Tíminn - 14.07.1989, Qupperneq 14

Tíminn - 14.07.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn Föstudagur 14. júlí 1989 FRÉTTAYFIRLIT UTLÖND PEKING - Tveir kínverskir andófsmenn sem tengdust lýðræðishreyfingu náms- manna í Peking voru skotnir í vikunni. Þá hafa að minnsta kosti tólf andófsmenn verið teknir af lífi að undangengnum réttarhöldum. Andófsmenn sem komist hafa undan telja að mun fleiri hafi verið teknir af lífi eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar 4.júní. Þá telja þeir að þúsundir manna hafi verið drepnir í blóðbaðinu 4.júní, en kínversk stjórnvöld segja að rétt rúmlega tvö hundruð hafi fallið. MOSKVA - Sovétmenn fögnuðu tilboði NATO um af- vopnun ( hefðbundnum víg- búnaði sem NATO lagði fram tveimur mánuðum fyrr en áætl- að var. Sovétmenn segjast munu stefna að þv! ao ná samkomulagi um afvopnun innan sex mánaða, en það er markmið George Bush Banda- ríkjaforseta. MOSKVA - Armeni var drepinn þegar hópur Azera og Armena rændu búðir, lokuðu vegum, skutu á herlögreglu og börðust við hvor aðra I Nag- orno-Karabakh. Þetta er joriöja dauðsfallið sem verður í kyn- þáttaátökum I héraðinu þessa viku. PARÍS - Bush Bandaríkja- forseti sagði að Bandaríkja- stjórn muni ekki breyta afstöðu sinni til kosninga Palestínu- manna á hernumdu svæðun- um, þrátt fyrir tilburði Israela sem vilja aðrar leiðir. BÚDAPEST - Rúmlega 100 þúsund Ungverja fylgdu Janos Kadar, leiðtoga Ung- verja um þriggja áratuga skeið, til grafar. MOSKVA - Námaverka- menn í Mezhdurechensk héldu aftur til vinnu sinnar eftir að kolanámavinnsla á stærsta kolasvæði Sovétríkjanna hafði stöðvast í þrjá daga vegna verkfalls þeirra. Námaverka- mennirnir kröfðust meiri áhrifa á eigin mál. COLOMBO - Tveir hóf- samir leiðtogar Tamíla voru skotnir til bana og sá þriðji var særður hættulega á Sri Lanka. PLO og Israelsstjórn hafa átt í viðræðum! ísraelsstjórn og Frelsissamtök Palestínu hafa átti í hreinum og opinberum viðræðum með mOli- göngu Bandaríkjamanna. Frá þessu skýrði Yossi Beilin að- stoðarfjármálaráðherra ísrael í gær, en hann er einn af helstu fríðarsinnunum í Verkamanna- flokknum og aðstoðarmaður Shimons Peres formanns flokksins. Embættismenn PLO staðfestu þetta í gær. Fréttir þessar hafa valdið mikilli ólgu hjá harðlínumönn- um í Israel sem vilja ekkert annað en eld og brennistein yfir Palestínumenn. Bætir þetta ekki á þá ólgu sem fyrir er í ísraelsk- um stjórnmálum, en flest bendir til þess að Verkamannaflokkur- inn sé á leið út úr ríkisstjórninni vegna harðlínustefnu Lik- udbandalagsins og Shamirs for- sætisráðherra, en uppljóstranir þessar koma honum mjög illa þar sem hann hefur átt í höggi við öfgafulla harðlínumenn í Likudbandalaginu undanfarið. Hinar leynilegu viðræður komust upp þegar ónafngreind- ur bandarískur embættismaður gaf í skyn að PLO og ísraelska ríkisstjórnin hafi átt í leynileg- um viðræðum. Yossi Beilin stað- festi þessar fréttir þegar útvarps- stöð hersins hafði við hann viðtal. - í tvo til tvo og hálfan mánuð hafa verið hreinar og opinberar samningaviðræður milli ísra- elsku ríkisstjórnarinnar sem Yitzhak Shamir forsætisráð- herra hefur leitt og PLO, en í gegnum Bandaríkjamenn. Hver sem ekki veit þetta, fsraelskur hermaður á tali við Palestínuaraba á Vesturbakkanum. Nú hefur það komið I Ijós að ríkisstjómin í ísrael hefur átt í viðrseðum við Frelsissamtök Palestínu um framtíð hemumdu svæðanna. hver sem ekki viðurkennir þetta, hver sem reynir að fela sig frá þessu, er eins og barn sem lokar augum sínum og heldur að heim- urinn sjái það ekki, sagði Beilin í viðtali við útvarpið. Þrátt fyrir þessar staðhæfingar þá reynir Shamir að sverja af sér allar viðræður við PLO. - Við höfum ekki haft neitt samband við PLO, hvorki opin- berlega né óopinberlega, ekki bein og ekki óbein, sagði Avi Pazner blaðafulltrúi Shamirs í gær. Bandaríkjamenn sem eru helstu bandamenn ísraela hófu að ræða við PLO opinberlega í desember eftir að Yasser Arafat leiðtogi Frelsissamtaka Palest- ínu hafnaði og fordæmdi hryðju- verk og viðurkenndi tilverurétt Ísraelsríkis. Þrátt fyrir þetta þá heldur uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum áfram og ísraelskir hermenn halda áfram að skjóta á uppreisnarmenn. Þrír Palestínumenn létust eftir ofbeldi á hemumdu svæðunum í gær. Tveir grímuklæddir grjót- kastarar féllu fyrir kúlum ísra- elskra hermanna og einn Palest- ínumaður var stunginn til bana af kynbræðrum sínum í Rafha flóttamannabúðunum í Gaza. Hann var talinn vinna með ísra- elum. Einn helgasti dagur múslíma er í dag og búast ísraelar við átökum í kjölfar hans og hefur verið sett næturlangt útgöngu- bann á hemumdu svæðunum. Pá var danskri stúlku sem ísraelar handtóku í fyrradag sleppt úr haldi, en stúlkan var sökuð um að smygla fjármagni til leiðtoga uppreisnarmanna Palestínumanna. UTLO UMSJÓN: Hallur Maanússon BLAÐAMAÐ Hetja byltingarinnar á Kúbu tekin af lífi Amaldo Ochoa Sanchez hers- höfðingi sem barðist við hlið Fídels Castrós og Che í byltingunni á Kúbu fyrir þrjátíu árum féll fyrir skotum aftökusveitar við sólarupprás í gær. Sanchez var skotinn ásamt þremur öðmm háttsettum mönnum innan hersins á Kúbu, en þeir vom sekir fundnir um aðild að eiturlyfjasmygli Kólumbíumanna til Bandaríkjanna. Fjórmenningarnir viðurkenndu allir glæpi sína. Mennirnir fjórir voru teknir af lífi eftir að Hæstiréttur Kúbu og Ríkis- ráðið á Kúbu höfðu hafnað áfrýjun dauðadómsins, en Castró er höfuð ríkisráðsins. Bón Jóhannesar Páls II páfa um að fjórmenningunum yrði sýnd miskunn var virt að vettugi. Omar Hassan al-Bashir leiötogi herforingjastjórnarinnar í Súdan: * * • ' vua ^jcx au ouuurouuan oivipi* að, þá munum við ekki standa í pp í þrjú sjálfstjórnarsvæði, þá Aðskilnaður Suður-Súdan hugsanlegur Omar Hassan al-Bashir leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Súdan sem komst til valda í byltingu fyrir hálfum mánuði hefur lýst yfir að hugsanleg lausn á borgarastyrjöld- inni í Súdan sé að Suður-Súdan skiljist frá Súdan, annað hvort sem sjálfstjórnarsvæði, eða jafnvel sjálf- stætt ríki. - Ef þeir samþykkja allir aðskiln- veginum, sagði Hassan í viðtali við dagblað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. - Við erum reiðubúnir að sam- þykkja hvaða þá lausn í suðri sem sunnanmenn samþykkja, sagði leið- toginn. - Ef þeir vilja bandalagsríki, eða að suðurhlutinn verði sjálfstjórnar- c' 'An Kó nr\ QnAnr.QnHon cVirvt- er okkur sama sagði Hassan. Súdanski þjóðfrelsisherinn hefur barist gegn stjórnarhemum í Súdan frá því árið 1983, en í suðri búa aðallega blökkumenn er játa kristna trú eða trú forfeðra sinna, en í norðri búa músiímar af Arabakyni. Þeir hafa haít stjórn landsins í sínum höndum, sunnanmönnum til mikils Fiskar drukkna í mjólk Það fór illa fyrir fiskunum í ánni Pas í Cantabria héraði á Spáni í síðustu viku. Bændur þar voru að mótmæla verði á mjólk og mjólkurvörum, sem þeir telja of lágt, og helltu um 100 þúsund lítmm af mjólk í ána. Fiskarnir í ánni áttu ekki von á þessum sérstæða vökva, gátu enga björg sér veitt og drápust í torfum. Er talið að um 150 tonn af fiski hafi drepist. - Mjólkin hefur greinilega raskað jafnvæginu í vatninu og fiskurinn því drepist. Það er greinilegt að við verðum að sleppa miklu magni af seiðum í ána til að ná aftur upp fiskgengd, sagði talsmaður héraðsstjórnar- innar í Cantabria eftir þennan atburð. Hondúras: Sjö bandarískir hermenn særast í sprengjutilræði Sjö bandarískir herlögreglu- menn særðust þegar sprengja sprakk á diskóteki í hafnarbænum La Ceiba í Hondúras í fyrrakvöld. Þrír mannanna em mjög alvarlega slasaðir. Tveir bandarískir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna þessa sprengjutilræðis, að sögn tals- manns hondúraska hersins. Þó er ekki útilokað að Hondúrasbúar hafi staðið að tilræðinu. Sprengjutilræði á diskótekum í Hondúras sem Bandaríkjamenn sækja hafa aukist upp á síðkastið og opinber andstaða Hondúrasbúa gegn vem Bandaríkjamanna hefur aukist undanfarið. Spilar þar efla- ust inn í vera Kontraliða sem hafa sölsað undir sig stór landssvæði við landamærin að Níkaragva, en Bandaríkjamenn hafa stutt Kontraliða af ráð og dáð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.