Tíminn - 14.07.1989, Page 3
Föstudagur 14. júlí 1989
Tíminn 3
Ríkissjóður yfirtekur tveggja milljarða lán í samningum við Rafmagnsveitur
ríkisins og Orkubú Vestfjarða:
Verðið á raforkunni
lækkar um 5 prósent
Rfldssjóður hefur yfirtekið langtímalán frá Rafmagnsveit-
um ríkisins og Orkubúi Yestfjarða að upphæð tveir milljarðar
króna. I framhaldi af því verður 5% lækkun á almennum
heimilis- og iðnaðartöxtum fyrirtækjanna hinn 1. ágúst
næstkomandi, en lækkunin felur í sér aukna verðjöfnun á
raforku í landinu.
Fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra við undirritun samninga við Raf-
magnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða.
Samningamir fela í sér að ríkis-
sjóður yfirtekur lán frá Rafmagns-
veitum ríkisins að fjárhæð rúmlega
1,4 milljörðum króna og Orkubúi
Vestfjarða að fjárhæð 588 milljónum
króna. Aúk þess fá Rafmagnsveitur
ríkisins afhent skuldabréf vegna sölu
raforkumannvirkja á Suðurnesjum
sem gefa þeim 50 milljónir króna í
viðbótartekjur á næstu ámm.
í framhaldi af gerð samninganna
þá verða framvegis allar almennar
raforkuframkvæmdir þessara fyrir-
tækja fjármagnaðar úr rekstri og þar
með komið í veg fyrir lántökur
vegna nauðsynlegra fjárfestinga en
þær hafa verið verulegar að undan-
förnu.
Greiðslubyrði fyrirtækjanna
vegna þessara lána sem ríkissjóður
hefur nú yfirtekið hefur verið vem-
leg. Sem dæmi má nefna að á síðasta
ári greiddi Orkubú Vestfjarða 50
milljónir króna í afborganir en Raf-
magnsveitur ríkisins rúmar 120 millj-
ónir króna.
Með undirritun þessara samninga
er staðið við fyrirheit sem stjómvöld
gáfu árið 1986, þegar verðjöfnunar-
gjald af raforku var fellt niður.
Verðjöfnunargjald af raforku hafði
þá verið innheimt um langt árabil og
því verið varið til að styrkja fjárhag
Rafmagnsveitnanna og Orkubúsins
sérstaklega vegna félagslegra fram-
kvæmda á vegum fyrirtækjanna.
Þegar verðjöfnunargjaldið var af-
numið vom gefin fyrirheit um að
áhrifum afnáms þess yrði mætt með
því að ríkissjóður yfirtæki skuldir
fyrirtækjanna þannig að þau gætu
fjármagnað framkvæmdir með
rekstrartekjum sínum. Að áliti Raf-
magnsveitnanna og Orkubúsins var
ekki staðið við þessi fyrirheit. Af-
leiðingin var taprekstur, skuldasöfn-
un og aukinn mismunur í verði
raforku í dreifbýli og þéttbýli. Þetta
samkomulag þýðir í raun það að hér
eftir standa fyrirtækin tvö á eigin
fótum hvað varðar rekstur og fram-
kvæmdir.
Á fréttamannafundi sem boðað
var til vegna undirskriftar samning-
anna kom fram hjá Sighvati Björg-
vinssyni formanni fjárveitingar-
nefndar Alþingis að nefndin hefði
einróma samþykkt gerð þessa
samnings. Sighvatur sagði að með
samkomulaginu væri stigið stórt
skref til jöfnunar á raforkuverði.
Legið hefði ljóst fyrir að ef þessi
yfirtaka á lánunum kæmi ekki til þá
hefði blasað við þörfin á að hækka
gjaldskrámar um allt að 15% og
með því hefði verðmunur á raforku
milli þéttbýlis og dreifbýlis orðið
enn meiri en nú er.
Á fundinum sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra að með
þessu samkomulagi hefði núverandi
ríkisstjóm staðið við fyrirheit sem
fyrri ríkisstjómir hefðu ekki treyst
sér til að gera. Fjármálaráðherra
sagði m.a: „Ég vona að mér fyrirgef-
ist að nefna það hér að það hafa
auðvitað ýmsir iðnaðarráðherrar og
fjármálaráðherrar setið á þeim tíma
sem liðinn er frá því að verðjöfnun-
argjaldið var fellt niður án þess að
ljúka þessu máli. Þetta samkomulag
markar tímamót í sögu þessara raf-
orkufyrirtækja og einnig tímamót í
þróun byggðamála hvað varðar jöfn-
uð í raforkuverði milli landshluta."
SSH
Ríkisstjórnarfundur á
Þingvöllum umfjárlagagatið:
Erfitt að
ná fram
auknum
sparnaði
Engar ákvarðanir voru um við-
brögð við fjárlagahallanum á
fundi ríkisstjórnarinnar á Þing-
völlum í gærkveldi. Rætt var um
hvernig unnt væri að spara í
rekstri ríkisins umfram þann 4%
spamað sem ákveðinn hefur
verið. í>ar mun ekki um auðugan
garð að gresja og eftir því sem
næst verður komist, treysta ráð-
herrar sér ekki til að spara nema
um 200 milljónir í rekstri til
viðbótar.
Til þess að ná fram meiri
sparnaði en unnt er nú, þarf
skipulagsbreytingar í rekstri
ríkisins, en þær verður að gera til
lengri tíma og er ekki að vænta
árangurs af þeim á þessu ári. Að
sögn Jóns Sveinssonar aðstoðar-
manns forsætisráðherra og fund-
arskrifara ríkisstjórnarinnar, er
ráðgert að stjómin hittist mjög
fljótlega aftur til að ræða fjárlaga-
hallann og mun fjármálaráðherra
þá leggja fram ákveðnar tillögur
um hvernig fjárlagagatið skuli
fyllt.
Vöntun á tekjuhlið fjárlaga er
nú rúmir fjórir milljarðar, til þess
að jöfnuður náist milli tekna og
útgjalda. Auk þess að ræða fjár-
lög þessa árs, var tekinn fyrir
undirbúningur að fjárlögum
næsta árs á ríkisstjórnarfundinum
og EFTA og EB mál vom rædd.
- ÁG
Bið eftir aðgerðum stjórnvalda til aðstoðar loðdýraræktinni tekur á taugar bænda:
Þúsund minkahvolpar gef nir
Minkabóndi í Blönduhlíð í Skaga-
firði gaf nú á dögunum öðrum
minkabónda í sama héraði um 1000
minkahvoipa, sem hann treystir sér
ekki til að ala til haustsins. Fullorðnu
dýrunum hélt hann eftir. Að sögn
Reynis Barrdal á Sauðárkróki, en
hann fékk hvolpana að gjöf, ætlar
hann að ala þá til slátrunar. Reynir
kvaðst ekki vita hvort nokkur hagn-
aður yrði af því eldi, það veltur á
ákvörðun stjórnvalda um framtíð
greinarinnar. Annar ungur minka-
bóndi í Skagafirði hefur skorið öll
sín dýr, en hann var áður kominn í
aðra vinnu og sá sér ekki fært að
vera á tveimur stöðum í einu.
„Það er alltaf verið að gefa mönn-
um vonir,“ sagði Þorsteinn Birgisson
framkvæmdastjóri fóðurstöðvarinn-
ar Melrakka á Sauðárkróki í samtali
við Tímann í gær. Þorsteinn kvað
menn innan greinarinnar vera
þreytta á að bíða og þeim hefðu
verið gefin óbein loforð um að tekin
yrði endanleg ákvörðun, af ríkis-
stjóminni um framtíð loðdýrarækt-
arinnar, fyrir næstu helgi. „Við vor-
um beðnir að beina því til bænda að
þrauka út þessa viku, vegna þess að
menn em þegar byrjaðir að skera
dýrin,“ sagði Þorsteinn. „Menn þola
þetta álag ekki endalaust, að reka
allt á mínus og sjá kannski fram á
það að tapa 100-150 þúsund krónum
á mánuði fram að áramótum. Þetta
er erfið ákvörðun hjá þessum
mönnum, en hvað á að gera þegar
búið er að biðja menn að bíða núna
í eitt ár og alltaf verið að gefa upp
einhverjar vonir.“
Óvissa um framhaldið
Mikil óvissa ríkir meðal bænda á
fóðursvæði Melrakka hf., það er
Skagafjarðarsýsla og Húnavatnssýsl-
ur, og hafa margir bændur sagst ætla
að hætta loðdýrabúskap í ár. Sam-
kvæmt heimildum Tímans gæti fjöldi
þeirra manna sem ætla sér að bregða
búi numið 40-50% af heildinni og
jafnvel meiru. Hvað þetta þýðir fyrir
hina sem eftir lifa, geta menn svo
velt fyrir sér, en ljóst er að því færri
sem bændumir eru því hærra verður
fóðurverðið frá fóðurstöðvunum.
Loðdýrabændur skulda fóður-
stöðvunum flestir stórar upphæðir
og í nýútkominni skýrslu Byggða-
stofnunar um framtíð greinarinnar,
segir að verði ekki gripið til ráðstaf-
ana muni safnast upp skuld bænda
við fóðurstöðvarnar, og fóðurstöðv-
anna við þá aðila sem sjá þeim fyrir
hráefni. Fiskvinnslufyrirtæki séu
ekki í neinni aðstöðu til að veita
lánafyrirgreiðslu og aðrir aðilar séu
óðum að loka á viðskipti. Fóður-
framleiðsla muni því stöðvast víða á
næstu dögum. Þetta staðfesti Þor-
steinn hjá Melrakka og sagði að í
raun mætti telja þann tíma sem þeir
gætu séð bændum fyrir fóðri í
klukkustundum, ekki dögum. Að-
stoð yrði að koma til fyrir næstu
helgi. Símon Ellertsson hjá fóður-
stöðinni á Dalvík, var ekki jafn
svartsýnn á stöðuna og Þorsteinn, en
sagði samt að niðurstaða yrði að fást
á næstu dögum, það væri ekki hægt
að halda mönnum í óvissu öllu
lengur.
Þó er ekki svartnættið eitt fram-
undan hjá fóðurstöðvunum. Sá
möguleiki er fyrir hendi að framleiða
fóður fyrir fiskeldi og að sögn Þor-
steins Birgissonar hjá Melrakka,
hafa þeir alla burði og getu til að
hefja framleiðslu á blautfóðri fyrir
laxaseiði. Slíkt kostaði að vísu um 2
milljóna kr. fjárfestingu í tækjabún-
aði, en viðræður hafa staðið yfir á
milli Miklalax í Fljótum og Mel-
rakka og eru þeir fyrrnefndu tilbúnir
að kaupa um 2000 tonn. Melrakki er
aftur á móti það illa stæður að ekki
hefur verið unnt að fjárfesta í tækja-
búnaði sem gerir þeim kleift að
framleiðafóðurfyrireldisfisk. -ÁG
Sápaí
Geysi
í tilefni af 25 ára afmæli Ferða-
málaráðs hefur verið ákveðið að
setja sápu í Geysi laugardaginn
15. júlí næstkomandi. Sápan
verður sett í hverinn klukkan
15.00 og má gera ráð fyrir gosi
nokkru síðar, ef veðurskilyrði
verða hagstæð.