Tíminn - 14.06.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 14. júní 1989
Vist á stúdentagörðunum
næsta vetur
Félagsstofnun stúdenta við Háskóla íslands aug-
lýsir hér með eftir umsóknum um vist á stúdenta-
görðunum fyrir næsta skólaár.
Á Gamla- og Nýja-Garði eru samtals 95 herbergi
og 3 parherbergi leigð úttímabilið 1. sept.-31. maí.
Á Hjónagörðum eru 109 2ja herb. íbúðir og 34 3ja
herb. íbúðir leigðar út tímabilið 1. sept.-1. júní eða
31. ágúst. Tvær íbúðir eru sérstaklega ætlaðar
fötluðum. Þeir einir koma til greina við úthlutun,
sem fyrirhuga reglulegt nám við Háskóla íslands
næsta skólaár.
Umsóknir berist skrifstofu F.S. við Hringbraut fyrir
25. júní nk. á eyðublöðum, sem þar fást.
FÉLAGSSTOFNUN STÚPENTA
V/XRIN6BRAUT, 101 REYKJAVtK
StMÍ 16482 - Kannttala 540 í 6s* 6249
FLUGMÁLASTJÓRN
Bóklegt atvinnuflugnám
Flugmálastjórn mun, í samstarfi við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, standa fyrir bóklegu atvinnu-
flugnámi á næsta skólaári, ef næg þátttaka verður.
Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og
stúdentspróf (þar af a.m.k. 3 einingar í eðlisfræði).
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu flugmála-
stjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Um-
sóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 1. júl í n.k.
Umsóknum skal fylgja:
Staðfest Ijósrit af stúdentsprófi
Ijósrit af einkaflugmannsskírteini og
I. flokks heilbrigðisvottorð frá trúnaðarlækni
flugmálastjórnar.
Flugmálastjórn.
SUMAR í GARÐINUM
ÞDR^
ARMULA 11 SIMI 6B1500
Sláttu-
orf
Rafm./bensín
Garðtraktorar
Garðsláttu-
vélar -
bensín
Garðsláttu-
vélar -
rafmagn
FLUGLEIDIR
Hluthafar Flugleiða
Stjórn félagsins minnir hluthafa Flugleiða á, að
forgangsréttur þeirra til þess að skrifa sig fyrir
nýjum hlutum, vegna aukningar á hlutafé félags-
ins, gildirtil 19. júní næstkomandi.
Hlutabréfadeild
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, á Alþjóðavinnumálaþinginu:
Ríkisstjórnin gaf
rangar upplýsingar
Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands,
ávarpaði 76. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 12. júní s.l. í
ræðu sinni rakti hann kærumál Alþýðusambands íslands, sem
nú er til umfjöllunar hjá sérfræðinganefnd Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar, og sagði hann að ríkisstjórn íslands
hefði veitt stofnuninni rangar upplýsingar um aðdraganda
Iagasetningar stjórnarinnar í maí 1988, sem afnam samnings-
rétt tímabundið, en fagnaði því að stofnunin hefði tekið undir
meginsjónarmið Alþýðusambandsins í kærunni.
Hann sagði að Alþjóðavinnu-
málastofnunin væri eina stofnunin
sem tæki til umjöllunar brot ríkis-
stjóma gagnvart frelsi verkafólks til
að bindast samtökum og rétti sam-
takanna til að semja um kaup og
kjör félagsmanna. Víða meðal iðn-
væddra þjóða, hafa slík brot verið
að endurspegla mörg undanfarin ár,
greinilega andúð á markmiðum
hreyfingarinnar og það viðhorf ríkis-
stjóma að skerðing á samningsrétti
sé handhæg aðgerð til að halda aftur
af kauphækkunum og knýja fram
lækkun kaupmáttar.
Ásmundur taldi Ijóst að lögin frá
20. maí 1988 væm augljóst brot á
samþykktum Albjóðavinnumála-
stofnunarinnar, en Island hefur stað-
fest þessar samþykktir. Stjórnar-
nefnd Alþjóðavinnumálastofnunar-
innar tók undir meginsjónarmið Al-
þýðusambandsins í málinu að
„endurtekin beiting laga til að hafa
stjórn á efni samninga í framtíðinni,
grefur undan trú launafólks á gildi
aðildar að verkalýðsfélögum ... og
félagar þeirra geti talið að það sé
lítið gagn í því að ganga í samtök,
sem hafa þann megintilgang að gera
kjarasamninga við atvinnurekendur
ef löggjafinn nemur þá úr gildi hvað
eftir annað.“
Ásmundur vakti athygli á því að
rfkisstjórn íslands hefði farið með
rangt mál þegar hún gaf Alþjóða-
vinnumálastofnuninni þær upplýs-
ingar um aðdraganda að lagasetning-
unni í maí 1988 að samráð hafi verið
haft við samtök launafólks um að-
gerðirnar. Sú hefði sannarlega ekki
verið raunin og vonandi myndi sér-
fræðinganefndin sannreyna að ríkis-
stjómin fór með rangt mál. -LDH
Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið:
SAMSTARF HAFID
Landssamtökin Þroska-
hjáíp og Öryrkjabandalag ís-
lands hafa hafið samstarf sín
á milli. Ákveðið var að láta
reyna á hvort þau kæmu
sterkari fram í vissum verk-
efnum sem jafnframt væru
sameiginleg baráttumál sam-
takanna. SvoköIIuð Sam-
vinnunefnd var skipuð en
hana skipa nokkrir af fors-
varsmönnum samtakanna
beggja. Nefndin hefur yfir-
umsjón með framgangi
starfsins og leggur á ráðin um
það.
Samtökin hafa ákveðið að standa
fyrir almennum fundum víðs vegar
um landið til þess að kynna samstarf
og samvinnu samtakanna og finna
leiðir til þess að þau geti í samein-
ingu náð árangri í hagsmunamálum
fatlaðra, s.s. að bæta félagsaðstöðu
þeirra. í þessum ferðum hafa verið
myndaðar nefndir, sem í eru fulltrú-
ar aðildarfélaganna úti á landi. Pess-
ar nefndir verða síðan tengiliður við
heildarsamtökin.
Ákveðið hefur verið að halda
fundi sem víðast um landið. Fimmtu-
daginn l.júní var haldinn fundur í
Bjargi á Akureyri. En það var
fimmti fundurinn í röð funda sem
Frá sameiginlegum fundi Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins á Akureyri.
haldnir verða. Á fundinn mættu
rúmlega 30 manns og spunnust
fjörugar umræður um málefni fatl-
aðra.
Eitt af því sem rætt var á fundinum
var réttindagæsla fatlaðra. En fund-
armönnum fannst hún víða vera í
ólestri. Eftirfarandi ályktun um þessi
mál var samþykkt: „Sameiginlegur
fundur öryrkjabandalags íslands og
Landssamtaka Þroskahjálpar, hald-
inn á Akureyri l.júní 1989, ályktar
að beina því til Samstarfsnefndar
samtakanna að hún kanni möguleika
á því að komið verði á fót opinberu
ráði sem gæti lagalegra réttinda
fatlaðra. Ráðið þyrfti að vera ráðgef-
andi um réttindamál þeirra, aðili
sem tæki við kærum, rannsakaði
mál, reyndi að koma á sáttum, en
höfðaði að öðrum kosti mál fyrir
dómstólum." GS
Hreinsunarátak UMFÍ um helgina:
RUSLIÐ FYLLTIVÖRU-
BÍL EFTIR VÖRUBÍL
Jóhanna Leopoldsdóttir hjá Ung-
mennafélagi íslands sagði í samtali
við Tímann að hreinsunarátak ung-
mennafélaganna um helgina hafi
gengið framar björtustu vonum. Um
8000 manns víðsvegar af landinu
hreinsuðu rusl við tæplega 6000
kílómetra af vegum landsins. Jó-
hanna sagði að það væri nánast
ómögulegt að áætla hversu miklu
rusli var safnað saman um helgina,
nema að það var óskaplega mikið.
Ruslið var af fjölbreyttustu gerð,
eins og glerbrot, flöskur, plastdúnk-
ar, dósir, bílapartar, járnarusl, skot-
hylki og rusl frá vegagerðarmönn-
um. Jóhanna sagði að eitthvað hafi
verið um að ungmennafélögin hafi
safnað saman dósum sem skilagjald
fæst fyrir, en annars hafi ruslið ekki
verið flokkað.
Sem dæmi um dugnaðinn í fólkinu
nefndi Jóhanna, að 70 manns sem
tóku þátt í átakinu á Súðavík, hafi
tínt rusl alveg inn í Hestfjörð, en
þangað eru yfir 50 kílómetrar. Af-
raksturinn af þeim vegarkafla voru
fleiri vörubílshlöss af rusli. Einnig
nefndi Jóhanna að Ungmennafélag-
ið í Hrunamannahreppi hafi hreins-
að meðfram 100 kílómetrum af
vegum.
I þessu átaki ungmennahreyfing-
anna var farið langleiðina með að
hreinsa alla vegi landsins, og á
sumum svæðum, eins og í Eyjafirði,
voru allir vegir og vegaspottar
hreinsaðir.
Jóhanna sagðist vona að hreinsun-
in yrði ekki árlegur viðburður, því
þótt hreinsunarátakið hafi heppnast
vel og samstarf fólksins hafi verið
hið ánægjulegasta í alla staði, væri
enn ánægjulegra ef ekkert rusl væri
til að tína upp. LDH-