Tíminn - 09.06.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.06.1989, Blaðsíða 20
 AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 1 ;—| L *0»B,LASro0 ÞRðSTUR K' g 685060 SAMVINNUBANKI tSUANDS Hf. 1 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1989 Halli á ríkissjóði til umræðu á ríkisstjórnarfundum í gær og í dag: Ekki að vænta aðgerða strax „Þetta var fyrsti fundurinn af fleiri ríkisstjórnarfundum þar sem tekin verða fyrir fjármál ríkisins. Fjármála- ráðherra lagði fram.ákveðin gögn varðandi stöðuna. Ráð- herrarnir skoðuðu málin og verður annar ríkisstjórnar- fundur á morgun,“ sagði Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsæ tisráðher ra. Ríkisstjórnin mun ú fundi sínum í dag fjalla úfram um fyrirsjúanlegan fjúrlagahalla og ú livern hútt verði við brugðist. Ólafur Ragnar Gríms- son hcfur lútið það í ljósi að sé ætlunin að halda úfram uppi því velferðarþjóðfélagi sem hér er, verði að hækka skattahlutfall af þjóðar- tekjum verulega, eða til jafns við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Þótt fjúrmúlarúðherra hafi lútið að þessu liggja þú hefur að sögn Jóns enn ekki verið mörkuð nein stefna í því hvernig ú múlum verði tekið ú næstunni og raddir um það innan ríkisstjórnarinnar 'að erfitt verði að auka skattheimtu meir en orðið er að sinni a.m.k. Vart mætti því búast við aðgerðum fyrr en í næstu viku. -sá Við opnun birgðastöðvar fyrir mengunarvarnabúnað, f.v. Gunnar H. Ágústsson deildarstjóri Mengunarvarnadcild- ar, Eyjólfur Magnússon fulltrúi Mengunarvarnadeildar og Magnús Jóhanncsson siglingamálastjóri. í bakgrunni má sjá hluta þeirra tækja sem notuð eru til hreinsunar á olíu úr sjó. Tímamynd Pjetur Kúkað í laugina Þeir sem hugðust fara í Laugardalslaugina síðdcgis í gær komu að lokuðum dyrum þar sem einn sundlaugargesturinn hafði gert sér lítið fyrir og kúkað í grunnu laug sundlaugarinnar. Þegar Tímann bar að voru starfsmenn í óða önn að hreinsa laugina, en það er gert með því að opna vel fyrir öll vatnsinntök og laugarvatnið þannig endurnýjað á nokkrum tímum, auk þess sem klórmagn er aukið. Þá er tækifærið einnig notað og laugarbotninn „ryksugaður“, með fjarstýrðri ryksugu, sem Bjarni Guðmundsson sundlaug- arvörður stjórnaði af mikilli leikni. Það er því ekkert til fyrirstöðu að bregða sér í sund í dag. Tímamynd Pjetur/ABÓ Reykjavíkurhöfn og Siglingamálastofnun ríkisins: Ný birgðastöð fyrir mengunarvarnabúnað Sameiginleg birgðastöð fyrir mengunarvarnabúnað, sem rekin er af Reykjavíkurhöfn og Siglingamálastofnun, var tekin í notkun í gær. Mengunarvarnabúnaður þessi er notaður til hreinsunar á olíu og lýsi úr sjó. Búnaður sem er fyrir hendi, er fyrst og fremst ætlaður til hreinsunar innan fjarða og í höfnum, hins vegar er búnaður til hreinsunar við erfiðari aðstæður ekki til, en gert rúð fyrir að slíkum búnaði verði komið upp fyrir úrslok 1995. Ætlunin er að ísland gerist aðili að svonefndu Kaup- mannahafnarsamkomulagi, sem er samningur ntilli Norðurlandanna. Með því er gert rúð fyrir að ríkin komi til aðstoðar hvert öðru ef mengunarslys verður. í dag hafa aðeins fimm til sex hafnir utan Reykjavíkur sérhæfðan búnað til hreinsunar ú olíu eða lýsi úr sjó. Að sögn Gunnars H. Ágústs- sonar deildarstjóra hjú mengunar- varnadeild Siglingamúlastofnunar ríkisins, er ætlunin að byggja upp 4 megin birgðastöðvar hringinn í kring um landið fyrir olíumengunarvarna- búnað. Næstu stöðvar verða líklega ú ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði, og koma þær til með að þjóna úkveðnum svæðum. Þetta er gert til að hver höfn þurfi ekki að koma sér upp nema lúg- marksbúnaði, til að halda mengun- inni í lúgmarki en síðan væri leitað til birgðastöðvanna eftir frekari bún- aði. Siglingamúlastofnun hefur frú úr- inu 1979 staðið fyrir númskeiðum í olíumengunarvörnum fyrir starfs- menn hafna og olíufélaga, auk þess sem starfsmenn mengunarvarna- deildarinnar hafa sótt númskeið er- lendis. Sem dæmi mú nefna að í síðustu viku var haldið þriggja daga númskeið í olíumengunarvörnum fyrir starfsmenn íslenskra aðalverk- taka og olíufélaganna ú Keflavíkur- flugvelli. Fóru verklegar æfingar bæði fram í höfninni í Helguvík og við olíustöðina í Hvalfirði. í ár er gert rúð fyrir að kaupa mengunarvarnabúnað fyrir 1,5 millj- ónir króna. -ABÖ Jens á Bæjum á Snæfjallaströnd: Féð er í stöðugri hættu „Geysileg flæðihætta undir snjóstökkum þeim sem safnast hafa hérna við sjóinn er það sem háir okkur mest og hefur verið stærsti þröskuldurinn í lífi okkar eftir að féð fór að bera. Við erum í stöðugri hættu að missa þarna megnið af bústofninum hvenær sólar- hringsins sem er, ef litið er af fénu nokkra stund. Það er hroðalega ntikil fyrirhöfn og andstreymi að standa í þessu fyrir svona fútt fólk sem hér er ú bæjum, að þurfa að vakta skepn- urnar bæöi nótt og dag.“ Það er Jens Guömundsson bóndi ú Bæjum ú Snæfjallaströnd sem þannig lýsti í gær þeim erfiðleikum sem hin gífurlega snjókoma í vetur veldur mönnum ennþú þar um slóðir. - Þetta eru upp í 7-8 metra húir þverhníptir snjóveggir. Sjórinn fellur svo undir þetta og ntyndar hengjur. Við gútum vart lútiö út nokkra skepnu allan sauðburðinn af þcssum sökum. Féð er sólgiö í að komast í fjöruna og hcfur núö að smokra sér niður ú stöku stað, en kernst svo hvergi upp aftur og passar sig heldur ekki þö það kæniist einhversstaðar upp. Síðan hlunkast úr þessu jafnvel lleiri hundruð tonna stykki. sem gætu þess vegna fallið ofan ú svona 100 rollur og kramið þær allar í klessu. Til þessa höfum viö ekki inisst nema nokkrar kindur. Og maður kvartar ekki þótt 4,5, eða 6 kindur farist. En aö eiga stööugt ú hættu að missa niest af fénu þarna ú einni nóttu er allt annað en gaman. - Að það skuli svo bætast ofan ú að einskonar prófessorar fari að brýna, auglýsa og særa fólk til þess að kaupa ekki afurðir af þessum kvikindum hér, þessum fúu hræð- um sem eru að halda lífinu í kaupstaðarfólkinu ú veturna rneð því að framlciða fyrir þaö ntjólk- ina, því auövitaöþarf fólk ú henni að halda. Mjólkin cr í rauninni dýrmætasta vara sem við ncytum. Það g'ctur engin lifandi vera þrosk- ast og orðið að manni, lamb að kind, kúlfur að kú eða folald að hcsti ún mjólkurinnar. Jens sagði það mikinn misskiln- ing ef menn héldu að bændur hefðu fengið kauphækkanir um- fram aðra. - Það er bara kostnaðurinn sem hefur aukist svo hroðalega. Maður hérna sent keypti úburð fyrir 300.000 kr. í fyrra þarf nú að borga 430.000 kr. fyrir hann. Við keypt- um tonn af méli í fyrra fyrir 17.000 kr.. en það kostar 40.000 kr. núna. Bóndi sem fékk um daginn legur í framhjólin ú traktornum sínum þurfti að borga 17.000 kr. fyrir þær með flutningi. Svona er þctta ú öllum sviðum. Fólk sem ekki kem- ur núlægt þessu hefur ekki hug- ntynd um hvað þetta er - en útbúsúnar sýknt g heilagt hvað þessar búvörur eru óhóflega, helv... rokdýrar. Víst eru þær of dýrar, ég þræti ekki fyrir það. En hvernig ú anttars að borga allan þennan helv... kostnað? - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.