Tíminn - 02.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 Tíminn 3 ASÍ segir aö fjöldi heimila sé rekinn með halla og boðar: SKAMMTÍMASAMNINGA OG10% LAUNAHÆKKUN „í öllu taUnu um vanda atvínnuveganna og haUarekstur fyrirtækja hefur vandi heimUanna gleymst. Hagur þeirra hefur breyst umtalsvert og fjárhagsstaða þeirra versnað undanfarna mánuði og það svo að mörg þeirra eru nú rekin með haUa,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í gær. Hagdeild ASÍ hefur tekið saman upplýsingar um versnandi stöðu heimilanna og samkvæmt þeim eru ástæðumar hækkandi verðlag um- fram tekjur og styttri vinnutími þannig að yfírvinnu hefur dregist saman. Þeir Ásmundur, Örn Friðriks- son, varaforseti ASÍ, og Ari Skúla- son hagfræðingur gagnrýndu nokk- uð meðaltalsútreikninga Félagsvís- indastofnunar um kjör fólks er birtir voru fyrir skömmu. Peir sögðu að þar sem launa- munur væri verulegur í þjóðfélag- inu og allmargir verulega hátt launaðir þá hleyptu þeir meðaltal- inu upp. í umræðunni um kjörin hyrfi vandi fjölda fólks og fjöl- skyldna, sem þægi laun samkvæmt töxtum, í öllu mcðaltalshjalinu. ASÍ mennirnir lögðu fram dæmi um fjárhag tveggja raunverulegra fjölskyldna og í annarri, þeirri betur stæðu, er heimilisfaðirinn járnsmiður, yfirborgaður og vinnur 50 tíma á viku. Konan vinnur verksmiðjustörf á taxta, 20 tíma á viku. f>au eiga tvö börn, bæði eldri en 7 ára og útgjöld þeirra eru 3/4 af útgjöldum vísitölufjölskyldu. Allar fjármunafærslur fjöl- skyldnanna í hverjum mánuði eru greindar á tímabilinu mars 1988- janúar 1989 og er miðað við út- gjaldaskiptingu vísitölufjölskyld- unnar. Mánaðartekjur fjölskyldunnar voru á bilinu 116.927 til 129.739. við þær bættust barnabætur en frá eru dregin opinber gjöld, lífeyris- sjóðstillag og stéttarfélagsgjöld og voru ráðstöfunartekjur á bilinu 101.742 til 112.637 en þegar búið var að greiða af húsnæði, kaupa í matinn, endurnýja fatnað og svo framvegis, voru eftir frá 7,8% niður í mínus 1,3% af ráðstöfunar- tekjunum. Það er um þessi mán- aðamót sem hallinn er 1,3% Hjá verr stæðu fjölskyldunni er húsbóndinn starfsmaður í mat- vælaiðnaði og fær greitt eftir hæsta taxta. Hann vann 8 yfirvinnutíma á viku þar til í september að hann hefur enga yfirvinnutíma haft. Konan vinnur við algreiðslu og hefur einn yfirvinnutíma á viku og föst útgjöld eru 2/3 af útgjöldum vísitölufjölskyldu. Þau eiga einnig tvö börn sem bæði eru eldri en 7 ára. Ráðstöfunartekjur fjölskyld- unnar að frádregnum skatti, félags- gjöldum og lífeyrissjóðstilleggi voru á tímabilinu frá 88.447-91.688 kr. Þegar útgjöld höfðu verið greidd samkvæmt útgjaldaskiptingu vísi- tölufjölskyldunnar var afgangs frá 8,8% niður í 1,9% frá mars til ágúst. Þegar yfirvinna húsbóndans féll út var hins vegar hallarekstur á heimiiinu sem nam 7,7% til 9,9% og á öllu tímabilinu var hallinn 1,8%. Ásmundur Stefánsson sagði í gær að miðstjórn ASÍ hefði rætt ítarlega á fundum undanfarið væntanlegar samningaviðræður og vegna óvissu í efnahagsmálum teldi hún að skammtímasamningar við atvinnurekendur kæmu helst til greina í stöðunni. Miðstjórnin hefur sent aðildar- félögunum hugmyndir sínar um komandi samningaviðræður. í hug- myndunum er gert ráð fyrir sam- floti í samningum, reynt verði að gera skammtímasamning strax í febrúar sem gilda skuli til ágúst- loka. Farið verði fram á 10% kaup- hækkun eða að náð verði kaup- mætti taxta í maí 1988. Þá verði gamla vísitalan tekin upp aftur, rauð strik komi inn í samninga, verðstöðvun verði haldið áfram og raunvextir verði lækkaðir. - sá FDutfall svaienda á hveiju tekjubiU sem eru ánægðir með fjárhagsafkomu fjölskyldunnar. % §100 X> 5 80 E60 6 40 ■a 20 to 0 30-60 60-90 90-120 120-150 150-180 180-210 210+ Hve ánægja fólks með fjárhagsafkomu sína fer lítíð eftír því hvað það hefur í laun kemnr glöggt í Ijós á þessu línurití Félagsvísindastofnunar, sem hleypur á 30 þús. króna launabilum. Félagsvísindastofnun - ánægja manna aukist við spennufall í þjóðfélaginu? Ánægjan vex ekki með eyri hverjum Telji einhver að hærri launaupp- hæðir hækki sjálfkrafa innistæður í „hamingjusjóðum" landsmanna fer hann villur vegar ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Fé- lagsvísindastofnunar. Stofnunin spurði þversnið þjóðarinnar í nóv- ember s.l. (öðru sinni á árinu) hvort það væri ánægt eða óánægt með afkomu sína og sinna. Niður- staðan virtist fyrst og fremst stað- festa spakmælið: „Nóg á sá sér nægja lætur“. I fyrsta lagi kom fram að nær ekkert fleiri fundust ánægðir í hópi þeirra sem hafa í kringum 200.000 króna mánaðartekjur en annarra sem þurfa að komast af með innan við fjórðungi þeirrar upphæðar. í öðru lagi kom fram að mun fleiri voru sáttir við sitt í nóvember heldur en í maí s.l. vor. Og í þriðja lagi kom fram að sú aukna ánægja fannst öll, og meira til, meðal þeirra sem höfðu innan við 120.000 kr. fjölskyldutekjur í nóv. s.l. en hins vegar hafði „fúlum“ fjölgað í hópi hátekju- manna - öfugt við það sem flestir kynnu líklega að ætla. Af öllu úrtakinu - sem ætlað er að sýna afstöðu íslendinga á aldrin- um 18 til 75 ára og eru í enhverju launuðu starfi - lýstu 63 af hverjum 100 sig ánægða með fjárhagsaf- komu sína og fjölskyldu sinnar. Hlutfall óánægðra hafði lækkað úr 41% í maí niður í 37% í nóvember. Hlutföll ánægðra eftir mismun- andi fjölskyldutekjum var sem hér segir (maí innan sviga); Hlutfall ánægðra: Tekjubil þús.kr. % nóv. % maí 30-60 57 (40) 60-90 52 (50) 90-120 55 (47) 120-150 61 (58) 150-180 68 (75) 180-210 65 (77) 210 + 80 (85) Meðaltal 63 (59) „Marktæk en veik fylgni er milli ánægju með afkomu og fjölskyldu- tekna svarenda ... Væntingar fólks virðast því vera afar mismunandi“, segir m.a. í skýrslu Félagsvísinda- stofnunar. Hátt hlutfall ánægðra í hópi þeirra sem hafa undir 60 þús. króna mánaðartekjum kemur mörgum kannski ekki hvað síst á óvart. Sá hópur er lítill, 2% alls úrtaksins, og því ekki ólíklegt að innan hans séu m.a. lífeyrisþegar í hlutastörfum, enda nær könnunin til fólks allt að 75 ára aldri, sem áður segir. Líklegt er að það komi ánægðu láglaunafólki á óvart að 5. hver fjölskylda skuli óánægð með 210.000 króna mánaðartekjur og þaðan af meiri. Nær 8. hver fjöl- skylda í landinu hefur mánaðar- tekjur yfír þessum mörkum - eða álíka margar og fjölskyldur sem hafa minna en 90.000 kr. mánaðar- tekjur. Hækkun olíu- verðs kemur útgerðilla í gær heimilaði verðlagsráð hækk- un verðs svartolíu og gasolíu. Gasolían hækkar úr níu krónum lítrinn í tíu krónur og tuttugu aura sem er um 13,3% hækkun en verð svartolíu hækkar úr 6700 krónum tonnið í 7350 krónur eða um ein tíu prósent. Að sögn útgerðarmanna leiðir þessi hækkun til 200 milljóna króna hækkunar útgjalda útgerðarinnar. Samkvæmt skýrslum Þjóðhags- stofnunar hefur afkoma útgerðar- innar versnað til muna og er nú rekin með um sjö prósenta meðalhalla. En fiskverð hefur ekki hækkað nema um fimm prósent síðastliðna átján mánuði. jkb Tímanmynd: Pjetur Rann í hálkunni Bílstjóri BMW bifreiðarinnar missti stjórn á bílnum og rann hann í hálkunni undir flutningabílinn. Töluvert högg varð við áreksturinn en engin slys urðu á fólki. Þess má geta að bamabílstóllinn í aftursætinu forðaði bami sem þar sat frá meiðsl- um. Óhappið varð á mótum Bitruháls og Grjótháls. Sjónarvotti varð að orði að engu væri líkara en BMW bifreiðin væri á spena hjá mjólkur- bílnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.