Tíminn - 14.07.1989, Page 13
Föstudagur 14. júlí 1989
Tíminn 13
MINNING
Gísli Kristjánsson
Fæddur 12. desember 1893
Dáinn 6. júlí 1989
Það var táp og fjör á Austurlandi
við síðustu aldamót. Þótt ekki væri
almennt auður í búi þá var gróska í
atvinnulífi,' það ríkti bjartsýni og
menn voru atorkusamir að nýta gæði
lands og sjávar. Nýjungar í atvinnu-
rekstri ruddu sér til rúms, við sjóinn
til dæmis frosthúsin og vélknúnar
fleytur og stærri en áður höfðu
tíðkast. Samhliða var brotið upp á
nýjungum og samhjálp í félagslífi,
menntamálum og heilbrigðismálum
og raunar á miklu fleiri sviðum. Með
öðrum orðum, byrjað var að leggja
grunninn að velferðarþjóðfélaginu
sem íslendingar hafa verið að byggja
upp síðan, eru stoltir af og vilja ekki
með nokkru móti sjá á bak, þegar
allt kemur til alls.
Upp af þessum jarðvegi óx alda-
mótakynslóðin svokallaða, sem eins
og þar stendur „þorði allt nema þrek
og manndáð svíkja". Og í þeim hópi
var Gísli Kristjánsson útgerðarmað-
ur, síðast búsettur í Hafnarfirði.
Hann hefur nú kvatt þennan heim
og þá sem hann átti samleið með
eftir 95 ára vegferð og vel það.
Gísli var borinn og bamfæddur í
Mjóafirði og átti þar ætíð sterkar
rætur þótt hann færi að heiman
ungur maður og ætti þá framundan
annasama ævi. Hygg ég að tengsl
hans við foreldra og aðra nána
ættmenn hafi verið einstaklega
traust og heil. Og aðrir sveitungar
vom honum ekki óviðkomandi og
áttu þar hauk í horni sem hann var,
gæti hann á einhvern hátt greitt götu
þeirra. Veitti ég þessu athygli ung-
lingur, svo augljóst var það.
Gísli fæddist í Sandhúsi, grasbýli
í Brekkuþorpi, 12. desember 1893,
hinn þriðji í röð sex systkina. For-
eldrar hans vom María húsfreyja
Hjálmarsdóttir frá Brekku og Lars
Kristján Jónsson, ættaður úr
Fljótsdal. Hann hafði numið versl-
unarfræði í Noregi og vann um
árabil við verslun mágs síns, Kon-
ráðs Hjálmarssonar, á Mjóafirði. f
Sandhúsi græddi hann upp tún við
hin erfiðustu skilyrði, ræktaði garð-
ávexti og gerði út á fiskveiðar. Ekki
voru efni mikil í Sandhúsi en María
var mikil myndarkona eins og heim-
ili þeirra Kristjáns bar vott um og
kemur þá meðal annars í hugann
skrúðgarðurinn hennar litli og
blómahaf í stofu.
Sandhús var byggt nærri flæðar-
máli og öll aðstaða við sjó næsta
hæg. Þangað hneigðist hugur Gísla
þegar í bemsku og hefur hann
sjálfur lýst því af hlýrri nærfæmi
þegar hann byrjaði sjómennskuna
barn að aldri á skektu með eldri
bróður sínum, Hjálmari, árið sem
Hjálmar fermdist - og rem í
fjörðinn. Eftir því sem Gísla óx
fiskur um hrygg færðist hann meira
í fang við sjósóknina, reri á dýpri
mið, sótti sjó á vetrarvertíð, gerðist
formaður og hóf útgerð á eigin
vegum.
Á síðustu áratugum 19. aldar
fjölgaði fólki í Mjóafirði og komst
íbúatalan yfir fjögur hundmð 1902,
auk nokkur hundmð starfsmanna á
tveimur hvalveiðistöðvum. En brátt
tók að falla út. Margir fluttu yfir til
Norðfjarðar. Gísli Kristjánsson mun
hafa farið alfarinn úr Mjóafirði 1921.
Á Norðfirði gerðist hann brátt mikil-
virkur útgerðarmaður. Þaróxútgerð
hröðum skrefum þau misseri og
margir sóttu fast sjóinn eins og
Iöngum áður og síðan.
Hermann Vilhjálmsson á Brekku
segir um sjósókn nágrannanna á
þessum árum í óbirtum minninga-
brotum:
„Á Norðfirði vom allir á sjó og
fiskuðu alltaf." - Að minni hyggju
mátti þetta til sanns vegar færa!
í fyrstu var Gísli formaður á báti
sínum Gauta, sem fullu nafni hét
Hrólfur Gautreksson. Var sá bátur
happafleyta og er nú merkur safn-
gripur í Neskaupstað. Síðan tóku
aðrir við formennsku en Gísli var í
landi og stýrði útgerðinni og þar
með verkun aflans að þeirrar tíðar
hætti.
fyrrv. útgerðarmaður
Bátarnir stækkuðu, Björninn var
byggður og síðan kom Sæfinnur,
sem var haffært skip og var meðal
annars gerður út á síldveiðar og
hafður til flutninga á ísvörðum fiski
til Bretlands á stríðsámnum og
síðar.
Á Norðfirði starfaði Gísli að fé-
lagsmálum sjómanna og útgerðar-
manna og hann átti sæti í fyrstu
bæjarstjóm Neskaupstaðar. En hans
merka athafnasaga verður ekki rakin
í stuttri minningargrein. Þar kom að
hann færði sig um set til Akureyrar
og gerði Sæfinn þar út um hríð. Og
að síðustu lá leiðin til Hafnarfjarðar.
Gísli Kristjánsson eignaðist mikil-
hæfa konu, Fannýju Ingvarsdóttur
Pálmasonar alþingismanns og Mar-
grétar Finnsdóttur konu hans. Þau
gengu í hjónaband 28. maí 1923 og
settu bú saman á Norðfirði. Gísli
reisti fjölskyldu sinni hús innarlega í
kaupstaðnum og nefndi Bjarg. Þar
stóð myndarlegt heimili þeirra Fann-
ýjar á meðan þau bjuggu í Neskaup-
stað og þar fæddust þeim sex mann-
vænleg böm sem nú skulu nafn-
greind:
Margrét húsfreyja á Akureyri. -
Ingvar ritstjóri í Reykjavík, fyrr
alþingismaður og ráðherra. - Marfa
húsfreyja, nú í Reykjavík. -Kristján
skipstjóri lengi, nú búsettur í
Reykjavík. - Ásdís húsfreyja og
fóstra í Kópavogi. - Tryggvi skóla-
meistari á Akureyri en um sinn
skrifstofustjóri hjá Norðurlandaráði
í Kaupmannahöfn. - Öll hafa þau
systkinin gifst og eignast börn og em
afkomendur Fannýjar og Gísla
orðnir margir.
Gísli Kristjánsson var glæsimenni
og ferskur blær fylgdi honum hvar
sem hann fór. Hann var og traustur
maður og ábyggilegur í hvívetna.
Eitt sinn á fyrstu útgerðarámnum
komst hann í vemlegar skuldir og
var nokkuð uggandi um sinn hag, en
þetta var um áramót. Hann tjáir
frænda sínum, Konráði Hjálmars-
syni, hvernig komið er, hvað nú sé
til ráða? En kaupmaður svaraði
snöggt:
„Fara á Hornafjörð!“ (Vetrarver-
tíð).
Gísli sagði þessa sögu sem dæmi
um skjótar ákvarðanir Konráðs. En
hún sýnir jafnframt líkt og í hnot-
skurn þá tiltrú sem hann naut sjálfur
frá ungum aldri. - Það fylgdi með
sögunni að Konráð veitti þá fyrir-
greiðslu sem nægði til úthaldsins. En
þegar því lauk hafði skuldin, sem
ægði unga manninum við áramót,
bókstaflega snúist í andhverfu sína.
En það ætla ég að útgerð Gísla hafi
löngum verið fremur hagstæð og
útkoman oftar en hitt réttu megin
við strikið.
Svo hagaði til að Gísli frændi
minn Kristjánsson hóf vegferð sína í
þessum heimi röskum tuttugu árum
á undan mér. Báðir lögðum við upp
frá Mjóafirði. En þegar ég var
vaxinn úr grasi var hann fyrir nokkru
fluttur til Norðfjarðar og störf okkar
iágu ekki þannig samsíða að veruleg
persónuleg kynni tækjust, enda þótt
við vissum vel hvor af öðrum. f huga
mínum mótaðist þó snemma mynd
af gjörvulegum atorkumanni og
miklum heimilisföður. Sú mynd hef-
ur ekkert breyst síðan nema fjölgað
í henni dráttunum. Mér varð til
dæmis seinna Ijóst að Gísli var einn
þeirra góðu manna sem finna til f
stormum sinnar tíðar. Um það vitna
meðal annars nokkrar blaðagreinar
sem hann skrifaði um einstök dag-
skrármál líðandi stunda, um samtíð-
armenn sína og um löngu liðna
atburði. f þeim var heitur undirtónn
sem lýsti höfundinum.
Á allra síðustu árum tókust með
okkur frændum örlítið nánari kynni
en áður. Þá var Gísli sestur í helgan
stein eins og sagt er og ég hafði líka
hægt nokkuð á mér og var tekinn til
við ný verkefni. Við Gísli ræddum
þá margt um gamla daga heima í
sveitinni okkar, en saga hennar var
báðum ofarlega í huga. Á þessum
misserum eignaðist ég nokkrar sam-
verustundir með þeim hjónum,
Gísla og Fannýju, sem mér þykir
vænt um. Þær staðfestu það er ég
hafði áður skynjað um mannkosti
þeirra og hlýtt hjartalag og um órofa
tryggð Gísla við uppruna sinn og
átthaga.
Ég get ekki stillt mig um að geta
þess, að öldungurinn Gísli var meðal
hinna fyrstu sem urðu við tilmælum
sóknarnefndar Mjóafjarðar um
stuðning við endurbætur Mjóafjarð-
arkirkju, sem senn er orðin eitt
hundrað ára gömul.
Við fráfall Gísla Kristjánssonar
frá Mjóafirði er á margt að minnast
en ég læt staðar numið. Ég þakka
fyrir minn part eins og ég heyrði
gömlu formennina á Mjóafirði segja
þegar ég var bam og fleytum þeirra
hafði verið ráðið til hlunns að hausti.
Og það gemm við áreiðanlega öll,
gömlu sveitungarnir, sem enn stönd-
um héma megin markanna. Og við,
gömlu hjónin á Brekku, sendum
Fannýju, niðjum þeirra Gísla og
öðmm ástvinum hans hlýjar kveðjur
og biðjum þeim góðs.
Viihjálmur Hjálmarsson
á Brekku
Innfæddum Norðfirðingi, sem
fæddur er 1919, uppalinn í kaup-
staðnum að Nesi og dvaldi þar til
fullorðinsára, em minnisstæðir at-
hafnamennimir í bænum á sviði
útgerðar og sjómennsku á því tíma-
bili í sögu kaupstaðarins, þegar hver
útgerðarmaður átti sína eigin
bryggju og útgerðaraðstöðu og full-
verkaði til útflutnings þann fiskafia
sem bátur hans eða bátar bám að
landi. Yfir 40 bryggjur í bænum
þegar flestar vom, staðfesta þessa
sögu.
Þessu útgerðartímabili lauk í byrj-
un síðari heimsstyrjaldar, þegar all-
ur fiskur sem aflaðist var ekki lengur
lagður á land, heldur settur um borð
í stærri báta og skip sem fluttu hann
á markaði í Bretlandi á meðan
styrjöldin geisaði. Að styrjöldinni
lokinni hófst svo næsti þáttur útgerð-
ar og fiskvinnslu í bænum, sem ekki
verða gerð skil hér.
Einna minnisstæðastur fyrr-
greindra athafnamanna verður
undirrituðum Gísli Kristjánsson út-
gerðarmaður, sem lést hinn 6. júlí
s.l. að Hrafnistu í Hafnarfirði, 95
ára að aldri. Hann stundaði sjó-
mennsku og síðan útgerð á Norðfirði
á tímabilinu 1922 er hann fluttist frá
Mjóafirði og þar til hann fluttist til
Akureyrar með fjöiskyldu sinni árið
1945. Á Akureyri starfrækti hann
útgerð til ársins 1955 er hann flutti
búferlum til Hafnarfjarðar og hóf þá
önnur störf, eins og síðar verður frá
greint.
Gfsli er fæddur í Sandhúsi f Mjóa-
firði 12. desember 1893. Foreldrar
hans vom Lars Kristján Jónsson
verslunarmaður og kona hans María
Hjálmarsdóttir frá Brekku. Hann
ólst upp hjá foreldmm sfnum, byrj-
aði sjómennsku á árabát á sumar-
veiðum aðeins 10 ára, síðan á vélbát-
um heima í Mjóafirði og á vetrar-
vertíðum í Vestmannaeyjum.
Árið 1922 fluttist Gísli til Norð-
fjarðar og tók við formennsku á 11
smálesta vélbát; taldist það stór
bátur á þeim tíma. En hugur hans
stóð til eigin útgerðar og þegar á
næsta ári, 1923, eignaðist hann sinn
fyrsta bát, 6 smálestir, af svipaðri
stærð og flestir vélbátar á Norðfirði
vom á þeim ámm. Hann var sjálfur
formaður á bátnum fyrstu árin. Jafn-
framt hófst hann handa um byggingu
íbúðarhúss inn undir fjarðarbotni.
Nefndi hann húsið Bjarg. Fiskverk-
unarhús og bryggju byggði hann
einnig á þessu ári. Þá kvæntist hann
Fannýju Ingvarsdóttur alþingis-
manns á Ekm og konu hans Mar-
grétar Finnsdóttur. Fanný var þá
aðeins 19 ára gömul.
Þegar á það er litið, að sjó-
mennimir og fiskverkunarfólkið bjó
á heimili útgerðarmannsins eins og
tíðkaðist á þessum ámm og hafði
þar jafnframt fæði og þjónustu, má
Ijóst vera að hinnar ungu eiginkonu
biðu all-umfangsmikil störf, sem hún
frá upphafi rækti af þeim dugnaði og
einstökum myndarskap að athygli
vakti. Þess má einnig geta að Gísli
hafði alla tíð nokkurn landbúskap,
sem fullnægði þörf hins stóra heimil-
is með mjólk og aðrar búsafurðir.
Það var snemma áhugamál Gísla
að eignast stærri bát og sá draumur
var orðinn að vemleika 1929 en þá
hafði hann látið byggja 17 tonna bát
á Fáskrúðsfirði, vel búinn og vand-
aðan og hófst nú sjósókn af nýjum
krafti, vetrarróðrar stundaðir að
heiman og sótt suður í Lónsbugt,
sem ekki hafði tíðkast áður. Afli var
oft ótrúlega mikili í þessum vetrar-
róðmm. Aukinn afli kallaði á bætta
aðstöðu til fiskmóttöku og fiskverk-
unar og enn var byggt og bætt við
útgerðaraðstöðuna á Bjargi. Þar var
alltaf verið að byggja, ekki aðeins
útgerðaraðstöðu heldur var einnig í
smíðum nýtt íbúðarhús, stórhýsi á
þeim tíma. Þrjú elstu börnin vom
fædd þegar flutt var í nýja húsið árið
1930 og fjórða bamið fæddist á nýja
Bjargi í nóvember.
Nú hófst áratugur heimskrepp-
unnar. Áhrif hennar fyrir byggðar-
lagið þekkja aðeins þeir, sem nú em
aldnir að árum. Gísli horfði til
síldveiðanna sem þóttu um þessar
mundir álitlegri útvegur en þorsk-
veiðarnar. Með ótrúlegum kjarki og
dugnaði tókst honum að festa kaup
á 100 tonna skipi í Englandi. Hann
fór þangað sjálfur, skoðaði mörg
skip og keypti að lokum gamalt skip,
sem hann taldi best henta, lét breyta
því að eigin óskum, m.a. setja í það
nýja aflvél, og til Norðfjarðar var
Gísli kominn með „Sæfinn“ nægi-
lega snemma til að koma skipinu á
síldveiðar sumarið 1938. Sæfinnur
vakti hvarvetna athygli og var vanda-
laust að manna hann dugmikilli
skipshöfn, enda var hann með afla-
hæstu skipum á síldveiðum næstu
árin. Öll styrjaldarárin sigldi Sæfinn-
ur með ísvarinn bátafisk til
Bretlands, aðallega frá Neskaupstað
og Hornafirði, og farnaðist vel.
Gísli og Fanný fiuttust til Akur-
eyrar með bömum sínum árið 1945
eins og áður er að vikið; byggðu þar
veglegt íbúðarhús, sem þau nefndu
Bjarg. Þar stundaði Gísli útgerð sem
fyrr. Á Akureyri bjuggu þau um 10
ára skeið.
Árið 1955 fluttu þau til Hafnar-
fjarðar og þar með hætti Gísli öllum
útgerðarumsvifum. Þau reistu strax
veglegt íbúðarhús að Herjólfsgötu
22 við sjóinn, rétt vestan við hafn-
armynnið en þaðan sést öll sigling
báta og skipa inn og út úr Hafnar-
fjarðarhöfn. Eftir að þau fluttu í
húsið, fór Gísli að vinna við fiskmat,
en síðan við tollskoðun í Reykjavík
um 12 ára skeið. Síðustu störf hans
voru sumarvinna við verkstjórn í
unglingavinnu hjá Hafnarfjarðarbæ
og hafði hann verulega ánægju af því
starfi, verkstjóm hafði alla tíð farið
honum vel úr hendi. Gísli var heilsu-
hraustur nær alla sína löngu ævi.
Fanný og Gísli fluttu á Hrafnistu
í Hafnarfirði í mars árið 1986.
Börn þeirra hjóna eru:
Margrét, f. 6.8. 1924, gift Jóni
Egilssyni forstjóra á Akureyri.
Ingvar, f. 28.3. 1926, fyrrverandi
menntamálaráðherra og alþingis-
maður, kvæntur Ólöfu Auði Erlings-
dóttur.
María, f. 3.5. 1927, gift Heimi
Bjamasyni aðstoðarborgarlækni.
Kristján, f. 30.11. 1930, afskipun-
arstjóri hjá S.Í.F., kvæntur Erlu
Baldvinsdóttur.
Ásdís, f. 8.7. 1935, gift Kristni
Gestssyni tónlistarkennara.
Tryggvi, f. 11.6.1938, skólameist-
ari Menntaskólans á Akureyri,
kvæntur Margréti Eggertsdóttur.
Afkomendur Gísla og Fannýjar
munu vera 85.
Gísli var maður fríður sýnum,
hávaxinn og höfðinglegur, grannur
en beinvaxinn og bar sig vel. Hann
var mikill skapmaður og hefur það
án efa átt þátt í þeirri óvenjulegu
orku, sem í honum bjó. Hann þótti
kröfuharður við samstarfsmenn sína
en trúlega kröfuharðastur við sjálfan
sig. Hann var þó svo vinsæll hús-
bóndi að jafnan var til þess vitnað
hvað eftirsóttir sjómenn og land-
verkamenn vom langan tíma sam-
fleytt á hans útvegi, sumir um
margra ára skeið. Gott atlæti á
heimilinu hefur eflaust átt sinn þátt
í því.
Af framanrituðu má ljóst vera að
Gísli Kristjánsson var harðduglegur
athafnamaður, áræðinn og kjark-
mikill, einstakt snyrtimenni svo sem
húseignir hans á Bjargi bám vott um
á Norðfjarðarámnum. Hann var
jafnan talinn í fremstu röð þeirra
útvegsmanna, sem gerðu sér grein
fyrir þýðingu þess að vanda vel
verkun fiskaflans og var öðmm til
fyrirmyndar og hvatningar á því
sviði. Gísli skildi manna best hvers
virði það er að búa vel að útgerð
sinni hvað varðar veiðarfæri og ann-
an búnað.
í Neskaupstað var Gísli framar-
lega á sviði félagsmála er snertu
sjávarútveginn. Hér skal þó aðeins
nefnt að hann átti sæti í fyrstu
bæjarstjóm Neskaupstaðar, sem
kosin var 2. janúar 1929. Hann var
fulltrúi útvegsmanna og var fram-
boðslisti þeirra nefndur sjómanna-
listinn. Gísli þótti jafnan tillögugóð-
ur og drenglyndur, vinsæll og greið-
vikinn svo að af bar, góður ræðu-
maður og aðsópsmikill i ræðustól.
Gísli var lítt skólagenginn en
greindur vel og fróðleiksfús. Hann
sagði vel frá. Hann skrifaði allmarg-
ar blaðagreinar, m.a. minningar-
greinar um látna samferðamenn,
einnig nokkrar greinar um málefni
aldraðra á seinni árum. Allt fór
þetta honum vel úr hendi.
Við hjónin áttum því láni að fagna
að eiga Fanný og Gísla að vinum um
margra ára skeið og við áttum marg-
ar eftirminnilegar ánægjustundir
með þeim. Þau voru höfðingjar
heim að sækja.
Við sendum Fanný, börnum
þeirra og fjölskyldum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ragnar Pétursson