Tíminn - 14.07.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.07.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 14. júlí 1989 stjornumugavelar DEUTZ-FAHR stjörnumúgavélar KS 1.50D, lyftutengdar stjörnumúgavélar meö einni 8 arma stjörnu. Vinnslubreidd 3,3 m. Landhjól fylgja eftir í beygjum. Eigum fyrirliggjandi takmarkaðar birgöir af DEUTZ-FAHR stjörnumúgavélum KS 150 D á ótrúlega hagstæöu veröi, eöa aðeins kr. 102.450,- Hafiö samband viö sölumenn okkar sem fyrst. FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrjun nóvember 1989. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði verða haldin í september n.k. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdents- prófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmála- stjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykja- víkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt staðfestu afriti af stúd- entsprófskírteini og sakavottorði. Flugmálastjóri. Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. júlí n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Lokað í dag föstudaginn 14. júl í, vegna flutnings á skrifstof- um Brunabótafélags íslands af Laugavegi 103 að Ármúla 3. Viðskiptamenn eru beðnir að hafa samband í síma 696000 ef brýna nauðsyn ber til. Mánudaginn 17. júlí opnar VÁTRYGGINGA- FÉLAG ÍSLANS H.F. að Ármúla 3 - sími 605060. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Stjórn Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva fundar um skrif Lars Hansen, dýralæknis fisksjúkdóma: Vilja ao embættið verði lagt niður Stjóm Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur lagt til að embætti dýralæknis fisksjúkdóma, sem Lars Hansen gegnir, verði lagt niður. Þessi tillaga stjórnarinnar kemur I kjölfar greinar Lars í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hann gagnrýndi fiskeldismenn á íslandi fyrir þekkingar- Ieysi og óvönduð vinnubrögð. Skrif Lars hafa verið rædd á tveimur stjórnarfundum Landssam- bandins. Guðmundur G. Þórarins- son, formaður stjómarinnar sagði í samtali við Tímann að fiskeldismenn væru almennt mjög óánægðir og ósáttir við þessi skrif og telja að þau séu grjótkast úr glerhúsi. Eftir að hafa rætt skipulag og eftirlit vegna fisksjúkdóma komst stjórn Lands- sambandsins að þeirri niðurstöðu að leggja bæri til að embætti dýralæknis fisksjúkdóma yrði lagt niður, enda sagði Guðmundur að það virtist vera feimnismál hver væri raunvemleg verkaskipting á milli héraðsdýra- lækna, dýralæknis fisksjúkdóma og fisksjúkdómadeildarinnar á Keldum. „í Sovétríkjunum eru mjög margir bændur, en framleiðsla þeirra hefur verið allt of lítil. Sovéska kerfið hefur þrjár milljónir eftirlitsmanna með bændum. íslendingar hafa ekki efni á öllum þessum eftirlitsmönnum hverjum upp af öðrum,“ sagði Guð- mundur. Svargrein frá Guðmundi og Landssambandi fiskeldis- og hafbeit- arstöðva mun birtast á næstunni. LDH- Lögreglan í Keflavík og lögreglan á Hvolsvelli fengu ■ gær afhentan hvor sinn bflinn í gær. Bflamir era af BMW 320 gerð og sérútbúnir frá framleiðanda sem lögreglubflar. Þeir eru búnir öflugri sex strokka vél með beinni innspýtingu, sér- staklega styrktum undirvagni, læstu drifi, fjögurra þrepa sjálf- skiptingu, bláum Ijósum, ijar- skiptatækjum og tveggja tóna sí- renum eins og tíðkast í Evrópu- löndum auk ýmiss annars. Frá vinstri á myndinni era Ásgeir Ei- ríksson sölumaður Bflaumboðsins, Þórir Maronsson yfiriögreglu- þjónn í Keflavík sem tók við Kefla- víkurbflnum, Ingólfur Waage og Gils Jóhannsson sem tóku við Hvolsvallarbflnum og Högni Jóns- son sölustjóri Bílaumboðsins. Tímamynd: Pjelur. Dæmt í máli flugmanns og flugumferðarstjóra vegna flugatviks yfir Helguvík 1984. Árni Þorgrímsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir: Akæran er einsdæmi „Það er ekkert farið að ræða þetta, enda nýtilkomið," sagði Ámi Þorgrímsson formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra, að- spurður hvort félagið muni eitthvað beita sér fyrir breyttum starfsaðferð- um, í Ijósi niðurstöðu sakadóms Reykjavíkur í fyrradag, vegna flug- atviks yfir Helguvík 1984. Flugstjóri hjá Flugleiðum og flug- umferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli voru dæmdir í sakadómi Reykjavík- ur í sjö mánaða skilorðsbundið varð- hald hvor, í máli ákæruvaldsins vegna flugumferðaratviks að morgni 6. september 1984. Þá munaði mjög litlu að tvær þotur Flugleiða, með samtals 403 farþega innanborðs, skyllu saman í 10.500 feta hæð fyrir Herdísarvík. Árai sagði að áreiðanlega yrði þetta mál rætt hjá félaginu og í samráði við þeirra lögfræðing sem hefði með málið að gera. Hvaða augum lítur félagið á þetta? „í mínum augum er þetta dæmigerður fjölmiðladómur, ég veit ekki um nauðgara og hassinnflytj- endur, það er ekki haft vit á að birta myndir af þeim í sjónvarpi og nafn- greina þá,“ sagði Árni. Nú er það sakadómur sem dæmir en ekki fjöl- miðlar, hvernig líturðu á niðurstöð- ur þessa máls, er þetta alvarlegt? „Vissulega er þetta alvarlegt atvik, það fer ekkert á milli mála fyrst ákært er í því, en þessi meðferð á svona atvikum sem gerast í heimin- um á hverjum degi er algjört eins- dæmi að ákært sé eins og gert er hér,“ sagði Ámi. Hann sagði að frá því að málið hefði farið af stað, hefði hann verið að leita sér upplýsinga um eitthvað sambærilegt og ekki fundið neitt, þrátt fyrir að hann hafi beitt fyrir sig alþjóðasamtökum flug- umferðarstjóra. „Að vísu koma svona mál upp, en þau eru afgreidd á heimaslóð og menn fá sínar áminningar, sendir í endurhæfingu og svoleiðis, en ekki gert að opin- beru sakamáli," sagði Ámi. Flugstjórinn og flugumferðar- stjórinn þóttu samkvæmt dómi saka- dóms ekki hafa sýnt nægilega að- gæslu við brottflug Boeing-þotu Flugleiða frá Keflavíkurflugvelli, þannig að mjög litlu munaði að hún rækist á DC-8 þotu félagsins skömmu eftir flugtak. Flugumferðarstjórinn og flugmað- urinn voru dæmdir til að greiða málsvamarlaun og sakarkostnað. Ármann Kristinsson sakadómari kvað upp dóminn, ásamt Sigurði Líndal prófessor og Þo.rsteini E. Jónssyni flugstjóra. -ABÓ Fékk viku varðhald fyrir ávísanafölsun Maður var handtekinn á Húsa- rennur úrskurðurinn út á morgun vík um síðustu helgi eftir að hafa laugardag. Maðurinn var fluttur til gefið út nokkrar falsaðar ávísanir Reykjavíkur, þar sem hann hefur einkum á Akureyri og Húsavík. verið yfirheyrður af Rannsóknar- 'Hann var úrskurðaður í viku gæslu- lögreglu ríkisins. -ABÓ varðhald vegna ávísanafals, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.