Tíminn - 09.06.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.06.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 9. júní 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason . Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samstaða á Sambandsfundi Samvinnuhreyfingin er ein elsta félagsmálahreyfing hér á landi. Hún á að baki meira en 100 ára sögu frá því að fyrstu kaupfélögin voru stofnuð. Landssamtök kaupfélaganna eru að vísu yngri, en hafa eigi að síður starfað hátt í 90 ár. Á þessum tíma hefur allt íslenskt þjóðfélag um- breyst, þjóðfélagsgerðin tekið stakkaskiptum, ekki með byltingum, heldur þróun sem stjórnast hefur af lýðræðislegri pólitík, framtaki einstaklinga og margs konar félaga og samtaka. íslenskt þjóðfélag hefur fyrir áhrif lýðræðislegra stjórnarhátta og félags- og einstakl- ingsframtaks þróast í þá átt að verða stöndugt velferðarríki, þar sem fjölhyggja á að fá að njóta sín og málfrelsi og athafnafrelsi að ríkja. Enginn vafi er á því að kaupfélögin og samvinnu- hreyfingin í heild hafa tekið til hendinni í því mikla ævintýri sem íslenska þjóðin hefur lifað síðustu mannsaldra og með réttu má kalla gullaldartímabil íslandssögunnar. Samvinnuhreyfingin á ómældan þátt í framfarasögu þjóðarinnar, hún hefur að sjálfsögðu átt allan rétt til þess framtaks og áhrifa sem athafna- frelsi þjóðfélagsins býður og ætlast er til að einstakling- ar og félög notfæri sér. Samvinnuhreyfingin hefur verið fyrirferðarmikil og framtakssöm í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur átt sér andstæðinga sem ekki hafa sparað mistúlkun á mark- miðum og starfsháttum kaupfélaga og annarra sam- vinnufyrirtækja. Því er ekki síst haldið fram, að samvinnuhreyfingin stefni að einokun og hún hafi vaxið og þrifist vegna pólitískra áhrifa innan ríkis- stjórnar og bankakerfis. Allt er þetta rangt. Samvinn- uhreyfingin hefur ekki notið neinna sérréttinda í valdakerfinu, þar hefur verið tekið á málum hennar eins og réttur hennar gaf tilefni til og ekkert umfram það. Samvinnuhreyfingin á nú við mikinn fjárhags- og rekstrarvanda að stríða. Reynt er að láta í það skína, að þessi vandi sé sérstakur fyrir samvinnuhreyfinguna. Meginvandi sambandsfyrirtækja stafar af sömu ástæð- um sem eru að sliga allan atvinnurekstur í landinu. Samvinnufyrirtæki eru auðvitað háð sömu almennum rekstrarskilyrðum og önnur atvinnufyrirtæki. Á því er enginn munur. Mergð fyrirtækja í fjölskyldu- og einkaeign, ekki síst þau sem starfa að útflutningsfram- leiðslu og samkeppnisiðnaði, sýna geigvænlegt rekstr- artap. Rekstrartap atvinnufyrirtækja hefur verið þjóð- areinkenni á íslandi í tvö ár. Þótt taprekstur samvinnu- hreyfingarinnar sé mikill, þá hefur ekki verið sýnt fram á að hann sé hlutfallslega meiri en margra annarra atvinnufyrirtækj a. Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga ræddi vanda samvinnuhreyfingarinnar af hreinskilni, en umfram allt eindrægni um það, að samvinnumenn snúi bökum saman og vinni sig út úr vandanum. í lokaályktun aðalfundar segir að samvinnumenn séu ákveðnir í að efla samhug og samstöðu og á það bent, að íslenskt þjóðfélag hafi þörf fyrir samvinnuhreyfing- una nú sem áður, enda sé hún víðfeðm hreyfing sem vinnur jafnt að hagsmunum framleiðenda og neytenda. Samstaðan á aðalfundi Sambandsins kemur ekki á óvart. Þegar að kreppir sýna samvinnumenn ein- drægni. GARRI Að vera í náðinni Eins og menn vita hefur Þjóð- viljinn átt í fjárhagslegum erfið- Ieikum undanfarið. Bætist þetta ofan á pólitíska erfiðleika jafnt flokks sem blaðs, því að fram hefur komið að Reykjavíkurdeild flokks- ins er að klofna. í fyrirsögn í Þjóðviljanum í gær er beinlínis talað um að þar sé nú að eiga sér stað „skilnaður á (svo) borði og sæng“. Um þessi mál ræðir Árni Berg- mann í smáviðtali við Morgunblað- ið í gær. Skiljanlega er hann heldur óhress yfir stöðu mála, enda er nú svo komið að hann verður einn að vera þriggja manna maki á blaðinu. En Ámi bendir á annað. Hann vekur athygli á því hvað auglýsing- ar skipti orðið miklu máli varðandi útgáfu dagblaða hér á landi. Með öðram orðum að það séu í rauninni auglýsingastofumar sem ráði núna mestu um það hvort dagblöð á borð við Þjóð viljann geti yfir höfuð haldið áfram að koma út. Auglýsingastofur ráða Nú viU Garri taka það skýrt fram að hann er harður póUtískur and- stæðingur Þjóðviljans. Svona að öðra jöfnu þá er hann mjög ósam- mála pólitískum skrifum blaðsins og þeirri stjóramálastefnu sem það fylgir. En þar með er ekki sagt að Þjóðviljinn eigi að hætta að koma út. Garri viU í það minnsta reyna að hafa þá pólitísku víðsýni tU að bera að telja það nauðsynlegt fyrir alla stjómmálaumræðu í landinu að hér komi áfram út blað á vinstri kantinum á borð við ÞjóðvUjann. Ef fjölmiðlaumræðan hér ætti kannski öll að fara fram á hægri kantinum þá fyndu menn fljótt að hún yrði einhæf og töluvert erfið- ara að mynda sér skoðanir á þjóð- málum en þó er núna. Þess vegna verður víst ekki hjá því komist að telja Þjóðviljann og áframhaldandi útkomu hans póUtíska nauðsyn. Ámi Bergmann orðar hins vegar áhrif auglýsenda þannig í þessu viðtaU að auglýsingaheimurinn ráði æ meiru um líf og dauða fjöhniðla. Hann greiði svo stóran hluta útgáfukostnaðar að sá, sem ekki njóti hyUi auglýsenda, sé í mikilU kUpu. t þessu er talsvert til. Og það sem meira er, í þessu efni ráða ferðinni sjónarmið sem fuU ástæða virðist tU að ræða hvort séu yfirleitt rétt eða æskUeg í íslenska fjöi- miðlaheiminum. Það eru nefnUega auglýsingastofurnar sem nú orðið ráða vist mestu um það í hvaða blöðum fyrirtækin auglýsa. Og þar ráða vist oftar en ekki ein saman viðskiptasjónarmiðin ferðinni. Auglýsingastofunum er með öðr- um orðum falið vald yfir því að töluverðum hluta hvaða blöð lifa hér og deyja. Viðskipti og pólitík Það Uggur í hlutarins eðli að auglýsingastofur eru fyrirtæki í við- skiptum. Hlutverk þeirra er að vinna að því að auka söluna hjá umbjóðendum sínum. En þar með er ekki sagt að slík fyrirtæki séu endUega rétti aðUinn til að ráða þvi hvaða blöð halda hér áfram að koma út, með öðrum orðum að marka stefnuna í pólit- ískri umræðu ■ landinu. Ef fjöregg Þjóðviljans og framtíðarlíf er þar með komið í hendur auglýsinga- stofanna þá er eiginlega komið að spurningunni um það hvort þær séu réttu aðUamir tU að taka slíkar ákvarðanir. Það fylgir því töluverð ábyrgð að ráða yfír fjármunum. GUdir þá einu hvar í þjóðfélaginu þeim fjár- munum er stýrt, og jafnt hvort um er að ræða auglýsingafjármagn fyrirtækja eða eitthvað annað. Og sé það rétt að Þjóðviljinn sé núna að komast í klípu út af því að hann njóti ekki eins og stendur hyUi auglýsingastofanna þá hlýtur slíkt að kalla á umræðu. Ekki bara um það hvort auglýsingafólkið meti stöðu ÞjóðvUjans rétt sem auglýsingamiðUs. í smærri blöðum er það nefnUega óumdeUanleg staðreynd að auglýsing kemst mun betur tU skUa heldur en ■ stóru blaði þar sem aUt kafnar í flóðinu og enginn nennir að lesa nema kannski alira stærstu auglýsingarn- ar. Heldur líka um hitt hvort rétt sé að fela auglýsingastofum þetta vald ■ pólitískri umræðu í landinu. Hér virðist ótvírætt að stjómendur fyrirtækja, þeir sem skrifa tékkana fyrir auglýsingareikningunum, þurfi að athuga sinn gang. Það er alvarlegt mál ef það á að líðast að augnabliksduttlungar einhverra starfsmanna á auglýsingastofum eigi í framtíðinni að fá að ráða hér úrslitum um alla framrás stjóra- málaumræðunnar. Garri. VÍTT OG BREITT Undraheimur fjölmiðlanna í kennarastofum landsins eru það almælt tíðindi að kennarastarf- ið sé mikilvægara og ábyrgðar- meira en önnur störf. Þetta kvisast út þegar kennararnir reyna að koma öðrum í skilning um að mikilvægi þeirra og ábyrgð sé ekki metin til þeirra launa sem vert er. Til eru aðrar starfsstéttir sem einnig miklast hlutverk sitt í sam- félaginu og geta þakkað guði sínum á laun fyrir að stunda ekki álíka löðurmannleg störf og aðrir menn, þótt ekki sé gert að opinberum boðskap, eins og forystulið kennara með löggilt starfsheiti telja sér skylt að flytja. I ört stækkandi liðssveitum fjöl- miðlafólks gætir þess skilnings í æ ríkara mæli, að það eigi ekki aðeins að vera kjaftandi, syngjandi eða skrifandi í fjölmiðlana, heldur eigi það sjálft líka að vera það sem talað og skrifað er um. Dæmi um sjálfsupphafningu naflaskoðara: Kínaveldi er í upp- lausn og mikil tíðindi berast af blóðugum átökum og að hætta sé á að milljarður manna æði út í borg- arastyrjöld. Kvensjónvarpsmaður sýndi annan kvensjónvarpsfrétta- mann sem fór inn í sjúkrahús í Peking með æsilegum hætti í anda Mike Hammer, og talaði við kven- Iækni sem stundaði kvensjúklinga sem særðust í átökum. Fréttagildið var ekkert en remb- an þeim mun meiri og fjölmiðla- fríkin fengu útrás og var öllu komið á framfæri sem þau skipti máli. Hnossin hreppt Mikil tíðindi eru sífellt uppi um innlend ungmenni sem lagt hafa stórveldi upplýsingarinnar að fót- um sér. Oft eru sérstakir dálkar í blöðum helgaðir þessu höfuð- áhugamáli. Þessi eða hinn er að fara af þessari stöðinni yfir á hina eða af einu blaðinu á annað eða jafnvel að skipta litillega um starfssvið hjá sama fyrirtæki. Stundum getur að líta æsilegar fréttir um t.d. að eitthvert blaðið eða fréttastofan þurfi að ráða nýja þingfréttaritara eða eitthvað í þeim dúr. Svo eru taldir upp einhverjir sem sækja um starfsvettvanginn og gjaman láti fylgja með hver komi til með að „hreppa hnossið." Svo er aftur sagt frá því síðar hver „hreppti hnossið," og kannski jafnframt að nú sé einhver dag- skrárgerðarstelpan líkleg til að „hreppa hnossið“ þegar tiltekinn plötusnúður fer í sumarfrí. Allar svona stórfréttir um pilta ' og stúlkur sem ávallt eru að „hreppa hnoss“ enda oftast á upp- lýsingum um hve mikla reynslu og þekkingu viðkomandi hafi á hinni göfugu atvinnugrein, enda hafa sumir hverjir að baki starfsferil hjá mörgum útgáfum og rásum um það bil sem þeir ná lögaldri. Frægðarfólk En það eru fleiri hnoss að hreppa en heldur slaklega launaðar stöður hjá fjölmiðlum, svo að sífrið fái að hafa sinn gang að hætti kennara. Fimmtudagsútgáfa Alþýðu- flokksins er full upp með fréttir úr þeirri veröld sem þar er kölluð „fjölmiðlaheimurinn.“ (Stórt orð Hákot). Þar er m.a. rakin starfs- saga ungs manns á ljósvakamiðlum og áberandi stöðum í fortíð og famtíð. Að vísu er gengið fram hjá því að hann hefur starfað að blaða- mennsku við ágætan orðstír lengur en að frægðarstörfum við plötu- snúninga. Og viti menn, í þetta sinn er hann sjálfur hnossið. Brátt mun „drengurinn ganga í það heil- aga“. „Sú heppna er ...“ í blaðamennsku af þessu tagi kemur auðvitað ekki til álita að frægðarfólk grammifónanna geti allt eins verið það sem dettur í lukkupottinn þegar það binst maka sem á óðöl sín utan „fjölmiðla- heimsins". í sama málgagni eru margar fréttir af einkaklúbbi nokkurra fé- lagslyndra úr „fjölmiðla- og veit- ingabransanum“. Nánari skilgreining á söfnuðin- um: „Á félagaskrá eru margir úr fjölmiðlaheiminum, veitingabrans- anum, auglýsingagerðarmenn, hljómlistarmenn, flugfreyjur- og þjónar.“ Það væri verðugt verkefni fyrir félagsvísindadeild að komast að því hvers vegna nákvæmlega þess- ar starfstéttir eiga saman í einka- klúbbi. Fjölmiðlapressan hefur áreiðanlega enga hugmynd um það frekar en flest annað. í lok þessa pistils er ljúft og skylt að taka fram, að ung kynslóð fjölmiðlafólks er yfirleitt fyllilega starfi sínu vaxin og ánægjulegt að vinna með henni. En það eru þeir sem bera starfs- vettvang hennar á torg á næsta ósmekklegan máta, sem eitthvað er brogað við. OÓ ■ > v v v % v x v\ % .v £ wwWKiíWftié' .♦ .♦ .4 :t jf .♦*.!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.