphefst hörð og óvægin barátta þar sem öllum brögðum er beitt, töfrum, eða peningum, viðbragðsflýti eða dirfsku. fbúðaleit ereins og úrvals- kenning Darwins í frantkvæmd. Þeir sem minni eru fyrir sér eiga þar varla neina ntöguleika. Stjórnmálamenn bera ábyrgðina Að svona illa er komið húsnæðis- málum í Vestur-Þýskalandi má að miklu leyti kenna þeim sem taka stjórnmálalegar ákvarðanir. Sam- tök vestur-þýskra leigjenda segja að ríkisstjórn kristilegra og frjáls- lyndra demókrata hafi komið íbúðabyggingum í metólestur með „hrapailega vitlausum ákvörðun- um“ og „vanrækslu sem ætti að varða við lög“. Óbeint staðfesta sérfræðingar Öllum ráðum er beitt í húsnæðis- leitinni. Þessi ungi maður í Vestur- Berlín er gangandi húsnæðisaug- Iýsing. stjórnarflokkanna að aumleg stjórnmál í Bonn verði að teljast a.m.k. meðábyrg. Ef ekki verður stefnubreyting í íbúðabygginga- málum spáir frammámaður í flokki kristilegra demókrata því að innan skamms tíma verði að finna raun- veruleg fátækrahverfi í þýskum stórborgum. Fleiri taka undir þessa gagnrýni á stjórnmálamennina í Bonn. Þeir byggi ákvarðanirsínará „barnaleg- um ímyndunum og lítilli nákvæmri skilgreiningu vandans”. Eins og við er að búast lítur húsnæðismálaráðherrann, Oscar Byggingar á félagslegu húsnæði í byrjun 8. áratugarins þóttu sýna fram á að í óefni væri komið. Þar fór saman hátt verð og óviðunandi íbúðahverfi. Schneider, öðrum augum á málið. Hann sagði 1986 að húsnæðismark- aðurinn væri í jafnvægi um allt land. Leigjendur hefðu aldrei fyrr getað valið úr svo miklu og marg- víslegu framboði húsnæðis. Og húsnæðisstefna hans hefði leitt til enn annarra hlunninda fyrir leigj- endur, leiga hefði aldrei hækkað eins lítið frá því húsaleiguvísitala var tekin upp. Reyndar leit út fyrir um tínra að þetta stæðist. Á árunum 1985 og 1986 stóðu að-mati sérfræðinga um 250.000 íbúðir auðar í öllu Sam- bandslýðveldinu. Þá lækkaði leigu- verð. En húseigendur báru sig illa og leigjendasamtök og stjórnar- andstæðingar virtust bara hlægileg- ir þegar þeir kvörtuðu undan hús- næðisstefnu stjórnvalda. Þá gat Oscar Schrieider útmálað næstum himneskt ástand þar sem leigjendur áttu í hlut. „Á sama tíma og leigjendur og kaupendur geta valið úr sífellt fjölbreytilegra úrvali verða leigusalar og seljendur oft að lækka verðið," sagði hann. Sú húsnæðisstefna sem tekin var upp 1983 virtist bera fljótt ávöxt. Mörgum þótti tími til kominn að venda sínu kvæði í kross í húsnæð- ismálum. Félagslegar íbúðarbygg- ingar voru eins og leifar frá eftir- stríðsárunum, steinrunnið tákn um vitlausa notkun fjár á tímum áætl- unarbúskapar. Yfir fjórar milljónir félagslegra íbúða höfðu verið byggðar eftir stríðslok með aðstoð skattaíviln- ana og ódýrra lána frá ríkjunum. Fallegar og verðmætar íbúðir í þægilegu umhverfi voru þar á meðal. En allt frá því á áttunda áratugnum hafa byggingaverktak- ar af síauknum ákafa þjappað saman óvinsamlegum fjöldafram- leiddum borgum og fjölskyldu- geymsiuturnum á jörðina, sem eru hvort tveggja í senn óíbúðarhæf og rándýr. Það lá í augunt uppi að það var ótækt að halda áfram byggingu félagslcgra íbúða við þessar að- stæður. Sóun á opinberu fé varð félagslegum íbúð- um að falli En útreikningurinn var sér- kennilegur. Til að geta leigt þessar félagslegu íbúðir fyrir 6 eða 7 mörk á fermetrann urðu opinberir aðilar að leggja fram tvöfalda eða þre- falda þá upphæð, og það þó að íbúðahúsnæði í einkaeigu væri hægt að fá leigt á aðeins þrem til sex mörkum hærra verði. Félagslegar íbúðabyggingar urðu fórnarlömb opinberrar sóun- ar. Á sama tíma og hvaða bygg- ingameistari sem var gat farið fram á að ríkið greiddi næstum hvaða upphæð sem er upp í kostnað hans voru framleiddar lélegar félagsleg- ar íbúðir á lúxusverði. Því fór líka fjarri, og kom æ berlegar í ljós, að þetta ríflega niðurgreidda húsnæði lenti í hönd- um þeirra þurfandi. eins og þeim var þó ætlað. Þeirn var úthlutað næstum eins og í happdrætti. Stór hluti íbúðanna var líka á endanum nýttur af öðrum en til var ætlast. Það var aðeins á því augnabliki sem leigjandinn flutti inn sem hann varð að sýna fram á að hann væri tekjulágur. Hann hélt svo áfram að búa í íbúðinni löngu eftir að hann hafði komist í hærri og betur launaða stöðu. Að vísu voru með tímanum teknar upp í mörgum borgum reglur sem áttu að afnema ósanngjörn forréttindi leigjenda. En þó að sektir ættu að jafna ntuninn margborgaði sig fyrir betur launaða borgara að búa í ódýrri félagslegri íbúð en að leigja á frjálsum markaði. Enda búa í félagslegum íbúðum borgarstjórar, yfirkennarar og hátt launaðir deildarstjórar í iðnfyrir- tækjum. En óréttlátastur og oft vitlausast- ur reyndist hinn gífurlegi munur á leiguverði félagslegra íbúða eftir því hvenær þær voru reistar og hversu mikilla niðurgreiðslna þær hafa notið. fbúar viðfelldinna húsa sem byggð voru upp úr 1960 borg- uðu 4,50 mörk á fermetra. Ung hjón sem tíu árum síðar fluttust inn í byggingar í geymsluturnastíl eins og þá tíðkuðust urðu að láta sér lynda að greiða 7 mörk á fermetra. Breytt um stefnu og aukið á mismunun Og þar með er ekki öll mismun- un upptalin. Á sama tíma og leigan í eldri húsunum hefur staðið í stað hækkaði jafnt og þétt með skömmu millibili leigan í nýrri og leiðinlegri byggingunum. Því að milli þessara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.