Tíminn - 21.06.1989, Qupperneq 6

Tíminn - 21.06.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn Miðvikudagur 21. júní 1989 Timinn ... „ .................. ^n MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ___Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGfslason . Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu f 80,- kr. og 100,- kr. um > helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kjarabætur Ríkisstjórnin hefur ákveðið ýmsar brýnar efnahags- ráðstafanir sem ætlað er að slá á verðbólgu og bæta lífskjör launafólks. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, lét svo ummælt, þegar hann kynnti þessar ráðstafanir, að með þeim væri verið að treysta grundvöll nýgerðra kjara- samninga. Niðurstaða skatta- og vaxtalækkana í þessu dæmi, svo og aukinna barnabóta yrði sú, að ráðstöfunartekjur meðalfjölskyldu vaxa um sex þúsund krónur á mánuði. I>ar að auki kemur launþegum til hagsbóta lækkað verð á mjólk og bensíni, að því viðbættu að undirbúið verður sérstakt söluátak í sölu lambakjöts á hagstæðu verði. Skattalækkunin er framkvæmd á þann hátt, að persónuafsláttur er hækkaður og skattleysismörkin fyrir einstakling hækkuð úr 47 þús. kr. í 51 þús. kr. á mánuði. Þá hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir því að lækka raunvexti í bankakerfinu á næstunni um 1-1.25% en vaxtalækkunin mun einnig ná til fleiri lánastofnana, þ.á m. lífeyrissjóða, og hafa umtalsverð áhrif til þess að létta vaxtabyrði launþega. Þessi lækkun vaxta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að halda vöxtum innan hóflegra marka og stemma stigu fyrir því vaxtaokri, sem markaðshyggjan hefur viljað halda uppi í landinu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur á mjólk, sem leiðir til þess að verð mjólkurlítra lækkar um 4 kr. eða sem svarar 6% lækkun. Þá mun verð á blýlausu bensíni lækka um 2 kr. lítrinn, eða um 4%. Hvað varðar lækkanir á mjólk og bensíni, þá er hér um að ræða neytendavörur, sem forustumenn launþega hafa einkum beint sjónum að í sambandi við hækkanir á verðlagi að undanförnu. Þar sem efnahagsráðstafanir þessar miða að því að draga úr verðbólgu og lækka neysluvöruverð, þá hefur verið fjallað um aðgerðir til þess að lækka verð á lambakjöti og auka sölu á þeirri vöru. Verður undirbúið sérstakt átak til þess að selja lambakjöt næstu vikur og mánuði á hagstæðu verði. Átakið miðar í stórum dráttum að því, að gera lambakjöt aðgengilegt fyrir neytendur með sérpakkningum og völdum pörtum af kjötinu. Þær efnahagsráðstafanir sem hér um ræðir eru vissulega tímabærar. Samkvæmt síðustu útreikningum Hagstofunnar hefur verðbólga farið vaxandi á undan- fömum vikum. Þessir útreikningar flytja þann boðskap til ráðamanna og áhrifaafla þjóðfélagsins að stinga verði við fótum í verðlagshækkunum með þeirri keðjuverkun sem þeim fylgja. Þess verður að vænta, að efnahagsaðgerðirnar leiði til raunvemlegrar verðbólgu- hjöðnunar um leið og þær hafa áhrif á lífskjör launþega og rekstur heimila. Vafalaust hafa þær viðræður sem tókust milli ríkis- stjórnar og fulltrúa launþega haft sín áhrif á framvindu efnahagsaðgerða síðustu daga. Það gefur fullt tilefni til að minna enn á þá nauðsyn, að ávallt séu við lýði greið samskipti milli ríkisstjórnar og hagsmunasamtaka í landinu. Að öðru jöfnu leiða slík samskipti til virkra samráða milli ríkisvalds og hagsmunasamtaka um efnahags- óg fjármál og þróun kjaramála sérstaklega. Eins og háttar stjórnskipulagi og valdahlutföllum í nútímaþjóðfélagi, þar sem valddreifing á sér stað, en ekki alveldi ríkisstjórnar, er slíkur samráðsgrundvöllur hluti af skynsamlegu stjórnarfari. GARRI Dilkakiötið ívar Guðmundsson, fyrrverandi aðalræðismaður í New York og viðskiptafulltrúi í Bandaríkjunum, skrifar grein í Morgunblaðið í gær. Þar bendir hann á að nú megi vera að nýr möguleiki sé að opnast fyrir sölu á íslensku díikakjöti þar vestra. Nánar til tekið felst þetta í því að fólk þar á nú að vera farið að fá leiða á kjöti, sem framieitt er með því að gefa dýrunum efnabætt fóður. Sú aðferð er notuð til að auka vaxtarhraða dýranna, og bendir ívar á að nýlega hafi komið til átaka milli Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna vegna þess að EBE vildi banna innflutning á nautakjöti að vestan, sem talið var framleitt á óeðlilegan hátt með bætiefnum. Einnig getur Ivar þess alveg réttilega að mögulegt sé að þessi andúð fólks á hraðvaxtarkjöti geti komið sér vel fyrir íslenska fjár- bændur. Hér alast dilkarnir nefni- lega upp úti í náttúrunni og á náttúrulegu grængresi. En hvað um verðið? Með öðrum orðum felst ábend- ing Ivars Guðmundssonar í því að vestanhafs geti verið að nú séu að opnast nýir möguleikar á að selja íslenskt dilkakjöt sem ómengaða náttúruafurð. íslenska fjallalambið geti með öðrum orðum farið að verða skæður keppinautur við kjöt sem framleitt er með því að gefa gripunum efnabætt fóður, fram- leitt í verksmiðjum. En hér er að öðru að gæta. Þessi ábending aðalræðismannsins fyrr- verandi er vissulega bæði gagnleg og réttmæt. En aftur á móti vaknar hér spumingin um verðið, sem fáanlegt er fyrir kjötið vestra, en á það er ekki drepið einu orði í greininni. Sannleikurinn er nefnilega sá að íslenskir fjárbændur eru orðnir býsna langþreyttir á spekingum hvers konar sem komið hafa til þeirra með gylliboð um möguleika á því að selja dilkakjöt vestur um haf. Hvað eftir annað hefúr slíku verið slegið hér upp í blöðum og rætt fögrum orðum um gífurlega markaðsmöguleika. En þegar upp hefur verið staðið hefur jafnoft komið í Ijós að verðið hefur ekki verið nema brot af því sem framleiðendur hér heima þurfa að fá. Ef sá er hér ritar man rétt hefur það ekki verið nema svona fjórðungur eða flmmtungur af verðinu hér heima. Það segir sig sjálft að eins og málum er háttað í dag skila slík viðskipti engum arðj. Þá er skynsamlegra að selja til nálægari landa þar sem verðið er þó talsvert hærra. Ef menn eru að tala um að framleiða hér dilkakjöt og selja til Bandaríkjanna með hagnaði virð- ist óhjákvæmilegt að verðið hækki þar fyrst verulega. Því miður. Fjallalambið íslenskir fjárbændur hafa á síð- ustu árum brugðist hraustlega við iækkandi verði á afurðum sínum á erlendum mörkuðum. Fækkað hefur verið skipulega í fjárstofnin- um og seglin dregin saman. Það breytir því þó ekki að sjálf- sagt er að hafa augun opin fyrir öllum möguleikum. Ábending ívars Guðmundssonar er vissulega réttmæt svo langt sem hún nær. Hér á Iandi eiga að geta verið möguleikar á þvi að framleiða náttúrulegt kjöt handa þeim út- iendingum sem orðnir eru lang- þreyttir á að láta troða ofan í sig margefnabættu kjöti. En kostnaðardæmið lítur hins vegar ekki nógu vel út, og þar virðast tvær leiðir koma tU greina. Annars vegar að reyna að hækka verðið erlendis og hins vegar að lækka tUkostnaðinn hér heima. Með skipuiagðri markaðsleit má meir en vera að það takist að finna kaupendur sem tUbúnir séu að greiða töluvert viðbótarverð fyrir slíkt kjöt. Yrði sá markaður trúlega einkum meðal veitingahúsa af vandaðri gerðinni. Hugsanlegt er lika að íslenskum sauðfjárbændum gæti tekist að Gnna nýjar aðferðir í búskap sínum tU að lækka kostnaðinn. Ekki skal hér sagt um hverjar þær ættu að vera, utan hvað tæknivæðing myndi þar mjög trúlega koma mik- ið við sögu. Hitt er þó Ijóst að íslensk bændastétt hefur oft í ald- anna rás staðið frammi fyrir erfið- um vandamálum og leyst þau. En ábending ívars Guðmunds- sonar er réttmæt að því Ieyti að hér virðist geta verið tíl töluverðs að vinna. Það er að visu fjarlægur draumur að hér á landi sé hægt að framleiða svo ódýrt dilkakjöt að það megi selja með hagnaði í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn er að því að gæta að hérlendis er hvað sem öðru líður tæknUega auðvelt að ala upp fjaUalömb og selja kjötið af þeim sem óefnabætta viUibráð tU útlanda. Hér er því rétt að hafa augun opin fyrir öUum þeim möguleikum og nýju leiðum sem kunna að opnast. Garri. VÍTT OG BREITT Sameining óflokksbundinna Þegar uppdráttarsýkin var að heltaka Kommúnistaflokk íslands á fjórða áratugnum gekk toppkrati til liðs við hann ásamt nokkrum minni spámönnum. Sameiningar- flokkur alþýðu - sósíalistaflokkur- inn varð til og allt lék í lyndi um hríð. Stalín fór í stríð að bjarga þjóðum heimsins, toppkratanum var sparkað og kommar og íhald féllust í faðma og stýrðu landi í samlyndi. Að því kom að gamla uppdrátt- arsýkin fór að sækja á kommana, sem nú kenndu sig við sameiningu og alþýðu og aftur var toppkrati tilbúinn að yfirgefa sinn gamia flokk með bláeygu liði og aftur fengu kommar vítamínsprautu og Alþýðubandalagið var stofnað. Ekki tolldu toppkratar þar lengi fremur en fyrr og klufu sig út úr af miklu frjálslyndi og stofnuðu nýjan flokk með nokkrum fyrrum komm- um. Sá flokkur hékk inni á þingi í tvö kjörtfmabil og var mjög af honum dregið þegar farið var að líða á hið síðara. Andlitslyftingar AUar þessar tilfæringar fóru fram undir yfirskini sameiningar vinstri manna í einn flokk. Þessi sameiningardraumur blundaði víðar og eftir dularfullum leiðum rak eitthvað af Möðruvell- ingum á fjöru frjálslyndu vinstri stefnunnar rétt í þann mund að hún geispaði golunni og hinn hug- umstóri Ólafur Ragnar Grímsson rétt náði inn sem varaþingmaður fyrir flokkinn áður en hann safnað- ist inn á spjöld stjómmálasögunn- ar. Síðan hefur hann, þ.e. ORG, verið persónugervingur sameining- ar vinstri manna í öflugt stjóm- málaafl. Þegar enn einu sinni þurfti að hressa upp á ásjónu flokksins sem ýmist hefur kennt sig við kommún- isma, sósíalisma eða bandalag al- þýðu hlupu nýliðamir í hinu deyj-' andi frjálslynda vinstrasamsulli yfir í allaballasöfnuðinn og var einum þeirra tekið með kostum og kynjum, hinir em gleymdir. Nú upphófst andiitslyfting sem ' sagði sex. Gamli kommaflokkur- inn sem búinn var að ganga í gegnum fleiri breytingarskeið og nafnbreytingar en elstu meðlimir hans kæra sig um að muna, var nú allt í einu gerður að regnhlífar- samtökum. Það töfraorð var útlist- að á þann veg að fólk með nánast allar stjórnmálaskoðanir ætti skjól undir ægishjálmi Alþýðubanda- lagsins. Meira að segja varFylking- in boðin velkomin í söfnuðinn. Þegar leiðindin ætluðu að fara að drepa allaballana lyftu þeir sér upp við naflaskoðun og gerðu þá skyssu að fara að kíkja í nafla hvers annars og allt fór upp í loft í rifrildi og gagnkvæmum ásökun- Léttúð Upp úr því rólinu beindist sam- takamátturinn í að kjósa höfund regnhlífarsamtakanna formann. Síðan em allaballar hálfmglaðir og velta stíft fyrir sér hvers konar stjórnmálaafl þeir séu eiginlega og hvað þeir séu að vasast í pólitík. Um þetta tala þeir á mannamót- um og Málgagnið birtir margar, hálærðar greinar á dag um efnið og er enda að þrotum komið. Undir regnhlífina áttu að safnast alls kyns sérþarfahópar, kynskipt- ingar, menningarfrík, poppgeggj- arar, maóistar og jafnvel trotskyist- ar og jafnaðarmenn. Ailt blandað- ist þetta einkar vel og kjörfylgið þvarr enn hraðar en fyrir regnhlíf. Eftir formannsskipti fór sem fyrr að urga fór í samskiptum félaganna og um helgina vom stofnuð enn ein allaballasamtökin sem eiga að sameina alla vinstri menn í einum flokki. Það var gert með því að kljúfa Alþýðubandalagsfélag Reykjavík- ur, en meðal komma og hálf- komma og kvartkomma hefst sam- eining alltaf með klofningi og eftir því sem oftar og meira er klofið eykst sameiningarrausið. Þetta skilja engir nema innvígðir í fræði Marx og Leníns, en þau em álíka auðskilin og spádómar Nostradam- usar, sem hver og einn túlkar eftir eigin óskhyggju. Nýja allaballafélagið, Birting, varð til undir dúndrandi tónlist um helgina. Það verður hluti af Al- þýðubandalaginu en samt munu margir félagar verða óflokks- bundnir. Það er auðvitað í anda fræðanna en hvort þessir óflokksbundnu fé- lagar í stjómmálaflokki em í skjóli regnhlífar eða undir ægishjálmi formanns allaballasafnaðarins er kannski að finna í Nostradamusi eða álíka heimildum. Ekki að furða þótt Birna Þórðar- dóttir, sem ávallt er hreinskiptin, kalli allt þetta óskiljanlega léttúð lýðræðisins í sjálfu málgagni þeirra Olafs og Svavars. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.