Tíminn - 13.05.1989, Side 11

Tíminn - 13.05.1989, Side 11
Laugardagur 13. maí 1989 21 HELGIN SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL til að vera á almannafæri. Sá þriðji var akfeitt heljarmenni sem leit ekki við öðru en stúlku- börnun, helst innan við tíu ára aldur. Þó hann hefði káfað á allmörgum þeirra og látið enn fleiri káfa á sér, hafði hann ekki valdið skaða og var því ekki álitinn nógu brenglaður til að öðlast „veiðileyfi“. Meðal þeirra 22 sem eftir voru, höfðu níu kynferðisglæpi á samviskunni en aðeins fjórum hafði tekist að framkvæma óyggjandi nauðgun. Verknaður sumra hinna var svo furðulega ruglaður að sálfræðinga þyrfti til svo hægt væri að tengja slíkt kynferðismálum. - Þá eru eftir fjórir, sagði Greischer við Dittmann. - Það er ekki sem verst. Á hvern þeirra veðjarðu? Otto Kettenmeyer, svaraði Dittmann að bragði. - Hann nauðgaði og myrti stúlku 1983 og nauðgaði hjúkrunarkonu hér og reyndi að myrða hana í fyrra. Hann er kyrkjari líka. Tveir grunaðir - Sammála, sagði Greischer. - Það ætti að hafa svona menn í gæslu fleiri en einnar hjúkrunar- konu. Maðurinn er álíka hættu- legur og óður hundur. - Spottinn er samt af glugga- tjöldunum hjá Schindler, benti Dittmann á. - Schindler er minni háttar bófi og mesti bjálfi, sagði Greischer og gretti sig. - Hann hefur lítið annað gert en stela smávegis, sígarettum og meira að segja kanínum. Hann hefur aldrei gerst sekur um kynferðis- glæp. Oswald Schindler var 39 ára og hafði fengið „veiðileyfi“ sitt 1972 eftir að sálfræðingar kom- ust að raun um að hann var of lítið gefinn til að teljast ábyrgur gerða sinna. Honum hafði verið sleppt og ekkert heyrðist frá honum í áratug, þar til á jóla- dagskvöld 1982 að hann braut glugga í íbúð stúlku sem hann var hrifinn af. Stúlkan vildi ekki kæra hann en viku síðar heim- sótti hann hana aftur og kveikti í útidyrahurðinni. Þó Schindler væri augljóslega sekur, mátti ekki ákæra hann vegna „veiðileyfisins". í staðinn var hann sendur á Stöð 24 í Weinsberg þar sem sálfræðingar reyndu að laga svo til í kollinum á honum að hægt yrði að sleppa honum á ný. - Kettenmeyer er áreiðanlega nógu slyngur til að taka spottann úr herbergi einhvers annars, sagði Dittmann. - Hann er ekki kjáni eins og Schindler. Hann er bara geðbilaður. Ekki reyndist hann þó nógu geðbilaður til að játa morðið og það gerði raunar enginn hinna heldur. Það mátti teljast undar- legt, því allir vistmenn vissu að ekki mátti ákæra þá, hvað sem þeir gerðu af sér. Vottorðin um andlega vanhæfni vernduðu þá og lög náðu ekki yfir þá frekar en keisara. - Ég skil þetta ekki, sagði Dittmann. - Brjálæðingar játa alltaf. Þeir hafa engu að tapa. - Kannski er það vegna þess að almenningur er orðinn þreyttur á geðsjúkum glæpa- mönnum sem alltaf er sleppt og oftast taka upp iðju sína á nýjan leik, andvarpaði Greischer. - Þeir halda kannski að færri verði sleppt. Allir muna eftir Niedermeyer og Ermisch. Hver fékk lyf kl. tíu? Raimund Niedermeyer hafði verið undir verndarhendi sál- fræðinga fyrir að gera fimm sinnum tilraun til að myrða konur. Eftir tíu ára meðferð var hann úrskurðaður heill heilsu og nýtur borgari og látinn laus. Hann var varla sloppinn út, þegar hann myrti 14 ára stúlku. Bernd Ermichs hafði verið látinn laus af „endurhæfingar- miðstöð“ í grennd við Bielefeld og skömmu síðar myrti hann tvær systur, 12 og 6 ára. Mikil mótmælaalda reis og fólk krafð- ist refsingar yfir glæpamönnum. Þeir ættu ekki að fá bara klapp á kollinn og nokkrar sprautur. Raunar kröfðust sumir refsinga yfir þeim sálfræðingum sem létu svona lagað viðgangast. Dæmin voru raunar mýmörg og nú var svo komið að þeir sem taldir voru óábyrgir gerða sinna, voru í ríkara mæli lokaðir inni á stofnunum. - Það er svo sem ekki víst að það hafi verið Kettenmeyer, sagði Greischer. - Hann er á lyfjum sem draga úr kynhvöt hans. Við athugum hina sex ef vera kynni að þeir hafi nauðgað einhverri um dagana. - Þeir eru allir á lyfjum sem draga úr kynhvötinni, sagði Dittmann. - Það er venjan á svona stöðum. - Það skyldi þó ekki vera að við gætum séð í hvaða herbergi hún hefur farið seinast, sagði Greischer hugsi. - Hún gaf lyf samkvæmt áætlun og hinar hjúkrunarkonurnar hljóta að vita hvernig. í krufningsskýrslunni stóð að Marianne Spielmanns hefði ver- ið myrt milli klukkan tíu og stundarfjórðungs yfir tíu. Morð- inginn hlaut því að hafa ráðist á hana í herbergi sínu eða á ganginum, áður en hann dró hana niður í kjallarann til að nauðga henni og myrða hana síðan. Ef allt var tekið með, gæti árásin hafa átt sér stað rétt um klukkan tíu. Þá þurfti að komast að hverjum hún hafði gefið lyf um það leyti. Vandalaust var að komast að því, þar sem Marianne hafði skráð hverja lyfjagjöf. Fjórir vistmenn áttu að fá sprautur klukkan tíu og meðal þeirra voru bæði Schindler og Ketten- meyer. Hrifu lyfin ekki? Greischer fór að ræða við yfirlækni Stöðvar 24. Hann vildi vita hvort hugsanlegt væri að vistmenn gætu komið sér hjá að fá þá meðferð sem drægi úr kynhvöt þeirra. Læknirinn þver- tók fyrir það og sagði að mennirnir fengju lyfið í spraut- um til að koma í veg fyrir slíkt. Þrátt fyrir það virtist sem ein- hver þeirra væri vel fær um nauðgun. Læknirinn kvaðst samt ekki geta sagt um hverjir mannanna væru færir um nauðgun og hverj- ir ekki. Þeir væru svo ólíkir á margan hátt og margt hefði áhrif á verkun lyfjanna. - Við erum litlu nær, sagði Greischer er hann skýrði Ditt- mann frá samræðunum við lækninn. - Tveir nauðgaranna fengu engin lyf klukkan tíu og einn hinna er svo ruglaður að hann gæti varla hugsað rökrétt. - Þá eru bara Schindler og Kettenmeyer eftir, sagði Dittmann. - Báðir harðneita og hvorugan má hvort sem er , ákæra. - Við vissum það frá upphafi, sagði Greischer. - Þetta er vonlaust fyrir okkur en við verð- um samt að fara að lögum. Hér var framið morð og það þarf að rannsaka. Við eigum að finna morðingjann svo morðið fari ekki óupplýst á skrár. Hann bætti ekki við: - „Til að við séum ekki sakaðir um van- rækslu í starfi, þegar flett er upp Oswald Schindler (t.v) hafði „veiði- leyfi“ út á heimsku sína. Það orð notar þýska lögreglan um þá sem dæmdir hafa verið ósakhæfir sökum greindarskorts eða geðbilunar. í skýrslum, þegar veita á stöðu- hækkun.“ Dittmann vissi allt um kerfið í því sambandi. - Við getum ekki fært fram tvo grunaða, sagði Dittmann. - Þá förum við með Ketten- meyer, sagði Greischer. - Hann er sökudólgurinn. Schindler er svoddan aulabárður að hann gæti varla hafa gert þetta og auk þess er hann ekki morðingi. - Kettenmeyer neitar, sagði Dittmann. - Við höfum ekkert sem sannar að hann hafi gert það og við getum ekki ákært mann á grundvelli fyrri saka. Myrt fyrir sprauturnar - Við þurfum þess ekki, sagði Greischer. - Morðinginn veitti frú Spielmanns aðra smærri áverka og svo mikið var af blóði að útilokað er að hann hefi ekki fengið blóð á fötin og sjálfan sig. Við förum með allar eigur Kett- enmeyers á rannsóknarstofuna. Ef blóð er í fötunum, finna þeir það þar. - Hann gæti hafa þvegið fötin síðan, sagði Dittmann. - Vistmenn hér hafa enga aðstöðu til að þvo af sér, svaraði Greischer. - Ég bað um að enginn þvottur yrði látinn fara út um leið og við komum. Það blóð sem var á fötum hér þá er þar enn. Hins vegar fannst ekkert blóð í eða á neinu sem Otto Ketten- meyer átti, hvorki fötum, hand- klæðum eða rúmfötum og yfir- maður rannsóknarstofunnar taldi alls enga möguleika að hægt væri að yfirsjást slíkt. Dittmann stakk upp á þeim möguleika að Kettenmeyer hefði verið kviknakinn er hann framdi verknaðinn og hefði síð- an farið beint í bað. Útilokað reyndist að athuga manninn því hann hafði oft farið í bað síðan morðið var framið. Þá voru föt Schindlers send í rannsókn og nóg blóð fannst á náttfötum hans til að hægt væri að greina blóðflokkinn. Hann var sá sami og Marianne Spiel- manns. Þegar Schindler var tjáð að nægar sannanir væru til fyrir því að hann væri morðinginn, varð hann afar ringlaður, en hikstaði loks upp úr sér að hjúkrunar- konan hefði ráðist á sig, sagst elska hann út af lífinu og hefði látið flytja hann á Stöðina til að hafa hann nálægt sér. Schindler lauk máli sínu á að játa á sig morðið á Marianne Spielmanns í hefndarskyni. - Hún var alltaf að stinga mig, sagði hann reiðilega. - Hún sagði að læknirinn skipaði sér að gera það en hún gabbaði mig ekki. - Ég sagðist skyldu ná mér niðri á henni og ég gerði það. Hann hafði ekki ætlað að nauðga henni en ályktað sem svo að fyrst hann væri þegar kominn með hana niður í kjall- arann, gæti hann það svo sem líka. Fékk örvandi lyf Því miður var Schindler einn þeirra sem ekki fékk lyf til að draga úr kynhvötinni. Honum voru gefin örvandi lyf ef vera kynni að þau skerptu mjög svo takmarkaða greind hans. Þar sem Schindler var ekki • sakhæfur var úrskurðað að hann skyldi áfram vera á Stöð 24 á geðveikrahæli ríkisins í Weins- berg, en ekki fylgir sögunni hvort hjúkrunarkonur þurfa enn að vera þar einar á næturvakt. RISARNIR LINDE OG LANSING SAMEINAST LINDE A.G. í Vestur-Þýskalandi og LANSING LTD. íBretlandi hafa sam- einast í eitt fyrirtæki, LINDE WGA Group, með aðsetur í Aschaffenburg í V-Þýskalandi. LINDE A.G. er nú lang stærsti framleiðandi á Itvers konar vörulyfturum í Vestur-Evrópu með verksmiðjur í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA hefur nú tekið að sér umboð fyrir LINDE vörulyftara og býður fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr á rafmagns og dísel vörulyfturum, með lyftigetu frá 0,5 til 42 tonna. Kynnist úrvalinu hjá okkur. Það er fjölþætt, verðið sanngjarnt og gæðin ótvíræð. UNDE-LANSING UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.