Tíminn - 28.01.1989, Page 2

Tíminn - 28.01.1989, Page 2
12 I HELGIN Laugardagur 28. janúar 1989 rkviviwu a Hnr Námskeið Landssamband framsóknarkvenna hyggst standa fyrir eftirfarandi námskeiðahaldi á næstunni. Námskeiðin munu heQast í byrjun febrúar og standa fram að páskum. Eru þau öllum opin og verði stillt í hóf að venju. Staðsetning námskeiðanna fer eftir þátttöku á hverjum stað. 1. Félagsmálanámskeið. Grunnnámskeið fyrir byrjendur í fundarsköpum, ræðumennsku og eflingu sjálfstrausts. Kennarar verða: Unnur Stefánsdóttir, Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Ásdís Óskarsdóttir. 2. Framhaldsnámskeið. Raddbeiting og framsögn. Kennari: Baldvin Halldórsson, leikari. Undirstaða í ræðutækni fyrir sjónvarp, hljóðvarp og ræðustól. Kennari: Kristján Hall 3. Námskeið fyrir framkomu í fjölmiðlum. Framkoma í hljóðvarpi og sjónvarpi. Undirstöðuatriði í greinarskrifum og blaðaútgáfu. Kennari: Amþrúður Karlsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Þátttaka tilkynnist til Ingu Þyrí Kjartansdóttur í síma: 91-24480 sem fyrst L.F.K. m Steingrímur Fundir um atvinnu- og efnahagsmái Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, heldur fundi um at- vinnu- og efnahagsmál á eftirtöldum stöðum: Austurland, laugardag 28. jan. Valaskjálf kl. 14.00. Vestfirðir, sunnudag 29. jan. Félagsheimilinu, Patreksfirði kl. 15.00. Norðurland-V, laugardag 4. febr. Varmahlíð kl. 14.00. Norðurland-E, miðvikudaginn 1. febr. Hótel KEA kl. 21.00. Allir velkomnir Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Sunnlendingar Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Aratunga, mánudag 30. jan. kl. 21.00. Flúðir, þriðjudag 31. jan. kl. 21.00. Vestmannaeyjar, Skansinn, miðvikudag 1. febr. kl. 20.30. Framsóknarvist Haraldur Framsóknarvist verður haldin n.k. sunnudag 29. janúar að Hótel Lind kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Stutt ávarp flytur Haraldur Ólafsson dósent. Framsóknarfélög Reykjavikur ■ RAUÐ- KEMBINGAR ur þar að og var nú hálfu verri en nokkru sinni áður. Lauk því svo að hann grandaði bátnum með allri skipshöfn. Þar galt bóndi fyrir óþol sitt, því sagt var að mjaldurinn haldi sig aldrei á sömu miðum lengur en 20 ár. 70 hvalategundir I Konungsskuggsjá mun mega lesa að í norðurhöfum séu um 70 hvala- tegundir og ekki að undra þótt margt finnist misjafnt í slíkri vöðu og skal hér fáeinna getið. Þar á meðal var barðhvalurinn, sem var 30-40 álna langur og hafði 70 tennur. Á stærð við hann var fiskdrekinn, sem ekki var alillur, því hann rak oft fisk og síld inn á firði. Fiskdrekinn hafði þá undarlegu nátt- úru að hann þyrmdi mönnum alltaf, nema þeir berðust svo að blóði væri úthellt og hvalir söfnuðust þar að. Þá var sem hann skildi ganginn í öllu og rak aðra hvali óðara burtu úr valnum og blóðinu. Fiskdrekinn var talinn ætur vel, en ekki mátti veiða hann sökum þessarar gagnsemi hans. Þá eru nefndir skeljungur, slétt- bakur og steypireyður, en hún þótti flestum hvölum merkari. Mælt var að sjómenn hefðu ímugust á skelj- ungnum, því honum hætti til að glettast við báta og slá þá með bægslum og sporði. Hann var afar sprettharður og stakk sér oft lóð- beint á höfuðið. Stundum sáu menn hann sofandi, þannig að hausinn stóð bcint upp úr sjávarfletinum. Sumir sögðu hann afar mikinn vexti, 70-80 álna langan og afar ólman að ljósta skip. Átti hann til að steypa sér yfir þau á siglingu. Ekki þýddi að beita hjá honum, því hann var óðara kominn fyrir þau aftur. Skcljungs- nafnið er dregið af því að hann mun vaxinn skeljum utan. Sumirsegja að hann sé sá hvalur er alþýða kallar hnúfubak. Hvalveiðiskip, Mínerva að nafni, skaut á skeljung, er lá sem dauður. Fóru þrír menn að stinga hann með lensu í hjartastað, því það þótti vissara ef líf leyndist með honum. Reru þeir þverbeint að bægsli hans, sem eru stærri en ann- arra hvala. En þá rankaði hann við sér og sló bátinn sundur með bægsl- inu og þann manninn sem þverast var fyrir og fótinn af öðrum. Sléttbakurinn var talinn mann- skæður og gátu sumir þess til að hann væri sama skepnan og rauð- kembingurinn ógurlegi. Reyðurin Reyðurina eða steypireyðina töldu menn lengsta hvala að fornu: 100-130 álna langa. Hún var sögð allra hvala gæfust og best átu. Næðu menn ambrinu úr haus hennar, þá var talið að menn hefðu þar eitt besta meðal til ýmissa lækninga, svo sem augnveiki, líkþrá, riðu, höfuð- verk og öllum sóttum sem nöfnum tjáir að ncfna. Reyðurin galt þess hve gæf hún var og launuðu menn henni það illa, því sagt var að hún verndaði báta fyrir öðrum hvölum. Var því talið ills viti að gera henni mein, þótt oft væri hún nokkuð nærgöngul. Því er sagt að illmenni eitt kastaði steini í blásturshol hennar, þegar hún úti á reginhafi hafði varið bát hans fyrir illhveli og hann sloppinn í land, en hún fast við fjöruna. Festist steinn og reyðurin drapst. Maður þessi varð síðan ólánsgrey. Áðurnefndur Rauðalækjar-Sig- urður segist einu sinni hafa verið að fiska á svonefndu Sviði á Faxaflóa. Þar kemur þá allt í einu steypireyður Farmenn á fyrri öldum ur&u að vera við öilu búnir. Kannske er það rauðkembingurinn sem þjarmar að kaupfarinu hér á myndinni, sem er frá 16. öld. Skipshöfnin virðist ekki eiga sér mikla lífsvon. Hvalur skorinn. Ekki verður sagt að skepnan sé frýnileg. mikil og fer svo nærri bátnum að þá félaga undraði. Síðan tók hún hring í kringum þá. Síðan annan og svo þann þriðja. Þeir félagar minntust þá þess að sú er ein af bjargráðatil- raunum hennar, þá hún vill verja báta fyrir illhvelum, að hún fer þrjá hringi í kringum bátinn, til þess að verja vöðunni upp úr og að honum. Sigurður kveðst þá hafa horft út fyrir borðstokkinn og séð eitthvað mó- rautt í kafinu. Bað hann þá að róa þaðan. Og það gerðu þeir og var þá reyðurin horfin, því hún fer aldrei nema þrjá hringi. En jafnskjótt og þeir voru komnir spölkorn í burtu gaus þar upp mikil vaða sem bátur- inn hafði verið og voru það allskonar hvalir með ærslum miklum og busli. Sáu þeir Sigurður að óviss hefði undankoman orðið, hefðu þeir verið kyrrir. Hafmús Mað hvölum mun eiga að teljast mardýr það, sem sjómenn kalla hafmús. Segja þeir hana háa sem burst að framan með löngum skolt- um og smálækkandi og mjókkandi aftur í löngum, sterkum hala. Marg- ar sagnir voru fyrr meir af henni meðal austfirskra sjómanna. Sögur úr Vopnafirði hermdu að á síðustu öld hefðu oft komið hvalavöður ferlegar þar inn á fjörðinn. Var ein þeirra svo stór að sjórinn var ólgandi landa á milli, enda voru þarna komn- ar allar þær hvalategundir sem menn höfðu spurnir af og áttust þær við með miklum sporðaköstum. Þar á meðal var hafmúsin og ærið ferðmik- il. Stundum barði hún sjóinn á báðar hliðar með halanum, svo sjórinn varð hvítfyssandi. En stundum beygði hún hann innundir sig eða rétti hann lóðbeint upp, svo hann varð til að sjá sem siglutré á skipi. Einu sinni reru tveir menn á sjó frá Bakkafirði. Annar var stór og sterkur og hét hann Jón. Hinn var maður lítill. Allt í einu heyrðu þeir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.