Tíminn - 14.06.1989, Blaðsíða 19
Miðvikudagw>l4r jýoí'l,9$9 >
Tíminn ta
Ásgeir Sigurvinsson á æfingu með landsliðinu. Ásgeir leikur í kvöld 43.landsleikinn fyrir íslands hönd og einhvern þann mikilvægasta. Tímamyiid: Pjetnr.
Ísland-Austurríki:
Uppselt
í stúku
Margt bendir nú til þess að áhorf-
endafjöldi á Laugardalsveliinum í
dag verði meiri en gengur og gerist í
landsleikjum. í gær var þegar orðið
uppselt í stúku og mjög mikið var
búið að selja af miðum í stæði. Verði
veður gott í kvöld er því ekki
útilokað að nýtt aðsóknarmet verði
sett.
Byrjunarliðið?
Ef allir leikmenn íslenska liðsins
verða heilir í kvöld er ekki ólíklegt
að byrjunarliðið verði þannig
skipað:
Bjarni Sigurðsson í markinu.
Guðni Bergsson, Sævar Jónsson og
Atli Eðvaldsson í öftustu vörn.
Gunnar Gíslason og Ólafur Þórðar-
son á vængjunum. A miðjunni verði
líklega Ásgeir Sigurvinsson, Sigurð-
ur Jónsson og Pétur Arnþórsson og
í fremstu víglínu verði Sigurður
Grétarsson og Guðmundur Torfa-
son.
Varamenn yrðu því: Guðmundur
Hreiðarsson, Viðar Þorkelsson, Þor-
valdur Örlygsson, Rúnar Kristinsson
og Halldór Áskelsson.
Ísland-Austurríki:
„Gerur nLau gar dal \s\ röllinn
aðlj ónag iryfj u í id lag“
— „erfiöasti leikur okkartil þessa,“ segir Atli Eðvaldsson fyrirliði íslenska liðsins um leikinn gegn Austurríki í dag
„Ég hlakka allaf til þess að spila
landsleiki, sérstaklega ef einhver
spenna er fyrir leikinn. Mér lýst vel
á leikinn, en ég geri mér grein fyrir
því að þetta verður erfiðasti leikur
sem við höfum spilað til þessa,“
sagði Atli Eðvaldsson fyrirliði lands-
liðsins.
„Fólk er alltaf að reikna út mögu-
leikana, en það er ekki raunhæft.
Við getum það ekki, um leið og við
förum að reikna og spá þá getum við
ekki neitt. Ítalía er ekki raunhæfur
möguleiki. Við verðum að gera okk-
ur grein fyrir því að þetta eru
atvinnumenn sem æfa 11 mánuði á
ári, á meðan við æfum í fjóra
mánuði. Það segir sig sjálft að þeir
hljóta því að vera betur undir
búnir,“ sagði Atli.
„Áhorfendur geta hins vegar
hjálpað okkur til þess að gera stóra
hluti. Ef þeir fjölmenna á leikinn,
styðja við bakið á okkur í 90 mín. og
baula á Austurríkismennina, geta
stórir hlutir gerst. Þeir verða að
finna fyrir því að þeir séu að leika á
útivelli. Ef við gerum ekki mistök í
leiknum sem kosta okkur mark, þá
er okkar möguleiki og hann verðum
við að nýta. Það yrðu góð úrslit ef
við töpum ekki fyrir þessum
mönnum.“
„Þeir verða að vanmeta okkur,
um leið og einhver þjóð fer að taka
okkur alvarlega, þá hljótum við að
vera í mínus. Ég held að ósjálfrátt
muni þeir vanmeta okkur. Við erum
Perkins
POWERPART
BÚNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
ARMULA3 REYKJAVIK SiMI 38900
ekki nema 250 þúsund manns og það
eru 8,5-9 milljónir sem búa í Aust-
urríki. Við erum ennþá eskimóar í
þeirra augum, þeir hlógu að okkur
fyrir 4 mánuðum þegar við vorum
neðstir í riðlinum og sögðu að við
hefðum aldrei hugsað um þann
möguleika að komast upp úr riðlin-
um. Núna reyna þeir að létta á
pressunni og koma henni yfir á
okkur með því að segjast vera
hræddir. En það er eintóm vitleysa."
„Við verðum að fá áhorfendur
með okkur og gera Laugardalsvöll-
inn að ljóngryfju í dag. Við látum
ekki hlæja að okkur og við skulum
sjá hverjir hjæja eftir leikinn," sagði
Atli Eðvaldsson fyrirliði íslenska
liðsins.
„Erum til
alls líklegir“
- segir „Austurríkismaðurinn" Guðmundur Torfason
leikmaður með Rapid Vín
„Þetta er sterkt lið, enda segja
úrslitin í leikjum þeirra sína sögu
um það. Þeir léku gegn ítölum í
mars og töpuðu naumlega, 0-1 eftir
að hafa verið betri aðilinn í leikn-
um. Þá fengu þeir mark á sig á
síðustu mínútunni. Fyrir tveimur
árum unnu Austurríkismenn V-
Þjóðverja 4-1 á heimavelli sínum,
þannig að það sýnir styrkleika
þeirra,“ sagði Guðmundur Torfa-
son landsliðsmaður, sem Ieikur
með Rapid Vín í Austurríki og
þekkir því vel til austurríska
liðsins.
„Já, við eigum möguleika í þá,
ef allir leggja sig fram og gera sitt
besta og stemmningin verður jafn
góð og í Moskvu, þá erum við til
alls Iíklegir."
„Ég tel að best sé að vera ekkert
að hugsa um hvað er á næsta ári,
heldur einbeita sér að einum leik í
einu. Það er best að bíða með alla
spádóma, því það skýrist jafnvel
ekki fyrr en í síðasta leik riðla-
keppninnar, hvaða lið fylgir Sovét-
mönnum til Ítalíu.“
Ætlar Guðmundur Torfason að
skora í leiknum í dag? „Það er
alveg sama hver skorar, aðalatriðið
er að við gerum okkar besta og
vinnum leikinn,“ sagði Guðmund-
ur. BL
Laugardagur kl. 13:25
24. LEIKVIKA- 17. juní 1989 JTfX
Leikur 1 Fram
- Valur
Leikur 2 B. Munchen - Bochum
Leikur 3 W. Bremen - Stuttgart
Leikur 4 M. Gladbach - H.S.V.
Leikur 5 Mannheim - Köln
Leikur 6 B. Dortmund - Karlsruhe
Leikur 7 Hannover
E. Frankfurt
Leikur 8 St. Kickers
Nurnberg
Leikur 9 St. Pauli - B. Uerdingen
Leikur 10 B.Leverkusen - Kaisersl.
LeikurH Kongsvinger - Brann
Leikur 12 Rosenborg - Viking
Símsvarl hjá getraunum er 91-84590 og -84464.
LUKKULÍNAN s. 991002
Ath. breyttan lokunartíma!