Tíminn - 28.01.1989, Blaðsíða 8
18
HELGIN
Laugardagur 28. janúar 1989
I
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL
Rithöfundurinn var
myrtur fyrir skrif sín
Hann skrifaöi bók og gagnrýndi ríkisstjórn hinum megin á hnettinum.
Var þaö ástæðan fyrir þremur byssukúlum í líki hans
eöa bjó meira undir?
Hillview Court var staður þar sem
John Warren rannsóknarlögreglu-
maður í Daly City í Kaliforníu átti
síst von á að flækjast í milliríkjadeil-
ur klukkan 9.15 á björtum og svölum
októbermorgni árið 1984.
Þar sem Dale City er nú, var fyrir
hálfri öld nánast ekkert. Þangað lá
Mission-strætið upp úr San Fran-
cisco og varð að slóða upp í Mateo-
fjöllin uns það hvarf. Nú er Daly
City 80 þúsund manna blómlegt
úthverfi með stórkostlegu útsýni.
íbúarnir eru ósköp venjulegt fólk.
Lögreglumenn á eftirlitsferð
brugðust við kalli stöðvarinnar um
að huga að manni sem lægi í blóði
sínu. Ómögulegt var að segja hvað
væri á seyði. Þetta gæti verið slys en
það gæti líka verið afleiðing rifrildis.
Þegar þeir komu á staðinn, var
þar fyrir miðaldra, kínverskur karl-
maður sem lá í stórum blóðpolli á
bílskúrsgólfi. Fyrsta verk lögregl-
unnar var að athuga hvort maðurinn
væri lifandi. Veikur hjartsláttur
benti til að svo væri og þá var kallað
á sjúkrabíl. Augljóst var að athuga
þurfti málið nánar svo rannsóknar-
íögreglan var líka kölluð til. John
Warren og félagi hans Robert Ha-
bernas komu á vettvang.
Þegar þar var komið sögu, var
orðið ljóst að sár Kínverjans gátu
ekki stafað af neinu slysi. Hann var
með tvo mikla áverka á kviði sem
líktust hnífstungum. Áhöfn sjúkra-
bílsins taldi hins vegar augljóst að
þetta væru skotsár og það leyndi sér
alls ekki að sárið milli augna manns-
ins var eftir byssukúlu.
Þegar Warren og Habernas komu
voru sjúkraliðar að hlúa að mannin-
um sem var blóðugur frá hvirfli til
ilja en enn með lífsmarki. Síðan var
ekið með hann á næsta sjúkrahús en
lögreglumennimir sneru sér að aust-
urlenskri konu sem talaði góða
ensku og sagði að særði maðurinn
væri eiginmaður sinn, Henry Liu.
Áður en tími gafst til að líta nánar
á bílskúrinn, bað konan lögreglu-
mennina að koma með sér inn í
íbúðina og þeir gerðu það. Húsgögn
voru dýr og vönduð og allt ríkmann-
legt inni. Hún bauð þeim sæti en
áður en konan hóf mál sitt, hringdi
síminn. Verið var að tilkynna lát
Henrys Liu frá sjúkrahúsinu.
Undarleg ásökun
Warren tilkynnti eiginkonunni
það. Án þess að svara einu orði
snerist hún á hæli, gekk að bókaskáp
og valdi þar úr hillu þykka pappírs-
kilju. Hún kom með bókina til
lögreglumannanna og benti á vel
klæddan og þriflegan, roskinn Kín-
verja á kápumyndinni. - Þetta er sá
sem myrti manninn minn, tilkynnti
hún.
Hún rétti Warren bókina og hann
leit á myndina, titilinn og las síðan
innan á kápuna þar sem gerð var
grein fyrir forsíðumyndinni. Warren
hristi höfuðið og rétti félaga sínum
bókina en sneri sér að konunni. Hún
kvaðst mætavel vita að maðurinn á
bókinni væri ekki í Daly City, ekki
einu sinni í Bandaríkjunum en engu
að síður bæri hann ábyrgð á dauða
manns hennar.
Þá stundina fannst lögreglu-
mönnunum þessi staðhæfing ekkert
nema þvæla. Ekkja Henrys Liu
kenndi þjóðhöfðingja í framandi
landi um morðið. Fólki datt vissu-
lega margt furðulegt í hug, hugsaði
Warren með sér. Hann stakk upp á
konan gerði nánari grein fyrir orðum
sínum.
Hún sagði að þau hjón hefðu bæði
fæðst á meginlandi Kína fyrir 45
árum, skömmu eftir að herir komm-
únista höfðu rekið leiðtoga landsins,
Sjang Kai-Sjek í útlegð til Formósu
sem síðar var nefnd Taiwan. Þar
kom hann á fót útlagastjórn kín-
verska lýðveldisins.
Henry Liu hafði farið til Taiwan
ásamt fjölskyldu sinni og hlaut þar
menntun í herskóla. Áhugamál hans
voru samt skriftir og blaðamennska.
Hann hætti í hernum og fór að starfa
við skriftir og kennslu. Hann gerðist
æ óánægðari með útlagastjórn þjóð-
ernissinna og taldi hana gerspillta og
slæma fýrir almenning. Hann gat
heldur ekki sætt sig við hugsana-
ganginn á meginlandinu svo hann
ákvað að flytjast bara til Bandaríkj-
anna.
Liu hélt áfram að skrifa og árið
1975 var gefin út eftir hann ævisaga
Sjang Sjing-Kuo, annars tveggja
sona Sjang Kai-Sjeks og þá forseta
Taiwan. Bókin var gagnrýni á
leiðtogann og vakti reiði hans. Frú
Liu sagði að fram til þess hefði
maður sinn unnið með Sjang og
skriffinnum hans og tekið út þá kafla
úr bókinni sem Sjang var mest á
móti. Fyrir vinnu sína og til að
greiða ferðir sínar um Kína, fékk
Liu greidda 18 þúsund dollara, um
900 þús. IKR.
Dularfullir hettumenn
Þá barst sú saga til Taiwan að
Henry Liu væri sestur við að skrifa
aðra bók í samvinnu við K.C. Wu,
fyrrum náinn samstarfsmann stjóm-
ar Sjang Kai-Sjeks. Wu þessi var
sagður hafa undir höndum skjöl og
vita sitt af hverju um gerðir Sjang-
fjölskyldunnar og einkalíf.
Frú Liu vissi ekki gjörla í hverju
samstarf Lius og Wus var fólgið en
hún var sannfærð um að háttsettir
menn á Taiwan hefðu fyrirskipað að
maður sinn yrði myrtur. Beint eða
óbeint ætti þjóðhöfðinginn þar því
sökina.
Aðspurð hvort hún hefði orðið
vör við eitthvað óvenjulegt upp á
síðkastið svaraði hún að síðan á
sunnudag hefði hún séð tvo ókunn-
uga menn á hjólum um hverfið. Þeir
voru klæddir dökkum svitabolum
með hettum sem skýldu andlitunum
að mestu.
Gatan Hillview Court er blindgata
og endar nánast á brúninni á háum
þverhníptum kletti, þaðan sem sjá
má út á Kyrrahafið og niður á
útborgina Pacifica. Á klettinum em
bekkir og þangað streymir jafnan
fólk að skoða útsýnið.
Frú Liu sagðist iðulega hafa séð
ókunnu mennina sitja þarna á bekk
og virða jafn mikið fyrir sér húsin við
götuna og útsýnið og skrifa öðru
hverju eitthvað hjá sér. Hún kvaðst
Henry Liu var skotinn á heimili
sínu í San Francisco. Hann kom
við of mörg kaun í fjarlægu landi.
ekki hafa veitt þeim sérstaka eftir-
tekt, því þeir væm svo sem ekkert
skrýtnari en margir aðrir sem þarna
væm á ferii. Hún minntist þeirra
ekki aftur fyrr en hún kom að manni
sínum blæðandi á bílskúrsgólfinu þá
um morguninn.
Hún hafði síst af öllu vænst ofbeld-
is og datt ekki í hug í fyrstu að maður
hennar hefði verið skotinn. Allmikill
hávaði hafði þó vakið athygli hennar
en hann hljómaði ekki eins og
skothríð, öllu heldur eins og eitthvað
þungt, bækur eða spýtur hefði dottið
á steingólfið. Þar sem hún vissi að
Henry var að hlaða bílinn kössum
sem þau ætluðu með í verslun sína
við Fisherman's Wharf í San Fra-
ncisco, taldi hún að hann hefði misst
eitthvað svo hún fór að aðgæta.
Reiðhjól í vanskilum
Þegar Warren og Habernas
spurðu nágrannana kom í ljós að
margir þeirra höfðu einnig veitt
eftirtekt dökkklæddu hettumönnun- .
um á hjólunum. Fimmtán ára stúlka
í næsta húsi gat lýst mönnunum
allvel svo hægt var að teikna þá. Þeir
vom báðir austurlenskir útlits en
nær huldir frá hvirfli til ilja svo engin
sérkenni sáust. Stúikan hafði líka
séð þá skrifa eitthvað og skima í
kring um sig á húsin.
Ungur piltur í nágrenninu sagði
að einhver hefði tekið eftir tveimur
yfirgefnum reiðhjólum skammt frá
morðstaðnum, öðm bláu, hinu
rauðu. Enginn kom að vitja hjólanna
fram eftir deginum, en þau lágu illa
uppi á gangstéttinni. Fótgangandi
gerðu athugasemdir um krakka sem
ekki væri kennt að hugsa um eigur
sínar en enginn snerti hjólin. Loks
vom lögreglunni afhent þau.
Daginn eftir kom skýrsla kmfn-
ingalæknis. Þar kom fram að
skotsárið á enninu var banamein
Lius en sárin á kviðnum hefðu
einnig orðið banvæn ef maðurinn
hefði legið þama lengur. Með góðri
og skjótri læknishjálp hefði hann þó
getað náð sér af þeim.
Læknar náðu öllum þremur kúl-
unum og sú í höfðinu var stálslegin
og úr 38 hlaupvíddar byssu. Hins
vegar sögðu skotfærasérfræðingar að
kúlumar væm úr tveimur byssum.
Rannsóknarlögreglumennimir
vom nú allt í einu famir að vinna
með gagnnjósnadeild Alríkislög-
reglunnar FBI og fannst það ný
vinda á starfinu. Vissulega hefðu
þeir þurft utanaðkomandi aðstoð þó
ekki væri nema vegna tungumála-
örðugleika en þegar hópur manna
frá FBI var allt í einu kominn að hlið
þeirra, töldu þeir að eitthvað meira
en lítið hlyti að búa undir öllu
málinu.
Áður en sólarhringur var liðinn
frá morði Henrys Liu, hafði það
vakið mikla athygli. Samtök Kín-
verja við flóann settu á fót nefnd
sem krafðist réttlætis fyrir Henry
Liu og að Alríkislögreglan færi með
rannsókn málsins þar sem venjuleg
úthverfislögregla réði ekkert við
það. Reese yfirmaður lögreglunnar
í Daly City sagði að menn sínir væm
fyllilega starfinu vaxnir.
Togstreita milli ríkja
-Ég var að reyna að koma á fót
morðrannsókn, sagði hann. - f stað-
inn snerist þetta upp í meiri háttar
pólítísk átök á svæðinu.
Réttlætisnefndin ásakaði stjóm
Taiwan opinberlega fyrir að eiga að
minnsta kosti óbeinan þátt í morð-
inu. Reiðir sendimenn útlagastjórn-
arinnar komu til Daly City og til-
kynntu að ásakanirnar væru ósvífni,
enginn og ekkert á Taiwan ætti
minnsta þátt dauða rithöfundarins.
Warren rannsakaði reiðhjólin sem
fundust skammt frá morðstaðnum.
Á því bláa var merki sem sagði það
í eigu íbúa manns í San José, í 70 km
fjarlægð. Warren og Habemas heim-
sóttu manninn sem kvaðst hafa selt
hjólið. Sá kaupandi seldi það öðmm
sem síðan seldi það enn og loks varð
ferill þess rakinn til einnar stærstu
reiðhjólaverslunar í San Francisco,
þar sem eigandinn athugaði skrár
sínar.
-Já, ég seldi þetta hjól, sagði
hann. Hann kvaðst meira að segja
hafa selt annað rautt samtímis.
Kaupendumir byggju í leigublokk
við 19. stæti, sem einmitt var skammt
frá versluninni. Þegar þangað var
komið reyndust hafa búið tveir Kín-
verjar frá Taiwan í umræddri íbúð
um miðjan október. Meðan þeir
dveldu í Bandaríkjunum, væm þeir
skráðir til heimilis í Monterey Park
í Suður-Kalifomíu. Hins vegar hafði
maður að nafni Woo Hoo greitt
reiðhjólin með krítarkorti sínu.
Það að fá heimilisfangið var mikill
fengur út af fyrir sig. Þannig var
hægt að fá uppgefin öll símtöl frá
íbúðinni, hver hringdi, í hvem og á
hvaða tíma. Hringt var til Wu Tuns,
Tungs Kuei-Sen, Sjen Sji-Li og
Woo Hoo.
Alþjóðleg glæpasamtók
Með fyrirspumum í Monterey
Park var staðfest að Wu Tun og
Tung Kuei-Sen væm félagar í glæpa-
samtökunum „Bambus-genginu",
sem em alþjóðleg og engu minni um
sig en Mafían. Gert var ráð fyrir að
Wu og Tung væru báðir famir úr
landi, svo Warren ákvað að kynna
sér Bambus-gengið nánar. Félagar
þess vom taldir á bilinu 5000 til
80.000 um allan heim og starfsemin
var fjármögnuð af sölu fíkniefna af
öllu tagi. Tveir háttsettir menn sam-
takanna bjuggu í Bandaríkjunum.
Annar þeirra sem kallaður var „Guli
fuglinn“ hafði aðsetur í Houston í