Tíminn - 28.01.1989, Side 3
I
Laugardagur 28. janúar 1989
HELGIN
13
til hafmúsar úti við hafsbrún og tóku
þegar að róa til lands, því það segja
menn að þegar til hafmúsar heyrist
við hafsbrún sé rétt að leggja til
lands. En Jón hinn stóri varð mátt-
laus af hræðslu og gat ekkert róið.
En sá litli reri af öllum mætti og
komst að duggu sem þar var undir
seglum. Hleyptu duggarar nrilli haf-
músarinnar og bátsins og tóku þeir
bátinn með þeim félögum upp á
þiljur. En það mátti ekki tæpara
standa, því þar með rann músin á
hina hlið skipsins svo hart að það
barst úr stefnu og tók dýfur. Duggar-
ar hleyptu þá undan. En hafmúsin
hvarf, er hún náði ekki mönnunum.
Katthvelið
Enn vitnum við til Rauðalækjar-
Sigurðar. Kveðst hann á sínum tínra
hafa verið á fiskiskipi og var skip-
stjóri norskur. Lágu þeir inni á
Héraðsflóa þegar þar kom að hvalur
einn, sem enginn þekkti fyrir víst á
skipinu, en helst var talið að væri
katthveli. Hefur það þau sérkenni
að það er dökkt á bak, hvítt á kvið
og með stuttan, snubbóttan haus og
kampa mikla, sem kettir hafa beggja
megin munnvikja. Hvalurþessi lagð-
ist að skipshliðinni og lá þar grafkyrr
ofansjávar allan daginn. Aldrei gátu
þeir rennt færi af borði þeim megin
um daginn. Höfðu skipverjar ömun
af hvalnum, því í hver sinn sem
maður gekk eftir skipinu renndi
hvalurinn augunum á eftir honum,
eins og hann vildi ekki missa sjónar
af honum. Skipverjar vildu þá stinga
hann með teinum eða fleinum og
fæla hann í burtu. En skipstjórinn
harðbannaði það og sagði að skepn-
an væri þá vís til að slá skipið með
sporðinum og brjóta gat á það. Létu
menn að orðum hans. Um kvöldið
seig hvalurinn loks niður með skip-
inu og sáu þeir hann ekki fyrr né
síðar aftur.
Eyjólfur sem á sinni tíð bjó á
Unaósi sá katthveli skríða á fjórum
fótum yfir Fles undir Ósfjöllum!
Búri
Búri eða búrhvalur segja menn að
sé sami hvalur og öðru nafni er
kallaður nauthveli, því þegar hann
kenrur upp úr sjónum drynur og
bylur í honum eins og graðungi. Því
standast naut ekki að heyra til hans
og þjóta í sjóinn. Að Unaósi varð
eitt sinn að hýsa kýr unr hábjartan
daginn, því þær höfðu heyrt í búra
og vildu f sjó fram. Við búra eru
allar sjávarskepnur svo hræddar að
hákarlar hlaupa upp á þurrt land
undan honum!
Var það um 1800 í Þorlákshöfn að
þar bjó auðugur bóndi, sem átti
graðung mikinn. Einu sinni kom svo
mikil hvalavaða þar úti fyrir höfninni
að enginn þorði á sjó, því þar var
margt stórhvela og sum þeirra ill. En
yst í vöðunni var nauthveli, sem
drundi og beljaði ógurlega. Hélt það
öllum hinum fyrir innan sig.
Þegar þessu hafði farið fram um
þriggja vikna skeið þótti Þorláks-
hafnarbóndanum eigi til góðs að
gera. Vissi hann að nauthvelið
mundi ekki hverfa brottu fyrr en það
fengi vilja sinn. Hann leysti því út
graðunginn. Var mikill sveimur á
honum. En er hann heyrði til hvals-
ins rak hann upp stór augu og tók
hvor undir við hinn. Svo hóf hann
þegar rás í sjó fram og synti óðfluga
beint í ginið á nauthvelinu. Hvarf
það þegar til hafs og öll vaðan
dreifðist á eftir, svo hver gat róið
sem vildi.
Stökkull
Og áfram má bera niður í ríkulegu
úrvali illhvela í hafinu við landið á
fyrri dögum.
Stökkull eða léttir hét hvalur,
minni en rauðkembingur en léttfær-
ari. Sagt var að hann kæmi stökkv-
andi upp úr sjónum með þeim glæsi-
brag að sjá mátti fjöllin undir bugðu
honum. Verða því háir skellir og
boðaföll er hann kemur niður. Sækir
han eftir því að láta sig falla niður á
báta og hvað annað sem ofan sjávar
er. Það er tillag forsjónarinnar að
hvalur þessi hefur fituhnúð eins og
nokkurs konar blöðku framan á
hausnum ofanvert við augun og
felur hún honum sýn, nema þegar
hann er í uppivöðunni, því þá slæst
hún aftur á hausinn. Ef ekki væri
blaðka þessi mundi varla nokkrum
báti fritt þar sem stökkull er nærri.
Svo er sagt að eitt sinn dembdi
stökkull sér ofan á þilfar á kaupskipi,
svo haus tók öðrum megin út af
skipinu, en sporðurinn hinum
megin. Skipsmenn urðu mjög
hræddir, en varð þó fyrir að þeir
tóku sagir og fleiri verkfæri og
söguðu hvalinn sundur, svo sinn
bútur féll hvorum niegin út af skip-
inu, en á meðan vatnaði yfir mikið
af þilfarinu og lá við að fyllti, áður
en þeir jusu skipið.
Taumur
Hann er litlu stærri eða svipaður á
vöxt og stökkullinn. Hann segja
m'enn að dragi nafnið af því að aftur
úr kjaftvikum hans séu rauðbleikar
rákir, eins og taumar. Sumir menn
segja að það sé taumurinn, sem
stundum er kallaður stóri hnýfill.
Taumur er hraðfara hvalur og bátill-
ur. Sækir hann á að leggjast undir
bátana og stundum þvert Qg er hann
‘kreppist saman, brýtur hann báta
sundur tvöfalda. Stundum kemur
hann langsum upp undir þá og
hvolfir þeirn, en stundum slær hann
þá í sundur með sporðinum eða
bítur part úr þeim. Hann er fastur
við mið og heiftrækinn. í Tíðavísum
Jóns prófasts Hjaltalíns segir frá því
er hvalur hvolfdi bát í Breiðdalsvík:
Ut á salinn ufsa fór
eitt úr Breiddal sigludýr.
Þessu hvalur hvolfdi stór.
hrepptu hana rekkar þrír.
Þetta segja menn aðjværi taumur.
Klakkur
Klakkur heitir hvalur einn illur og
viðsjáll, þó oftar kallaður klakkfisk-
ur. Er það orsök til nafnsins að hann
kemur aldrei upp fyrir vatnsborð, en
réttir úr kafinu þrjár kryppur. Það
ber vott um stærð þessa hvals að
bilið á milli klakkanna eða krypp-
anna, sem vatnar yfir, er eigi ntinna
en þrír til fimni faðmar.
Þessi skepna þykir nrjög varasöm
fyrir báta og getur verið nrannskæð
á stundum. Fyrir síðustu aldamót
elti hann bát úr Vopnafirði og komst
sá bátur nauðuglega undan.
Guðmundur hét maður Guð-
mundsson úr Efstadal í ísafjarðar-
sýslu. Hann var dugandi sjósóknari.
Svo bar til að hann reri til fiskjar við
sjötta mann fyrir mynni Skötufjarð-
ar. Höfðu rnenn þá undanfarna daga
sé klakk úti á'Djúpinu. Þeir Guð-
ntundur tóku að draga fisk. En þá
brá allt í einu svo við að klakkurinn
kom úr kafinu undir bátinn og braut
hann, en saug þegar í sig alla menn-
ina, nema unglingspilt, sem komst á
kjölinn og varð bjargað. Sagði hann
frá atburðum og lét þess getið að
aldrei hefði hann sé klakk koma úr
kafi eftir að hann hafði sulgið menn-
ina. Þessi nraður á að hafa verið
lifandi 1911.
Og hér látum við lokið þessunt
merkilegu sýnishornum úr dýra-
fræðideild íslenskra þjóðsagna og
munnmæla. Til allrar lukku hafa
fæstar þessara skepna lifað fram á
vora daga. En það verður að játa að
dularfyllra og meir spennandi hefur
hafið verið í gamla daga, þegar allar
þessar óvættir voru á ferð. En nútím-
inn hlífir engu slíku. Dulúð undir-
djúpa hafsins er að mestu fyrir bí.
Þar hefur ekki spurst til rauðkemb-
ingsins í háa herrans tíð. Én við
hverju er að búast þegar meira að
segja þorskurinn er að hverfa!
Bændur - RI JT.T.UTÆKNI 1989 - Bændur
Getur KRONE og rúllutækni 1989 sparað þér meira en kr. 100.000.- ?
KRONE KR rúllubindivélar.
* Baggastærö 120 (Einnig fáanlegt 100 og 150).
* Tvö landhjól á sópvindu. COft aukabún. hjá öðrum).
* Yfirstærð af dekkjum. ( Oft aukabún. hjá óðrum).
* Þrýstimælar á báöum hliðum. (Aðeins á KRONE).
* Aflnotkun frá 25 kw (35 hö). ( Læzsta aflþörfin. )
* Mest selda vélin til margra ára.
POKKUNARVELAR
WRAP A ROUND
Verö á KRONE KR 125 í tilboði er 15%
lægra eða kr. 525.000,- í stað 625.000.-
Lækkunin er kr. 100.000,- Til að nýta sér
þetta veröur að hafa samband fyrir 1.
febrúar 1989.
Staðbundin
Einbindikerfi.
Fest á þiúengibeisli.
Sjálflosun.
Verð kr. 270.000.-
AUTOWRAP
Dragtengd.
Lyftibúnaður.
Einbindikerfi.
Sjálflosun.
Verð kr. 380.000,-
AUTOROLL
Dragtengd.
Lyftíbúnaður.
Tvíbindikerfi.
Sjálfvirk pökkun frá upphafi.
Sjálflosun.
Verð kr. 450.000.-
DÆMI.
RIKO ••••••••••••••••••• Ámoksturstæki.
SILOTrTE Pökkunarfilma.
BALEMASTER Baggagreipar.
WARFAMA. Rúllufl.vagnar.
Krónur.
KRONE KR. 125 625.000.
AUTOWRAP 380.000.
Samtals.
1.005.000.
Afsl. v/tilboð 100.000.
Magnafsl. 2,0% 18.100.
Stðgr. afsl. 2% 18.100.-
Samtals
136.200,-
ÚTSÖLUVERÐ ER ÞVÍ:
KR. 868.800.-
TF.AGI.E rúllusaxari.
Verö kr. 249.000,-
ECON afrúllari.
Verö kr. 176.000,-
VETO ámoksturst.
Verð frá kr. 160.000.-
Afsláttur ef keypt eru tvö tæki 2.0%
ti n þijú tæki 2.5%
ti tt Qögur tæki 3.0%
ti n fimm tæki 3.5%
STADORF.TDSI .UAFSLÁTTUR 2.0%
VIÐBJOÐUM
Þjónustu.
Rekstraröryggi.
Gæði.
Endingu.
Munið að hafa samband fvrir 1. febrúar !
Vélar og Þjónusta Járnhálsi2 Sími 83266