Tíminn - 28.01.1989, Side 7

Tíminn - 28.01.1989, Side 7
Laugardagur 28. janúar 1989 HELGIN 17 með því að tæma sjóði hans. Mikill biturleiki skapaðist milli Tzu-hsi og frænda hennar. Um síðir taldi hann að eina lausnin væri að drepa yfirgeldinginn og fangelsa hana. En hann var svikinn af emb- ættismönnum sínum, sem óttuðust að breytingarnar mundu kollvarpa þeim sjálfum. Því fór svo að keisar- inn var sjálfur hnepptur í varðhald. Ekki þorði hún að láta drepa hann, en nánustu samverkamenn hans drap hún eða dæmdi í útlegð og setti eigin menn í hans stað. Perla, fylgikona Kuang-hsu, kraup á kné fyrir henni og bað hana að hlífa keisaranum við frekari auðmýkingu. Hún vogaði sér meira að segja að láta liggja að því að hún hefði ekki umboð til þess að grípa fram fyrir hendurnar á keisaranum, sem færi með umboð himinsins. Tzu-hsi rak hana burtu og lét fangelsa hana. Þar með var stjómartíð keisarans og draumar hans um nýja tíma á enda. Hún hélt honum föngnum og settist sjálf á valdastól aftur. En áhuginn á Kína, þesSu landi, sem svo lengi hafði verið lokað, var að vaxa og erlendis höfðu menn mikla samúð með Kuang-hsu. Breski sendiherrann lét í veðri vaka að mikillar óánægju gætti í Englandi með þróun mála. Dreka - keisaiá- ynjan varð fokvond vegna þessanar erlendu samúðar og hið gamla at- lendingahatur hennar bálaði upp að nýju. Boxara uppreisnin „Boxararnir" voru hreyfing sem átti uppruna sinn meðal erkiaftur- haldssamra æskumanna í Kuan hér- aði í Shantung. Þeir voru ákafir útlendingahatarar og nafnið drógu þeir af hnefaleikaæfingum, sem þeir stunduðu á laun og iðkuðu til þess að espa sig upp í berserksgang. Kjörorð þeirra var „Drepum villi- mennina". En þar sem þeir voru ákaflega hollir Ch'ing-keisaraættinni og þjóðernissinnaðir, valdi Tzu-hsi þá til þess að vera eins konar þjóðar- varðlið og studdi þá með ráðum og dáð. Brátt hófu þeir manndráp og brennur. Enginn trúboði né Kínverji sem hafði látið skírast var óhultur. Nokkrir ráðherra Dreka - keisara- ynjunnar vöruðu útlendinga við og ráðlögðu þeim að hafa sig úr landi hið bráðasta. Þeir voru afhöfðaðir. Þegar erlendir sendiherrar sendu henni skjal þar sem þeir kröfðust að hún segði af sér og að Kuang keisari yrði settur í hásætið á ný, orgaði hún: „Hvemig voga þeir sér að efast um vald mitt? Ég skal útrýma þeim!“ Erlendum ríkisstjórnum leist ekki á blikuna og ákveðið var að senda herlið inn í Kína til hjálpar því fólki sem enn varðist í umsátri og var helst í breska sendiráðinu. Það var nær eina hús útlendra manna sem uppi stóð eftir íkveikjumar. Alþjóð- legt herlið tók Tientsin og hélt nú af stað upp með járnbrautarlínunni til Peking. Keisaraynjan horfði gröm á þegar óróinn í borginni óx og fólk bjóst til að flýja upp í hæðirnar. Er hersveitirnar nálguðust gerði hún' enga tilraun til að hafa áhrif á rás viðburða en tók að undirbúa eigin flótta og keisarans. Öllum fylgikonunum var skipað að koma á fund hennar og var eftirlæti keisarans, Perla, þar á meðal. Vesalings stúlkan hafði enn ekki lært sína lexíu og sagði að keisaranum bæri að halda kyrru fyrir í Peking. Tzu-hsi var ekki í neinu skapi til þess að hlusta á eitthvert múður. „Hendið þessari væflu niður af múrnum,“ skipaði hún. Hún ýtti Kuang-hsu burtu, þegar hann fleygði sér á kné við fótskör hennar og bað vinu sinni griða. „Látið hana deyja þegar í stað,“ skipaði hún enn. Nú mátti engan tíma missa. Óvinurinn var við borgarhliðin. Klædd sem smábændur hóf hirðin nú flóttann og var ekið í gömlum gripavögnum. Heim úr útlegð f fyrsta skipti á æfinni fékk keis- araynjan nú að reyna hvernig Iíf vanalegs Kínverja var. Á fyrstu dögum útlegðarinnar varð hún að gista á lélegum krám, þar sem gnótt var af flóm og ekki annað til matar en lélegur hafragrautur. Hún komst við af neyð almúgans og deildi út gjöfum og kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir kjörum fólksins í einangr- uninni í „Borginni forboðnu." En þetta eymdarlíf stóð ekki lengi. Einnig í útlegðinni var hún brátt umlukin óhófsmunaði. Henni létti mjög er hún frétti þann 1. júní 1901 að friður hefði verið saminn og að hún gæti tilkynnt þann dag er hún mundi snúa heim. Hún hélt inn í Peking með dýrðlegu föruneyti, silkifánar blöktu, ljósker blikuðu og blómum var stráð hvarvetna. Hún var viss um að sig mundi enginn áfellast og utan við borgina færði hún fljótsguðinum fórn. Smátt og smátt tókst henni að telja sér trú um að hún hefði engan þátt átt í grimmdarverkunum og heilsaði hverjum útlendingi með sérstakri kurteisi og alúð. Hún krafðist að sagan yrði endurrituð og að allar tilskipanir hennar til Boxar- anna yrðu útmáðar. Henni hafði loks skilist að útlendu ríkin höfðu yfirhöndina og síðustu árin gaf hún út tilskipanir um endurbætur, sem meira að segja Kuang-hsu hefði mælt með. Keisarinn hafði átt illa daga eftir að þau komu úr útlegðinni. Honum voru fengnir kærulausir geldingar til þjónustu sem elduðu honum lélegan og bragðvondan mat og þegar raf- magn var leitt inn í höllina var ekki hirt um að leggja það í híbýli hans. Endalokin En lok ævidaganna voru nærri hjá þeim báðum og bar þau að þannig að ætla mætti að þar hefði verið um mikinn örlagadóm að ræöa. tn sennilegra er að eiturbyrlanir hafi verið orsökin. Sumarið 1907 fékk keisaraynjan vægt heilablóðfall og árið eftir veikt- ist hún af blóðkreppusótt. Sú hesta- heilsa sem hún hafði löngum notið var á undanhaldi. Þegar hún lagðist í rúmið lagðist keisarinn veikur sam- tímis. Hann var sagður þjást af nýrnaveiki, en læknir sá, sem sóttur var til hans, kvað hann engjast af kvölum, haldinn sjúkdómseinkenn- um sem hann aldrei hafði séð fyrri. Hann lést á silkibeði sínum að morgni hins 14. nóvember 1908. Fyrir andlátið hripaði hann á blað bölbænir um þá konu sem komið hafði honum í hásætið. Tuttugu og fjórum stundum síðar lét Tzu-hsi færa sig í hinn hefð- bundna kufl eilífðarinnar, sneri and- litinu í suður og dó. Nærstaddir sögðu að henni hefði virst létta er hún spurði lát keisarans. Hafði hún gert út af við hann með eitri? Enginn var alveg viss. Því er þó við að bæta að þennan síðasta sólarhring var tveggja og hálfs árs gamall frændi Kuang-hsu leiddur á fund hennar og útnefndur keisari. Hann hét Pu‘i og um hann hefur verið gerð margrómuð kvik- mynd - síðasti keisarinn. Hún var grafin með mikilli viðhöfn. En tuttugu árum eftir útför- ina réðust ræningjar inn í gröf henn- ar og stálu þeim gripum sem lagðir höfðu verið hjá henni. Líkinu var fleygt til hiiðar, eins og rusli. SKIUÐ SKATTFRAMTAU f TÆKATÍÐ Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagMO.febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggjaframmi hjá skattstjórum æm jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvaegt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á _ þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af laununí SÍÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER 10.FEBRÚAR. RSK RÍKISSKATTSTJÓ.RI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.